Morgunblaðið - 07.06.1977, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 07.06.1977, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1977 + Móðir okkar SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR frá Bakkaseli lézt I Vifilsstaðaspltala fimmtudaginn 2. júnl. Marla og Ingibjörg Kristjánsdætur. + Sonur minn, bróðir okkar og mágur ERLINGUR GUOMUNDSSON húsgagnasmlðameistari Brávallagötu 16. Reykjavlk. andaðist laugardaginn 4 júnl. Þorgerður Bogadóttir Sigrún Guðmundsdóttir. Kristján Ágústsson Guðrlður Jónasdóttir, Magnús Guðmundsson. + Sonur minn PÁLL SNORRASON Unufelli 44, lést 25 mai. Jarðarförin hefur farið fram Ragnhildur Pálsdóttir, systkini og aðstandendur. + Eiginkona min, móðir tengdamóðir og amma KATRÍN S. HANSEN andaðist að Landspltalanum, að morgni 6 júní. Fyrir hönd vandamanna, Leifur Guðmundsson. + Eiginmaður minn, sonur minn og faðir okkar SIGURÐUR SIGURJÓNSSON Drápuhllð 1 7. Reykjavlk lézt aðfaranótt 3. júnl s I. Unnur Bjarnadóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigriður Marfa Sigurðardóttir, Þorbjörg Sigurðardóttir. + Konan mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA ÁGÚSTSDÓTTIR. verður jarðsungin frá Frikirkjunni miðvikudaginn 8. júní kl. 1.30 e.h. Blóm vinsamlegast af þökkuð. Karl Ó. Jónsson Ingigerður Karlsdóttir , Hjalti Pálsson Valdimar Karlsson Karl Karlsson Anna Maria Valsdóttir Jón Þór Karlsson Unnur Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi. SIGURÐUR Þ. GUOMUNDSSON frá Háhóli, heima Völvufelli 48 sem lézt i Borgarspitalanum 26. mal, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 9. júnl kl. 1 30 Blóm og kransar afþakkað. en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið Aðalbjörg Bjarnadóttir Gunnar Kristofersson, Guðrún Sigurðard. Kristinn Pálsson Ólöf Sigurðard. Hildur Hrönn Hreiðarsd. Guðmundur Sigurðsson Jóhanna Erlingsd. Sigmundur M. Sigurðsson Dlana Bára Sigurðard. og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi MAGNÚSMAGNÚSSON bifreiðastjóri Ljósheimum 4 R.v.k. andaðist I Landspitalanum 6 júni Indiana Katrín Bjarnadóttir Inga Magnúsdóttir Karl Ásgeirsson Erla S. Guðmundsdóttir Þorbjörn Pétursson Albert Guðmundsson Brynhildur Jóhannsdóttir Gisli Guðmundsson Guðjón Guðmundsson Gunnþórunn Sigurjónsdóttir Skarphéðinn Guðmundsson Guðbjörg Axelsdóttir Valentinus Guðmundsson Hafdis Eggertsdóttir barnabörn. barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Ingunn Á rnadóttir —Minningarorð Ég var staddur í Lagos i Nígeríu þegar mér barst í hendur af hreinni tilviljun Morgunblaöið, sem tilkynnti andlát frú Ingunnar Árnadóttur frá Stóra-Hrauni. Ég komst því miður ekki heim nógu snemma til þess að fylgja henni hinn hinsta spöl. Þess vegna eru þessar hug- leiðingar seint á ferðinni. Inga, eins og allir vinir og frændur kölluðu hana, var stór- brotin persónuleiki, eins og hun átti kyn til, afburða kona, gáfuð og hjartahlý. Það var árið 1938, sem ég kom fyrst inn á heimili þeirra hjóna, Ingunnar Árnadóttur og Kristjáns Einarssonar, fram-‘ kvæmdastjóra Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda, þess bezta manns sem ég hefi kynnzt á lífsleiðinni. Kristján Einarsson var óviðjafnanlegur maður, hans hjarta var gulli slegið. Ég var ráðinn sem heimilis- kennari hjá þeim hjónum og þegar ég kom sem ungur sveinn til þeirra tóku þau hjónin á móti mér opnum örmum og buðu mig hjartanlega velkominn. Ég gleymi því aldrei hversu mér þótti vænt um þessar mót- tökur. I,aunin fyrir kennslustörf- in urðu miklu meiri en samið var um, því heimili þeirra hjóna, Ingu og Kristjáns, stóð mér opið allt frá þeim tíma og einnig fjölskyldu minni síðar. Heimili Ingu og Kristjáns var rausnarheimili og þar sem hjarta- rúm sat I öndvegi. Þar kynntist ég hinum stóra og gáfaöa systkina- hópi frá Stóra-Hrauni, en Inga var elzt 11 barna þeirra hjóna. Árna prófasts Þórarinssonar og frú Elísabetar Sigurðardóttur. Þegar ég settist að kennslu- störfum í Bárugötu 5, bar það oft við að Árni prófastur vatt sér inn í stofu og hóf að rekja úr mér garnirnar og spurði fyrst, hvaðan ég væri og hverra manna. Aðrar spurningar um ýmis efni fylgdu fast á eftir. Var mér ljóst að prófasturinn var að spyrja mig út úr og vildi komast að raun um t Eiginmaður minn, faðir og son- ur, GESTUR REYNIR GUÐJÓNSSON. Bogahifð 7, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 8 júni kl 10,30 Jóna M. Sigurðardóttir Sólveig Reynisdóttir Guðjón Jóhannesson Lokað vegna jarðarfarar ODDSTEINS ALMARS JÓNSSONAR, frá kl. 9— 1. Verzlunin Baugalfn, Miklubraut 68. S. Helgason hf. STEINIOJA Clnholti 4 Slmar 26677 og 14254 hvers konar fugl kennarinn væri. Urðum við Árni prófastur góðir vinir. Tefldum við margar skákir þvi prófastur hafði yndi af þeirri iþrótt og lagði ég nokkra stund á skákina á þeim árum. Þegar Ragnheiður, kona min, og ég gengum í hjónaband þá voru það Ingunn og Kristján, sem héldu okkur brúðkaupsveizlu að Bárugötu 5, og Árni prófastur Þórarinsson gaf okkur saman. Munum við hafa verið hin næst- siðustu hjón, sem hann gifti. Það er margs að minnast frá þessum tíma, en mest um vert var órofa vinátta, fádæma gestrisni og hlýtt hjartalag, sem við hjónin og börn okkar siðar nutum í full- um mæli. Sérstaklea viljum við hjónin færa Ingu kærar þakkir fyrir samúð hennar og kærleika til ungs sonar okkar í veikindum hans. Það var okkur hjónum ógleymanlegur styrkur. Á heimili Ingu og Kristjáns dvaldi síðustu ár ævi sinnar móðir Kristjáns, Elín Ólafsdóttur frá Stakkadal. Hún var ógleyman- leg kona. Fegurra samband móður og sonar hefi ég ekki kynnst. Verður sú góða kona mér æ hugstæð. Samband Ingu og Elínar var frábært og átti Elín góða elli hjá Ingu og Kristjáni. Árni prófastur Þórarinsson og Elísabet Sigurðardóttir, kona hans, áttu einnig um margra ára bil heimili sitt að Smáragötu 3, hjá Ingu og Kristjáni. Þangað kom meistari Þórbergur og ritaði eftir fyrirsögn prófastsins eina merkustu ævisögu, sem rituð hefur verið á íslenzka tungu. Ævi- saga Árna prófasts Þórarinssonar er ein skær perla í bókmenntum landsins. Heimili þeirra Ingu og Kristjáns, hvort sem það var í Bárugötu 5, Smáragötu 3, að í sumarbústað þeirra vestur í Dal við Straumfjarðará, þá voru öll þessi heimili jafnan „reist um þjóðbraut þvera“. Marga bar að garði og allir voru gestir leiddir til stofu og boðnir velkomnir með hlýju handtaki og heitu hjarta. Inga var ættfróð með afbrigð- um og hafði frábæra minnisgáfu, sem hún hélt næstum óskertri til hins síðasta. Börnin þeirra Ingu og Kristjáns eru Árni, aðalræðismaður Hollands, kvæntur Kristine Eide og eiga þau 4 börn og eru barna- börnin 5, og Elín, sem gift var Magnúsi R. Magnússyni, fram- vkæmdastjóra, og eiga þau 3 dætur og 1 barnabarn. Fóstur- dætur þeirra voru Áslaug Sig- urðardóttir, gift Guðmúndi Árna- syni, verzlunarmanni frá Stóra- Hrauni, og Elsa Pétursdóttir, gift Einar Benediktssyni, sendiherra í París. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \n;LVSIN(ÍA- SÍMINN KR: 22480 öllum þessum aðstandendum, svo og systkinum Ingu og systkin- um Kristjáns flyt ég einlægar samúðarkveðjur frá mér og fjöl- skyldu minni. Bragi Eiríksson. Vegna mistaka við birtingu þessarar minningargreinar í blað- inu um helgina, er minningar- greinin birt aftur. Eru aðilar málsins beðnir afsökunar á hin- um leiðu mistökum. — Flotkrónur og fjaðrafok Framhald af bls. 14 grein, að ég finn mig knúinn til að slá ofur lítinn varnagla í því sambandi. Ég veit, að seðlabankastjóri er hinn ágætasti hæfileikamaður og skörungur í embætti. Vera má, að á stundum jaðri orð mín hér við útúrsnúning í hans garð, þótt ekki væri það ætlunin Mér þykir raunar sennilegt, að seðlabanka- stjóri hafi engu minni taugar til íslenska gjaldmiðilsins en ég eða hver annar, sem lætur sig málið yfirleitt einhverju varða Það, að hafa seðlabankastjóra að eins konar skotspæni fyrir hál.- kæringinn hér, er sjálfsagt þessi gamla árátta að gefa skít I smámuni og hengja svo bakara fyrir smið, ef svo vill verða Bakarinn í þessu tilfelli er þá seðlabankastjórinn, en smiðurinn verðbólgan og skemmdarverk hennará íslenska myntkerfinu sl. þrátíu ár Enginn má heldur skilja orð mín svo að ég telji mig sendan af máttarvöld- unum til að kenna stjórnendum landsins framkvæmd hugsanlegrar breytingar á íslenska myntkerfinu, og að ég haldi, að ef mín nyti ekki við, þá kæmist þetta aldœi í kring Það, sem fyrir mér vakir, er einungis að vegja athygli sem flestra á því hversu tiltölulega auðveld umrædd breyting yrði í framkvæmd. hvað aðal- atriði snertir Ég tel þetta þeim mun meiri þörf, sem mér segir svo hugur, að margir kunni að verða til þess að mikla fyrir sér og öðrum ímyndaða flókna og erfiða framkvæmd Hvort sem framkvæmdin verður eitthvað í líkingu við það, sem hér hefur verið imprað á, allt öðru vísi eða alls ekkj nein, tel ég mig hafa sýnt fram á, að hún yrði a.m k. ekki erfiðari eða fíóknari en hér hefur verið rakið, svo lengi sem það ekki verður leiðrétt. Komi það hins vegar í Ijós, að þetta verði allt ennþá einfaldara, þá er vel. Öldin okkar er vissulega tími óróleikans og sviptinganna, ekki síður í peningamálum en á öðrum sviðum. Þegar höfð er í huga verðbólgan, sem geysað hefur á íslandi frá stríðslokum, hlýtur það að liggja í augum uppi, að ef myntkerfið okkar ætti að teljast viðunandi án lagfæringa í dag, þá hlyti það að hafa verið stórbilað 1947 Engum getur þó blandast hugur um, að þessu er alveg öfugt fanð Það er myntkerfi dagsins i dag, sem er sjúkt og geggjað Við eigum að taka á okkur rögg og lækna það og horfa ekki í nokkrar krónur í lækniskostnað Við stöndum andspænis þvi að taka afstöðu til þess, hvort framtíð íslenska gjaldmiðilsins á að snúast um flot- krónur og fjaðrafok, eða hvort við tökum í taumana með skynsamlegum hætti og endurnýjum myntkerfið jafn- framt því að gera stefnumótun varðandi slikar lagfæringar eftir þörfum um langa framtíð Hér er allt að vinna en engu að tapa Ræðum málið frá öllum hliðum. Tökum síðan saman höndum og reis- um gömlu góðu krónuna og íslensku aurana til vegs og virðingar á ný Megi forsmán flotkrónunnar hið fyrsta frá oss víkja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.