Morgunblaðið - 14.06.1977, Side 13

Morgunblaðið - 14.06.1977, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNI 1977 13 Togveiðar bannað- ar úti af Faxaflóa - vegna hrygningar sumargotssfldar HRYGNING sumargotsíldar fer nú í hönd og hafa sýni, sem borizt hafa Hafrannsóknastofnuninni seinustu daga, leitt í ljós að hún muni a.m.k. suðvestanlands hefj- ast óvenju snemma I ár eða strax 20. þ.m. Hefur sjávarútvegsráðuneytið því að tillögu Hafrannsóknastofn- unarinnar ákveðið að banna allar togveiðar tímabilið 20. júní til 25. júlí n.k. á svæði, sem að sunnan markast af línu, sem dregin er frá Stafnesvita í punkt 63°55 N og 23° 15 V og að vestan af línu dreg- inni úr þessum punkti i 360° rétt- vísandi. Önnur hrygningarsvæði síldar hafa hvorki verið eins árviss né áberandi undanfarin ár, en búast má við að frekari aðgerða verði þörf í framhaldi af rannsóknum, sem Hafrannsóknastofnunin áformar að láta fara fram meðan á hrygningu stendur. stímplun 1 þttt straumur rofni _ 5000 STIMPILKLUKKA er kristalstýrd mm óhád tídni mm gengur í fimm sólarhringa á eigin rafgeymi ef straumur rofnar ER STIMPILKLUKKA FYRIRl LAND5BYGGÐI N A| hvetur starfsfólk til stundvísi 17. júníí Reykjavík: SKRIFSTI ÍFIIRII I.F. Hverfisgötu 33 Simi 20560 Laugavegi 178 - Sími 86700. Fombflaklúbbiirimt sýnir við Tjörnina KQB11BIFREIÐASTJ0RAR BRIDGEST0NE VÖRUBÍLADEKKIN hafa lækkað í verði. Það er margsannað að BRIDGEST0NE DEKKIN hafa reynst jafnbest á íslenskum vegum. Þessvegna er ávallt öryggiog þægindi íakstrimeð BRIDGESTONE undirbílnum ÁHÚGI manna á gömlum bílum, varðveislu þeirra og minjagildi hefur farið vaxandi hér á landi að undanförnu. Allt fram á siðustu ár virðast menn alveg hafa verið lokaðir fyrir þeirri staðreynd, að bílar landsmanna geti haft sögu- legt gildi. Er þvi svo komið, að mjög fáir gamlir bílar hafa varð- veist frá fyrri árum, enn færri í sinni upprunalegu mynd og alls- engir frá fyrstu árum bíla á ís- landi. Er það illa farið og leitt að við skyldum ekki fara aö dæmi nágrannaþjóða okkar, sem geta státað af mörgum söfnum með gömlum, fágætum bílum. Fyrir nokkru komu saman nokkrir áhugamenn og eigendur gamalla bíla og var ákveðið að boða til stofnfundar klúbbs eig- enda og áhugamanna um gamla bíla. Var fundurinn haldinn hinn 19. mai sl. og komu til hans miklu fleiri en fundarboðendur þorðu að vona, eða um eitt hundrað manns. Skráðu sig 82 i klúbbinn á þessum fundi, en ákveðið var að boða til annars fundar. Var síðan haldinn framhaldsstofnfundur hinn 2. júní sl. og voru þá lög klúbbsins samþykkt svo og hon- um gefið nafn. Hafði verið lýst eftir tillögum um nafn á fyrra stofnfundinum og bárust nokkrar tillögur, sem voru ræddar og bornar undir atkvæði. Má þar nefna Fornbílaklúbburinn Sjálf- renningur, Antikbílaklúbbur og Fornbílaklúbbur íslands. Varð hið síðastnefnda samþykkt ein- róma og ber því þessi félagsskap- ur eigenda gamalla bíla nafnið Fornbflaklúbbur íslands. Markmið klúbbsins er, að efla samheldni með eigendum og áhugamönnum um gamla bíla, að gæta hagsmuna eigenda gamalla bíla í hvfvetna, að vekja áhuga og skilning á gömlum bílum, varð- veislu þeirra og minjagildi og að útvega aðstöðu til geymslu og við- gerða og öflun varahluta til gam- alla btla. Klúbburinn hyggst stuðla ao persónulegum kynnum milli eig- enda gamalla bila á islandi, hvetja menn til samvinnu um áhugamál sín og að þeir miðli hvorir öðrum af reynslu sinni og Framhald á bls. 26 BRIDGESTONE hjólbarðarfást um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.