Morgunblaðið - 07.06.1977, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNÍ 1977
15 hús rifin í Múla-kampi
Reykjavikurborg er nú að láta
rffa gömul og léleg hús f Múla-
kampinum og í gær voru tvö
hús rifin, Suðurlandsbraut 94
og 94 A. Borgin mun láta rffa
þarna 15 hús á þessu ári sam-
kvæmt upplýsingum Hjörleifs
Kvarans hjá skrifstofu borgar-
verkfræðings. Húsin eru fyrir
skipulagi þarna og verða ný-
byggingar reistar á svæðinu, en
alls hefur borgin keypt þarna
12 hús á þessu ári. Ibúar f þess-
um gömlu húsum hafa fengið
fbúðir hjá stjórn verkamanna-
bústaðanna f Breiðholti. í dag
verður byrjað að rffa IHúla við
Suðurlandsbraut og á næstu
dögum verða fleiri hús rifin.
Myndin var tekin f gær þegar
húsin tvö voru rifin.
Ljósmynd: motif-mynd i<r. Ben.
Starfsgreinaverkföll
um land allt 13.-20. júní
Allsherjarverkfall í einn dag hinn 21. júní
FRAMHALDSAÐGERÐIR eftir
hin staðbundnu verkföll hafa nú
verið hoðuð samkvæmt tillögu
samninganefndar Alþýðusam-
bands íslands, en staðbundnu
verkföllunum lýkur hinn 9. júnf.
Hinn 13. júnf hefjast svo verkföll
f starfsgreinum og standa þau f
vikutfma eða fram til 20. júnf, er
við tekur allsherjarverkfall, sem
standa mun f einn dag um land
allt, 21. júnf.
Þessi starfsgreinaverkföll hefj-
ast mánudaginn 13. júni með því
að félagar í Málm- og skipasmíða-
sambandi íslands fella niður
vinnu og þeir verkamenn innan
Verkamannasambands íslands,
sem vinna við málm- og skipa-
smíðar.
Þriðjudaginn 14. júní gerir
Landssamband iðnverkafólks
verkfall, Samband bygginga-
manna og þeir verkamenn innan
Verkamannasambandsins, sem
vinna við byggingaiðnað. Mið-
vikudaginn 15. júní gera svo raf-
iðnaðarmenn, bókagerðarmenn
og launþegar í veitingahúsa- og
hótelrekstri verkfall — aðrir en
þjónar, senrþegar hafa gert nýjan
kjarasamning.
Fimmtudaginn 16. júní gera
verzlunarmenn verkfall og mánu-
daginn 20. júnf fara verkamenn i
fiskiðnaði í verkfall, vörubifreiða-
stjórar og menn við hafnarvinnu.
Þriðjudaginn 21. júní verður svo
verkfall um land allt i einn dag,
allsherjarverkfall.
Á smærri stöðum úti á landi
hefur forysta ASÍ samþykkt að
leyfilegt sé að sleppa starfs-
greinaverkföllum, en félögin á
stöðunum skulu í stað þeirra
ákveða einhvern einn allsherjar-
verkfallsdag á þessum stöðum
eftir eigin vali.
Tilboð VSÍ:
Vilja breytingu á vísitölu-
ákvæði verðlagsgrundvallar
ASI telur tilboðið spilla fyrir lausn
Vinnuveitendasamband tslands
lagði sfðastliðinn sunnudag fram
nýtt tilboð til lausnar yfirstand-
STJORN Hraðfrystistöðvarinnar
á Þórshöfn hefur gert samning
við verkalýðsfélagið á staðnum
um 100 þús. kr. laun fyrir 8
stunda dagvinnu frá 1. júnf s.l. en
samkomulagið gildir þar tii nýir
kjarasamningar verða undirritað-
ir hjá ASI en þeir samningar
munu þá sjálfkrafa ganga f gildi.
Samkvæmt upplýsingum stjórn-
armanns hjá HÞ eru þessir samn-
ingar tilkomnir vegna þess að at-
vinnuástand á Þórshöfn var mjög
lélegt í vetur og afkoma togarans
á staðnum hefur verið misjöfn.
Mikill afli lá undir skemmdum i
landi vegna yfirvinnubanns og
því ákvað stjórn frystihússins að
gera þessa skammtímasamninga
andi kjaradeilu. Samkvæmt nýja
tilboðinu verður kaupináttur all-
miklu hærri á þessu ári en ráð var
til þess að reyna að halda starf-
seminni gangandi. Miðað við dag-
vinnu hefði mikill afli skemmst,
en nú er unnt að vinna þá eftir-
vinnu sem þarf. Alls vinna um
60—100 manns í frystihúsinu og
eiga 100 þús. kr. launin við þá
alla.
Samkvæmt upplýsingum Júlí-
usar Valdimarssonar, fram-
kvæmdastjóra Vinnumálasam-
bands samvinnufélaganna, mun
frystihúsið á Þórshöfn ekki vera
aðili að neinum féiagsskap vinnu-
veitenda, enda kvað hann félags-
aðild að slíkum félagsskap frjálsa.
Hins vegar selur frystihúsið í
gegnum S.mband íslenzkra sam-
vinnufélaga.
fyrir gert f fyrra tilboði vinnu-
veitenda, eða fram undir nóvem-
ber, er kaupmáttur gamla tilboðs-
ins frá vinnuveitendum fer upp
fyrir kaupmátt þessa nýja tilboðs.
Það gerir ráð fyrir, að samningur-
inn gildi frá undirskriftardegi til
1. maí 1979 eða f tæp 2 ár. Til
afgreiðslu á sérkröfum fari 2,5%
kauptaxtahækkun og með þeim
breytingum, gera fulltrúar VSÍ
sfðan ráð fyrir að laun hækki frá
og með undirskriftardegi um 12
þúsund krónur og teljist það
grunnlaun hins nýja samnings.
Sfðan komi þrjár 3 þúsund krónu
launahækkanir hinn 1. september
1977, 1. janúar 1978 og 1. júlf
1978. í tillögunum er gert ráð
fyrir verðbótum í krónutölu 850
krónum fyrir hvert stig fram til 1.
marz 1978, en síðan komi verð-
bætur f hlutfalli við hækkun
verðbótavfsitölu á öll laun eftir
það. VSl gerir þó ráð fyrir að 1,5
stig verði ekki bætt á hverju verð-
bótatímabili. Vinnumálasamband
samvinnuféláganna var ekki aðili
að þessu tilboði á sunnudag, þar
sem formaður þess, Skúli Pálma-
son, telur tilboðið lakara tillögum
sáttanefndar, sem samvinnu-
hreyfingin hafði samþykkt sem
sáttagrundvöll. „Við gátum því
ekki boðið niður fyrir það, sem
Framhald á bls. 24.
Hraðfrystistöðin á Þórshöfn:
„100 þús. 1a*. laun”
þar til ASÍ semur
Átök við Brauðbæ í
verkfalli á föstudag
VERKFALLSVARZLA var við
nokkra veitingastaði á föstudag
meðan á allsherjarverkfalli ASl á
höfuðborgarsvæðinu stóð, þar
sem eigendur hugðust halda uppi
þjónustu, og kom til ryskinga á
a.m.k. einum stað — við Brauðbæ
á Óðinstorgi.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Bjarni I. Árnason veitinga-
maður, að hann hefði verið þar og
haft staðinn opinn, en sér til að-
stoðar haft eiginkonu sína og
ungar dætur. Fljótlega hefði
nokkur hópur fólks úr félögum
innan veitingahúsa- og hótelrekst-
urs safnast saman framan við hús-
ið og meinað fólki inngöngu.
Bjarni kvað þó ekki hafa farið
að draga til tiðinda fyrr en leið á
daginn, en þá hefðu bætzt i hóp
verkfallsvaranna menn úr Dags-
brún og Rauðri verkalýðseiningu,
og hafi þá munnsöfnuðurinn með-
al verkfallsvarða keyrt úr hófi og
hellt hafi verið svívirðingum yfir
þá sem leita vildu inngöngu og á
þau sem voru innandyra. Síðan
hafi það gerzt að maður hafi kom-
ið að Brauðbæ til að færa honum
bréf, en honum verið umsvifa-
laust hrint burtu. Bjarni kvaðst
þá hafa freistað þess að fara út til
að ná til mannsins en honum hafi
tvívegis verið hrint inn fyrir.
Framhald á bls. 24.
Indira Gandhi hætti
r
við Islandsferðina
INDÍRA Gandhi, fyrrverandi for-
sætisráðherra Indlands, ætlaði að
koma til Islands og sitja ráðstefn-
una um Hagvöxt án vistkreppu, f
Reykjavfk. Þegar ráðstefnan
hófst í gærmorgun var lesið upp
skeyti frá henni, sem hljóðaði
svo:
,,Mér þykir ákaflega leitt' að
geta ekki komið á ráðstefnuna.
Bestu óskir um árangur. Það er
rangt að halda því fram að fram-
farir og verndun umhverfisins
séu andstæður. Framförum má
ekki jafna við skyndigróða, held-
ur þróun athafna, sem bæta lífs-
kjörin, leysa undan áþján og
flytja fegurð inn í daglegt líf.
Framfarir og heilbrigt lff eru háð
hæfileika okkar til að vernda um-
hverfið og halda jafnvægi í nátt-
úrunni. Það verður að skipu-
leggja betur og hafa meira taum-
hald á stofnunum þjóðfélaganna.
Þetta felur í sér að ástandið í
sveitunum verður að samræma og
bæta. — Indíra Gandhi."
Fulltrúarnir
sóttu ekki um
UMSÓKNARFRESTUR um störf
við hina nýju Rannsóknarlög-
reglu ríkisins rann nýlega út.
Mjög margar umsóknir bárust,
m.a. frá flestöllum rannsóknar-
lögreglumönnum 1 Reykjavík.
Hins vegar barst engin umsókn
frá dómarafulltrúum við sakadóm
Reykjavfkur, en reiknað hafði
verið með því að a.m.k. þrir full-
trúanna, Þórir Oddsson, Örn
Höskuldsson og Erla Jónsdóttir,
sæktu um. Var meira að segja
ætlunin að Þórir yrði hægri hönd
rannsóknarlögreglustjórans nýja,
Hallvarðs Einvarðssonar. Ástæð-
an fyrir þvf að fulltrúarnir sóttu
ekki um mun vera óánægja með
staðarval stofnunarinnar, launa-
kjör og fleira.
Valur vann
Valur vann FH 1—0 i 1. deildinni
í knattspyrnu í gærkvöldi. Mark
Vals gerði nýliðinn Jón Einarsson
undir lok leiksins.
Ráðstefnan í Reykjavik fjallar í
raun um vandamál, sem Indíra
Gandhi hefur þurft að leysa í rík-
um mæli i Indlandi, svo sem
mannfjölgun, fæðuöflun og skort
á auðlindum. Og eitt þeirra, til-
raun til stöðvunar hinnar öru
mannfjölgunar er talið ein af að-
alástæðunum til þess að hún
missti völdin nýlega f Indlandi.
Samkomulag
um sérkröf-
ur verzl-
unarmanna
SAMKOMULAG tókst milli
Landssambands fslenzkra
verzlunarmanna og vinnuveit-
enda sfðastliðinn fimmtudag um
sérkröfur verzlunarmanna. Frá
þvf hafði verið skýrt, að viðræður
verzlunarmanna hefðu strandað á
atriðum, er vörðuðu starfsfólk f
apótekum, en það mál leystist
eins og áður er vikið að.
Niðurstöður sérkröfusamninga
verzlunarmanna urðu, að matar-
tímar í helgidagavinnu, sem unn-
ir eru vegna lögbundinnar þjón-
ustuskyldu lyfjabúða, skulu telj-
ast til vinnutíma, enda þótt teknir
séu og sé unnið i þeim. skal greiða
tilsvarandi lengri vinnutíma.
Þá varð einnig að samkomulagi
að tæknimenntað aðstoðarfólk,
lyfjatæknar og „defectrisur11,
skuli að jafnaði sitja fyrir í sér-
hæfð lyfjaafgreiðslustörf og að-
stoðarstörf við lyfjagerð. Þá féllu
verzlunarmenn frá þeirri kröfu
sinni, að öll vinna á stórhátíðum
yrði greidd með tvöföldu helgi-
dagakaupi. Þá varð og samkomu-
lag um að hinar ýmsu starfs-
greinar innan verzlunarmanna-
stéttarinnar færðust milli flokka í
kjarasamningi verzlunarmanna.
Sérkröfuviðræður nokkurra
starfshópa hafa haldið áfram
undanfarna daga og hafa nú yfir
70% launþega gengið frá sérkröf-
um sinum.
Kvenfélag Borg-
arness 50 ára
KVENFÉLAG Borgarness var kauptúnsins hinn svonefndi
stofnað 7. júní 1927. Fyrstu stjórn Skallagrimsgarður, sem talinn er
félagsins skipuðu: Oddný Vigfús- mað fegurstu skrúðgörðum á
dóttir formaður, Ragnhildur landinu.
Björnsson ritari og Guðrún Jóns- í tilefni hálfrar aldar afmæli
dóttir gjaldkeri. félagsins halda kvenfélagskonur
veglegt hóf í kvöld.
Félagið hefur ætíð haft á Núverandi stjórn félagsins
stefnuskrá sinni líknar- og menn- skipa: Margrét Helgadóttir for-
ingarmál. Stærsta verkefni sem maður, Helga Guðmarsdóttir rit
til er orðið fyrir starfsemi Kven- ari og Guðrún Grímsdóttir gjald-
félags Borgarness er skrúðgarður keri.