Morgunblaðið - 14.05.1977, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977
13
aði og arðgjöf einstakra vöruteg-
unda eða rekstrarþátta auk þess
sem stefnt er að því að auðvelda
honum markvissa stjórnun með
einföldun áætlunargerðar um
helztu þætti rekstrarins.
Þeir Hagvangsmenn sögðust
hafa orðið varir við að mikil þörf
væri á námskeiði sem þessu, þvi
það væri mjög algengt í íslenzk-
um fyrirtækjum að menn gerðu
sér takmarkaða grein fyrir þvi á
hverju fyrirtækið hagnaðist og af
hverju það tapaði, enda væru
dæmi þess, að fyrirtæki gæfi með
einstaka vörum. Takmarkaður
fjöldi þátttakenda er á nám-
skeiðinu, sem ekki er byggt upp á
fyrirlestrum heldur er lögð
áherzla á hópvinnu og byggt á
dæmum úr íslenzku atvinnulífi.
..Hagnaður fjármagn og arð-
semi“, er eins dags námskeið, ætl-
að hópi stjórnenda frá einu og
sama fyrirtækinu. Ráðgjafi undir-
býr námskeiðið með heimsókn í
fyrirtækið þar sem hann gerir
skyndikönnun til að finna hvar
vandamál þess liggja. Útkoman er
svo höfð til grundvallar nám-
skeiðinu. Reynt er að átta sig á
þvi hvert markmiðið sé með
tekstri fyrirtækisins. Síðan er
lögð áherzla á að sýna fram á að
hagnaður hljóti að vera leiðin til
að ná markmiðinu. Reynt er að
kanna hverjar séu orsakir taps
eða hagnaðar og hvaða leiðir séu
mögulegar til aukins hagnaðar og
bættrar nýtingar fjármagns og
arðsemi þess. í því sambandi er
farið mjög vandlega i að kanna
veltuhraða en Hagvangsmenn
benda á að menn átti sig oft ekki á
mikilvægi hans. Menn einblíni á
álagningarprósentu en átta sig
ekki á því, að veltuhraðinn getur
haft sömu áhrif.
Þetta námskeið hefur verið
haldið fyrir fyrirtæki i R,eykjavík,
og á Akureyri og segja ráðgjafar
Hagvangs, að fyrir slik námskeið
sé rík þör£ og að þau hafi haft
mjög örvandi áhrif á stjórnendur.
Það sé algengt vandamál að
stjórnendur eiga erfitt með að
vaxa með fyrirtækinu og beina
athyglinni að nýjum vandamál-
um. Þeir missi þannig yfirsýn yfir
allan reksturinn og „haldi sig
niðri á verksmiðjugólfinu þegar
þeir eiga að vera uppi að horfa
yfir markaðinn“. Því er reynt að
innræta þeim markaðsvitund og
sýna þeim fram á að þeir séu ekki
eitt af tannhjólunum í rekstr-
inum heldur það samræmingar-
afl, sem velgengni fyrirtækisins
veltur á. Vandaðar handbækur
fylgja báðum námskeiðunum.
DC-10
sölumenn
hjá Flug-
leiðum
• AÐ undanförnu hafa fulltrúar
McDonnell Douclas flugvélaverk-
smiðjanna i Bandaríkjunum átt
viðræður við stjórnendur Flug-
leiða um hugsanlega sölu á DC-10
farþegaþotum. Flugleiðir hafa
ekkert ákveðið ennþá með hvaða
flugvélum DC-8 þoturnar verða
leystar af hólmi, en samkvæmt
upplýsingum, sem Morgunblaðið
hefur fengið, beinast athuganir
nú aðallega að DC-JO og Boeing
747.
McDonnell Douglas vinnur nú
að gerð rekstraráætlunar fyrir
Flugleiðir og er gert ráð fyrir
þremur DC-10 þotum í henni.
Tvær þeirra yrðu eingöngu í flugi
fyrir Loftleiðir, en ein aðeins yfir
mesta annatímann, en að öðru
leyti yrði hún í vöruflutningum
fyrir Cargolux.
DC-10 sem er af svokallaðri
breiðþotugerð er þriggja hreyfla
og getur flutt allt að 345 farþega.
747 er stærri og getur flutt allt að
500 farþega. Stjórn F’lugleiða
áætlar að taka breiðþotur í
notkun vorið 1979.
Handelsbanken
kaupir í N ordic
Handelsbanken 1 Kaupmannahöfn
hefur eignazt 25% hlutagjár í Nor-
ræna bankanum !• London. Nordic
Bank. Hefur Handeslbanken lagt
fram 6,5 milljónir punda I hlutafé en
hlutafé Nordic Bank hefur verið auk-
ið úr £18,5 milljónum ( £25 milljón-
ir. Aðrir stærstu hluthafa i bankan-
um eru Den norske Kreditbank.
Ósló. Kansallis Osaki pankki, Hels-
ingfors, og Svenska handelsbanken,
Stokkhólmi. Handelsbanken var áð-
ur hluthafi I dótturfyrirtækjum Nord
ic i Zúrich og Paris.
Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS:
Kaupgengi pr. kr. 100,-
1966 2. flokkur 1668.42
1967 1. flokkur 1568.49
1967 2. flokkur 1558.35
1968 1. flokkur 1362.28
1968 2. flokkur 1281.46
1969 1. flokkur 957.45
1970 1. flokkur 881.08
1970 2. flokkur 648.18
1971 1. flokkur 613.30
1972 1. flokkur 534.57
1972 2. flokkur 461.36
1973 1. flokkur A 358.52
1973 2. flokkur 331.40
1974 1. flokkur 230.1 7
1975 1. flokkur 188.1 7
1975 2. flokkur 143.60
1976 1. flokkur 136.67
1976 2. flokkur 1 10.99
HLUTABREF:
Flugleiðir HF Sölutilboð óskast
Hvalur HF Sölutilboð óskast
Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum:
VEÐSKULDABRÉF:
2ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (30% afföll) 3ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (36% afföll) 5 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (45% afföll)
HLUTABREF:
Árvakur HF Kauptilboð óskast
(slenskur Markaður hf. Kauptilboð óskast
PfáRPEfTHKiARFáAC ÍÍtAADf HR
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
Lækjargötu 12 R (Iðnaðarban kahúsiriu)
Sími20580
Opiðfrá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga.
FRÁ LEIBBEININGASTÖfl HÚSMÆflRA
--------.-------------- -- _______:_L
Fyrir nokkru hefur undirrit-
uð heitið við konu sem hringdi í
Leiðbeiningastöðina að birta
hér nokkrar leiðbeiningar varð-
andi þvott.
Þótt flest heimili hafi sjálf-
virkar þvottavélar til umráða
nú orðið, verða menn að fara
eftir vissum reglum til þess að
þvottaárangurinn verði sem
bestur og til þess að koma í veg
fyrir skemmdir á þvottinum og
þvottavélinni. Hér verður sagt
frá nokkrum atriðum.
Óhreinan þvott skal aldrei
geyma of lengi, þeim mun erfið-
ara er að ná öllum óhreinindum
úr honum. Geymið hann ætið á
loftgóðum og þurrum stað, svo
að hann mygli ekki.
Áður en þvotturinn er þveg-
inn er nauðsynlegt að flokka
hann því að ekki hæfir öllum
vefjarefnum sama þvottaað-
ferð. Sum efni þola grómþvott
þ.e. að vera þvæld lengi i
þvottavél eða skrúbbuð á bretti
eins og gert var áður en þvötta-
vélar komu til sögunnar. Önnur
efni þurfa vægþvott og má að-
eins þvo þau á vægþvottakerf-
um i þvottavél eða i höndum.
Ennfremur þarf að flokka
þvottinn fyrir suðuþvott, heit-
þvott eða ylþvott eftir því hve
heitt þvottavatnið má vera.
En þar sem nú eru framleidd
svo mörg mismunandi efni eru
framleiðendur yfirleitt farnir
að láta leiðbeiningar fylgja
framleiðslunni. Að sjálfsögðu
þarf að kynna sér þær leiðbein-
ingar um leið og fatnaður er
keyptur, þvi það er þægilegast
að fjölskyldan eigi ekki allt of
margar gerðir af fatnaði sem
þvo þarf á mismunandi hátt, að
öðrum kosti verða þvottastörfin
timafrek.
Þvott sem lætur lit, verður að
þvo sér, og mislitan þvott, sem
þveginn er I fyrsta skipti, verð-
ur einnig að þvo sér, þar sem
oft er laus litur i honum. Ullar-
fatnað skal þvo i höndum nema
hann hafi fengið sérstaka með-
ferð við framleiðslu svo að
hann þoli að vera þvældur i
þvottavél án þess að þófna.
Brjóstahaldara með teinum
skal einnig þvo I höndum þar
sem hætt er við að teinarnir
stingist út gegnum götin í
þvottatunnunni og leggist á
botn þvottakarsins og ryðgi þar.
Bletti skal yfirleitt hreinsa
burt áður en þvotturinn er
þveginn. Ryðbletti skal fjar-
lægja með ryðeyði, fatnað með
blóðblettum skal leggja í kalt
vatn um stund og kaffi- te- og
ávaxtabletti skal nudda með
glyserini og láta það liggja á
blettunum um stund, áður en
fatnaðurinn er þveginn.
Fiestar sjálfvirkar þvottavél-
ar eru tunnuvélar þar sem
tunnan eða tromln snýst til
skiptis í báðar áttir á meðan
vélin þvær. Hreyfing tunnunn-
ar hefur svipið áhrif á þvottinn
og þvottabretti. Það er þvi
mikilvægt að hlaða ekki svo
miklum þvotti i vélina að þvott-
urinn hreyfist ekki, þegar tunn-
an snýst. Hinsvegar nýtist
þvottavélin illa, sé látið of litið i
hana og þar að auki er hætt við
auknu sliti á þvottinum. Flestar
vélar geta þvegið 3—4 kg af
þvotti i einu, eða 1 kg fyrir
hverja 13 1 tunnurúmmáls. En
sé um fatnað að ræða sem ekki
á að slétta að loknum þvotti má
ekki fylla tunnuna nema að
hálfu leyti, svo að ekki myndist
krumpur og fellingar í þvott-
inn.
Til þess að koma í veg fyrir
að slitrendur myndist meðfram
saumum T.d á gallabuxum er
gott að láta rönguna snúa út í
þvottavélinni. Það sama gildir
t.d. um acrylpeysur sem siður
hnökkra séu þær þvegnar á
röngunni.
Látið ekki mislitan þvott sam-
an við hvítan þvott í vélina,
hviti þvotturinn verður þá sið-
ur vel hvítur að loknum þvotti.
1 heimilisþvottavél sem tekur
3—4 kg eru notuð um 'A dl af
lágfreyðandi þvottaefni í for-
þvottinn og um l'A dl af lág-
freyðandi þvottaefni í suðu-
þvottinn en magnið fer eftir þvi
hve þvotturinn er óhreinn. Það
þarf að fylgjast með því að
hæfilega mikil froða myndist.
Ef froðan verður of mikil svíf-
ur þvotturinn i vélinni og
óhreinindin nuddast þvi ekki af
honum. Ef of lítið er notað af
þvottaefni verður þvotturinn
heldur ekki hreinn og setjast
þá gráir kekkir af óhreinindum
í hann.
Þvottaefni eru samsett af
mörgum mismunandi efnum en
magnið af hinum ýmsu efnum
getur verið með mismunandi
móti í hinum ýmsum tegundum
af þvottaefnum en yfirleitt eru
um sömu efni að ræða. Oft er
unnt að ná betri árangri með
þvi að skipta um þvottaefni af
og til.
Því hærra hitastig sem verð-
ur á vatninu, þeim mun betri
verður þvottaárangurinn, en
30% af raforku má spara ef
þvegið er við 60° í staðinn fyrir
95° og 15% ef forþvottinum er
sleppt. Það þarf ekki ætíð að
sjóða þvott sem er lítið óhreinn,
en þvottavélin eyðir um 1 KWH
fyrir hvert kg af suðuþvotti.
S.II.
Erindi og tónleikar
Tónlist, töfrar og tilfinning
ÞEGAR fjallað er um tónlist
og ætlunin að skilgreina
hana, er auðvelt að fjalla um
tæknilega þætti hennar en
áhrif á tilfinningar mannsins
er erfitt að skilgreina og eins
og Vagn Holmboe endaði er-
indi sitt þá ..skýrir aðeins tón-
listin sjálf allt varðandi tón-
list.
í erindi sínu fjallar Vagn
Holmboe um tónlist almennt,
áhrif hennar á mannmn og
eiginlegt innihald hennar
þ.e. galdurinn, sem ekki
verði skilgreindur til hlýtar
með athugunum á formi tón-
verks eða eðlisþáttum hljóðs-
ins. Tónlist sé margslungið
fyrirbæri er tengist athöfnum
manna á ýmsa vegu.
Upplifun hennar geti bæði
verið meðvituð og ómeðvituð
og mjög djúp án þess að fyrir
liggi skilgreining á bygg-
ingarfræðilegum þáttum
Fyrirlesturinn er vel þess
virði að hann sé í heild þýdd-
ur og birtur íslenzkum les-
endum til fróðleiks. Ekki er
hann sérlegt innlegg fyrir þá
sem hafa að verulegu leiti
fengist við tónlist. í því sam-
bandi mætti nefna rannsókn-
ir sem um árabil hafa verið
gerðar vestan hafs af mönn-
um ems og t.d. Carl E.
Seashore, en hann hefur i
bók sinni Psychology of
Music gert grein fyrir þessum
rannsóknum og þeim niður-
stöðum eraf þeim má draga.
Áhrif tónlistar á menn og dýr
er ekki sú dulargáta, sem
áður var, þó hins vegar sé
ekki hægt nú frekar en áður,
að skilgreina eða flokka list.
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Að loknum fyrirlestrinum lék
Halldór Haraldsson
píanóleikari sinfóníska svitu
fyrir píanó, sem tónskáldið
nefnir Suono da Bardo. Verk-
ið er í þáttum, en þeir nefn-
ast Tokkata. Interludio,
Fantásia, Metamorfosi,
Finale og Postludio. Halldór
gerði verkinu góð skil en
gaman væri að heyra hann
leika verkið utan bókar Það
er ekki á hvers manns færi að
leikar slíkt verk sem þetta
eftir pöntun, því til að móta
svona stór verk og hafa á
valdi sínu tónmál þess, þarf
langan tíma. Vagn Holmboe
er eitt af stærri tónskáldum
Dana. Hér á landi hafa tón-
verk hans verið litið flutt
nema þá helst nokkur kórlög
og það sem hefur verið flutt í
útvarpinu, að þvi er undirrit-
aðan minnir, þá helst
kammertónverk Vonandi
verður þar á breyting og i
framtiðinni gefist islendmg-
um kostur á að heyra meira
af tónlist hans.