Morgunblaðið - 07.06.1977, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1977
23
Nokkur blaðaskrif hafa að undanförnu verið umjnáiefni Stangveiði-
félags Reykjavíkur og leigu félagsins á Elliðaanum og rekstur á
klakstöðinni þar. Við snerum okkur til Magnúsar Olafssonar læknis,
formanns félagsins, og spurðum hann fyrst um staðhæfingar um að
SVFR væri fámennur sérhagsmunahópur.
SVFR er langfjölmennasta
stangaveiðifélag landsins og eina
íþróttafélag Reykvikinga á sínu
sviði. Félagsmenn eru 1200, þar
af eru 78.6% búsettir i Reykjavik,
en 97.6% á höfuðborgarsvæðinu.
Félagsmönnum hefur stöðugt far-
ið fjölgandi síðan SVFR var stofn-
að árið 1939 af 48 reykvískum
áhugamönnum.
SVFR er opið félag, og i þvi eru
menn úr öllum stéttum og á öllum
aldri, bæði karlar og konur. Inn-
töku- og árgjaldi er stillt mjög i
óf, og félagsmenn, sem náð hafa
67 ára aldri, eru undanþegnir ár-
gjaldi.
Félagið rekur ýmiskonar
fræðslu- og félagsstarfsemi, hefur
í verki lagt mikla áherzlu á vernd-
un og ræktun vatnasvæða og gef-
ur út Veiðimanninn, sem er eina
tímaritið hérlendis um stanga-
veiði, ræktun vatnafiska og skyld
mál. Öll stjórnar- og nefndastörf
eru unnin án þóknunar.
Þessar staðreyndir ættu að
nægja til að eyða þeim misskiln-
ingi, að SVF'R sé einhver þröngur
sérhagsmunahópur.
Hefur SVFR haft mikinn hagn-
að af Elliðaánum?
Ef einhverjir sjá ofsjónum yfir
hagnaði SVFR af Elliðaánum, þá
get ég skýrt frá því, að á s.l. ári
nam þessi hagnaður 882 þúsund
krónum, og er þá mikil sjálfboða-
liðavinna félagsmanna SVFR í
þágu árinnar ekki reiknuð sem
kostnaður. Það má svo, hvort
heldur er, líta á þennan hagnað
sem styrk til félagsins, eða
greiðslu fyrir vinnu félagsmanna.
SVFR var stofnað fyrir 38 árum
fyrst og fremst til þess að tryggja
sem flestum stangaveiðimönnum
borgarinnar aðstöðu til veiða í
E'lliðaánum og hefur séð um
veiðimálin síðan, í mjög góðri
samvinnu við eiganda árinna,
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og
borgaryfirvöld.
Ég tel, að enginn aðili sér hæf-
ari en SVFR til þess að annast
réttláta skiptingu veiðileyfa i
Ellióaánum milli stangaveiði-
manna borgarinnar, enda munu
flestir, sem sýnt hafa áhuga á að
veiða i ánni, hvort eð er vera
félagar i SVFR. Frá félagslegu
sjónarmiði er þetta eðlileg skipan
mála. En jafnframt sparast mikið
umstang og kostnaður með þessu
fyrirkomulagi, því að hjá SVFR
er fyrir hendi allt, sem þarf til
slikrar starfsemi.
Félagar I SVFR hafa látið sér
mjög annt um Elliðaárnar og hafa
lagt fram mikla vinnu til góða
ánni og umhverfi hennar. Áin
hefur á þessu árabili ekki aðeins
haldið sínu, heldur mjög farið
vaxandi sem laxveiðiá, þótt ekki
sé þar með sagt, að allt sé það
SVFR aðþakka.
Báðir aðilar, SVFR og eigandi
árinnar, hafa séó sér hag i núver-
andi fyrirkomulagi. Félagslega
séð hafa Elliðaárnar verið megin-
stoð SVFR, og eigandi hefur sizt
fengið minna i sinn hlut en ef
þessum málum væri fyrir komið á
annan hátt.
Hvað kosta veiðileyfi I Elliða-
ánum og hvernig er þeim úthlut-
að?
Ég sá fyrir skömmu fullyrt í
lesandabréfi í einu dagblaðanna,
að Elliðaárnar væru aðeins leik-
vangur hinna efnuðu, þvi að það
væri svo dýrt að veiða þar.
Slikar fullyrðingar hljóta að
stafa af því, að viðkomandi hafa
ekki aflað sér upplýsinga um
verðið, en telja víst, að það hljóti
að vera hátt.
Veiðileyfi i hálfan dag, þ.e. 6
klst., kostar nú 6500 krónur, og er
það ákveðið sameiginlega af
SVFR og eiganda árinnar. Ég
held, að flestum þyki þetta sann-
gjarnt verð fyrir hálfs dags veiði i
einni af beztu laxveiðiám lands-
ins. Þess má geta, að aukakostnað-
ur er enginn, en t.d. getur kostn-
aður við ferðir og gistingu orðið
mikíll við laxveiðar i ýmsum öðr-
um ám. Svo geta menn slegið sam-
an í veiðileyfi, ef þeir vilja, því að
leyfilegt er, að tveir séu saman
um stöngina. Og úr því verið er að
tala um kostnaðinn er rétt að
minna á það, að menn eiga sjálfir
laxinn, sem þeir veiða, og fá þann-
ig að meðaltali verðmæti fyrir um
5000 krónur á hvert veiðileyfi.
Þá má því ljóst vera, að enginn
þarf að neita sér um að veiða í
Elliðaánum vegna kostnaðarins.
Þar sem sumir virðast ekki gera
r
Magnús Olafsson
formaður SVFR:
Elliðaárnar
sér grein fyrir þvi, er rétt að
benda á, að stangafjöldi í hverri á
er ákveðinn af yfirvöldum, og það
er því takmarkaður fjöldi, sem
kemst :ð. Slíkar reglur eru að
sjálfsögðu settar til verndar ánum
sem veiðiám. 1 Elliðaánum er
hámarkið nú 6 stengur í senn, og
þannig fást 12 hálfs dags veiði-
leyfi á dag, þó ekki nema 8 fyrstu
þrjár vikur veiðitimans.
Til að sinna umsóknum hafði
SVFR nú 960 hálfs dags veiðileyfi
til ráðstöfunar, og fékk hver um-
sækjandi tvö veiðileyfi. Þar sem
menn mega vera tveir saman um
stöng, gæti hver maður þannig
komizt fjórum sinnum í Elliðaárn-
ar, en það er það mesta, sem nú-
gildandi reglur leyfa.
Mörgum finnst þetta naumur
skammtur, en hinn mikli fjöldi
umsókna og sú stefna, að allir
skuli fá jafnt, ræður hér um. Áð-
ur fyrr var reynt að gera betur við
eldri mennina, sem lengst hafa
veitt í Elliðaánum og eiga þess
margir ekki kost að komast annað
í veiði. En nú síðustu árin hefur
svo margt af ungu fólki bætzt i
hópinn, að smám saman hefur
orðið að skera niður skammtinn
til hinna eldri, svo að allir gætu
fengið eitthvað.
Hver er afstaða SVFR til um-
sóknar Ármanna um aðild að
Elliðaánum?
Fyrst vil ég taka það fram, að
SVFR hefur síður en svo haft
nokkuð á móti Ármönnum. Þeir
hafa fengið inni fyrir sín hugðar-
efni í tímariti SVFR, Veiðimann-
inum, og félögin hafa átt viðskipti
með veiðileyfi. Auk þess er um
þriðjungur þeirra Ármanna, sem
heimili eiga i Reykjavik, jafn-
framt félagar i SVFR og eiga
þannig aðgang að Elliðaánum til
jafns við aðra.
Við urðum undrandi, þegar við
fréttum um erindi Ármanna,
enda tíðkast það ekki hjá áhuga-
mannafélögum innan Landssam-
bands stangaveiðifélaga að bjóða
þannig ofan í samninga hvers
annars. Ég vil í þessu sambandi
mótmæla þeim áburði, sem kom
fram í blaðagrein nýlega, að
SVFR bjóði á móti öðrum áhuga-
mannafélögum, því að þvert á
móti forðast SVFR slíkar aðfarir.
Ármenn eru ekki reykviskt
félag, heldur er félagssvæði
þeirra landið allt, og t.d. er veru-
legur hluti félagsmanna búsettir
fyrir norðan. Á sömu forsendum
og Ármenn gætu fleiri smærri
félög farið fram á aðild að Elliða-
ánum.
Það er þvi engin ástæða til að
rjúfa farsæla samvinnu um
Elliðaárnar vegna erindis Ár-
manna. Enda leyfir skipulagning
allra þeirra þátta, sem snerta
rekstur Elliðaánna, ekki að tveir
aðilar beri þar ábyrgð. Flestir
þeirra Ármanna, sem áhuga hafa
á að veiða í Elliðaánum, munu
hvort eð er vera félagar í SVFR.
Miklar umræðúr hafa orðið um
eldisstöðina við Elliðaár og samn-
ing um rekstur hennar?
Þegar SVFR tók við rekstri
klak- og eldisstöðvarinnar fyrir 10
árum, hafði hún verið rekin með
tapi. Svo væri enn, ef ekki kæmi
til sjálfboðaliðavinna félaga i
SVFR, sem ásamt þvi, að SVFR
getur notað framleiðslu stöðvar-
innar upp i ræktunarsamninga
félagsins, gerir kleift að reka
stöðina með bókhaldslegum hagn-
aði.
Ef greiða þyrfti fyrir alla
vinnu, myndi reksturstap nema
milljónum á ári, þvi að stöðin er
svo lítil, míðað við það, sem nú
gerist um slík fyrirtæki, auk þess
sem vatnsskortur veldur þvi, að
stöðin skilar aðeins hálfum af-
köstum.
Þessu til viðbótar kemur það,
"að framboð á seiðum er nú meira
en eftirspurn, og þvi allt í óvissu
með markaðinn.
Það er fullkomið ábyrgðarleysi,
þegar verið er að tala um, að
borgin eigi nú að yfirtaka rekstur
stöðvarinnar, þegar SVFR getur
rekið hana og sparað borginni
verulegar upphæðir.
Hvað um ræktun vatnasvæða
borgarinnar, seni hefur verið
ofarlega á baugi undanfarið?
SVP'R setur hálfa milljón kvið-
pokaseiða í Elliðaárnar árlega, og
ingi að vera lokið. Fyrst þarf að
liggja fyrir álit sérfróðra manna
um það hvar og hvernig líklegt sé,
að ræktun geti borið árangur,
enda er svo ákveðið í samþykkt-
um fyrir Veiði- og fiskiræktarráð
Reykjavíkur, að haft skuli samráð
við Veiðimálastofnunina.
Þá þarf að fá samþykki eigenda
hvers þess hluta vatnasvæðisins,
sem taka á til ræktunar, fyrir því,
að ræktun skuli hafin og tryggja
þátttöku i kostnaði við hana. En
megnið af vatnasvæðinu er sam-
eign Reykjavíkurborgar og ann-
arra aðila, sem þurfa að vejta
samþykki sitt.
Þrátt fyrir það, aó þessum
frumskiiyrðum ræktunar hafi
ekki enn verið fullnægt, hafa til-
lögur séð dagsins ljós, þar sem
m.a. er sundurliðað hvaða tegund-
um seiða og hve miklu magni
þeirra skuli sleppt á svæðinu.
Slikar tillögur eru ótimabærar,
því að þær gætu leitt til þess, að
verðmætum væri kastað á glæ og
jafnvel valdið spjöllum á því, sem
þegar er fyrir hendi.
Ég nefni sem dæmi hugmynd
um ræktun urriða í Hólmsá. Það
er vitað, að urriðinn etur laxa-
seiði, enda er hann talinn hinn
mesti óþurftargestur i laxveiði-
ám. En Hólmsá er einmitt þýð-
ingarmikil uppeldisstöð fyrir
laxastofn Elliðaánna, og þar er
sleppt þeim laxaseiðum, sem
koma eiga stofninum til góða. Þá
myndi urriðinn eiga greiða leið
niður i Elliðavatn og Elliðaár og
geta ráðist á það, sem þar er fyrir.
Það má ekki rasa um ráð fram.
Þessi mál verða að hafa sinn
gang, eins og ég rakti hér á und-
an. En til að fá sem skjótastan
árangur er vænlegast, að allir
þeir aðilar, sem áhuga hafa og
hagsmuna eiga að gæta, vinni
saman af eindrægni. Ég álit, að
SVFR sé þýðingamikill hlekkur í
þeirri keðju, þvi að innan félags-
ins eru margir kunnáttumenn á
þessu sviði og fjöldi áhugamanna,
sem fúslega vilja leggja fram sinn
skerf, þegar til framkvæmda
kemur.
„Misskilningur að félagið sé
þröngur sérhagsmunahópur”
Klakstöðin við Elliðaá
er ástæðulaust að auka ræktun
þar, því að segja má, að áin sé full
af laxi, og telja sérfróðir menn, að
hún sé fremur of lítið veidd en of
mikið.
SVFR hefur áhuga á rækturi
annarra vatnasvæða borgarinnar,
enda er það einn höfuðtilgangur
félagsins að útvega stangaveiði-
mönnum borgarinnar aðstöðu til
veiða.
Það verður þó því miður að
segjast, að þéssir ræktunarmögu-
leikar hafa nú upp á siðkastið
verið ýktir til muna að þvi er
sérfróðir menn segja mér. Skýja-
borgir geta litið vel út á pappirn-
um, en þær geta líka orðið dýr-
kevptar. SVFR hefur þvi miður
nokkra reynslu í þeim efnum.
Áður en hafizt er handa um
ræktun, þarf vissum undirbún-
Magnús Ölafsson