Morgunblaðið - 07.06.1977, Side 36

Morgunblaðið - 07.06.1977, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNÍ 1977 ;>ts fæðingarárið þitt. Mér er samt ekki alls varnað! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson SAGNIR andstæðinganna eru alltaf helsta og auðskiljanlegasta leiðarljósið við úrvinnslu spil. Og stundum eru þær f raun og veru bjargvætturinn. I spili dagsins snerist vopn aust- urs í hendi hans. Vestur gefur, norður og suður á hættu. Norður S. D8765 II. G83 T. GIO L. K103 Austur S. 32 II. ÁKD765 T. 4 L. 8764 Vestur S. K1094 II. 1092 T. D93 L. G92 Suður S. ÁG H. 4 T. ÁK87652 L. ÁD5 ©PIB cinHitia 7421 COSPER Maðurinn minn fann einu sinni krónu á götunni! Meiri rótæklingaeinokun? „Aftur þakka ég þér birtingu fyrri orðsendinga minna i dálkum þinum varðandi ofangreint mál- efni, en siðast færði ég rök að því með tölum og efnislýsingu að Straumsvíkurgöngudaginn 21. mai sl. var ósparleg rýmisnotkun i Þjóðviljanum fyrir gönguáróður hlutfallslega nokkurn veginn nákvmælega sú sama eins og tfmanotkun Rfkisútvarpsins reyndist við athugun hafa verið þennan dag, til framdráttar skoð- unum minnihlutahóps róttækl- inga f hernámsandstæðingasam- tökum. Það skal einnig ftrekað að Aðrir fjölmiðlar en þessir tveir sálufélagar Þjóðviljinn og Rfkis- útvarpið, minntust naumast á málefnið. Eg stakk upp á því að ég sendi þér til frekari fróðleiks og ef til vill til nokkurrar skemmtunar, staðreyndaupplýsingar um fyrsta liðinn af fimm sem ég nefndi, og kallaði ég þann lið: Grfmuklædd- ur áróður útvarpsþular f þular- störfum, mæltum af munni fram eftir innhlæstri. Sný ég mér þá að beinni lýsingu morgunútvarpsins Straumsvíkur- göngudaginn 21. maí, 1977: Þulur: „Utvarp Reykjavik — góðan dag. I dag er laugardagur 21. maí, nú hefst morgunútvarpið meðlestri veðurfregna. Veðurfregnir lesnar. Þulur: „Utvarp Reykjavík, klukkan er fjórar mínútur gengin i átta...“ Kom síðan nokkuð hefð- bundin veðurfarslýsing um land- ið, og þó að því er virðist i nokkuð upphafnari stil en oft áður: . . . um skúrirnar. .. um milt veður og fagurt. . . um skyggnið. . . um fjöllin sem eru hulin, þó við vit- um af tilvist þeirra... um geisla- flóð sólarinnar sem braust í gegn og kyssti steina í fjörunni. . . „og við ætlum að syngja um sólina: Syngdu meðan sólin skin.“ Utvarpskórinn syngur lagið. Þulur: „Svo ætlum við að syngja um fjallasalina, sem eru frjálsir — voru það minnsta kosti meðan Steingrímur Thorsteins- son kvað þetta ljóð — Frjálst er i fjallasal fagurt í skógardal, heil- næmt er heiðloftið tæra. En nú þykir ýmsum sem loft spillist af völdum mengunar: Sérfræðingar fara um með tæki sfn og mæla heiðloftið, sem áður var tært, og eru ekki eins sammála um að svo sé, en hvað sem þvi líður útvarps- kórinn syngur ljóð Steingríms Thorsteinssonar — lag eftir Kulau (?).“ (lagið sungið). . . Var nú sem nokkur þjóðhátiðar- stemmning væri orðin augljóst, og heldur nú þulur áfram: „Og skáldin lýstu i ljóðum sinum ást til fósturjarðarinnar. Svo er í næsta ljóði sem er eftir Pál Ar- dal.. . Af öllum löndum ég elska mest mitt eigið land og mér finnst það best.“ Lagið sungið. — Og eftir endurkynningu lagsins held- ur þullur áfram: „Og áður en morgunleikfimin hefst, þá höfum við nú tima til að liðka okkur dálftið fyrir gönguferð, við göng- um svo léttir 1 lundu". Og áfram heldur þulur sina leið eftir morgunleikfimina: „Hér lauk morgunleikfimi... en við höfum tima til þess að hlýða á eitt lag áður en fréttir koma. Þangað til eru rúmar þrjár minútur, og við vfkjum á Keflavfkurveginn og hlustum á Olgu Guðrúnu syngja... A hvaða leið er ég? — A hvaða leið er ég? — A hvaða leið er ég?“ Þulur: Eftir lagið:„Þetta var Olga Guðrún sem söng um Kefla- víkurveginn og spurði: Á hvaða leið er ég?“ (Platan siðan itarlega útskýrð og kynnt — og var þetta fyrsta kynning af þremur, sem Olga Guðrún fékk i hinu islenska Ríkisútvarpi fyrir hina nýju plötu sina þennan drottins dag, allt ut- an keyptra auglýsingatima. — En í Þjóðviljanum reyndist stærsta auglýsing dagsins vera um plötu þessa, — væntanlega keypt.) Að loknu framanskráðu komu fréttir klukkan hálf átta, en þætti róttæklingaáróðursins i fréttum verður ekki gerð skil að sinni. Þulur eftir fréttir: „Það var hlýtt og léttskýað í morgun. . . .“ Veðurlýsing dagsins aftur á dag- skrá, — og aftur orðrétt: ...en skýjað og skúraveður um sunnan- vert landið og vestanvert. . . og grösin gróa, og margur hyggur nú á skoðunarferðir kannske í garð- ana, hyggja að þvi hvernig sprott- ið er og sprotar trjánna koma nú betur I ljós, og svo eru aðrir að dunda við að setja niður kartöflur og enn aðrir búa sig til göngu- ferða, en við ætlum að lita á dag- skrá útvarpsins eins og hún er I dag. . .“ Dagskráin lesin. Þulur: „Nú vantar klukkuna rúmar tuttugu minútur í átta, og við höldum þá áfram tónleikum fram á næsta dagskrárlið og syngjum þá og leikum eins og tfminn leyfir. .. Stundum verða Suður varð sagnhafi í fimm tígl- um eftir að austur hafði opnað á veikri tveggja hjartaopnun. Vestur spilaði út hjartatíu, sem austur tók með drottningu og spil- aði síðan kóngnum. Suður trornp- aði og tók á tígulás og kóng. Og þegar í ljós kom að gefa þurfti slag á tromp virtist spilið von- laust. Austur gat ekki átt spaða- kóng auk þriggja hæstu í hjarta. Hann hafði jú opnað á veikum tveim. Suður þekkti hann vel og vissi að treysta mátti sögnum hans. En var mögulegt að vinna spilið þó vestur ætti spaðakónginn? Já. En til þess þurfti að finna skipt- inguna á hendi hans. Sennilega átti hann aðeins eftir þrjú hjörtu og ef hann ætti aðeins tvö lauf þyrfti að taka slagina i réttri röð. Það varð nefnilega að ná af hendi hans öllum hjörtum og laufum — áður en hann fengi á tíguldrottn- inguna. Að þessu athuguðu var fram- haldið ekki erfitt. Sagnhafi spilaði lágu laufi á kónginn og trompaði þriðja og síðasta hjarta blinds heima. Siðan tók hann á laufás og drottningu, sem vestur mátti trompa hefði hann átt aðeins tvö lauf. Nei, hann átti þrjú og fékk þá bara næsta slag á tiguldrottninguna en síðan varð hann að spila frá spaðakóngnum. ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER Framhaldssaga eftir Bernt Vestre. Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi. 30 þér finnast dinósárusarnir svona lélegir sagði Peter lágt. — Mér finnast þeir bera vott um djúpa tilfinningar. Þessir risaskrokkar sem eru að sliga jörðina sem þeir ganga á og með þessi agnarsmáu höfuð — þetta er f senn tilgangslaust og stórkostlegt. Það var engu Ifkara en skuggi liði yfir andlit Ilemmers. Rödd hans var hæðnisleg þegar hann sagði: — Þú ert svei mér spakur, Peter. Peter roðnaði. — Veiztu hvað ég held, sagði Hemmer — Ég held að sumir sjái svo djúpt að þeir verði lostnir þögn. Svoleiðis fór fyrir Christinu. Hún var skáld án orða, mállaus spámaður. Gæti ég bara fengið að sjá hana aft- ur... gæti ég bara. Rödd hans brast. — Það er voðalegt fyrir mál- ara að geta ekki séð, tautaði hann cftir nokkra stund. Hann sneri sér að Peter og spurði: — Skilurðu nokkuð í þessu? — Já. — ftg held ekkí þú gerir það. Þú skilur ekki að fólk geti átt til einlægni og hreínleika, sem er svo djúpur að fólk getur dáið af þvf. Christina gerði það. Hún sá að við erum einmana og meira að segja þegar við grfp- um hvert f annað erum við ein- mana og við náum aldrei þvf sem við ætlum okkur. Draumur okkar er án endimarka, við er- um ósveigjanleg og getum ekki lagað okkur að aðstæðunum. Lffið hefur boðið okkur vitlaus kjör. Sá sem sér það, verður sleginn þögninni. Við hin, við... — Er þetta einnig þfn reynsla. — ftg. Nei, ég legg á flótta. Ég mála mynd. — Er þá flótti að mála? — Já, víst er það flótti. Vegna þess að við komum alltaf aftur á sama staðinn þegar myndinni er lokið. Þetta er bara bráðabirgðaiausn á vanda- málinu — flóttinn sem sagt. Listín breytir ekki aðstæðum okkar, né heldur lagar hún sig að þeim. Öll vandamál bfða okkar þegar við komum aftur. Við fáum bara þennan frest. I nokkra klukkutfma. t hæsta lagi f nokkra daga. — Og Frede? spurði Peter. — Frede? — Sagðirðu ekki að hann lfktist móður sinni? — Að sumu leyti. Hann er einnig svona yfirgengilega þrjózkur. Hann sér hlutina f öðru ljósi en við. En hann lætur ekki þögnina ráða yfir sér, hann hugsar með sér að bjóði Iffið upp á röng skílyrði verð- um við að breyta þeim. Og hann trúir þvf að við getum það og vill stuðla að þvf að gera heim- inn öðruvfsi. Blessaður ein- feldningurinn. t hvaða heimi sem er — jafnvel þótt sá heimur væri uppfylling allra drauma um réttlæti myndi hann hitta sjálfan sig fyrir, óánægðan, veikan af löngun eftir einhverju öðru. Og hann myndi blekkja sjálfan sig hvað eftir annað, hann myndi halda áfram að trúa þvf að það va?ri bara eitthvað hogið við samfé- lagið. Ekki hann sjálfan. Hann getur ekki skilið að það er hann sjálfur sem allt snýst um, að hann getur aldrei sætzt við þennan heim. Ekki vegna þess hvernig heimurinn er, heldur vegna þess hvernig hann er sjálfur. Augu Hemmers voru rauð- bólgin en nú vottaði fyrir brosi f augum hans. — Finnst þér ég fhaldssam- ur? spurði hann. Peter svaraði ekki. — Mér er Ifka fjárans sama þótt þér fyndist það. Það er til fóik sem þorir aldrei að æmta né skræmta. Og það á við f öllum stéttum samfélagsins, Peter. Fólk þorir ekki að opna munninn af ótta við það að segja eitthvað sem ekki fellur f kramið, segja eitthvað sem er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.