Morgunblaðið - 07.06.1977, Síða 39

Morgunblaðið - 07.06.1977, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNl 1977 39 Stýrimanna- skólanum slit ið í 86. sinn STÝRIMANNASKÓLANUM I Reykjavtk var í lok mal slitið t 86. sinn. Skólastjóri, Jónas Sigurðs son, gaf f upphafi skólaslitanna yfirlit yfir starfsemi skólans á liSn- um vetri og stundaSi 191 nem- andi nám þegar flestir voru, og var auk þess 3. stigs deild á Akureyri. Tvær stúlkur luku prófi 1. stigs. önnur f Reykjavfk, Sigrún Svav- arsdóttir frá Djúpavogí, og hin á ísafirSi Áróra Jóhannsdóttir, en hún stundaSi jafnframt nám f Menntaskólanum á ísafirSi og tók sjómennsku sem valgrein. SagSi Jónas SigurSsson. skólastjóri, aS skólinn hefSi haft samvinnu um þetta við M. í.. að nemendur sem hefSu áunnið sér tilskilinn sig- lingatfma gætu tekið sem valgrein 1. stigs nám Stýrimannaskólans. Alls luku 66 nemendur námí 1. stigs, einnig 66 nemendur prófi 2. stigs, 3. stigs prófi 2 7 og þrir stýri- menn á varðskipum tuku prófi 4 stigs Efstur á prófi 3. stigs var Tómas Már isleifsson, 9.33 og hlaut hann verðlaunabikar Eimskipa- félags íslands, farmannabikarinn. Örnólfur Ásmundsson var efstur á 2 stigs prófi, 9 57, og hlaut hann Öldubikarinn, verðlaunabikar Öld- unnar. Átta nemendur luku bæði prófi 1. og 2 stigs. Þá voru veitt bókaverðlaun úr Verðlaunasjóði- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar skólastjóra. Skólastjóri ávarpaði nemendur og óskaði þeim til hamingju með prófið og þakkaði hann einnig gjafir, sem gestir höfðu fært skólanum, en hann sagði að það væri sérlega ánægju- 30 ára nemendur Stýrimannaskólans færðu skól- anum málverk eftir Svein Björnsson, en hann var einn úr þeirra hópi. Ljósm. Kristinn. legt hversu margir af eldri nemend- um hefðu heimsótt skólann við þessi skólaslit. Af hálfu 30 ára nemenda talaði Haraldur Gíslason og færðu þeir skólanum málverk eftir Svein Björnsson, sem var einn úr þeirra hópi. Markús B Þorgeirsson, sem lauk prófi fyrir 25 árum, minntist Þorsteins Kr Þórðarsonar, kennara skólans, og færði skólanum minn- ingargjöf um hann. Orð fyrir 20 ára nemendum hafði Eyjólfur Eysteinsson. Þeir gáfu pen- inga í tækjasjóð skólans. Nemendur úr 2 C fyrir 15 árum færðu skólanum peningagjöf til minningar um tvo bekkjarfélaga sína, Sævar R Ingimarsson og Sævar Jónsson Auk þess sendi móðir Sævars Ingimarssonar, Sigur- laug Sveinsdóttir, Akureyri minning- argjöf um son sinn. Ásgeir Ásgeirsson talaði af hálfu 10 ára nemenda Þeir færðu tækja- sjóði skólans peningagjöf Svavar Davíðsson, forstjóri Klifs h f , færði skólanum nýtt reykköfun- artæki. Gefendur eru að jöfnu fram- leiðendur tækjanna, Fenzy & Cie, Montreuil — Paris, og Klif h.f. Reykjavík Tvær stúlkur luku prófi 2. stigs Sýnishom af smlðisgripum á handavinnusýningu nemenda f FlúSaskóta. Ljósm. Sig. Sigm. Flúðaskóla slitið Syðra-Langholti, 28 maí. FLÚÐASKÓLA var slitið föstudaginn 20. mar en t vetur stunduðu 174 nemendur nám við skólann f 10 bekkjardeildum. Gagnfræðaprófi luku 22 nemendur en grunnskóla- prófi 23. Kennarar við skólann voru 13. þar af 8 f fullu starfi. Nemendur Flúðaskóla eru úr Hruna- mannahreppi og eldri árgangar úr Gnúpverja- og Skeiðahreppi auk sjö nemenda úr Biskupstungum. Flestum er nemendunum ekið daglega til skól- ans en nokkrir voru t heimavist. Við skólaslitin voru veitt verðlaun fyrir góð- an námsárangur, sem gefin voru af ýmsum aðilum Þá var að venju sýning á handavinnu nemenda. Skólastjóri Flúðaskóla er Bjarni H. Arsnes Sig Sigm Fyrstu kjörsviðsnemar Gagnfræðaskólans f Vestmannaeyjum útskrifuðust úr 6. bekk fyrir skömmu. Skólinn hefur tvö kjörsvið, verzlunar- og hjúkrunar- og uppeldisfræðslu. Verzlunarkjörsvið samsvarar verzlunarskólaprófi, en hinar greinarnar veita rétt t.d. beint f hjúkrunarnám. Á myndinni eru 6. bekkingar ásamt tveimur kennurum skólans. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir. Fiat 125 Ptil afgreiðs/u strax Athugasemd Herra ritstjóri. í blaði yðar hinn 28. maí segir, að „ Hallgrímskirkja" hafi verið „flutt f Vindáshlfð frá Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd". Vegna þessarar fréttar vil ég undirritaður leyfa mér að upplýsa eftirfar- andi: Kirkjan í Vindáshlið, sem Saurbæjar- söfnuður á Hvalfjarðarströnd gaf K F.U K. fyrir 20 árum, eftir að Hall- grimskirkja I Saurbæ hafði verið reist og vigð, bar aldrei nafn séra Hall- grims Kirkjuna lét séra Þorvaldur Böðvarsson reisa árið 1 8 78. og verður hún því 100 ára á næsta ári. í öllum skýrslum, visitaziugjörðum og embætt- isbókum Saurbæjarprestakalls er kirkja þessi nefnd Saurbæjarkirkja, svo sem verið hafði um allar kirkjur i Saurbæ, þar til minningarkirkjan var byggð. sú, er nú stendur. Tillaga um minningar- kirkju séra Hallgríms i Saurbæ kom fyrst fram á héraðsfundi Borgarfjarðar- prófastsdæmis árið 1916, og var þá þegar gert ráð fyrir þvi, að hún bæri nafn séra Hallgríms. Núverandi kirkja er eina kirkjan hér, sem borið hefur heitið Hallgrimskirkja. Með þökk fyrir birtinguna Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, 1 júnl 1977 Jón Einarsson, sóknarprestur. I I HámarkshTaði 155 km, Q Bensíneyðsla um 10 litrar per 100 km ~ Krajtbremsur með diskum á öllum hjólum ~ Radial — dekk ,__Tvöföld framljós með stillingu . Læst benzinlok Bakkljós Rautt Ijós i öllum hurðum Teppalagður ” Loftræsti- kerfi Öryggisgler 2ja hraða miðstöð 2ja hraða rúðuþurrkur Rafmagnsrúðti- sprauta Hanzkahólf og hilla Kveikjari Litaður baksýnisspegill L Verkfærataska Gljábrennt lakk Ljós i farangurs- geymslu 2ja hólfa karborator Syn- kromeseraður girkassi . Hituð afturrúða Hallanleg sætisbök Höfuðpúðar AdeÍnStia ffiSóO'- til öryrkja kr. Leitid upplýsinga sem fyrst. FIAT EINKAUMBOO A ISLANDI Davíd Siííurdsson hf SIÐUMULA 35, simi 85855

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.