Morgunblaðið - 14.05.1977, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977
25
félk f
fréttum
Barna-
sala
+ Sænska sendiráðið i
Bankok hefur skipað öllum
Svíum sem hafa f huga að
ættleiða barn i Thailandi að
vera á verði. Hið sama hafa
og thailensk yfirvöld gert.
Almannarómur i Thailandi
segir að börn séu keypt eða
þeim sé jafnvel rænt frá
foreldrum sfnum og send til
Svíþjóðar og margra ann-
arra landa. Blaðamaður frá
sænska dagblaðinu Dagens
Nyheder sem fyrir
skemmstu var staddur f
Bankok segir að fólk þar
eigi bágt með að skilja
hvers vegna Svíar sækist
svo mjög eftir að ættleiða
thailensk börn. „Hvers
vegna ættieiðir ekki fólk
börn í sfnu eigin landi?" er
mjög algeng spurning.
Thailand er ennþá van-
þróað land og þar eru
ennþá til staðar vandamál
sem þekktust í Svíþjóð fyrir
hundrað árum, þegar börn
voru seld á uppboði. Þeir
sem minnst kröfðust fyrir
að annast þau öfluðu sér
þannig ódýrs vinnukrafts.
Ástæðan fyrir þvf að fólk f
Thailandi selur börn sfn er
oftast sú að börnin eru
mörg, og foreldrarnir eiga
þess ekki kost að gefa þeim
nægilegt að borða né afla
þeim menntunar. Þeir álfta
að börnin hljóti að fá betri
umönnun f öðrum löndum
þar sem þau fá að minnsta
kosti nægan mat. Það er þó
ekki fyrr en f ýtrustu neyð
sem fólk selur börn sfn.
Fjölskylduböndin f Thai-
landi eru mjög sterk og
börnin eru þar eins og
annars staðar það dýrmæt-
asta sem fólkið á. Vanda-
málin byrjuðu þegar strfð-
inu í Indókfna. Vietnam,
Laos og Kambodiu lauk.
Stjórnin sem er við völd f
Thailandi leyfir ekki að
börn séu flutt úr landi, og
sala á börnum er lögbrot. Á
siðasta ári ættleiddu 436
sænskar fjölskyldur barn
frá Thailandi og f ár eru þau
orðin 149. Fólkið greiðir
1200 til 1800 dollara fyrir
hvert barn, en meiri hlutinn
af þessum peningum fer til
alls konar milliliða. Það er
mjög algengt að leigubíl-
stjórar og þjónustufólk á
hótelum bjóði túristum
börn til kaups. En börn eru
lifandi verur, ekki dauðir
hlutir sem geta gengið
kaupum og sölum. For-
stöðukona barnaheimilis í
Bankok, sem blaðamaður-
inn sænski talaði við sagði:
Ef fólk vill hjálpa þessum
börnum, því sendir það þá
ekki peninga. Upphæðin
sem það borgar fyrir hvert
barn gæti mettað marga
svanga munna. Það heldur
að það geti keypt sér barn
eins og það kaupir hund
eða kött. Hún sagði einnig
að þetta vestræna fólk vildi
helst ekki nema mjög Ijós
börn, þ.e.a.s. þau sem ættu
annað foreldrið hvítt, og
það þarf enginn að segja
mér að þetta fólk geri þetta
eingöngu af umhyggju fyrir
börnunum. Myndirnar eru
af litilli thailenskri stúlku
sem bjargað var frá ræn-
ingjum. Á myndinni til
vinstri er hún komin á
barnaheimili, en þar fann
móðursystir hennar hana
og kom henni til foreldra
sinna.
Áttrædur - Stefán
Ág. Kristjáns-
son frá Glæsibæ
Fyrir 80 árum leit sveirtn einn
við Eyjafjörð fyrst dagsins ljós.
Margt hefur gerst í ævi þessa
sveins frá þeim vordegi.
Stefán Ág. Kristjánsson er
fæddur í Glæsibæ í Eyjafirði 14.
mai 1897. Foreldrar hans voru
hjónin Kristján Jónsson og Guð-
rún Oddsdóttir. Var faðir hans
einn af brautryðjendum bindind-
ishreyfingarinnar i Eyjafirði um
aldamótin síðustu.
í þessum línum verður ekki
rakinn æviferill Stefáns. Aðeins
minnst á nokkur atriði.
Ungur fór hann á búnaðarskól-
ann á Hólum en hefur síðan
lengst af stundað verslunar- eða
skrifstofustörf. Hann var for-
stjóri Sjúkrasamlags Akureyrar
um áratugi. Hann var og forstjóri
Borgarbíós og Hótels Varðborgar
lengi og byggði upp þau fyrir-
tæki. Þá hefur hann starfað auk
þess mikið að félagsmálum. Sýnir
þetta hvilíkur starfsmaður Stefán
Ágúst hefur verið.
Á Akureyri hefur hann unnið
sín manndómdstörf. Þar hefur
hann helgað krafta sina ýmsum
hugsjónamálum sínum.
Hann er listhneigður, söngmað-
ur, tónlistarunnandi og skáld-
mæltur vel. Hann hefur starfað
mikið að tónlistarmáium hér í
bænum. Fyrst var hann lengi i
karlakórnum ,,Geysi“ og formað-
ur „Heklu“, sambands norð-
lenskra karlakóra, um árabil. Þá
var hann lengi formaður Tónlist-
arfélags Akureyrar. Af þessu má
sjá hvilikt lið hann hefur lagt
tónlistarlífi hér í bænum.
Þá er að nefna þau félagasam-
tök sem mér eru best kunn og
störf hans þar. Það er Góðtempl-
arareglan. Hann tók upp merki
föður síns og hefur unnið ötullega
fyrir bindindismálið.
Á 50 ára afmæli Reglunnar orti
Stefán kvæði þar sem hann minn-
ist þess þegar hún tók að festa
rætur við Eyjafjörð. Þar er þetta
erindi:
Hún hélt þar ad landi, sem
fannþakin fjöll
að firðinum ástkæra lágu,
þar beið hennar þó engin
borg eða höll,
en býlin hin fátæku, smáu,
þau brostu mót Reglunnar
hlessandi hönd,
sem boðaði Ifkn hverri
þrekvana önd.
Það er margt vel sagt í þessu
afmæliskvæði. Þar gneistaði af
bjartsýni og baráttuhug. Stefán
Ágúst tengdi þarna saman tvennt
sem honum var kært: héruð við
Eyjafjörð og Regluna. Kvæði
þetta er í söngbók templara. Nú
er von á ljóðabók frá Stefáni á
þessu ári.
Stefán Ágúst hefur starfað um
áratugi í st. Brynju á Akureyri,
verið formaður Umdæmisstúku
Norðurlands og i framkvæmda-
nefnd Stórstúku íslands. Einnig
umboðsmaður hátemplara um
árabil. Er hann heiðursfélagi
þessara samtaka. Og þó eru þau
störf ónefnd enn fyrir Regluna
sem hann varði mestum tima til.
Það voru fyrirtæki Reglunnar á
Akureyri.
Hann var forstjóri Borgarbiós
frá upphafi. Síðar keypti Reglan
Hótel Norðurland. Ég var i stjórn
með Stefáni þegar þau kaup fóru
fram.
Ég minnist enn hvað hann
reyndist þá oft úrræðagóður og
áræðinn. Siðar stjórnaði hann svo
þessum fyrirtækjum lengi eins og
áður er sagl.
Stefán Ágúst er glaðlyndur og
hrókur alls fagnaðar í vinahópi.
Hann er kvæntur Sigriði Friðriks-
dóttur sem hefur stutt mann sinn
i öllum störfum hans og búið hon-
um smekklegt og fagurt heimili.
Þeu eiga tvö börn, Önnu
Gabríellu og Friðrik lögfræðing,
og eru þau bæði búsett i Reykja-
vik.
Þegar Stefán Ágúst hætti störf-
um hjá Sjúkrasamlagi Akureyrar
1970 fluttust þau hjónin til
Reykjavikur í nágrenni við börn
sín og hafa búið þar siðan.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum flytja Stefáni Ágúst bestu
heillaóskir á þessu merkisafmæli
hans frá okkur hjónunum og Góð-
templarareglunni á Akureyri. Ég
veit að fleiri verða til að minnast
hans á þessum timamótum og læt
hér staðar numið.
Við reglufélagar hér sendum
þeim hjónum vorkveðju suður yf-
ir fjöllin.
Akureyri 11. maí 1977
Eiríkur Sigurðsson.
LÆRIÐ
AÐ
FLJUGA
Flugtak h/f heldur almennan kynningarfund
fyrir alla, sem áhuga hafa á flugnámi.
Staður: Ráðstefnusalur Hótel Loftleiðum.
Tími: Laugardag 14. maí kl. 14.00
Dagskrá: Flugnám kynnt og útskýrðir leyndar-
dómar fluglistarinnar.
Ath: Að loknum fundinum gefst þeim, sem
áhuga hafa á flugnámi ókeypis reynsluflug með
kennara.
Gamla flugturninum
f/é/GM/r///r Reykjavíkurflugvelli
Flugskóli — Leiguflug. Sími 28122