Morgunblaðið - 14.05.1977, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977
23
Guðlaug I. Guðjónsdótt-
ir Framnesi—Mrming
færði þeim. Sveitin og raunar
landið allt nýtur hinna styrku og
hugdjörfu handa sem unnu landi
og þjóð ómetanlegt starf.
Kornræktin var Klemenz ætíð
sérstakt áhugamál og í sjö af
hverjum tíu árum mun hún hafa
skilað hagnaði og stundum veru-
legum. En hann hafnaði ekki
grasræktartilraununum, sem
hann af víðfeðmi hugar sins sá og
vissi að alltaf yrði uppistaðan i
fóðuröflun íslenzku búfé. Hann
varð fyrstur manna til að breyta
svörtum sandi í iðjagræn tún.
Sem betur fer hafa margir fetað i
fótspor hans nú og unnið að slíkri
ræktun á grundvelli rannsókna
hans og reynslu.
Klemenz var fyrstur manna til
að finna afbrigðið af kartöflunni
(gullauga" og forrækta hana til
útsæðis og engum þarf að segja
hverslags matar við þar neytum.
Einnig ræktaði hann rauðar ísl.
kartöflur, sem aldrei bregðast
hvernig sem árar. Þótt ekkert
hefði annað tilkomið væri hann
fullsæmdur þeim heiðri, sem hon-
um hefur verið sýndur.
En með skilningi Klemenzar
var honum fullljóst, að landbúnað
á íslandi væri illt að reka nema
með sem mestri innlendri fóður-
öflun. Þess vegna hóf hann
snemma tilraunir með fram-
leiðslu grasmjöls, að vísu með all
frumstæðum tækjum, en það
sannaðist fljótt, að þessi verk-
unaraðferð var bæði hentug og
gildisrík. Eftir áratuga þrotlaust
starf tókst honum að sýna fram á
árangur þessarar fóðurvinnslu
grass. Nú er þessi aðferð notuð i
nokkuð breyttum mæli, með nýrri
tækni, svo að til stóriðju má telja.
Sannarlega naut hann liðs sér-
stakra dugnaðarmanna og ber þá
hæst nafn Jóhanns Frankssonar,
forstjóra graskögglaverksmiðj-
unnar á Stórólfsvöllum. Þar sem
áður voru óræktar móar eru nú
grasgefnar túnasléttur. Ef verð-
lag kjarnfóðurs væri rétt þyrfti
engu að kviða framtíð innlendrar
fóðuröflunar.
Klemenz Kr. Kristjánsson var
vinfastur maður og traustur. Á
hann hlóðust trúnaðarstörf fyrir
sveit og sýslu og varð hann þó oft
að sýna festu til að ekki kæmi
niður á hans aðalstarfi er leitað
var til hans um kosningu til enn
frekari afskipta af opinberum
málum. Hagur ræktunar stóð hon-
um hjarta næst og á þeim vet-
vangi var hann óbifanlegur.
Hann var mikilvirkur skóg-
ræktarmaður og sýndi og sannaði
með skjólbeltarækt hversu landið
væri arðgæfara þar sem þeirra
nyti við. Hann sýndi hug sinn í
verki er hann gaf skógræktinni á
Tumastöðum i Fljótshlíð allt girð-
ingarefni.
1 einkamálum var Klemenz var-
færinn, sem annars staðar. Hann
kvæntist hinn 3. október 1929
Ragnheiði f. 9. ágúst 1903,
Nikulásdóttur bónda og kennara
að Kirkjulæk i Fljótshlíð, Þórðar-
sonar. Þeim varð ekki barna auð-
ið en ólu upp kjörbarn Eddu
Klemenzdóttur, húsmóður í
Reykjavík og Þóri Guðmundsson,
hagfræðing hér i borg. Siðar eftir
lát konu sinnar kvæntist hann
sambýliskonu sinni Þóreyju
Stefánsdóttur, ættaðri úr Reyk-
hólasveit og Breiðafjarðareyjum,
og eignuðust þau einn son,
Trausta rafvirkjanema, sem enn
er í heimahúsum.
Eftir Klemenz liggur allmikið í
rituðu máli bæði í blöðum og
landbúnaðarritum og hann mun
að mestu hafa verið búinn að
ganga frá ævisögu sinni er fráfall
hans bar að. Nú er slitinn þráður
og við njótum ekki lengur fróð-
leiks hans í sögu og jarðrækt,
frásagnargleði og einstaks minn-
is. Sagan var honum kær og hann
kunni til fullnustu skil á mönnum
og málefnum til hinztu stundar.
Kvaddur er vinur. Nóg er að
starfa guðs um geim. Far þú í
friði.
Ég færi aðstandendum hans
djúpar samúðarkveðjur.
Halldór Stefánsson.
Nýlega er látin Guðlaug 1.
Guðjónsdóttir, Framnesi í Kefla-
vík.
Þegar ég var 10 ára strákur í
Leirunni fór ég í fyrsta sinn í
barnaskóla. Ég var búinn að
hlakka þessi ósköp til að fá að
ganga í skóla. Ég vissi að nýr
kennari átti að taka við kennslu-
störfum þá um haustið. Ég beið
því í ofvæni, hvernig þessi kenn-
ari væri, hvernig mér geðjaðist að
honum, hvort hann yrði góður við
okkur krakkana og hvernig hann
kenndi okkur.
Þegar til kom reyndist þetta
ung og falleg stúlka með þýðan,
en festulegan svip. Ég varð strax
mjög hrifinn af henni og hef
verið það æ síðan.
Skólahúsið var anddyri og ein
stofa. Þar voru krakkarnir allir í
senn frá 10 ára aldri til ferm-
ingar. Þó við værum fá þurfti
kennarinn að halda reglu og hafa
aga. Þetta var svo sjálfsagt og að
því er virtist fyrirhafnarlaust.
Við krakkarnir vorum of bundin
við það, sem Guðlaug kenndi
okkur, að nokkurt tóm væri til
óláta í bekknum. Annars fannst
mér kennsla Guðlaugar svo lif-
andi og athyglisverð að ég marg
óskaði þessa þrjá vetur, sem hún
kenndi mér að ég yrði eins lærður
og hún þegar ég væri orðinn stór.
Ég býst við að þessi ósk hafi ræst
að sumu leyti, en að öðru ekki. Ég
á langt í land til að öðlast þann
sívakandi áhuga fyrir öðrum,
ósérhlífni og örlæti öðrum til
hjálpar, menntunar og þroska,
sem Guðlaugu var svo eiginlegt og
sjálfsagt i öllu hennar lifi.
Það var lítið um peninga á minu
heimili. Það litla, sem til féll var
fyrst og fremst notað til að greiða
útsvar, hundaskatt og skuldir.
Annað kom á eftir. Þetta var ég
vaninn á að skilja. Ég átti því ekki
svo litið erfitt með að fara til
Guðlaugar og biðja hana að kenna
mér ensku. Ég stundi því upp að
ég ætti enga peninga, en að ég
skyldi borga henni siðar fyrir
kennsluna, Hún sagði að þetta
væri alveg ajálfsagt, hún hefði
bara gaman af þessu og ég mætti
ekki minnast á borgun. Þetta kom
sér vel, því aldrei hef ég greitt
þessa dýru skuld. Þessi ósér-
plægni Guðlaugar varð til þess að
ég fór að færa mig upp á skaftið.
Einhvern tímann trúði ég henni
fyrir því að ég hefði frétt að hún
Jóna systir hennar teiknaði svo
vel og væri svo góður teiknikenn-
ari. Guðlaug var ekki lengi að átta
sig á hvað á spitunni hékk, sagði
að þetta væri alveg rétt og að hún
væri viss um að Jónu myndi þykja
gaman að kenna mér teikningu á
kvöldin ef ég nennti að ganga alla
leið inn á Framnes, en það var
rúmlega klukkutima gangur,
hraður. si^yi^jj ta]a um þetta
við Jónu. Ekki .stóð á því, þvi
stuttu síðar fór ég i fyrsta teikni-
tímann. Þetta var um kvöld i
myrkri og aurbleytu, sem náði
upp fyrir skóvörp. Ég var ákaf-
lega myrkfælinn, fannst draug-
arnir á Hólmsbergi og forynjurn-
ar úr þjóðsögunum sækja að mér
með hverri vindhviðu. Ég beit á
jaxlinn og hélt áfram. Þegar
komið var inn í Keflavík hvarf
myrkfælnin, en þá fór ég að
hugsa um hvernig þetta ókunna
fólk á Framnesi, myndi taka við
mér blautum og forugum. Ég
barði þvi að dyrum með hálfum
huga. Dyrnar opnuðust næstum
strax og í þeim stóð brosandi, ung
stúlka, ljós yfirlitum og út úr
henni skein góðmennskan eins og
Guðlaugu systur hennar. Þetta
var teiknikennarinn. Vertu vel-
kominn og gerðu svo vel að ganga
i bæinn, sagði hún. Ég reyndi að
þurka af löppunum og inn fór ég.
Þar sátu foreldrar þeirra systra á
rúminu sínu, þau Guðrún Torfa-
dóttir og Guðjón Jónsson, skipa-
smiður og þar var hann Maggi
fóstursonur þeirra og frændi.
Maggi var bara strákur eins og ég
svo ég veitti honum ekki mikla
athygli svona fyrst í stað, en þau
hjónin leist mér strax á svo vel, að
ekki var á betra kosið. Þarna var
bjart af oliulampanum og hlýtt af
kolaofninum.
í þetta hús hef ég komið marg
oft síðan kvöldið góða. Þar hefur
mér alltaf fundist hlýtt og bjart,
jafnvel þó ég hafi orðið að sjá á
bak öllum þessum vinum mínum
nema Jónu, sem nú er ein eftir í
gamla húsinu, Framnesi.
Þær systur Guðlaug og Jóna
voru svo samrýmdar að varla er
hægt að tala um aðra án þess að
minnst sé á hina. Þær voru báðar
afbragðs kennarar, báðar óvenju-
legir mannvinir, sem bókstaflega
fórnuðu sér fyrir aðra. Þær unnu
að ýmsum mannúðar- og menn-
ingarmálum svo sem bindindis-
málum og slysavörnum af svo
miklum dugnaði og seiglu að
undrun sætti. Aftur á móti kunnu
þær ekki ,,að alheimta daglaun að
kvöldum". Þær gerðu áreiðanlega
aldrei kröfu fyrir sjálfar sig, fóru
aldrei í kröfugöngur, hrópuðu
aldrei á torgum, en afrakstur æfi-
starfs þeirra er áreiðanlega
drýgri til farsældar íslensku þjóð-
lífi en hinna.
Svo sjálfselskur er ég að ég
þakka forsjóninni fyrir að ég
skuli hafa átt þess kost að kynnast
þeim Framnessystrum, foreldrum
þeirra og fóstbröður, að hafa
notið kennslu þeirra og vináttu.
Þegar Jóna er ein eftir sendi ég
henni ástarkveðju.
Ófeigur J. Ófeigsson.
Hdga Kristmunds-
dóttir—Minning
Fædd 19. desember 1897
Dáin .‘Lmaí 1977
Kveðja
Þegar við nú I hinsta sinn
kveðjum Helgu, koma fram i huga
okkar ótal minningar frá liðnum
árum. Við sem áttum þvi láni að
fagna að kynnast henni og starfa
með henni um áraráðir, minn-
umst nú þeirra mörgu ánægju-
stunda sem við áttum saman í
bakariinu á Nönnugötunni.
Alltaf var Helga boðin og búin
að rétta fram hjálparhönd, við
hvaða verkefni sem til féll, því
dugnaður, kraftur, ósérhlífni og
vinnugleði einkenndu störf henn-
ar. Þegar hún hætti störfum hér
siðastliðið haust, áttum við erfitt
með að sætta okkur við að hafa
Helgu ekki lengur við hlið okkar.
Fannst okkur eíns og myndast
hefði stórt skarð sem erfitt var að
fylla.
Þegar við svo fréttum að hún
hefði verið lögð inn á sjúkrahús,
óraði okkur ekki fyrir því, að hún
ætti ekki þaðan afturkvæmt. Þvi
kom frét.tin um andlát Helgu
Kristmundsdóttur okkur mjög á
óvart. En þetta er það sem allir
verða að sætta sig við, fyrr eða
siðar. En það er sárt að þurfa að
horfa á bak góðs vinar eða ætt-
ingja.
Þessi fáu orð eru okkar hinsta
kveðja til hennar en minningin
um Helgu mun lifa í hjörtum okk-
ar um ókominn tima.
Við vottum ættingjum hennar
okkar dýpstu samúð.
Vinnufélagar.
Hinn 3. þ.m. lézt á Borgar-
spitalanum í Reykjavík Helga
Kristmundsdöttir, á 80. aldursári.
Ekki verður sagt, að mikill
héraðsbrestur verði, þegar gömul
og lúin kona leggst til hinztu
hvíldar eftir langan og farsælan
starfsdag, enda er þetta lögmál,
sem allir lúta fyrr eða siðar. En
engu að siður kveður hér kona,
sem vert er að minnast og þá ekki
sizt fyrir það, að hún hefur alið
þjóð sinni tólf mannvænleg börn
og það á þeim tímum, þegar
hvorki voru styrkir né fjölskyldu-
bætur til að létta undir, svo sem
nú þykir sjálfsagt. Þá voru afkom-
endur hennar alls orðnir 96 við
fráfall hennar.
Helga var fædd i Vestmanna-
eyjum 19. desember 1897. Voru
foreldrar hennar Þóra Einars-
dóttir og Kristmundur Arnason.
Þóra lézt, er Helga var þriggja
vikna, og lét þá einnig eftir sig
aðra dóttur, Jóhönnu Björns-
dóttur, er var hálfsystir Helgu.
Lifir hún enn í hárri elli á Horna-
firði. Föðurbróðir Helgu, Ingvar
Árnason í Hólshúsi, og kona hans,
Gróa Þórðardóttir, tóku hina
ungu stúlku í fóstur, og þar ólst
hún upp sem i foreldrahúsum
væri og átti við gott atlæti að búa.
Kristmundur, faðir hennar, hélt
til Ameriku, er hún var barn að
aldri, og lézt þar.
Hinn 1. júni 1918 gekk Helga að
eiga ungan skaftfellskan mann,
Orm Ormsson, er var Meðal-
lendingur að uppruna. Hafði
hann dvalizt í Eyjunum um hríð
og m.a. verið á mótornámskeiði.
Gerðist hann svo vélstjóri á vél-
skipinu Skaftfellingi, sem Skaft-
fellingar höfðu keypt til vöru-
flutninga að sinni hafnlausu
strönd að sumarlagi. Var Ormur
siðan vélstjóri á skipinu til ársins
1929, en vann við raflagnir hjá
bræðrum sinum í Reykjavík að
vetri til.
Þau Helga og Ormur settust að í
Reykjavik haustið 1918 og áttu
lengst heima á Baldursgötu 31.
Dóttur eignuðust þau þegar á
næsta ári, 1919, og brátt fjölgaði
börnunum. Gefur auga leið, að
starf húsfreyjunnar hefur fljótt
orðið mikið og ekki sizt fyrir það,
að bóndi hennar var lengstum
fjarverandi að sumarlagi. Reyndi
þá á dugnað og ráðdeild hús-
freyjunnar ekki siður en bónd-
ans. Við, sem nú lifum i islenzku
velferðarríki, getum enga grein
gert okkur fyrir þeim erfiðleik-
um, sem fólk átti við að etja eftir
fyrra strið og svo á kreppu-
árunum um og eftir 1930. Vitan-
lega fóru þau Helga og Ormur
ekki varhluta af þessum erfiðleik-
um og þá ekki sizt, þegar barna-
hópurinn stækkaði með hverju
ári. Lífsbaráttan var hörð og ekki
alltaf mikið til að seðja tápmikil
börn. Þannig fór líka, að þau sáu
sér ekki fært að framfleyta sér og
átta börnum sínum hér í Reykja-
vík, og leituðu þvi eftir jarðnæði.
Árið 1931 fluttust þau vestur að
Hofgörðum í Staðarsveit, og man
ég vel, þegar þau lögðu af stað
með fallega hópinn sinn á Suður-
landinu gamla. Ekki efa ég, að
þetta var mikil breyting i lifi
þessarar fjölskyldu og gerð af
brýnni nauðsyn. í Staðarsveit
dvöldust þau til 1936, en það ár
festi Ormur kaup á jörðinni
Laxárbakka i Miklaholtshreppi.
Var það og meira að skapi þessara
dugmiklu hjóna að búa á eignar-
jörð, þótt keypt væri í mikilli
skuld, en búa sem leiguliðar.
Þessi sunnlenzka fjölskylda mun
örugglega hafa komið sér vel í
hinu nýja umhverfi, og þar
eignuðust þau marga ágæta vini.
En barnahópurinn stækkaði, svo
að árið 1940 áttu þau tólf börn.
Þegar börnin uxu úr grasi, tóku
þau mjög að létta undir með for-
eldrum sinum. Varð það til þess,
að heimilisfaðirinn fór að fara
tima og tíma suður til Reykja-
víkur að vetrarlagi til að vinna að
rafvirkjastörfum, enda þurfti
heimilið mjög við þeirra fjár-
muna, er hann aflaði með vinnu
sinni. En fara má nærri um það,
að störf Helgu jukust verulega við
þetta, og ekki minnkuðu þau við
það, að Ormur gerðist rafveitu-
stjóri í Borgarnesi 1940. Sýndi
Helga þá sem jafnan áður, hvílik
tápkona hún var.
Árið 1946 fluttist fjölskyldan
svo frá Laxárbakka og settist að í
Borgarnesi, þar sem hún bjó fljót-
lega um sig í rúmgóðu húsi, er
Ormur reisti. Vann Ormur siðan
þar i bæ að rafvirkjastörfum,
meðan heilsan leyfði, en hann lézt
26. des. 1965, 74 ára gamall. Þá
voru börnin flest löngu farin að
heiman og búin að stofna eigin
heimili. Brá Helga þvi á það ráð
að selja hús sitt og flytjast aftur
til Reykjavíkur, enda voru mörg
börn hennar þar búsett, þótt
nokkur væru einnig í Borgarnesi.
Keypti hún þá i ársbyrjun 1967
ibúð i húsi að Bragagötu 21 og var
því aftur komin í næsta nágrenni
við þann stað, þar sem hún hafði
átt heima á árunum milli
1920—30. Hygg ég, að hún hafi
kunnað því vel að vera aftur kom-
in á fornar slóðir.
Helga var alla tíð fáskiptin
kona, enda óáleitin um annarra
hag. Hafði hún og ærið að starfa,
meðan dagur entist, og við það
kunni hún líka bezt. Ég haföi
þekkt hana alla mína ævi og
fylgzt með ferli hennar og Orms
allt frá þvi þau bjuggu á Baldurs-
götunni og æ síðan. Engu að siður
get ég ekki sagt með sanni, að ég
hafi kynnzt henni að nokkru
marki sjálfur. Hins vegar þekkti
móðir mín hana vel, enda báðar
svo til jafnöldrur og þar að auki
svilkonur. Þó að ekki væri nema
vegna vinfengis þeirra, er mér
skylt að minnast þessarar látnu
samferðarkonu og þakka henni
alla tryggð við móður mína. Þegar
ég man fyrst eftir, bjúggu þær og
fjölskyldur þeirra við sömu götu,
og nú hin síðustu ár, er báðar
voru orðnar ekkjur, næstum á
sömu slóðum og þær hófu búskap
á fyrir nær 60 árum. Styttu þær
sér þá oft kvöldin saman og ylj-
uðu sér við minningar liðinna
ára. Veit ég, að báðar höfðu
ánægju af, enda vill oft fara svo,
að við, sem erum á miðjum aldri
og vel það og i önnum flesta daga,
gefum okkur tæpast tima til að
stanza lengi hjá gamla fólkinu —
þvi miður. Er þá ánægjulegt, að
það geti haft ofan af fyrir sér
sjálft sem lengst fram á ævikvöld.
Og það hafði Helga vissulega, þvi
að segja má, að henni hafi aldrei
fallið verk úr hendi.
Eftir að Helga fluttist aftur til
Reykjavíkur og hafði setzt að í
ibúð sinni við Bragagötu, vann
hún ýmis störf í Njarðarbakaríi á
Nönnugötu 16. Vann hún þar, þar
til bakariið fluttist úr hverfinu á
siðasta hausti. Eftir það hafði hún
hægt um sig, enda tók hún að
kenna lasleika stuttu síðar. Fram
að þeim tima hafði hún verið
heilsuhraust og haldið sér svo vel,
að engum gat dottið í hug, að
aldurinn væri orðinn næstum 80
ár. 1 febrúar síðastliðnum lagðist
hún í sjúkrahús og átti þaðan ekki
afturkvæmt, þvi að hún andaðist
að afliðnu hádegi hinn 3. þ.m.
eftir allstrangt helstríð. Nú er þvi
lokið, og mun hún hafa sofnað
sinn síðasta blund sátt við allt og
alla. í dag verður hún lögð til
hinztu hvíldar við hlið eigin-
manns síns í kirkjugarðinum í
Borgarnesi. Börnin hennar tólf og
tengdabörn, barnabörn og jafnvel
barnabarnabörn fylgja henni sið-
asta spölinn ásamt fjölmörgum
öðrum vinum og vandamönnum.
Er þá langri vegferð lokið. Mæli
ég örugglega fyrir munn allra
þeirra, sem þekktu Helgu Krist-
mundsdóttur, þegar henni er
þökkuð samfylgdin. Urn leið sendi
ég börnum h’ennar og öðrum ást-
vinum samúðarkveðjur minar og
fjölskyldu minnar.
Jón Aðalsteinn Jónsson.