Morgunblaðið - 14.05.1977, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAl 1977
Æmábær
í Texas
HAFNARBÍÓ: SMÁBÆR í
TEXAS — Leikstjóri: Jack
Starrett. Aðalhlutverk:
Timothy Bottoms, Susan
George, Bo Hopkins. Amerísk,
frá 1976, American Internat-
ional Pict.
Hér reynist á ferðinni vand-
ræðaleg og andlaus endurtekn-
ing myndarinnar DIRTY
LARRY AND CRAZY MARY
(Nýja Bíó 1976), enda leikstýr-
ir Jack Starrett báðum þessum
myndum (og skreytir báðar
með ensku leikkonunni Susan
George). Hvati myndgerðarinn-
ar er vafalaust þær vinsældir
sem D.L. A. C.M. hlaut, en þá
SÆBJORN VALDIMARSSON
mynd gerði Starrett næst á
undan þessari. Hún var um
margt ágætlega gerð og þá eink-
um akstursatriðin sem á köfl-
um voru næstum ótrúleg. Og
leikstjórinn hefur því fallið í þá
gryfju að hala inn fé á kostnað
fyrirmyndarinnar. Fært sögu-
sviðið sunnar og breytt um
leiknar persónur, sem sem fyrr
eru það hraðskreiðar bifreiðar
sem fara með aðalhlutverkin út
myndina.
SMÁBÆR í TEXAS verður
að teljast hálfmislukkuð mynd,
handritið ærið glompótt og gef-
ur þokkalegum leikurunum
harla lítil tækifæri til að sýna
hvað í þeim býr. Leikstjórn
Starretts er atvinnumannsleg
og snurðulítil, stunt-
akstursatriðin spennandi og vei
gerð, en eins og fyrr segir,
harla ófrumleg.
Það liggur því í augum uppi
að tæpast hefur nokkur lagt
virðingu sína í gerð þessarar
smábæjarmyndar, hér er lögð
áhersla á að gera afþreyingu í
öðrum gæðaflokki. En einmitt
slík framleiðsla hefur haldið
dreififyrirtækinu A.I.P gang-
andi. Það lítur því út fyrir að
SMÁBÆR 1 TEXAS hafi því
náð tilgangi sinum, þrátt fyrir
allt.
Ingmar Bergman að leikstýra THE SERPENTS EGG
Bandarfski leikarinn David Carradine leikur bandarlskan Gyð-
ing I myndinni THE SERPENTS EGG
CLOSELY OBSERVED TRAINS, gerð af Jiri Menzel, er ein
kunnasta, tékkneska myndin sem gerð hefur verið á sfðari árum.
/^réttapunktar
FRA
UNGVERJALANDI
• Nýlokið er níundu Magyar-
kvikmyndavikunni, en svo
nefnist aöal-kvikmyndahátíð
Ungverja. Þá eru sýndar allar
þær myndir sem gerðar hafa
verið á undangengu ári þar-
lendis og í fyrra voru þær einar
þrjátíu. Zoltan Fabri, Istvan
Szabó og Pal Sandor áttu allar
nýjar myndir á hátíðinni, en
ekkert sást frá þeim kvik-
myndargerðarmanni þeirra
sem að öllum líkindum er
þekktastur hérlendis, Miklós
Jancsó.
Ungverskar myndir hafa not-
ið lítils brautargengis í Vestur-
zEvrópu — utan kvikmynda-
klúbba, þær hafa þótt full-
hæggengar og tormeltar fyrir
hinn almenna kvikmyndahús-
gest. En nú bendir ýmislegt til
þess að Ungverjar séu eilítið að
breyta um stefnu hvað þetta
varöar, til þess bentu allnokkr-
ar myndir sem sýndar voru á
kvikmyndavikunni.
Sú mynd, sem hvað mesta at-
hygli vakti, var nýjasta verk
Szabós, BUDAPEST STORIES,
og Ungverjar hafa valið sem
þeirra framlag á kvikmynda-
hátíðina á Cannes í ár.
Frá
Tékkóslóvakfu
• í síðasta mánuði lauk hinni
árlegu, tékknesku kvikmynda-
hátíð í borginni Bratislava —
en í þessu sambandi má geta
þess að Pólverjar og Búlgarar
halda sínar kvikmyndahátfðir á
haustin, þeir fyrrnefndu í
borginni Gdanzk við Eystra-
saltið, en hinir síðarnefndu í
Varna við Svartahafið.
Ungverjar halda sína í vetrah-
lok, ýmist í Budapest eða Pecs,
en meginhátíð júgóslavneskra
er haldin að sumrinu í borginni
Pula við Adríahaf.
Svo virðist sem tékknesk
kvikmyndagerð sé nú aftur að
rétta úr kútnum eftir mögur ár
eftir fall Dubceks. Á síðasta ári
var gerð 41 mynd í
Tékkóslóvakíu, þar af 32 af
Tékkum í Barrandov-
kvikmyndaverinu, en 9 í
Koliba, gerðar af Slóvökum.
/Yönsk—
Bandarísk
wikmynda-
tengsl
EFLAST
Fransmenn hafa löngum ver-
ið óhressir yfir gengi mynda
sinna á bandariskum markaði.
En nú hefur það gerst að ein
mynd hefur gjörbreytt áliti
þeirra á þessum stóra markaði
til hins betra, — en það er
Cousin, Cousine. Hún hlaut
þrjár tilnefningar til Oscars-
verðlaunanna, m.a. sem besta
erlenda mynd ársins, hefur
gengið hvarvetna með ein-
dæmum vel; aðalleikkonan,
Marie-France Pisier, hefur
hlotið náð fyrir augum Holly-
wood og hefur nú lokið við eitt
aðalhlutverkið f bandarísku
stórmyndinni The Other side of
midnight. Þá hefur leikstjóra
C., C., Jean-Charles Tacchella,
verið boðið að leikstýra söngva-
mynd þar vestra. Það lítu því út
fyrir að U.S.A. sé að verða
annað og meira en aðeins fyrir-
heitna landið í augum franskra
kvikmyndagerðarmanna.
Þá er hinn þekkti, franski
leikstjóri Luis Malle nú önnum
kafinn við gerð sinnar fyrstu,
bandarísku myndar. Hún fjall-
ar um tólf ára gamla gleðikonu
í New Orleans. Nefnist myndin
Pretty Baby, og er gerð af Para-
mount. Eins er Claude Lelouch
að leikstýra mynd þar vestra
sem nefnist Another man,
Another woman. Hún fjallar
um franska innflytjendur óg
gerist á hinum róstusama, síð-
ari hluta nítjándu aldarinnar.
Með aðalhlutverkin fara þau
James Caan og Genevieve
Bujold. Þá fer annar þekktur
franskur leikstjóri með eitt
aðalhlutverkið í hinni nýju
mynd „undrabarnsins“ sem
gerði Jaws, Steven Spielbergs.
Nefnist hún Close Encounters
of the third kind, og fjallar um
fljúgandi furðuhluti. Truffaut.
eins og kunnugt er, er ekki alls
óvanur því að koma fram í
myndum, en hann hefur leikið í
nokkrum af sínum eigin .
Franska leikkonan Jeanne
Moreau giftist fyrir skömmu
leikstjóranum William
Friedkin (The Excorcist) og
hyggst gera næstu mynd sína í
Bandaríkjunum. Og tii þess að
bæta enn upp á sakirnar, þá réð
20th Century-Fox kvikmynda-
verið nú nýverið Frakkann
Emile Buyse í eitt veigamesta
starfið innan þess.
— Sverrir
Hermannsson
Framhald af bls. 19
isstjórnar. Það fjárlagaár er það
fyrsta, sem marktækt er urn
stefnu hennar í rikisfjármálum
og efnahagsmálum almennt.
Samkvæmt skýrslu fjármála-
ráðherra um afkomu ríkissjóða
1976, sem lögð var fram hér á
Alþingi í sl. mánuði, og er ný-
mæli, er mismunur greiddra
gjalda og innheimtra tekna aðeins
neikvæður um 100 milljónir
króna. Enn fremur er áætlað, að
rekstrarjöfnuður verði hagstæður
á s.l. ári, en hann varð óhagstæð-
ur 1975 um 7,5 milljarða og 3,3
miiljarða 1974. Síðan 1968 hefur
rekstrarjöfnuður aðeins tvisvar
verið jákvæður, 1970 um 400
milljónir og 1972 um 100 millj. kr.
Hlutur ríkisútgjalda af vergri
þjóðarframleiðslu var samkvæmt
bráðabirgðatölum 27,3% á árinu
1976, en á árinu 1975 nam hlutur
ríkisins af vergri þjóðarfram-
leiðslu 31,4%. Ef sama hlutfall
hefði gilt á árinu 1976 og varð á
árinu 1975 hefði ríkið tekið til sín
10 milljörðum króna meira af
heildarþjóðarframleiðslu á árinu
1976, en þjóðarframleiðslan nam
um 256 milljörðum krónum á því
ári.
Ekki er að efa, að þær ströngu
aðhaldsaðgerðir, sem núverandi
hæstv. fjármálaráðherra, Matt-
hías Á. Mathiesen hefur haft
frumkvæði að í fjármálastjórn
ríkisins eiga hér langdrýgstan
hlut að máii og nauðsynlegt er, að
Tylgt verði fast eftir þeim að-
haldsaðgerðum og árangri sem
þegar hefur náðst í ríkisfjármál-
um. Þær hafa fyrst og fremst leitt
til hallalauss rfkisbúskapar sem
er einkenni traustrar stjórnunar
ríkisfjármála. En aðhald í ríkis-
fjármálum er ekki siður óhjá-
kvæmilegt til að hamla gegn verð-
bólgu og viðskiptahalla og hefur
reynst liður í þeim árangri, sem
náðist á þeim vettvangi á s.l. ári.
Síðast en ekki sízt eru slíkar að-
hafdsaðgerðir nauðsynlegar til að
tryggja það meginmarkmið að rík-
isútgjöld fari ekki yfir ákveðið
hlutfall og hættumörk í heildar-
verðmætasköpun þjóðarinnar.
Því meira af þjóðartekjum sem
ríkið tekur til sín hverju sinni,
því minna veróur eftir af ráðstöf-
unartekjum heimila og einstakl-
inga í landinu.
Ég vék að því að annar aðal-
vandinn væri sá að líklegt er að
draga verði úr sókn í verðmæt-
ustu fiskistofna, sér í lagi þorsk-
inn. Það mun ekki einvörðungu
bitna á sjómönnum og útgerðar-
mönnum, heldur að sjálfsögðu
landslýðnum öllum. Núverandi
sjávarútvegsráðherra hefur tekið
traustum tökum á stjórn fiskveiða
og nýtingu fiskveiðilögsögunnar.
Að kalla með daglegri stjórn á
þessum málum hefur hann lagt
sig í líma við nákvæma aðgæzlu
og fyrirmyndarstjórn á þessu
viðamikla máli. í tíð Matthíasar
Bjarnasonar hæstv. sjávarútvegs-
ráðherra, hafa verið gerðar marg-
falt víðfeðmari ráðstafanir til
verndar fiskstofnum en í saman-
lagðri tíð íslenzkrar ríkisstjórnar.
Enn fremur hefur hann haft for-
ystu um að beina sókn í nýja
fiskstofna, sem ekki hafa verið
ofsóttir til þessa. Slfk stjórn er
hið viðkvæmasta og viðamesta
mál og steðja að sjávarútvegsráð-
herra álasanir og mögnuð gagn-
rýni, sem hann hefur sem betur
fer haft bein til að þola. Á hinn
bóginn er ekki fyrir það að synja,
að stjórn aðallánasjóðs sjávarút-
vegs, Fiskveiðasjóður, hefur verið
hrumul og gengið mjög úr skorð-
um og má það merkilegt heita, að
nýkjörnir fulltrúar hagsmuna-
samtaka sjávarútvegsins í þeim
sjóði skuli verzla sín á milli og við
umboðsmenn um kaup á nýjum
skuttogurum á sama tima og
Landssamband ísl. útvegsmanna
heldur því fram, að stjórnvöld séu
að ráða siðasta þorskinn af dög-
um.
Óviðmælandi um
vciðiheimildir
Spurzt hefur að Efnahags-
bandalagsmenn úr Evrópu séu í
nýju tilhlaupi að krefjast veiði-
heimilda til handa Bretum og ef
til vill fleirum um veiðar í is-
lenzkri fiskveiðilögsögu. Ég vil
nota þetta tækifæri til að lýsa því
yfir, að ég er með öllu óviðmæl-
andi um slíkar veiðiheimildir.
Þegar samningurinn við Vestur-
Þjóðverja, sem var á sinum tíma
hinn mesti fleinn i holdi mínu,
rennur út, þá verða þeir að fara i
brott. Annað kemur ekki til
greina. Kosti það sem kosta vill.
Við þá og aðra er nú ekkert um að
semja. Hið einasta sem til greina
kemur er að semja við bræður
okkar í Færeyjum, en getur það
þó ekki orðið stórt í sniðum.
Friðarsamningar
við verka-
lýðshreyfingu
Herra forseti.
Núverandi ríkisstjórn ætlar að
stjórna áfram eftir þvi umboði,
sem yfirgnæfandi meiri hluti
þjóóarinnar hefur veitt henni.
Það kemur ekki til greina, að hún
verði sveigð af þeirri leið að gera
nauðsynlegar ráðstafanir í efna-
hagsmálum til að vinna bug á
bölvaldinum mikla, verðbólgunni,
enda er það fyrir beztu, fyrir alla
að svo verði gert. Hún býður upp
á friðarsamninga við verkalýðs-
hreyfinguna um lausn vandamál-
anna. En hún lætur ekki hrekja
sig af leið og mun ekki láta undan
sverfast fyrir ofbeldi, sem á und-
irrót sína í pólitísku spilverki.
Það eru fleiri en vinnudeilumenn
sem búa við skarðan hlut. Bænd-
ur landsins berjast i bökkum vel-
flestir. En hvorki þeirra hlutur né
annarra verður bættur umfram
það, sem tök eru á. Og viðmiðunin
er verðbólguvandinn. Það er
gagnslaust að veita einum eða
neinum kjarabætur, ef allt brenn-
ur upp á verðbólgubáli fyrr en
varir. Siðan skulu menn festa sér
það í minni, að vandinn sem við
blasir, verður ekki leystur nema
Sjálfstæðisflokkurinn leggi sitt af
mörkum. Sú staðreynd blasir við
og Á sér enda sögulega staðfestu.