Morgunblaðið - 14.06.1977, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1977
3
F orsetinn
í sjúkrahúsi
Forseti íslands, doktor Kristján
Eldjárn, liggur nú á Landspltal-
anum. þar sem hann verður I
nokkra daga til meðferðar vegna
aðkenningar að æðabólgu I fæti.
Forsetahjónin komu heim á
sunnudag frá Svíþjóð, þar sem
þau voru i boði Uppsalaháskóla.
Fíkniefnamálin:
4 í gæzlu
Á LAUGARDAGINN var maður á
þritugsaldri úrskurðaður i allt að
30 daga gæzluvarðhald vegna
fíkniefnamálanna, sem byrjað var
að rannsaka í siðustu viku. Fyrir i
gæzluvarðhaldi sátu þrir menn
vegna sömu mála.
Höfuðkúpu-
brotinn eft-
ir slagsmál
TVEIR menn um í\fiugt lentu I
illdeilum á Hjallabrekku f Kópa-
vogi um áttaleytið s.l. laugardags-
kvöld.
Mögnuðust deilurnar svo mjög, að
mennirnir byrjuðu að slást og
lauk átökunum á þann veg, að
annar þeirra féll í valinn höfuð-
kúpubrotinn. Hann liggur á
sjúkrahúsi en er ekki lífshættu-
lega slasaður. Mennirnir þekktust
ekkert. Þeir munu hafa neytt
áfengis fyrr um daginn.
Fró uppboðinu slSastliðinn laugardag.
Hópflug ítala selt fyrir
yfir eina milljón króna
FÉLAG frímerkjasafnara hélt frf-
merkjauppboð sl. laugardag í Vík-
ingasal Hótel LoftleiSa. Eins og
oftast áSur voru þar saman komn-
ir margir safnarar til þess aS
freista þess aS ná í eigulega hluti
fyrir söfn sín, enda var uppboSiS
mjög fjölbreytt. Langhæsta verS,
sem nokkurn tlma hefur fengizt
fyrir Islenzk frlmerki hér á landi,
fékkst fyrir Hópflug ítala 1933 I
fallegum, óstimpluSum fjóblokk
um — eSa 1.1015.000. Þess kon-
ar fljórblokkir eru geysifágætar og
sjást nær aldrei á uppboSum.
Næsthæst boS fékkst I samskonar
merki á bréfsnifsum, stimpluSum I
HafnarfirSi, og voru þær slegnar á
230 þús. krónur.
Á þessu uppboði voru fjölmargar
fallegar fjóblokkir, og seldust sumar
þeirra við góðu verði Má þar nefna
yfirprentunina 10 kr /1kr. Fr. VIII
á 100 þús., 6 aur. í GILDI 02 —
03 með svartri yfirprentun á 95
þús og 8 sk á 68 þús Annars
gengu margar blokkir til baka, og
var lágmarksboði þeirra þó stillt í
hóf víða, enda þótt það væri vissu-
lega allhátt í krónutölu.
Umslög eru oftast eftirsótt Eitt
slíkt frá 1896 var slegið á 65 þús.
kr., enda var það fallegt umslag
Önnur fóru við lægra verði og sum
jafnvel miklu lægra en búast hefði
mátt við Þá var boðið nokkuð vel í
ýmsa stimpla, en þó er svo að
merkja sem heldur hafi dregið úr
eftirspurn eftir sumum þeirra
Þegar á allt er litið, var miklu
rólegra yfir þessu uppboði en upp-
boði F.F í apríl, og var slíkt næsta
einkennilegt, ekki sízt þegar haft er í
huga, að nú sóttu það allmargir
erlendir safnarar, sem hér hafa verið
í sambandi við Frimex 7 7 Hefði
mátt gera ráð fyrir, að þeir hleyptu
fjöri í boðin, en það gerðu þeir ekki.
þótt þeir hrepptu vitanlega þó nokk-
ur boð
Látið
drauminn rætast...
TU suðurs
meó
SUNNU
Aðeins það
gottfyrir
Sunnufarþega
Áfangast./Brottfarard. APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPT. OKT. NÓV. DES
MALLORCA 3. 17. 1. 22. 12. 3. 24, 31. 7, 14. 21. 28 4. 11. 18. 25. 2. 16, 30. 12. 3. 18.
COSTA BRAVA 3. 17. 1. 22. 13. 4 25 8 15 22 29 5 12.
COSTA DEL SOL 1. 17. 6. 20. 3. 17. 8. 29. 5. 12. 19. 26. 2. ~9j 16, 30.
KANARÍEYJAR 2. 6. 23. 14. 2. 16. 7, 28. 11. 25. 8. 22. 8. 22. 12. 3. 17. 23.
GRIKKLAND 5. 19. 10. 24. 7. 21. 5. 19. 2.9.16, 23. 30. 6. 13. 20, 27. 11. 25.
MALLORCA dagflug é sunnud. Eftirsóttasta paradís Evrópu. Sjórinn, sól-
skinið og skemmtanalífið eins og fólk vill hafa það. Tvær Sunnuskrifstofur, og
hópur af íslensku starfsfolki. barnagæsla og leikskóli. Bestu og eftirsóttustu
hótel og íbúðir, sem hægt er að fá, svo sem: fíoyal Magaluf, Porto Nova, Antillas
Barbados, Guadalupe, Helios og Hotel 33 fyrir unga fólklð (Klubb 32).
COSTABRAVA dagflug é sunnudögum- ménudögum. Lloret de Mar, eftirsótt-
asti skemmtiferðastaðurinn á hinni fögru Costa Brava strönd. Við bjóðum
glæsilegar og friðsælar fjölskyldu íbúðir Trimaran, rétt við Fanals baðströndina,
einnig hið vinsæla Hotel Carolina og sérstakt unglingahótel i miðbænum,
skammt frá baðströndinni. Fjöldi möguleika á fjölbreyttum skoðunarferðum, til
fríríkisins Andorra, Barcelona, Frakklands, siglingar með ströndinni. Óvenju lit-
skrúðugt skemmtanalíf. Sunnu skrifstofa með þjálfuðu starfsfólki á staðnum.
COSTA DEL SOL dagflug é föstud. Heillandi sumarleyfisstaður. náttúrufeg-
urð, góðar baðstrendur, fjölbreytt skemmtanalíf og litríkt þjóðlif Andalusiu.
Margt um skoðunar og skemmtiferðir, til Afríku, Granada, Sevilla Nú bjóðum
við eftirsóttustu iúxusibúðirnar við ströndina í Torremolinos Playa Mar, með
glæsilegum útivistarsvæðum. sundlaugum og leikvöllum, loftkældar lúxus-
íbúðir Einnig Las Estrellas, Hotel Don Pablo, Hotel Palma Sol og Hotel Equvador
fyrir uoga fólkið. Eigin skrifstofa Sunnu i Torremolinos með þjálfuðu starfsfólki.
Bamaqæsla og leikskóli
KANARkEYJAR vetur. sumar. vor og haust, dagflug é laugardögum-fimmtudög
um. Sólskinsparadis allan ársins hring. Nú fá islendingar í fyrsta sinn tækifæri
tll sumarleyfisdvalar á Kanaríeyjum. Púsundir þekkja af eigin reynslu þessar
paradisareyjar I vetrarsól Hóflegur hiti. góðar baðstrendur. fjölbreytt skemmtana-
lif. Kanarieyjar eru frihöfn með tollfrjálsa verslun. Hægt að velja um dvol á
vinsælustu og bestu hótelum og ibúðum á Gran Canaria og Tenerife svo sem:
Koka, Corona Blanca, Corona fíoja, Los Salmones. Hotel Wnikiki og Tenerife
Playa. Sunnu skrifstofa með islensku starfsfólki nú opin allan ársins hring
GRIKKLAND dagflug é þriðjud. Nýr og heillandi sumarleyfisstaður islend-
inga. í fyrsta sinn beint flug frá íslandi til Grikklands, á rúmum 5 klst Óviðjafn-
anleg náttúrufegurð og sögustaðir sem heilla Góðar baðstrendur i fögru um-
hverfi í baðstrandarbæjum 15-25 km frá Aþenu. Fjölbreytt skemmtanalif Ny
glæsileg hótel og ibúðir. Einnig hægt að dvelja á hóteli og smáhýsahverfi á
eynni KfííT Reyndir islenskir fararstjórar Sunnu á stöðunum.
KAUPMANNAHÖFN Tvisvar i mánuði janúar — april Einu sinni i
viku maí — október. íslensk skrifstofa Sunnu opin i Kaupmannahofn i Júni —
september, til þjónustu við Sunnufarþega.
LONDON Vikulega allan ársins hring
RÍNARLANDAFERÐIR
KANADA í samvinnu við vestur islendinga getur Sunna boðið upp á
3 mjög hagstæðar flugferðir til Winnipeg Brottfarardagar 27 mai. 4 vikur. 26.
júni, 3 vikur, 15. júli, 3 vikur. Áætlað flugfargjald 54 800. Efnt verður til ferða is-
lendinga i sambandi við flugferðirnar um islendingabyggðir nýja íslands. Banua-
rikjanna, Calgary, og Kyrrahafsstranda. Peim seín oska utveguð dvol á islenskum
heimilum vestra. Geymið auglýsinguna.
FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA UEKJARGOTU 2 SIMAR 16400 12070
Viimingsnúmer í landshapp-
drætti Sjálfstæðisflokksins
DREGIÐ var hjá borgarfógeta f
landshappdrætti Sjálfstæðis-
flokksins s.l. laugardag.
Upp komu eftirtalin vinnings-
númer:
Nr. 57869 til New York með Flugleiðum fyrir
2.
Nr. 4083 til Stokkhólms með Flugleiðum
fyrir 2.
Nr. 62504 til Luxemburg með Flugleiðum
fyrir 2.
Nr. 69577 til Parfsar með Flugleiðum fyrir 2.
Nr. 4723 til Kaupmannahafnar með Flugleið-
um fyrir 2.
Nr. 73867 til London með Flugleiðum fyrir 2.
Nr. 61844 Mallorkaferðir tJrvals fyrir 2.
Nr. 31857 Mallorkaferðir tlrvals fyrir 2.
Nr. 3241 Mallorkaferðir tlrvals fyrir 2.
Nr. 32623 Mallokraferðir Úrvals fyrir 2.
Nr. 45165 Ibizaferðir tJrvals fyrir2.
Nr. 15509 Ibizaferðir tlrvals fyrir 2.
Nr. 61484 Ibizaferðir tJrvals fyrir2.
Nr. 333 Ibizaferðir tlrvals fyrir 2.
Eigendur ofantaldra vinnings-
miða framvísi þeim í skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins, Valhöll,
Háaleitisbraut 1.
Sjálfstæðisflokkurinn þakkar
öllum þeim fjölmörgu, sem þátt
tóku í stuðningi við flokkinn með
kaupum á happdrættismiðum.
(Fréttatilkynning).
Vegir um
miðhálend-
ið ófærir
„Það er mikill snjór á miðhá-
lendinu en vegirnir eru blautir
og illa farnir, þannig að það er
af og frá að það þýði nokkuð að
leggja á þá eins og er,“ var
svarið sem Mbl. fékk f gær hjá
vegaeftirlitinu, er blaðið spurð-
ist fyrir um færð á vegum yfir
miðhálnndið. Þó er fært I Land-
mannalaugar að öðru leyti en
því að vegurinn að laugunum
sjálfum er ófær svo fólk verður
þá að ganga sfðasta spölinn.
Ætlunin er að kanna veginn
um Sprengisand næstu daga og
einnig vegina um Uxahryggi og
Kaldadal, en þeir eru ófærir
fyrst og fremst vegna úrrennsl-
is og bleytu. Sama er að segja
um Kjalveg og er þar einkum
Bláfellsháls, sem er illa farinn,
en sem fyrr segir er ekki mikill
snjór á þessum vegum.
Eggert Haukdal fékk flest at-
kvæði í prófkjöri sjálfstæð-
ismanna í Rangárvallasýslu
Eggert Ilaukdal á Bergþórshvoli
fékk flest atkvæði í prófkjöri á
vegum fulltrúaráðs Sjálfstæðis-
flokksins I Rangárvallasýslu fyrir
helgina. Hlaut Eggert 37,8%
greiddra atkvæða, en til að kosn-
ing yrði bindandi var markið sett
við45% atkvæðamagn.
Eggert fékk 367 atkvæði, en
næstflest atkvæði hlaut Jón Þor-
gilsson, Hellu, 317 atkvæði, eða
32,7% greiddra atkvæða. Sigurð-
ur Óskarsson, Hellu, hlaut 133
atkvæði og Hálfdán Guðmunds-
son, Hellu, 130 atkvæði.
Á kjörskrá voru 1037, flokks-
bundnir og yfirlýstir stuðnings-
menn Sjálfstæðisflokksins. At-
kvæði greiddu 970 og voru auðir
seðlar 23 talsins.