Morgunblaðið - 14.05.1977, Page 7

Morgunblaðið - 14.05.1977, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAl 1977 r Málefnaleg grein Erling Garðar Jónasson, rafveitustjóri, skrifar málefnalega grein I dag- blaðið Tfmann í gær, þar sem hann fjallar um byggðastefnu annars vegar og staðbundin vandamál Reykjavlkur hins vegar. Þó að Morgunblaðið greini á við greinarhöfund f veiga- miklum atriðum, þykir því rétt að sjónarmið hans fari um farveg Morgun- blaðsinstil landsmanna, þar sem þau eru málefna- leg, og sem slfk íhugunar- verð. Staðbundin vandamál Reykjavíkur Erling Garðar segir: „ Höfuðatriðin sem koma fram i skrifum blaðsins (Morgunblaðsins) til þessa eru: 1. Að atvinnutœkifær- um I framleiðslu-greinum færi fækkandi f Reykja- vik. 2. Að meðaltekjur væru lægri F ReykjavFk en annarsstaðar á landinu (tekjuaukning milli ára lægri). 3. Að fjárhagsleg fyrir- greiðsla til fyrirtækja i Rvk væri minni en til landsbyggðarfy rirtækja. 4. Að vægi kosninga- réttarins væri óréttlátt. 5. Að Reykvikingar hafi með skattgreiðslum sin- um staðið undir uppbygg- ingu á landsbyggðinni undanfarin ár. Ef þetta væru allt stað- reyndir mundi ég taka þátt i áhyggjum Morgun- blaðsins og borgar- stjórans í Reykjavik . . . en svo er ekki f reynd og viðsfjarri að svo sé." Mótrök Erlings Garðars Sfðan segir greinar- höfundur orðrétt: „Staðreyndin bak við staðhæfingu 1. er sú — einfaldlega — að með til- komu skuttogaranna á næstum hvern fisk- vinnslustað hringinn f kringum landið, hefði hundraðshluti lands- byggðaraflans af heildar- aflanum aukizt. Þá er tilkoma þessara öflugu atvinnufyrirtækja f reynd svar við stað- hæfingu 2. Tæknileg staða fiskvinnslunnar með tilliti til margföldun- ar hráefnis er mjög bág- borin, þar af leiðir að vinnubyrði fólksins hefur einfaldlega aukizt sam- hliða því er tekju- aukningin, að sjálfsögðu. Þá skulu menn líka hafa f huga að afla nótaskip- anna t.d. bræðsluaflanum (loðna) er fyrst og fremst landað annars staðar en í Reykjavfk. Fyrirgreiðsla til uppbyggingar skipa- flotans hefur í reynd ekki verið lakari f Reykjavík, en annars staðar. Hvað snertir fjárhags- lega fyrirgreiðslu, hefur hún verið alltof Iftil. Endurbygging hraðfrysti- húsanna er f reynd ekki hafin enn. í Reykjavfk og næsta nágrenni er obbinn af fslenzkum iðnaði, og sú stóriðja, sem til er f landinu. Staðhæfing 3. er þvf mjög léttvæg og f reynd ekki svaraverð. Vægi kosningaréttarins er mjög mismunandi f landinu. Það er staðreynd en hvort hér er á ferð það óréttlæti, sem Morgun- blaðið kveður á um, er hins vegar ekki augljóst. Það sem er meginatriði í þessu máli, er að kosningafyrirkomulag hérlendis, er gengið sér til húðar og þarfnast gagn- gerðrar endurskoðunar. Staðhæfing 5 er og hefur aldrei verið svara- verð, því grunnhyggnin að baki hennar er með endemum. Þó svo væri, að skatt- greiðslur Reykvfkinga rynnu f framkvæmdir út um land, þá er með þeim framkvæmdum, sem hingað til hafa verið megin verkefni, aðeins verið að auka framleiðni þeirrar grundvallarfram- leiðslu, sem öll verzlun og opinber stjómsýsla sem staðsett er í Reykjavfk, lif- ir af." Ein þjóð í einu landi í lok greinar sinnar segir Erling: „Staða landsbyggðar- innar bæði f félagslegu og hagrænu tilliti er áratug á eftir höfuðborgarsvæðinu — það er staðreynd, sem blasir við þeim sem nennir að hugsa þessi mál. En gleymum þvl aldrei f þessari umræðu, að á íslandi býr ein þjóð f einu landi, og við íbúar lands- byggðarinnar erum stoltir af okkar höfuðborg. Hana eiga allir landsmenn, og að sjálfsögðu viljum við stuðla að hag íbúa hennar. En ef menn gera sér grein fyrir sögulegum staðreyndum og hafa í sér einhverja framsýni komast þeir fyrr eða sfðar að þeirri niðurstöðu að meginverkefni íslendinga næstu áratugi er að skapa byggðajafnvægi í land- inu." Bænadagur DÓMKIRKJAN. Messa kl. 11 árd. Séra Þórir Stephensen. Messa kl. 2 síðd. Séra Hjalti Guðmundsson. NESKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Séra Frank M. Halldórs- son. Kaffisala kvenfélagsins að aflokinni messu. HALLGRlMSKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Karl Sigur- björnsson. Messan klukkan tvö fellur niður. HÁTEIGSKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Arngrimur Jóns- son. FELLA- OG HÖLASÓKN. Guðsþjónusta í Fellaskóla kl. 2 síód. Séra Hreinn Hjartarson. DÓMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. pg alla virka daga er lágmessa kl. 6 siðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 siðdegis. ELLI- OG Hjúkrunarheimilið Grund. Messa kl. 2 siðd. Geir Waage guðfræðinemi prédikar. Fél. fyrrv. sóknarpresta. BREIÐHOLTSPRESTAKALL. Messa kl. 11 árd. í Breiðholts- skóla. Séra Lárus Halldórsson. GRENSÁSKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Organisti Jón G. Þórarinsson. Séra Halldór S. Gröndal. FÍLADELFÍUKIRKJAN. Safnaðarguðþjónusta kl 2 siðd. Almenn guðþjónusta kl. 8 siðdegis. Einar J. Gíslason. LAUGARNESKIRKJA. Messa kl. 11 árd. — Altarisganga. Sóknarprestur. FRlKIRKJAN. Reykjavík. Messa kl. 2 siðd. Organisti Sig- urður Isólfsson. Séra Þorsteinn Björnsson. LANGHOLTSPRESTAKALL. Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Árelíus Níelsson. — Meðlimir Bræðrafélagsins og önnur félagssamtök innan safnaðarins eru hvött til þátttöku í starfi við kirkjubygginguna laugar- daginn 14. mai kl. 9.30 árd. Sóknarnefndin. ARBÆJARPRESTAKALL. Guðþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11 árd. (Ath. breyttan messustað og tima). Séra Guðmundur Þorsteinsson. SELTJARNARNESSÓKN. Guðþjónusta kl. 11 árd. í félags- heimilinu. Séra Frank M. Halldórsson. BUSTAÐAKIRKJA. Guð- þjónusta kl. 11 árd. — Athugið breyttan messutima. Birgir Ás Guðmundsson organisti. Séra Olafur Skúlason dómprófastur. FÆREVSKA Sjómannaheim- ilið. Samkoma verður kl. 5 síðd. Er þetta jafnframt síðasta sam- koman i heimilinu á þessu vori. Jóhann Olsen. HJÁLPRÆÐISHERINN. Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Útisamkoma á Lækjartorgi kl. 4 síðd. Hjálpræðissamkoma kl. 8.30 síðd. Kafteinn Daniel Óskarsson. DIGRANESPRESTAKALL. Guðþjónusta i Kópavogskirkju kl. 11 árd. Séra Þorbergur Kristjánsson. KÁRSNESPRESTAKALL. Guðþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2 síðd. Séra Árni Pálsson. GUÐSPJALL DAGSINS: Jóh. 16,23—30.: Biðjið í Jesú nafni. LITUR DAGSINS: Hvítt. Litur gleðinnar. KAPELLA St. Jósepssystra í Garðabæ. Hámessa kl. 2 síðd. HAFNARFJARÐARKIRKJA. Messa kl. 2 síðd. Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar prédikar. Séra Bragi Bene- diktsson þjónar fyrir altari. Séra Gunnþór Ingason. FRlKIRKJAN Hafnarfirði. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Magnús Guðjónsson KÁLFATJARNARKIRKJA. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Ferming. Séra Bragi Friðriks- son. NJARÐVÍKURPRESTAKALL. Guðþjónusta i Innri- Njarðvíkurkirkju kl. 11 árd. og í Stapa kl. 2 siðd. Séra Páll Þórðarson. KEFLAVlKURKIRKJA. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Guð- þjónusta kl. 2 síðd. Sóknar- prestur. GRINDAVÍKURKIRKJA. Messa kl. 2 siðd. Sóknarprestur. KIRKJUVOGSKIRKJA. Messa kl. 5 síðd. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA. Messa kl. 2 siðd. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA. Barnaguóþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA. Messa kl. 2 siód. Séra Björn Jónsson. SIGLUFJARÐARKIRKJA Hátíðarguðþjónusta kl. 2 síðd. Fimm fyrrum prestar staðar- ins: Séra Óskar J. Þorláksson, séra Ragnar Fjalar Lárusson, séra Kristján Róbertsson, séra Rögnvaldur Finnbogason og séra Birgir Ásgeirsson taka þátt i guðsþjónustunni. Séra Óskar prédikar. Organisti Páll Helgason. Kirkjukvöld klukkan 9 siðd. með vandaðri dagskrá. Séra Vigfús Þór Árnason. Við útvegum allar tegundir þorskaneta fyrir næstu vertíð. Lágt verð. Vorum að taka upp barna- og unglingaskó frá „Arauto" Portúgal Teg. 1 St. 28—41 Litur gulur Verð frá: 3.736. — Teg. 3 St. 23—38 Teg. 2 St. 23—38 Litur gulbrúnn Verð frá: 3.586 - Póstsendum Litur gulur og blár Verð frá: 3.586. — Skóglugginn Hverfisgötu 82 Sími 11788 Feröaskrifstofunnar Sunnu 1977 Vegna fjölda áskoranna verða litkvikmyndir frá hluta leiðar Sunnu, m.a. frá Klettafjöllum og Vancouver B.C. endursýndar n.k. sunnudagskvöld 15. maí í Veitingahúsinu Glæsibæ, ásamt ferðakynningu Kanadaferðar. Húsið opnað kiukkan 7. Hátíðarkvöldverður fyrir aðeins 1 850.00 Hefst klukkan 7.30. Skemmtiatriöi m.a. Randver Stormar leika fyrir dansi bæði gömlu og nýju dansana til klukkan 1. e. m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.