Morgunblaðið - 14.06.1977, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1977
Stofna kröfur
um sjáffstjórn
einingu íhættu
áratug til að dreifa atvinnufyrirtækj-
um um landið, en þó hafa 82 af 100
stærstu fyrirtækjum Spánar aðalskrif-
stofur sínar og verksmiðjjr í Madrid-
héraði, Katalóníu og Baskahéruðunum.
Tekjur á mann eru 30% hærri en
meðaltekjur á mann í landinu í heild í
Madrid, mestallri Katalóníu og í Baska-
héruðunum. Tekjur á mann eru lægri
en meðaltekjur á mann i landinu i
heild i mestallri Kastilíu og allri Anda-
lúsíu, Extremadura, Galizíu og Leon.
Atvinnuleysi er mest í Andalúsiu eða
15 til 20 af hundraði. Þar er mest ólæsi
og meira um sjálfsmorð en annars stað-
ar á Spáni. Hvergi eru meiri óeirðir og
fleiri nautaöt. Lögreglan er hvergi at-
hafnameiri en þar.
íbúar Baskahéraðanna og Katalóníu
eru þannig betur settir efnahagslega
en aðrir íbúar Spánar að íbúum Madrid
undanskildum. En þeir virðast litla
samúð hafa með íbúum fátækari hér-
aða og krefjast meiri opinberra fram-
kvæmda hjá sér í stað þess að tekjur af
sköttum þeirra verði látnar renna til
þeirra sem eru lakar settir. Afstaða
þeirra er yfirleitt sú að fátækara fólkið
skorti framtakssemi. Bilið milli rikra
héraða og fátækra er ekki síður alvar-
legt vandamál á Spáni en kröfur um
pólitíska sjálfstjórn.
Baráttan fyrir sjálfstjórn hefur kynt
undir hryðjuverkastarfsemi öfga-
manna til hægri og vinstri. Lítil samtök
maoista, Grapo, rændu í vetur tveimur
francoistum, Oriol y Urquijo og
Villaescusa hershöfðingja. Þar með
fengu hægrisinnar tækifæri til að
skora á herinn að bjarga Spáni frá
stjórnleysi undir vígorðinu „Umbætur
= hryðjuverk". Þannig er beint sam-
band á milli ofbeldisverka hægriöfga-
manna og vinstriöfgamanna.
Hryðjuverkamenn geta breytt at-
burðarásinni eins og sást á morði bask-
neskra öfgamanna á Carrero Blanco
aðmírál 1973, sem dró meir úr líkum á
þvi að francoisminn héldi velli en öll
barátta lýðræðissinna.
Áhrifamestu öfgamennvrnir til
vinstri eru sennilega trotskyistar sem
eru klofnir í þrjá til fjóra hópa. Öfga-
menn til hægri eru klofnir í efnis-
hyggjumenn og hugsjónamenn en i síð-
arnefnda hópnum eru strangir kaþól-
ikkar og þjóðernissinnar. Klofningsins
er vart í félagi fyrrverandi hermanna
undir forystu Jose Antonio Giron. Fal-
angistar hafa klofnað i nokkra hópa.
Hermenn Krists konungs og önnur
samtök ofstopafullra hægrimanna hafa
látið mikið að sér kveða og skotið til
bana að minnsta kosti 15 menn á einu
ári og misþyrmt mörgum öðrum, en
enginn hægrisinnaður hryðjuverka-
maður hefur verið leiddur fyrir rétt.
Öfgamenn til hægri hafa nýlega fengið
virkan stuðning frá itölskum og suður-
amerískum nýfasistum og foringi
bankaránsins mikla i Nizza í fyrra segir
að um 4 milljónir punda af ránsfengn-
um hafi verið sendar til hægrisamtaka
í Madrid.
KortiS sýnir héruð Spánar, tungumálin sem töluS eru og tekjuskipt-
ingu.
Kröfur einstakra héraða um aukið
sjálfsforræði er eitt viðkvæmasta málið
i kosningunum á Spáni 15. júni. Flestir
flokkarnir styðja þessar kröfur að
vissu marki, en margir þeirra óttast að
þær geti stofnað einingu ríkisins i voða
ef komið verði of langt til móts við þær.
Flokkarnir vilja því yfirleitt sterka
miðstjórn, þótt þeir séu hlynntir vissri
viðurkenníngu á kröfum héraðanna
um sjálfstjórn.
Baskar ganga lengst í kröfum sfnum
og öfgamenn til hægri eru hörðustv
andstæðingar þeirra og annarra hópa
sem krefjast aukins sjálfsforræðis.
Martin Villa innanrikisráðherra hefur
nýlega leyft Böskum að draga fána
sinn að húni í fyrsta skipti í 40 ár og
það hefur vakið feikilega reiði öfga-
manna til hægri.
Stjórn Adolfo Suarez forsætisráð-
herra lítur svo á, að hún geti ekki
hafizt handa um verulegar umbætur í
Baskahéruðunum að svo stöddu, að
minnsta kosti ekki meðan ekkert lát er
á pólitiskum ofbeldisverkum. Skæru-
liðar aðskilnaðarhreyfingar Baska
(ETA) standa fyrir árásum á þjóðvarð-
liða og ástandið hefur vakið beiskju
meðal ibúanna. En það vekur ekki síð-
ur beiskju að skattar þykja háir og að
stjórnin i Madrid þykir gera lítið til
þess að auka framkvæmdir og opinbera
þjónustu í Baskahéruðunum.
Flestir Baskar styðja Þjóðernissinna-
flokk Baska enda hefur sá flokkur ver-
ið flokkur kaþólskra millistétta frá
gamalli tíð. Flestir baskneskir verka-
menn eru hins vegar hófsamir sósíalist-
ar og öfgamenn til hægri og vinstri
hafa lítið fylgi. ETA nýtur stuðnings
ungra presta og vinstrisinnaðra stú-
denta og hreyfingin kom ekki fram á
sjónarsviðið fyrr en 1969 þegar kúgun-
arráðstafanir i Baskahéruðunum
keyrðu fram úr hófi. Baskneskumæl-
andi menn eru nú í minnihluta hérað-
anna, en íbúar þeirra eru 2.7 milljónir.
Önnur helzta sjálfstjórnarhreyfingin
er í Katalóníu, sem hefur sex milljónir
ibua og hafði sjálfstjórn á árum
spænska lýðveldisins. Katalónska er ró-
mönsk tunga og Franco bannaöi bækur
og blöð á katalónsku. Suarez forsætis-
ráðherra hefur heitið því að endur-
vekja nokkur réttindi, sem Katalóníu-
menn endurheimtu á síðustu öld eftir
aldalanga kúgun, og gera katalónsku
jafnréttháa kastilísku.
Allir helztu stjórnmálaflokkar Kata-
lóníu, menningarsamtök og verkalýðs-
félög eru aðilar að ólöglegum samtök-
úm, sem kallast „Assemblea de Cata-
lunya", og voru stofnuð með leynd í
Barcelona fyrir fimm árum. Helztu lýð-
ræðisflokkarnir eru Katalónski sósía-
listaflokkurinn (sem er tengdur Sam-
bandi sósíalistaflokka og undir forystu
Joan Reventos), flokkur kristilegra
demókrata, íhaldsmenn undir forystu
Jordi Pujol, flokkar frjálslyndra og
Regions and minority languages
Regional economic inequality
7 Vilincia
j IBAtEARIC ffl
Languagat: ,
t-:-;-] Gallego (=] Basque Catalan
Grossproduct por head inthoprovincos: 1970-75
Abovenationalaverage: ||l%-30% H More than 30%
Belovv nat lonal average ITffll 1 % - 30 % I -: 3 Morethsn30%
Martin Villa innanrfkisráðherra
sósíaldemókrata og flokkur kommún-
ista, sem í Katalóníu heitir Sameinaði
sósíalistaflokkurinn.
Sjálfstjórnarhreyfing er einnig við
lýði I Galicíu í norðvesturhluta Spánar
þar sem Franco fæddist, á Balerísku
eyjunum á Miðjarðarhafi, og f Val-
encia-héraði. Katalónska er töluð á eyj-
unum og í Valencia og áhrif katalónsku
hreyfingarinnar eru mikil á báðum
stöðum. Sjálfstæðishreyfing starfar á
Kanaríeyjum og nýtur stuðníngs frá
Alsír. Auk þess krefjast íbúar Anda-
lúsfu og Aragon aukinna áhrifa í sér-
málum sínum.
Skattar frá Baskahéruðunum og
Katalóníu hafa runnið til opinberra
framkvæmda í fátækari héruðum
Spánar. Tilraunir voru gerðar á síðasta
Kistur þriggja af fimm kommúnistum sem myrtir voru I Madrid.
Katalónfumenn eru stillt fólk. . .
svona yfirleitt.