Morgunblaðið - 14.05.1977, Page 12

Morgunblaðið - 14.05.1977, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977 VIÐSKIPTI Umsjón: Pétur J. Eiríksson Víkingur undirbýr flutning á Selfoss Rekstraráðgjafar Hagvangs, þeir Eggert Ágúst Sverrisson t.v. og Þorsteinn Þorsteinsson t.h. en milli þeirra er Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri. Hagvangur: Miðlar reynslu með ráðgjafarnámskeiðum 0 Sælgætisgerðin Vikingur er nú að undirbúa flutning sinn frá Reykjavík til Selfoss. Er fyrir- tækið f þann mund að hefja bygg- ingu 1.200 fermetra stálgrinda- húss á Selfossi og er stefnt að því að starfsemi fyrirtækisins verði komin þangað f iok þessa árs. Jón Kjartansson, framkvæmda- stjóri Víkings, sagði Morgun- blaðinu að margar ástæður væru fyrir því að fyrirtækið flytur á Selfoss, svo sem góð staðsetning frá markaðssjónarmiði góðar sam- göngur og framboð á vinnuafli. Einnig hefði það ráðið miklu að lóðarkostnaður væri hagstæðari þarna en í Reykjavík, en einmitt vegna kostnaðar hefði Reykjavík aldrei komið til greina sem fram- tíðarstaður fyrir nýja verksmiðju. Þá nefndi Jón, að af ýmsum öðr- um ástðum væri hagstæðara að reka fyrirtæki utan Reykjavíkur eins og þeirri að fyrirtæki úti á landi ættu kost á lánum úr byggðasjóði. Samhliða flutningunum verður gerð mikil breyting á framleiðslu- háttum og framleiðsluvörum Víkings, og verða keyptar nýjar vélar til þessa. Benti Jón á að tollvernd íslenzks sælgætisiðnað- ar lyki eftir þrjú ár vegna Efta- samnings og því yrðu íslenzku fyrirtækin að leggja út i fjárfest- ingar til að lækka framleiðslu- kostnað ef þau eiga að standast samkeppni við erlenda framleið- endur. Mun Víkingur fjárfesta fyrir 60—80 milljónir króna i þessu skyni. Búizt er við því að starfsfólk Víkings á Selfossi verði ekki færra en 30 manns. REKSTRAR- og hagfræðiþjón- ustufyrirtækið Hagvangur h.f. hefur tekið upp þá nýjung 1 starf- semi sinni að halda rekstrarráð- gjafarnámskeið fyrir starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja. Býður fyrirtækið upp á tvenn siík nám- skeið, annað nefnist „arðsemi og áætlanagerð** en hinn „hagnaður, fjármagn og arðsemi". Námskeið hafa þegar verið haldin með hóp- um og fyrirtækjum i Reykjavik og á Egilsstöðum, og um þessa heigi verður námskeið á Hvols- velli en siðan verður haldið til Akureyrar, Seifoss og Isaf jarðar. Kennarar á námskeiðunum eru Þorsteinn Þorsteinsson, rekstrar- hagfræðingur, og Eggert Ágúst Sverrisson, viðskiptafræðingur, en Morgunblaðið ræddi við þá ásamt Sigurði Helgasyni, fram- kvæmdastjóra Hagvangs. Þeir sögðu, að fyrirtækið hefði um margra ára skeið unnið að ráðgjöf í íslenzku atvinnulífi. Á þessu timabili hefðu ráðgjafar þess kynnzt, glímt við og leyst ólikustu rekstrarvandamál, og þar af leið- andi aflað sér mikillar þekkingar á vandamálum islenzkra fyrir- tækja. Reynslan sýndi, að nám- skeiðsformið væri mjög aðgengi- leg leið til að koma þessari þekk- ingu á framfæri. Með þessum tveimur námskeiðum er reynt að samræma reynslu Hagvangs af rekstrarráðgjöf og hagræðingar- námskeiðum, sem fyrirtækið hef- ur haldið fyrir hópa úr ýmsum atvinnugreinum. „Arðsemi og áætlanagerð“ er tveggja daga námskeið fyrir hinn almenna stjórnanda verðlagning- ar, kostnaðareftirlits og rekstrar- stýringar. Markmiðið er að auð- velda stjórnandanum hagkvæma verðákvörðun, eftirlit með kostn- Verðbréf HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS UPPLÝSINGATAFLA FLOKKUR HAMARKSLÁNS ÚTDRÁTT- VINN ÁRLEGUR VÍSITALA VERÐ PR. KR. MEÐALVIRK TÍMI = INN- LEYSANLEGí SEÐLABANKA FRÁOG MEÐ *) ARDAGUR INGS % ") FJÖLDI VINNINGA 01 02.1977. 682 STIG. HÆKKUN í % 100 MIÐAÐ VIÐ VÍSITÖLU 01.02.1977 **') IR VEXTIR F. TEKJUSKATT FRÁ ÚTG. D. **'*) 1972-A 15.03.1982 15.06 7 255 334.39 434.39 35.2% 1973-B 01.04.1983 30.06 7 344 272.68 372.68 41.3% 1973-C 01.10.1983 20.12 7 273 224.76 324.76 42.0% 1974-D 20.03.1984 12.07 9 965 181.82 281.82 43.6% 1974 E 01.12.1984 27.12 10 373 99.42 199.42 35.6% 1974-F 0-1.12.1984 27.12 10 646 99.42 199.42 37.0% 1975-G 01.12.1985 23.01 10 942 38.90 138.90 31.0% 1976-H 30.03.1986 20.05 10 942 34.52 134.52 42.8% 1976 I 30.11.1986 10.02 10 598 5.74 105.74 39.7% Byggðasjóður: *) Happdrællisskuldabrffln rru rkki innleysanleg, fyrr en himarkslknstlma er nið. **) Heildarupphæd vinninga I hvert sinn. miAast viA ákveAna % af heildarnafnvrrAi hvers útboAs. Vinningarnir eru þvl óverAtryggAir. ***) VerA happdrættisskuldabréfa miAaA viA framfærsluvlsitttlu 01.02.1977 reiknast þannlg: Happdrættissku'dabréf. riokkur 1974-D aA nafnverAi kr. 2.000.-. hefur verA pr. kr. 100,- = kr. 281.82. VerA happdrættisbréfslns er þvl 2.000 * 281.82/100 = kr. 5.636,- miAaA viA rramfcrsluvlsitöluna 01.02. 1977. ••••) MeAalvirkir vestir p.a. fyrir tekjuskatt frá útgáfudegi. sýna upphæd þeirra vaxta. sem rlkissjóAur hefur skuldbundid sig aA greida fram ad þessu. MeAalvirkir vextir segja hins vegar ekkert um vexti þá. sem bréfin koma til meA ad bera frá 1.11. 1976. Þeir segja heldur ekkert um ágæti einstakra flokka, þannig ad flokkur 1974-F er alls ekki lakari en t.d. flokkur 1974-D. Auk þessa greidir rlkissjódur út ár hvert vinninga I ákvedinnl % af heildarnafnverdi flokkanna. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS 2/3 lána til frysti- húsa fóru til SÍS FLOKKUR HÁMARKS- INNLEYSANLEG RAUN ME0AL VÍSITALA VERÐ PR KR 100 MEOALVIRK- LÁNSTÍMI í SEÐLABANKA VEXTIR TALS 01 04 1977: MIÐAÐ VI0 VEXTI IR VEXTIR TIL*) FRÁ OG MEÐ FYRSTU RAUN- 135(2637) STIG OG VlSITÖLU F TSK FRÁ 4—5 ÁRIN VEXTIR HÆKKUNí % 01 04 1977~) ÚTGÁFUDEGI %••) % 1965 10.09.77 10.09.68 5 6 1.027.85 2.192.54 30.6 1965-2 20.01.78 20.01.69 5 6 901.12 1.900.63 30.1 1966 1 20.09.78 20.09.69 5 6 851.25 1.726.49 31.1 1966-2 15.01.79 15.01.70 5 6 812.29 1.619.35 31.4 1967-1 15.09.79 15.09.70 5 6 796.98 1.522.36 33 0 1967-2 20.10.79 20.10.70 5 6 796.98 1.512.51 33.3 1968-1 25.01.81 25 01 72 5 6 751.27 1.322.22 37.1 1968 2 25.02.81 25.02.72 5 6 705.12 1.243.77 36.5 1969-1 20.02.82 20.02.73 5 6 539.47 929.29 36.8 1970-1 15 09.82 15.09 73 5 6 508.88 855.17 38.8 1970-2 05.02.84 05.02.76 3 5.5 410.11 629.09 34.8 1971-1 15.09.85 15 09.76 3 5 399.63 595 27 38.0 1972-1 25.01.86 25.01.77 3 5 343.28 518.85 37.4 1972-2 15.09.86 15.09.77 3 5 291.36 447.79 39.1 1973-1A 15.09.87 15.09.78 3 5 213.36 347.98 42.2 1973-2 25.01.88 25.01.79 3 5 192.77 321.65 44.4 1974-1 15.09 88 15.09.79 3 5 107.21 223.40 37.2 1975 1 10.01.93 10.01.80 3 4 71.02 182.64 31.1 1975-2 25.01.94 25.01.81 3 4 34.59 139.38 32.5 1976-1 10.03.94 10.03.81 3 4 28.57 132.65 30.7 1976-2 25.01.97 25.01.82 3 3.5 7.14 107.72 50.8 1977-1 25.03.97 25.03.83 3 3.5 0.00 100.04 *) Eftir hámarkslftnstíma njóta spariskírteinin ekki lengur vaxta né verótryggingar. **) Raunvextir tákna vexti (nettó) umfram verðhckkanir elns og þær eru mcldar skv. byggingarvítitölunní. ***) Verð spariskfrteina miðað við vexti og vfsitölu 01.04. 77 reiknast þannig: Sparisklrteini flokkur 1972-2 að nafnverði kr. 50.000 hefur verð pr. kr. 100 s kr. 447.79. Heildarverð spariskfrteinisins er þvl 50.000 x 447.79/100 = kr. 223.895 miðað við vexti og vfsitölu 01.04. 1977. **•*) IVfeðalvirkir vextir fyrir tekjuskatt frá útgáfudegi sýns heildarupphæð þeirra vaxta, sem rfkissjóður hefur skuldbundið sig til að greiða fram að þessu, þegar tekið hefur verið tillit til hækkana á byggingavfsitölunni. Meðalvirkir vextir segja hins vegar ekkert um vexti þá, sem bréfin koma tíl með að bera frá 01.04. 1977. Þeir segja heldur ekkert um ágæti einstakra flokka, þannig að flokkar 1966 eru alls ekki lakari en t.d. flokkur 1973-2. Þessar upplýsingatöflur eru unnar af Verðbréfamarkaði Fjárfestingafélags íslands. 0 Á síöast liðnu ári voru veitt lán úr byggðasjóði til byggingar og framkvæmda við frystihús utan Reykjavíkur, sem nema samtals 187.9 milljónum króna, að því er kemur fram f yfirliti f ársskýrslu Framkvæmdastofnunar rfkisins. Vekur það athygli við lestur yfir- litsins að bróðurparturinn af þessum fjárveitingum rennur til frystihúsa sem eru í Félagi Sam- bandsfrystihúsa, sem heyrir undir sjávarafurðadeild SlS. Af þessum 187.9 milljónum króna runnu 125.7 milljónir eða 67% til Sambandsfrystihúsanna, en 62.2 milljónir runnu til frysti- húsa, sem eiga aðild að Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, SH, eða 33%. Það sem gerir þennan mun eftirtektarverðan er, að frystihús SH eru meir en tvöfalt fleiri en frystihús SÍS eða um 64 á móti 29. Ef fjárveitingunum er skipt frekar niður á frystihúsin kemur í ljós að hvert SÍS frystihús hefur að meóaltali fengið 4.33 milljónir króna en hvert SH frystihús aðeins 0.97 milljónir. Skiptingin á milli SH og SÍS er nokkuð mismunandi eftir lands- hlutum. Tíu lán voru veitt til frystihúsa á Vestfjörðum. Níu fóru til SH-húsa, þar af fimm til eins þeirra, Fiskvinnslunnar á Bíldudal, en eitt til SÍS frysti- húss. Tvö lán voru veitt til Norður- lands vestra, bæði til SH frysti- húsa, en átta til Norðurlands eystra, þar af fimm til SÍS- frystihúsa. Flest lánin voru veitt til Austurlands eða 16. Tvö gengu til SH-frystihúsa en 14 til SÍS. Aðeins eitt frystihúsalán var veitt til Suðurlands, til SH-fryStihúss. Samtals námu lán byggðasjóðs árið 1976 1.137,3 milljónum króna. Minni sala nýrra bílaíSvíþjóð Sala á nýjun bilum i Sviþjóð dróst saman um 10% fyrstu fjóra mánuSi þessa árs miSað við sama timabil i fyrra. Á timabilinu janúar-april voru 94.200 nýir bilar seldir samanboriS við 104.200 í fyrra. Sænskir bila- framleiSandur hafa þvi a8 þessu sinni ekki haft sterkan heimamarkaS til a8 hlaupa upp á þegar sala hefur dregizt saman erlendis, sérstaklega i Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.