Morgunblaðið - 14.05.1977, Síða 18

Morgunblaðið - 14.05.1977, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977 Nýljóóabók: Hörpuklidur blárra f jalla UT ER komin hjá prent- smiðjunni Leiftri ijóðabókin Hörpukliður blárra fjalia eftir Stefán Ágúst Kristjánsson. Magnús E. Guðjónsson fyrrv. bæjarstjóri á Akureyri ritar for- málsorð f bókina og segir hann m.a.: „Vinir og kunningjar Stefáns Ágústs hafa lengi vitað að hann fengist við Ijóðagerð, þvi að hann hefur við ýmis tækifæri, á hátfðar-, alvöru-, og gaman- stundum, flutt ljóð eftir sig, sem Fræðsluráð mælir með Guðmundi FRÆÐSLURÁÐ Austurlands samþykkti á fundi sinum í gær að mæla með Guðmundi Magnús- syni, skólastjóra f Reykjavik, í starf fræðslustjóra Austurlands. Alls sóttu tiu menn um starfið, en einn dró síðar umsókn sína til baka. Ráðstefna um heilbrigðismál SAMBANI) fslenzkra sveitarfél- aga efnir til tveggja daga ráð- stefnu um heilbrigðismál n.k. mánudag og þriðjudag, 16. og 17. maf á Hótel Sögu. Á ráðstefnunni verður m.a. rætt um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði heilbrigðis- þjónustu, um rekstrarfyrirkomu- lag heilsugæslustöðva og sjúkra- húsa og framtfðarskipulag heil- brigðisþjónustunnar. Matthías Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingarmálaráð- herra, flytur ávarp við setningu ráðsetfnunnar, en sfðan verða flutt níu framsöguerindi um hina ýmsu þætti þessara mála. — Fréftalilkynning — Mistök hjá sendanda... Framhald af bls. 32 þá hert lokin á öllum brúsunum. Skúli Jón sagöi að varan kæmi frá v-þýzka fyrirtækinu Dynamit Nobel. Þarna var um að ræða fjóra lítra; átta hálfslitrabrúsa, sem voru tveir og tveir saman í kassa. Með kössunum fjórum lét fyrirtækið fylgja sérstakt fylgi- bréf, eins og venja er, þegar um vörur er að ræða, sem sérstök ákvæði gilda um flutning á. Á fylgibréfinu er staðfesting frá fyrirtækinu þess efnis, að af þess hálfu hafi verið gengið frá vör- unni í fullu samræmi við kröfur alþjóðasambands flugfélaga. „Þessi yfirlýsing flugfélagsins er röng,“ sagði Skúli Jón. „Við mun- um rekja þetta mál alla leið og siðan tilkynna loftferðaeftirliti viðkomandi landa um niðurstöður rannsóknanna." Guðmundur Snorrason hjá Flugleiðum sagði, að þeir myndu fela skrifstofu félagsins i Kaup- mannahöfn að reka málið við SAS og Lufthansa. — Synjaði kröf- um BHM... Framhald af bls. 32 því sem gerðist i sambærilegum störfum á almennum vinnumark- aói, m.a. fyrir áhrif frá yfir- borgunum og eina prósentu- stiginu sem ASÍ fékk til sérþarfa í síðustu samningum. Að sögn Jóns Hannessonar, formanns launamálaráðs BHM, hefur síðan komið fram könnun á vegum Hag- st.oIiJ Islands um Þetta. atriði, .sem athygli hafa vakið. Margir vinir Stefáns, þ.á m. undirritaður, hafa hvatt hann til að gefa út ljóð sfn... , Nú hin síðustu ár hefur Stefán gefizt tími til að sinna ýmsum hugðarefnum sinum, sem á eril- sömum starfsdegi gafst lítið tóm til. Á ég þar fyrst og fremst við ljóðagerðina. Segja má að nær helmingur þeirra ljóða, sem birt- ast í þessari bók, séu ort á síðast- liðnu ári og er það mikið afrek.“ Um ævi Stefáns Ágústs segir m.a. i formála bókarinnar að hann sé Eyfirðingur að ætt og uppruna og hafi hann lagt stund á sjósókn og bústörf, ásamt iðn sinni, tré- smíði. Honum hafi verið falin margvísleg trúnaðarstörf, m.a. í sýslunefnd og hreppsnefnd og hann hafi verið mikill baráttu- maður fyrir samtök bindindis- manna. i bókinni, sem er 251 bls., er alls 131 ljóð, sem eins og áður segir eru mörg ort á s.l. ári. Höfundurinn er áttræður I dag. Tekur hann á móti gestum milli kl. 3—7 að Bólstaðahlíð 54. styrkir rökstuðning BHM, og kvað hann það hafa verið aðalástæðu þess að dómurinn klofnaði. Í fréttatilkynningu BHM kemur fram að það telur dóminn ólíjg- mætan vegna vanhæfis eins dóm- enda, sem Hæstiréttur skipaði, Jóns Sigurðssonar þjóðhagsstjóra og eins helzta efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar og vegna galla á málsmeðferð, m.a. brota á laga- ákvæðum um fresti. Þá telur BHM að niðurstaða meirihluta dómsins sé byggð á röngum laga- forsendum. BHM mun nú höfða mál fyrir bæjarþingi Reykja- vikur, segir í tilkynningunni, á grundvelli reglna um ógildingu gerðardóma og ihugar jafnframt að kæra setu Jóns Sigurðssonar í dómnum til Hæstaréttar. — íþróttir Framhald af bls. 31 Ingunn Einarsdóttlr, Jón S Þórð- arson og Friðrik Þ Óskarsson, öll úr ÍR, hyggjast fara til Kaupmanna- hafnar og dvelja við æfingar þar tvær sfðustu vikurnar fyrir Evrópu- bikarkeppnina sem landslið karla og kvenna munu taka þátt i þar í lok júni. — Hagstæð efnahagsþróun Framhald af bls. 1. heildarjöfnuðurinn óhag- stæður um 186 milljón og 239 milljónir punda í marz, en skv. upplýsingum brezkra hagfræð- inga er útkoman fyrir þriggja mánaða tímabilið mjög hag- stæð eða um 126 mílljónir sterlingspunda. Er það í fyrsta skipti síðan 1972 að jöfnuður- inn er hagstæður yfir þriggja mánaða tfmabil. Gjaldeyris- varasjóður Breta er nú um 10 milljarðar sterlingspunda og hefur aldrei verið hærri, en lán alþjóðagjaldeyrissjóðsins vega þar þungt á metunum. Sellótónleik- um seinkar Burtfarartónleikar Lovisu Fjeldsted, sellónemenda við Tónlistarskólann í Reykjavík, sem hefjast áttu kl. 2.30 i dag laugardag í Austurbæjarbiói hafa verið færðir aftur um hálfa klukkustund eða tii kl. 3. Lovísa leikur við undirleik Halldórs Haraldssonar. Tónlistar- kvöldhjá Jazzvakningu á mánudag JAZZVAKNING heldur tónlistar- kvöld á mánudag, 16. maí, f Glæsi- bæ. Að þessu sinni koma fram Spilverk þjóðanna, Árblik og Pét- ur Jónasson, sem leikur klassfska gítartónlist. Tónlistarkvöld þetta hefst kl. 21 og meðal annars flyt- ur hljómsveitin Árblik þar að mestu Ieyti frumsamin lög. Þetta er annað tónlistarkvöld Jazzvakningar í vetur. Heimspeki- fyrirlestur Á MORGUN sunnudag, flytur Pétur Gunnarsson rithöfundur fyrirlestur á vegum Félags áhuga- manna um heimspeki. Fýrir- lesturinn nefnir hann Althusser og Marxisminn. Louis Althusser er franskur heimspekingur, sem einkum hefur lagt stund á marxísk fræði og er einn af kunn- ustu túlkendum kenninga Karl Marx sem nú eru uppi. Fyrir- lesturinn verður fluttur i Lög- bergi, húsi Lagadeildar Hi og hefst kl. 14.30. Hann er öllum opinn. Ferming HALLGRÍMSKIRKJA í SAURBÆ Ferming sunnudaginn 15. maí kl. 13. Guðrún Sigríður Sveinsdóttir, Kalastaðakoti. Guðbjörn Smári Vífilsson, Ferstiklu 1. — Markverður Framhald af bls. 32 lífeyri aldraðara á meðan ekki er búið að verðtryggja lífeyri úr líf- eyrissjóðum almennt. Samkvæmt samkomulaginu i fyrra mun verð- trygging hafa verið greidd á lif- eyri tvisvar á ári, en samkvæmt því samkomulagi, sem aðilar vinnumarkaðarins hafa nú gert, munu eftirlaun aldraðara koma til með að hækka hlutfallslega eins og kauptaxtar. Einn samninganefndarmanna úr hópi vinnuveitenda sagði í gær í sam- tali við Morgunblaðið að þetta mál væri nú komið svo langt, að ekki væri unnt að halda því áfram á meðan ekki er Ijóst um fram- gang annarra atriða samningsins. Hann orðaði það svo að um væri að ræða marghliða samning, sem þó enn væri óundirritaður — sam- eiginleg yfirlýsing ASÍ og vinnu- veitenda og fylgja henni drög að yfirlýsingu rikisstjórnarinnar. Fjallar samningurinn um eftir- laun tryggingagreiðslur og fram- kvæmd þessara mála. Samkomulagið um dagvistunar- málið er þess efnis að aðilar eru sammála um að skora á ríkis- stjórnina að við gerð næstu fjár- laga verði varið 400 milljónum króna sem stofnframlagi til bygg- inga dagvistunarheimila í sam- vínnu við sveitarfélögin og að rík- isstjórnin gefi fyrirheit um að verja eigi lægri upphæð, miðað við hækkun byggingarkostnaðar á ári hverju næstu fjögur ár til byggingar dagvistunarheimili. Jafnframt eru aðilar sammála um að fara fram á lagabreytingu sem felur í sér að hlutdeild rikissjósð í byggingu og rekstri dagheimila verði hækkuð úr 50% í 75%. Aðilarnir gera ráð fyrir að full- trúar vinnumarkaðarins eigi sæti í stjórnum dagvistunarheimila og ákvæði verði sett í lög og reglu- gerð um að tryggt verði að allir íbúar viðkomandi byggðarlags skuli samkvæmt nánari skilgrein- ingu í reglugerð eiga sama rétt til til að koma börnum á dagvistunarheimili, sem byggt er og rekið fyrir ríkisstyrk — án .tUliJI? til starfs eða sféttar, syo,pg að gjöld verði ákveðin svo lág að mismunun geti ekki komið til greina. Þá gerir starfshópurinn um dagvistunarmál ráð fyrir að öll aðstaða Fósturskólans verði bætt og að undirbúningi að teikn- un og hönnun dagvistunarstofn- ana verði hraðað. — Hundruðum tonna... Framhald af bls. 32 skiptaverðmætið brúttó hefði verið 26 millj. kr. með um 80 kr. meðalverð á kg. og taldi Vil- helm að aflaverðmæti þessarar veiðiferðar væri með því mesta sem borizt hefði á land innan- lands. Kvað hann 96% af þorski í kössum hafa farið i I. fl. en 4% í 2. fl„ 100% af ýsunni í I. fl. og 100% af ufsanum. Þá benti Vilhelm á að ef smáfiskur hefði veiðst í þessum túr þá hlyti hann að hafa komið að landi, þvi ekki hefði verið unnt að hreinsa svo úr aflanum. Jafnframt benti Vilhelm á að eftirlitsmenn hefðu oft verið um borð i þeirra skipum án þess að gera nokkrar athuga- semdir og væru þeir ávallt vel- komnir. Morgunblaðið reyndi að ná sambandi við forstjóra BUR í gærkvöldi, en án árangurs. Jafnframt reyndi biaðið í gær- kvöldi að ná sambandi við þá skipstjóra sem hér eiga hlut að máli til þess að leita umsagnar þeirra um þær fullyrðingar sem koma fram i viðtölum við sjó- mennina, en skipstjórarnir voru allir úti á sjó og mun verða leitað til þeirra þegar þeir koma I land. Hér fara á eftir viðtölin við sjómennina þrjá: „Við héldum á miðin 19. des. s.l.,“ sagði Ingþór Indriðason, „og það var var farið vestur, fyrst í Djúpálinn og síðan vor- um við aðallega á Halanum. Við komum til baka nokkrum dög- um eftir áramótin og lönduðum 325 tonnum eftir túrinn. Þetta var mjög misjafnt hvernig veið- in gekk fyrir sig, stundum voru hrein hol og sæmilegur fiskur, en í öðrum var varla til að sæmilegur fiskur sæist, í bezta falli að það væri fiskur sem rétt náði máli. i mörgum holunum hentum við '/& af aflanum í sjó- inn vegna smæðar og i mörgum holum sem voru mjög stór, 25—30 tonn var svo mikið smælki að við hentum aftur úr því 15—20 tonnum í sjóinn. Stærstu holin voru upp í 50 tonn, en í þeim var skárri fisk- ur og lætur nærri að það hafi verið undir 1/5 hluta þess afla sem var hent í sjóinn vegna smæðar. Þetta er anzi svart ef það gengur mánuð eftir mánuð. Ég var á síðutogurunum fyrir þremur árum og þá kom þetta varla fyrir, en þegar maður var að býsnast yfir þessu nú þá sögðu skipsfélagar mínir að þetta væri orðið svona. Það væri ekkert annað en að fara á þessi mið sem smáfiskurinn er á, Suðurlandssvæðið lokað fyrir togurunum og baráttan hörð að ná afla. Menn hljóta þó að sjá það í hendi sér hvert stefnir ef þetta er látið viðgangast, þvi það er gífurlegur fjöldi smáfiska i 15—20 tonnum og svo mikið þegar það kemur fyrir oft í túr að maður vill helzt ekki hugsa um það hvað þá tala, því þarna er um algjöran smáfisk að ræða þar sem ávallt er gengið eins nálægt mörkunum og hægt er þegar verið er að velja fisk til löndunar úr bingnum. Það er ofboðslegt magn af þorski sem er hent þarna og þeir sögðu skipsfélagar minir að þetta væri farið að koma fyrir æ ofan í æ, ár eftir ár hjá togaraflotan- um þót menn þegðu yfirleitt eins og steinar yfir þessum slys- um og þetta er sérstaklega á þessum árstima þegar fiskur- inn gengur þarna. Og það er ekki að sökum að spyrja þegar togararnir eru hreinlega farnir að sitja um fiskinn á þessum svæðum. Það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu ár eftir ár, það er ruddalega fljótt að koma upp i stórar tölur þegar helm- ingnum úr stórum holum er hent, algjörum smáþorski. Það verður anzi litið til skiptanna i framtíðinni ef þetta heldur svona áfram og hræddur er ég um að það þætti slæm pólitík hjá bónda ef honum þætti sjálf- sagt að drepa öll nýfædd lömb.“ „Við fórum út rétt fyrir jólin og vorum fram yfir áramót á veiðum," sagði Ölafur Ólafsson, „en flestir togaranna voru þarna á sömu miðum. Ég lenti þarna I mesta aflahrotutúrnum og við lönduðum að mig minnir 270—280 tonnum. Yfirleitt voru þetta 10 tonna hol, en allt upp í 30 tonn en það var einnig mjög lakur fiskur og alltaf eitt- hvað úrkast allt niður í smákóð. Mest af aflanum millifiskur, sem menn telja ekki hrygning- arfisk nema að litlu leyti, en í heild var þetta góður fiskur. Fannst það einnig athyglisvert, ef hölin voru stór, hve fiskur- inn varð lélegur sem lenti neðst í hrúgunni I móttökunni." „Við fórum út um miðjan desember," sagði Guðmundur Mágnússon „og lönduðum 150 tonnum á 2. í jólum, en þessi túr sem ég fór var túrinn á undan aflahrotunni miklu. 1 þessum túr með Snorra fengum við frekar góðan fisk, en það var alltaf eitthvað slangur af smáfiski sem var hent. Þetta voru lítil hol, oft um 2-3 tonn og því jafnt fiskirí þarna á Halan- um og djúpt úti af Vestfjörðum, en þessi túr var pokinn á Snorra tvöfaldur. Flestallir íslenzku togararnir eru með tvöfalda poka þegar þeir koma þvi við. Ég fór jólatúr á Vigra um jólin í fyrra (1975) og þar voru þeir einnig með tvöfaldan poka. Ég spurði bátsmanninn að því hvort þetta væri ekki ólöglegt og hann svaraði ját- andi, en bætti við að þetta tíðkaðist á togurunum. Við hentum stórum hluta af aflan- um í þessum túr með Vigra, líklega um 20% aflans vegna smæðar. 1 Iok þessara túra þá skáru þeir skottið af á pokanum hjá Vigra til þess að koma veiðar- færunum i leyfilegt horf, en hjá Snorra var kolllínunni kippt úr. Það er leyfilegt að hafa yfirnet yfir pokanum, en þegar það er saumað saman á endunum verður pokinn tvö- faldur, möskvastærðin minnkar um helming og það fer ekki kvikindi í gegn um pokann. Það má einnig koma fram að islensku togararnir hafa oft stundað svivirðilegar veiði- aðferðir við Grænland. Það er alltaf verið að tala um að ýmsir erlendir togarar, Vestur- Þjóðverja og fleiri séu slæmir við Grænland, en ég held að íslenzkir togarasjómenn viti þó mæta vel að íslendingarnir eru ekki þeir beztu i þessum efnum á karfamiðunum. . Það er auðvitað ekkert nýtt að hent sé fiski vegna smæðar þvi ef þetta er á smáfiska- slóðum þá er hætta á talsverðu magni af þeim fiski í t.d. 30 tonna hol eins og við fengum í þessum túr á Vigra, en hitt er einnig staðreynd að það er búið að nota tvöfaldan poka á islenzku togurunum í mörg á og maður er búinn að sjá nóg af þessu.“ — HöfrungurlII. Framhald af bls. 2 litlu leyti frá Þorlákshöfn, alls 5 með honum, hinir 7 væru héðan og þaðan af landinu. Þor- leifur sagði það vera mjög erf- itt að manna bátana, ungir menn væru til, sem vildu stunda sjóinn, en þeir væru ekki mjög margir. — Eg samþykkti nú ekki að Vestfirðingar veiði eintóman smáfisk — auðvitað fær einn og einn bátur eitthvað af honum og smáfiskurinn gengur ein- mitt yfir núna að vorlagi. En það er enginn vafi á því að það þarf að minnka sóknina í fisk- inn hyar sem er, c . . . .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.