Morgunblaðið - 11.06.1977, Side 3

Morgunblaðið - 11.06.1977, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JUNÍ 1977 3 Létt klassískir kammertónleikar á Akranesi og í Norræna húsinu BERNARD Wilkinson, flautu- leikari, John Collins, sellóleik- ari og Sveinbjörg Vilhjálms- dóttir, pianóleikari, halda tón- leika f sal Tónlistarskóla Akra- ness mánudaginn 13. júnf nk. kl. 21 og f Norræna húsinu þriðjudaginn 14. júnf kl. 20.30. Á efnisskrá eru trfó eftir Haydn, Weber í Martinu. Að- göngumiðar verða seldir við innganginn. Wilkinson er Englendingur og nú fyrsti flautuleikari í sin- fóniuhljómsveit Islands, Coll- ins hins vegar bandarískur og fyrsti sellóleikari í sinfóníu- hljómsveitinni auk þess sem hann kennir við Tónlistarskól- ann i Reykjavík og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar þar sem Sveinbjörg er einnig kennari. Unglingalúðrasveit Tónlistarskólans f Garðabæ. Lúðrasveit Tónlistarskólans í Garðabæ spilar í Hveragerði UNGLINGALÚÐRASVEIT Tónlistarskólans f Garðabæ mun á morgun leggja upp í eins dags ferðalag og er ráðgert að spila á Heilsuhæli N.L.F.Í. og í Eden f Hveragerði. Alma Hansen, skólastjóri Tónlistar- skólans f Garðabæ, sagði að unglingalúðrasveitin starfaði í tveimur deildum, eldri og yngri deild. Deildirnar verða sameinaðar og taka báðar þátt í þessari hljómleika- og skemmtiferð. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Björn R. Einarsson, en lúðra- sveitin hefur starfað nú i um eitt og hálft ár. Alma Hansen sagði að síðasta verkefni lúðra- sveitarinnar á þessu vori væri að spila 17. júni fyrir skrúð- göngu. Lúðrasveitin mun spila kl. 16.30 i Eden og um kl. 18 í Heilsuhælinu i Hveragerði. Aldin hjón sýna í Hveragerði NU STENDUR yfir í félags- heimilinu í Hveragerði mál- verkasýning aldina hjóna frá Hofi í Dýrafirði, Guðmundu Jónu Jónsdóttur og Gunnars Guðmundssonar. Sýningin stendur aðeins til mánudags og er sölusýning. Þess má geta að kaffiveitingar eru á staðnum. Teflir f jöltefli á tveimur stöð- um um helgina JÓN L. Árnason, íslandsmeist- ari f skák, hefur teflt fjöltefli f tveimur skólum á höfuðborgar- svæðinu, Valhúsaskóla og Hagaskóla. IVIætti hann þar 33 andstæðingum, sigraði 30 og gerði 3 jafntefli. I dag klukkan 14 teflir Jón svo fjöltefli i sal Menntaskólans í Reykjavík, Casa Nova, og á morgun á sama tima teflir hann fjöltefli i Laugarlækjaskóla. Hann mun tefla í fleiri skólum um helgar út júní. 1 júlí fer hann svo á sterkt mót i Banda- ríkjunum, World Open, eins og fram hefur komið i blaðinu og auk þess teflir Jón á Norður- landam ótinu í Finnlandi seinna í júlí. Jón L. Árnason Fiskim jöl lækkar í verði Danir hafa selt m jöl á 7,30 dollara proteineininguna SÍÐUSTU daga hefur fiskimjöl lækkað f verði á heimsmarkaði og hefur verðið nú komizt niður í 7,30 dollara proteineiningin, en marga undanfarna mánuði hefur verðið verið 7,80 — 7,90 dollarar proteineiningin og einstaka sala hefur náð 8 dollurum. Jónan Jónsson framkvæmda- stjóri Sildar- og fiskimjölverk- smiðjunnar h.f., sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að verð- lækkunin hefði fyrst komið fram fyrir nokkrum dögum er Danir seldu Ungverjum .um 8000 lestir af mjöli, en það var selt á 7.50 dollaara proteineiningin. Siðan gerðist það í fyrradag, að Danir seldu mjöl á ný, að þessu sinni 13 — 14 þúsund lestir til Póllands á 7.30 — 7.40 dollara proteineining- una. Að sögn Jónasar hefur verið lítið urh mjölsölur undanfarnar vikur á heimsmarkaði, en mikil veiði hefði verið hjá dönskum fiskiskipum um tima og mjöl- birgðir safnazt fyrir hjá dönsku verksmiðjunum, þannig að þær hefðu verið tilneyddar að selja. Ekki vildi Jónas spá neinu um framvindu mála, en tók fram, að ekkert væri veitt í Perú um þess- ar mundir og sömuleiðis i S- Afríku, þar væri ástandið reyndar þannig, að þeir flyttu nú mjöl inn. Sagði hann, að það sem mestu réði um mjölmarkaðinn á næst- unni væri soyabaunauppskeran. r HÁTÍÐAHLJÓMLEIKAR 1 7. júní í Háskólabíói kl. 1 7.00 Efnisskrá Vivaldi — GLORÍA J.S. Bach KONSERT í D-MOLL fyrir 2 einleiksfiðlur og hljómsveit. Einleikarar: María Ingólfsdóttir Rut Ingólfsdóttir J.S. Bach MAGNIFICAT Pólýfónkórinn Kammerhljómsveit Einsöngvarar: Hannah Francis, sópran Ruth L. Magnússon, alto Jón Þorsteinsson, tenór Hjálmar Kjartansson, bassi Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson. KVEÐJUHLJÓMLEIKAR 22. júní kl. 21.00 í Háskólabiói Efnísskrá: G.F. Hándel — MESSÍAS Pólýfónkórinn Kammerhljómsveit Einsöngvarar: Kathleen Livingstonö, sópran Ruth L. Magnússon, alto NeiLMáckie, tenór Michael Rippon, bassi Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson Fyrir aðgang að báðum tónleikunum e;r afsláttarverð kr. 4.000 STYRKIÐ PÓLÝFÓNKORINN t ' Undirritaður óskar að tryggja sér sæti á, hljómleika Pólýfónkórsins og styrkja um leið söngferð hans til Ítalíu. ^ Klippið hér og póst- N leggið pöntun t pósthólf 0 1346 £ Símapantanir: 20100 Pantanir, sem ekki verður vitjað fyrir 16 júní verða seldar öðr- um. Aðgöngumiðar hjá. Ferðskr. Útsýn. S Bókav. 4 Sigf. Eymundssonar. Hljóðfærah Reykjav Aðgöngumiðapöntun: Nafn: Heimili: Sfmi:. Hátiðahljómleikar 17. júnt - fjöldi miða Kveðjuhljómleikar 22. júnl - fjöldi mi8a Barokkhátfð I Reykjavtk - báðir hljómleikar - fjöldi miða ___ Pólýfónkórinn . | @ Barokkhátíð í Reykj avík @ ^ | Listviðburður sem ekki verður endurtekinn f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.