Morgunblaðið - 07.06.1977, Page 21

Morgunblaðið - 07.06.1977, Page 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNl 1977 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNÍ 1977 21 KR tók flugið svo um munaði EFTIR slaka byrjun f 1. deildar keppni íslandsmótsins í knatt- spyrnu í sumar og rýra upp- skeru í fyrstu ieikjum sfnum, fékk KR-iiðið heldur betur upp- reisn á laugardaginn er það sigr- aði Akureyrarliðið Þór 6—0 í leik á Laugardalsvellinum. Má mikið vera ef þessi sigur — sá stærsti sem unnizt hefur f 1. deildar keppninni í ár — verður ekki til þess að gefa KR-ingum byr undir báða vængi, en eftir það sem á undan var gengið var ekki nema von að heldur væri farið að dofna yfir liðinu. Það verður hins vegar að segjast eins og er að stórsigur KR-inga á laugardag- inn stafaði ekki af frábærun leik liðsins, heldur miklu fremur af því hve andstæð- ingarnir voru slakir. Þórsliðið lék þenn- an Ieik án tveggja beztu manna sinna, Gunnars Austfjörðs og Sigurðar Lárus- sonar, sem báðir voru í leikbanni og voru Norðanmenn gjörsamlega heillum horfnir í leiknum — léku oftast eins og slakt annarrar deildar lið, einkum þó eftir að miður tók að ganga. Lá við borð að KR-ingar gætu á tíðum gert það sem þeim hentaði, það var ekki einu sinni barátta í Norðanmönnum. En vissulega gerðu KR-ingar margt laglegt í þessum leik og þó sérstaklega einn leikmaður liðsins, Hálfdán Örlygs son, sem bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum. Hann skoraði sjálf- ur eitt marka KR-inga með stórglæsilegu skoti og átti mestan þátt í öllum hinum. Fór allt saman hjá Hálfdani í þessum leik: hraði, dugnaður, lagni við að kom- ast framhjá andstæðingnum og síðast en ekki sízt góðar og nákvæmar sendingar á samhverja. Var hann einkar laginn við að brjóta sér leið upp kantinn, draga til sín einn eða tvo Þórsara og senda siðan knöttinn fyrir markið nákvæmt til þeirra KR-inga sem voru í minnstri gæzlu. Það var rétt í upphafi leiksins sem Þórsarar höfðu áhuga og börðust og þá voru þeir lika betra liðið á vellinum. Náðu þeir nokkrum sinnum skemmtileg- um sóknum upp hægri kantinn, en enginn þeirra gaf þó af sér verulega hættulegt marktækifæri. Til að byrja með voru einnig sóknaraðgerðir KR-inga fremur hættulitlar — þær gengu upp miðjuna, þar sem Þórsvörnin þjappaði sér saman og átti oftast auðvelt með að hreinsa frá. Á fyrstu 35 mínútum leiks- ins áttu KR-ingar raunverulega lítið fleiri en þrjú upphlaup, en höfðu skorað úr þeim öllum. Bærileg nýting það! Mörkin sem KR-ingar skoruðu í fyrri hálfleik komu þannig: 1:0. Hálfdan Örlygsson dró til sín tvo varnarmenn og sendi síðan knöttinn inn í eyðu við markteigslínuna til Vilhelms Fredriksen sem átti auðvelt með að skora. KR - Þór 6:0 Texti: Steinar J. Lúðvfksson Mynd: Friðþjófur Helgason ________________________________ 2:0. Hálfdan örlygsson 'tók horn- spyrnu. var hann fljótur að átta sig á möguleika sem bauðst og sendi knöttinn yfir þvögu Þórsara og KR-inga beint til Barkar Yngvasonar sem var óvaldaður og skoraði. 3:0. Enn einu sinni skapaði Hálfdan vandræði hjá Þórsvörninni. Hann lék upp kantinn og inn undir markið. Áttu flestir von á þvi að hann reyndi sjálfur að skjóta, en þess í stað renndi hann knettinum til Ottós Guðmundssonar sem var í dauðafæri og gæzlulaus, þannig að eftirleikurinn var honum ekki erfiður. í seinni hálfleik var auðséð að Þórsar- ar höfðu gefið upp alla von að ná stigi í leik þessum, og gáfu eftir á öllum víg- stöðvum. Sóttu KR-ingar mun meira í hálfleiknum og gekk bærilega að skapa sér tækifæri. 4:0. Hálfdan brauzt í gegnum Þórs- vörnina og sendi á Vilhelm sem var í góðu færi og skoraði hann örugglega. 5:0. Mark þetta kom eftir hornspyrnu. Vörn Þórs hafði góða möguleika á að hreinsa, en mistókst og knötturinn barst til Hálfdans sem skoraði með góðu skoti. 6:0. Skömmu fyrir leikslok var Hálf- dan enn á ferð upp kantinn og sendi síðan nákvæma sendingu fyrir til Arnar Óskarssonar sem kom á fullri ferð og skoraði með fallegum skalla. Ekkert vafamál er að margt gott býr í KR-liðinu og þessi sigur verður örugg- lega til þess að betur gengur en áður að ná því bezta fram. Margir leikmannanna eru hinir lögnustu með knöttinn og hafa gott auga fyrir því sem er að gerast á vellinum. Vörn liðsins virkar einnig hin traustasta, með Ottó Guðmundsson sem bezta mann, en vert er þó að taka fram að ekki mæddi mikið á henni í þessum leik. En leiðan vana hafa KR-ingar sem þeir þyrftu að uppræta, og er þar um að ræða óþarfa spörk til andstæðinganna, ef þeir komast fram hjá þeim. Máttu KR-ingar vissulega teljast heppnir í leik þessum að Magnús V. Pétursson dómari brá ekki nema einu sinni gula spjaldinu á loft. Undirritaður telur óhugsandi að fella neinn dóm um Þórsliðið eftir leik þess- um. Það var vitað mál að Gunnar Aust- fjörð er sá máttarstólpi í vörn liðsins, sem það getur ekki verið án. Allur leikur liðsins að þessu sinni var mjög fálm- kenndur og óöruggur, og furðulegt var hve leikmennirnir misstu fljótt móðinn. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild Laugardalsvöllur 4. júní URSLIT: KR—ÞÓR6:0 (3:0) Mörk KR: Vilhelm Fredreksen á 12. mín. og á 50 . min., Börkur Yngvason á 17. mín., Ottó Guðmundsson á 34. mln., Hálfdan Örlygsson á 60. mín. og Örn Óskarsson á 85. mín. Áminning: Vilhelm Fredreksen fékk gula spjaldið fyrir háskaleik. Áhorfendur: Um 350 isiandsmótia 1. delld Uætta við mark Þórs sem oftar f lefknum. Háloftaspyrnur og hlaup MÖGULEIKAR Framara á að blanda sér I baráttuna á toppnum I 1. deildar keppni íslandsmóts- ins I knattspyrnu minnkuðu enn verulega á laugardaginn, er liðið tapaði fyrir Breiðabliki á Kópa- vogsvellinum. Úrslit leiksins urðu 4:1 fyrir heimamenn, en ekki er hægt að segja að þær tölur gefi rétta mynd af gangi leiksins, sem lengst af var tiltölulega jafn. Heldur var leikur þessi slakur hvað knattspyrnu varðar, en góð barátta var I báðum liðunum, einkum þó Breiðabliksmönnum, sem gáfu aldrei þumlung eftir og voru ákveðnir og fljótir á knött- inn. Eirfkur Þorsteinsson skorar jöfnumark Vfkings úr vftaspyrnu. HART BARIZT A MIÐJUNNI LEIKUR Akurnesinga og Víkinga á Skipaskaga á laugardaginn varð ekki sú skemmtun, sem áhorfendur höfðu vænzt. Miðjubarátta setti svip sinn á leikinn og fátt var um falleg tilþrif við mörkin. Heima- menn voru öllu aðgangsharðari við mark andstæðinganna og Pétri Péturssyni tókst að skora gott mark I fyrri hálfleik, sem virtist ætla að duga til sigurs. En tveimur mfnútum fyrir leikslok var Óskari Tómas- syni brugðið innan vítateigs og skoraði Eirfkur Þorsteinsson jöfnunar- mark Vfkingas örugglega úr vftaspyrnunni. Leikmenn Vefkings kvört- uðu undan vellinum að leik loknum, töldu hann alltof gljúpan á stórum köflum á miðjunni. Kann þetta að hafa dregið úr gæðum leiksins ásamt mjög sterkum hliðarvindi. Vindurinn var eiginlega ská- halt á völlinn og höfðu Skaga- menn vindinn heldur í bakið í fyrri hálfleik. Tóku Víkingarnir hraustlega á móti andstæðingun- um og varð úr hin grimmasta bar- átta um miðbik vallarins, mikið um hlaup og spyrnur. En sára- sjaldan barst boltinn lengra en að vítateig liðanna nema þá lang- skot, sem höfnuðu annaðhvort í öruggum höndum markvarðanna Diðriks og Jóns eða föru framhjá. Gerðist bókstaflega ekkert mark- vert fyrstu 40 mínúturnar ef undan er skilin bókun Jóhannes- ar Bárðarsonar fyrir að sparka f Jón Alfreðsson. IA - Víkingur 1:1 Texti og mynd: Sigtryggur Sigtryggsson. varnarmenn Vfkings aðeins tökin á framherjum Akurnesinga og fengu þeir þrjú ágæt tækifæri, sem ekki þó nýttust. Fyrst skall- aði Kristinn Björnsson yfir af stuttu færi. Síðar átti Kristinn skot að marki, Diðrik varði en missti boltann frá sér út f teiginn. Karl Þórðarson kom á fullri ferð en Diðrik varði laust skot hans. Enn síðar átti Árni Sveinsson skot hátt yfir þegar tómt markið blasti við. Einn þáttur leiksins voru lang- spyrnur út fyrir völlinn og niður á Langasand. Bætti dómarinn af þessum sökum rúmum þremur mfnútum við seinni hálfleikinn. Þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma voru þeir Björn Lárusson og Óskar Tómasson að kljást um boltann rétt innan vítateigslfnu Akraness. Óskar sleit sig lausan frá Birni, sem ekki vildi gefa eftir sinn hlut heldur reyndi að ná til boltans en tókst þá ekki betur upp en svo að hann skellti Óskari flötum. Dóm- arinn stóð þarna hjá og dómur hans var hárréttur. Vítaspyrna, og úr henni skoraði Eiríkur Þor- steinsson af öryggi. Við markið var eins og Vfkingar vöknuðu til lifsins og sóttu þeir af hörku tvær síðustu mfnúturnar. Munaði minnstu að Víkingarnir skoruðu á lokasekúndunum en það hefði vissulega verið óréttlæti á hæsta stigi ef þeir hefðu hirt bæði stigin. Ef á heildina er litið var þetta jöfn barátta, þar sem varnirnar voru sterkasti hiuti liðanna. Akurnesingar höfðu aftur á móti á að skipa betri framherjum og því áttu þeir fleiri marktækifæri. Var þar fremstur í flokki Pétur Pétursson, sem virðist vaxa með hverjum leik. Auk hans voru þeir Jón markvörður og miðjumenn- irnir Jóhannes og Jón beztu menn liðsins. Hjá Vfkingi voru Diðrik, Magnús og Helgi sterkustu. menn varnarinnar en í framlínunni var Óskar Tómasson sá eini, sem eitt- hvað kvað að. Dómari var Arnar Einarsson og dæmdi hann mjög vel, var án vafa bezti maðurinn á vellinum. ÍSTUTTU MÁLI: Akranesvöllur 4. júnf, íslands- mótið 1. deild, Akranes-Víkingur 1:1 (1:0). Mark Akraness: Pétur Pétursson á 41. mínútu. Mark Vfkings: Eiríkur Þorsteins- son úr vítaspyrnu á 91. mínútu. Áminning: Jóhannes Bárðarson, gult spjald. Áhorfendur: 916. Strekkingsvindur var í Kópa- vogi á laugardaginn og stóð eftir vellinum. Kusu heimamenn að leika undan vindi í fyrri hálfleik, og sóttu þeir þá öllu meira. En yfirbragð leiksins varð strax dálít- ið stórkarlalegt. Mikið var um háar og Iangar spyrnur og þá kylfa látin ráða kasti hvort knött- urinn hafnaði hjá samherja eða mótherja. Heldur voru það Blikarnir sem reyndu að leika kanttspyrnu, en Framararnir voru grimmir í vörninni og náðu jafnan að hreinsa, áður en hætta skapaðist við mark þeirra. Sóknarlotur Fram byggðust hins vegar á þvf einu að senda knött- inn hátt fram völlinn, þar sem Sumarliða Guðbjartssyni var falið að vinna úr sendingunum. Skallað að marki Fram. UBK - Fram 4:1 Texti: Steinar J. Lúðvfksson Mynd: Friðþjófur Helgason Auðveldaði þetta vitanlega Breiðabliksmönnum vörnina, enda voru það fá hættuleg færi sem Fram átti í hálfleiknum. Þrjú mörk voru skoruð f fyrri hálfleik og var ekki unnt að setja neinn fegurðarstimpil á þau. Á 23. mfnútu ætlaði einn leikmanna Fram að senda knöttinn til Árna markvarðar, en tókst ekki betur til en svo, að Ólafur Friðriksson komst inn í sendinguna og skor- aði, 1:0 fyrir Breiðablik. Á 35. mfnútu jafnaði Fram. Rúnar Gfslason brauzt þá upp kantinn og sendi síðan knöttinn fyrir markið. Ólafur Hákonarson, markvörður Breiðabiiks, átti ævintýralegt úthlaup, og var því vfðs fjarri er einum leikmanna Fram tókst að pota knettinum til Sumarliða Guðbjartssonar, sem var vel staðsettur og skoraði. Tveimur mfnútum fyrir lok hálfleiksins náðu Blikarnir aftur forystu, og nutu til þess góðrar aðstoðar Ásgeirs Elfassonar, sem hreinlega lagði knöttinn fyrir fæt- ur Heiðars Breiðf jörðs innan víta- Á 40. mínútu var dæmd óbein aukaspyrna inn í vftateig Víkings og var það ein af örfáum um- deilanlegum ákvörðunum ágæts dómara leiksins, Arnar Einars- sonar. Skapaðist mikil hætta við mark Vfkings en varnarmönnum tókst að spyrna boltanum frá. Hann barst aftur í áttina að marki Vfkings til Péturs Péturssonar, sem var eflaust eina 4—5 metra fyrir innan varnarvegg Víkings, þótti sú augljósa ragstaða færi framhjá línuverðinum. Pétur brunaði í átt að markinu og skaut en Diðrik bargaði meistaralega í horn. Karl Þórðarson tók horn- spyrnuna frá hægri og gaf vel inn í teiginn og áður en undirrituðum hafði gefizt ráðrúm til að smella af ljósmynd, hafði Pétur Péturs- son rifið sig upp fyrir varnar- menn Vikings og skallað boltann af hvflfkum krafti að hann hrein- lega söng í netinu. Stórglæsileg tilþrif þessa pilts, sem á bókað landsliðssæti, jafnvel strax f sum- ar, ef hann ræktar iþrótt sfna af alvöru. Seinni hálfleikurinn gefur ekki tilefni til mikilla skrifa. Sama barátta var f leiknum og mark- tækifæri teljandi á fingrum ann- arrar handar. Fyrsta sæmilega tækifæri Víkings kom á 15. mín- útu seinni hálfleiks þegar Viðar Elíasson átti skot hárnákvæmt framhjá. Undir lokin linuðu FYRfTI TONNINN GAF FALSVONIR ÍBK - ÍBV 1:0 Texti:IIermann Kr. Jónsson Mynd:Sigurgeir Jónasson. ÞAÐ VORÚ ekki liðnar tvær mfnútur af leik ÍKK og ÍBV á laugardaginn þegar boltinn lá í neti Eyjamanna. Langsending kom fram völlinn og Ómar Ingvarsson sprelti úr spori á eftir boltanum. náði valdi á honum, vatt sig laglega fram- hjá Fríðfinni Finnbogasyni, miðverði ÍBV, og Ómar skoraði með föstu og öruggu skoti sem Páll Pálmason átti ekki nokkra möguleika á að verja. Þessi góða byrjun á þungum og slæmum grasvellinum i Keflavfk gaf vonir um fjörugan leik og mörg mörk. En þetta voru falsvonir einar og leikur- inn náði aldrei þvf lagi sem fyrsti tóninn gaf tilefni til. Það er oft talað um leiki hinna glöt- uðu tækifæra og þessi leikur fellur þar undir nema hvað tækifærin voru algjörlega glöt- uð — fyrir utan mark Ómars og gott skot Valþórs Sigþórssonar I þverslá Keflavíkurmarksins f fyrri hálfleik voru engin færi f leiknum þess virði að ónáða sig við að skrá þau niður. Þess kon- arleikurvar þetta. Keflvikingar léku undan strekkingsvindi f f.h. og þeir voru mun meira með boltann fyrstu 20 mfn. en án þess að skapa sér nein teljandi tæki- færi. Eyjamenn voru mjög óöruggir þessar mfn. en þeím tókst að svamla á móti og ná sér aðeins á strik seinni hluta hálf- leiksins, en þeim gekk enn verr en Keflvfkingum að skapa sér færi, þangað til á síðustu min. hálfleiksins er Valþðr skaut f þverslána. Þegar Eyjamenn fengu vind- inn í lið með sér f s.h. náðu þeir upp þungri sókn en með engum árangri. Keflvfkingar skutu inn einni og einni skyndisókn, en færin — segi ég enn — akkúrat engin. Leikurinn fór mest fram á vallarmiðjunni og þar var hlaupið og sparkaó út og suður. Mikið var um allskonar pústra og stimpingar en ágætur dóm- ari leiksins, Guðmundur Haraldsson, sá um að ekki var farið yfir mörkin f brotum. Það er kannski táknrænt fyrir þennan leik, að Guðmundur dómari var bezti maður vallar- ins. Lengra mál er ekki vert að hafa um leik IBK og IBV, hann gaf ekki tilefni til mikilla útlist- inga eða upptalninga á spenn- andi eða skemmtilegum atvik- um. Því miður. Keflvfkingar ættu nú að hafa endanlega þaggað niður í þeim röddum sem voru með hrak- spár um liðið I upphafi mótsins. Jafnt og þétt innbyrða þeir stig- in og þau eru orðin 9 eftir 6 leiki. Leikgleði og barátta eru helztu einkenni liðsins og það var ekki að merkja í þessum leik að þeir sðknuðu Ólafs Júlíussonar, sem sat af sér leik- bann. Liðið var mjög jafnt nema hvað Gísli Torfason var áberandi bezti maður liðsins. Gfsli er sérlega laginn við að gera sér vinnuna á vellinum auðvelda, „les“ vel i leikinn ug lætur boltann um puðið. Það er ákaflega erfitt að átta sig á Eyjaliðinu. Það er vel skipað leikmönnum og hefur sýnt mjög góða knattspvrnu f flestum leikjum sinum í vor, en liðið hefur ekki skorað mörk siðan f fyrsta leiknum gegn Fram — fjórir leikir f röð án þess IBV skorar mark. Nú er af sem áður var er Eyjamenn voru flestum öðrum fremri við að skora mörk í 1. deild. Að visu hefur framlfna liðsins orðið fyrir mikilli blóðtöku, fyrst örn f KR og sfðan Sigurlás á sjúkra- hús. Kannski lagast þetta með afturkomu Sigurlásar. ÍBV var meira með boltann á laugardag- inn I Keflavik en úrvinnsla sóknaraðgerða liðsins var sorg- lega léleg og því fór sem fór. Bezti maður liðsins var Vaiþór Sigþórsson. Það ber ekki mikið á honum en hann er mjög vax- andi leikmaður. i stultu máli: Keflavkurvöll- ur 4. júnf. ÍBK — ÍBV 1—0 (1-0) Mark ÍBK: Ómar Ingvarsson á 1. mfn. Áminning: Magnús Þorsteinsson ÍBV fékk gult spjald. Ahorfendur: 1051. teigsins. Heiðar þakkaði þetta góða boð og sendi knöttinn i markhornið fjær, án þess að Árni ætti möguleika að verja. Flestir áttu von á því að Fram- arar hresstust f sejnni hálfleik, er þeir höfðu goluna með sér. En það var öðru nær. Spyrnur þeirra voru um of stórkarlalegar til þess að skapa hættu, og Breiðabliks- menn voru einnig ákveðnir og gáfu þeim litinn tima til athafna. Lengst af i hálfleiknum var leik- urinn mjög þófkenndur og frem- ur leiðinlegur á að horfa. Upp úr miðjum hálfleiknum skipti Þorsteinn Friðþjófsson, þjálfari Breiðabliksmanna, einum varamanni liðsins, Vigni Baldurs- syni, inná. Hafði hann ekki verið nema nokkrar mínútur inni á vellinum er hann komst f færi og skaut stórglæsilegu skoti. Hafnaði knötturinn í markhorninu uppi, algjörlega óverjandi. Þetta skot Vignir var tvfmælalaust það lang- fallegasta sem þessi leikur bauð upp á. Þegar leiktíminn var að renna út bættu Blikarnir svo enn um betur. Jón Orri Guðmundsson hafði þá betur i þófi sem var í vitateig Framara og náði að skjóta lausu skoti. Árni hafði hlauþið út út markinu og var því vfðs fjarri er knötturinn rúllaði í markið svo rólega, að áhöld voru hvort hánn færi alla leið. Bæði Fram og Breiðablik eiga að geta leikið mun betur en þau gerðu i Kópavogi á laugardaginn. Framliðið á þó við greinileg vandamál að strfða vegna meiðsla leikmanna. Þannig var Pétur Ormslev, einn bezti sóknarleik- maður Fram að undanförnu, ekki með að þessu sinni, Sumarliði virtist ekki ganga heill til skógar og Eggert varð að fara snemma haltrandi útaf. Við þetta bættist svo að Ásgeir Elíasson og Jón Pétursson hafa engan veginn náð sér á strik ennþá. 1 STÚTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild Kópavogsvöllur 4. júni Úrslit: Breiðablik - Fram 4—1 (2—1) Mörk BreiðabIiks:Ólafur Friðriksson á 23. minútu, Heiðar Breiðfjörð á 42. minútu, Vignir Baldursson á 81. min. og Jón Orri Guðmundsson á 88. mín. Mark Fram: Sumarliði Guðbjarts- son á 35. mín. Áminning : Engin Áhorfendur: 586

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.