Morgunblaðið - 07.06.1977, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNÍ 1977
17
Menn Amins myrtu Doru
Bloch í sjúkrahúsinu
Lundúnum, 6. júnf. AP.
HENRY Kyemba, heil-
brigðismálaráðherra í
stjórn Idi Amins, hefur
óskað eftir landvistarleyfi
í Bretlandi, að því er skýrt
var frá í Lundúnum um
helgina. í The Sunday Ti-
mes birtist ýtarlegt viðtal
við ráðherrann um ógnar-
öldina í (Jganda. Kyemba
segir þar meðal annars, að
aðeins hafi verið tíma-
spurning hvenær hann
yrði ráðinn af dögum. Hafi
hann viljað forða sér með-
an tími var til og sjá til
þess að sú vitneskja, sem
hann hefði um ástandið í
Úganda hyrfi ekki með
honum í gröfina.
Kyemba segir, að menn Amins
hafi gert út af við Doru Bloch,
Dora Bloch
sagt: „Gleymdu henni,
búnir að drepa hana.“
• þeir eru
Kyemba segist hafa séð með
eigin augum sundurskotin lík
Janani Luwum erkibiskups og
tveggja ráðherra í stjórn Amins.
Þá segir hann, að fyrstu vikurnar
eftir að ísraelsmenn frelsuðu gísl-
ana á Entebbe-flugvelli hafi ríkt
mjög hættulegt ástand í Úganda.
Hefði fólk jafnvel ekki þorað að
brosa á almannafæri af ótta við að
menn Amins teldu að það væri
forsetinn sem orsakaði slík við-
brögð vegna auðmýkingarinnar,
sem hann varð fyrir er ísraels-
menn gerðu árásina á Entebbe.
Þá birti The Observer viðtal við
ítalskan lækni um helgina þar
sem hann lýsir ævilokum Doru
Bloch. Læknirinn, Bonnini að
nafni, starfaði um tveggja ára
skeið í Mulago-sjúkrahúsinu í
Kampala og segist hafa talað við
Doru Bloch daginn áður en hún
var myrt. Hefði hann sagt henni
frá árásinni á flugvöllinn og hefði
sú frétt glatt hana mjög. Hefðu
þau síðan komið sér saman um að
Bonnini reyndi að koma því til
leiðar, að henni yrði sleppt úr
sjúkrahúsinu næsta morgun. Þeg-
ar hann hefði svo komið í sjúkra-
stofu hennar um morguninn hefði
hann gripið í tómt, en indverskur
læknir, sem stundaði hana hefði
tjáð sér að kvöldið áður hefðu
fjórir óeinkennisklæddir menn
þust inn í sjúkrastofuna og dregið
hana fram úr rúminu. Hefði hún
sýnt mótþróa og hefðu mennirnir
því kyrkt hana er komið var að
lyftu. Hafi Dora Bloch því verið
látin er farið var með hana út úr
sjúkrahúsbyggingunni.
Uganda-útvarpið hafði eftir Idi
Amin um helgina, að hann hefði
ekki í hyggju að fara til samveld-
isráðstefnunnar í Lundúnum i
þessari viku. Var hins vegar haft
eftir Amin að Uganda mundi
senda fulltrúa til næstu samveld-
isráðstefnu, sem haldin verður
eftir tvö ár.
y
, Kenya
X
Tanzanía
Somalía
Seychelle -eyjar
.?»•
Mosambique
Madagascar
65 þúsund
manna paradis
Lundúnum, 6. júnf AP
Á Seychelle-eyjum búa um 65 þúsund manns. Eyjarnar voru brezk
nýlenda þar til fyrir einu ári, að þar var stofnað lýðveldi. Um 90 af
hundraði fbúanna búa á Mahe sem er stærsta eyjan f eyjaklasanum.
Helzti atvinnuvegur eyjaskeggja er kryddrækt og flytja þeir út
mikið af kanel og vanillu. Á undanförnum árum hefur ferðamanna-
straumur til eyjanna mjög aukizt og er þjónusta við ferðamenn
orðin drjúg tekjulind. Við eyjarnar eru auðug fiskimið.
Náttúrufegurð er mikil á Seycelle-eyjum. Makaríos erkibiskup á
Kýpur dvaldist þar eitt sinn í ársútlegð, og sagði að dvölinni lokinni,
að enda þótt hann hefði viða farið um fögur lönd, þá væru það ekki
ýkjur að segja, að eyjarnar væru fegursti staður sem hann hefði
komið til.
Idi Amin
sem var einn gíslanna á Entebbe
flugvelli fyrir tæpu ári. Er hún
hafi verið i sjúkrahúsi i Kampala
í nokkra daga hafi menn Amins
dregið hana niður af sjöttu hæð
byggingarinnar og hafi henni síð-
an verið ekið á braut. Skömmu
siðar segir Kyemba, að Amin hafi
spurt sig hvort hann hefði átt
orðastað við frú Blosh, en
Kyemba var um þessar mundir
starfandi læknir í umræddu
sjúkrahúsi. Kyemba kveðst hafa
tjáð Amin, að hann hefði orðið
var við konuna, og hafi Amin þá
Drottning í aldarfjórðung
í DAG cru liðin tuttugu og
fimm ár frá því Elisabet Breta-
drottning tók við þjóðhöfð-
ingjahlutverki að föður slnum
látnum, og er þess minnzt með
viðhöfn vlða um heim, þó aðal-
lega f London. Er talið að þang-
að hafi streymt um helgina um
fimm milljónir ferðamanna í
tilefni þessara tímamóta, sem
er mun meira mannfjöldi en
búizt hafði verið við, að sögn
Reuters-fréttastofunnar.
Til að sem flestir geti tekið
þátt í hátíðahöldunum, fá
Bretar fjögurra daga frí frá
störfum frá og með laugardegi,
og síðdegis á mánudag höfðu
menn þegar tekið að safnazt
saman meðfram leið þeirri, sem
Elisabet drottning ekur frá
Buckingham-höll til St. Páls
dómkirkjunnar á þriðjudags-
morgun, þar sem sérstök
þakkargjörð verður flutt í til-
efni dagsins.
Elisabet drottning ekur til
messunnar í 200 ára gömlum
skrautvagni, sem ekki hefur
verið notaður síðan hún var
krýnd I Westminster-
kapellunni árið 1953. Skraut-
vagn þennan lét Georg III
smiða, og vegur hann fjögur
tonn, enda þarf átta hesta til að
draga hann. Auk þess sem
drottning verður í fylgd skraut-
búinna riddara úr lífverðinum,
verða einnig hundruð lögreglu-
manna í varðstöðu meðfram
leiðinni, og vegna ástandsins i
heiminum í dag verða lögreglu-
mennirnir látnir snúa sér að
mannfjöldanum, ekki að vegin-
urn, sem drottning ekur um.
Fleiri öryggisráðstafanir hafa
verið gerðar. Til dæmis hafa
sveitir frá Scotland Yard heim-
sótt hvert einasta hús meðfram
leiðinni, og þeir vinnustaðir,
Framhald á bls. 24.
Meó kmkkana til
Kaupmannahafiiar
Fáar borgir bjóöa jafn marga
möguleika á skemmtun fyrir alla fjöl-
skylduna. Tívolí — dýragaröur —
sjódýrasafn — sirkus — strönd —
skemmtigarður á Bakkanum — og svo
er líka hægt aö skreppa og skoöa
Legoland — eöa yfir til Svíþjóöar.
Kaupmannahöfn — einn fjölmargra
staða í áætlunarflugi okkar.
fwcfílac iofwIBIR
ÍSLAJVDS