Morgunblaðið - 14.06.1977, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1977
15
Föstudags-
tízkusýning-
ar á Hótel
Loftleiðum
FYRIRTÆKIN íslenzkur
heimilisiðnaður, Rammagerðin
og Hðtel Loftleiðir standa nú
fyrir tfzkusýningum f Blðmasal
Hðtels Loftleiða hvern föstudag
frá kl. 12—14. Standa þessar
föstudagstfzkusýningar fram f
septembermánuð. Byrjað var að
sýna íslenzkan klæðnað unninn
úr úslenzkri ull, að miklu leyti
handunninn, fyrir fjðrum árum
og verður sami hátturinn hafður
á nú. Unnur Arngrfmsdðttir
hefur frá upphafi séð um þessar
tfzkusýningar og mun stjðrna
þeim f sumar. Undirbúningur
hefur verið f höndum Hauks
Gunnarssonar, Gerðar Hjörleifs-
dðttur og Emils Guðmundssonar.
Margar flíkurnar eru hand-
prjónaðar eða unnar í heimahús-
um og litlum verksmiðjum víða
um land. Á sýningum þessum
mun Guðrún Vigfúsdóttir frá ísa-
firði sýna handofinn klæðnað og
Jens Guðjónsson gullsmiður sýnir
silfurskraut.
Það nýmæli verður á þessum
tízkusýningum að sýnd verður tó-
vinna og sér Sigrún Stefánsdóttir
um þann þátt. Hárgréiðslu sýn-
ingarstúlknanna annast hár-
greiðslustofan á Hótel Loft-
leiðum.
Handritasýning
íÁrnasafni
STOFNUN Árna Magnússonar
opnar handritasýningu i Árna-
garði þriðjudaginn 14. júni, og
verður sýningin opin i sumar á
þriðjudögum, fimmtudögum og
laugardögum kl. 2—4. Þar verða
til sýnis ýmis þeirra handrita sem
smám saman eru að berast heim
frá Danmörku. Sýningin er helg-
uð landnámi og sögu þjóðarinnar
á fyrri öldum. í myndum eru með-
al annars sýnd atriði úr íslensku
þjóðlífi, eins og þaó kemur fram í
handritaskreytingum.
Fyrstu verzlunarpróf snem-
endur útskrif ast f rá Gagn
f ræðaskólanum við Laugalæk
Nemendur Gagnfræðaskólans við Laugalæk, sem útskrifuðust með verzlunarpróf. Þráinn Guðmundsson,
skólastjóri, er lengst til vinstri.
Emelia Þórðardóttir hæstu eink-
unn en á grunnskólaprófi Anton
Pétur Þorsteinsson, og var hann
jafnframt dúx skólans. Margrét
Björgúlfsdóttir náði beztum ár-
angri á unglingaprófi og hlutu
þessir nemendur allir bókaverð-
laun frá skólanum ásamt nokkr-
um fleiri nemendum, sem skarað
höfðu framúr á ýmsum sviðum
skólastarfsins.
I lok skóiaslitaræðu sinnar
ávarpaði skólastjórinn, Þráinn
Guðmundsson nemendur og sagði
að þeir væru i hópi brautryðj-
enda: „Eftir áratug eða svo verðið
þið stolt af þvi að vera í hópi
seinustu gagnfræðinga á íslandi,
eða fyrstu „grunnskælinga", að
ég tali nú ekki um fyrstu „verzl-
unarfræðinga" samkvæmt nýjum
lögum um viðskiptamenntun“. Þá
fór skólastjóri nokkrum orðum
um að nemendur skyldu ekki
flýta sér hægt og láta ekki toga sig
út eða suður, í kapphlaupinu um
fánýta hluti.
LAUGALÆKJARSKÓLA f
Reykjavfk var slitið fyrir nokkru
og mörkuðu þau skólaslit nokkur
tfmamót f sögu skólans, þar sem
seinustu gagnfræðingarnir og
fyrstu nemendur með grunn-
skólapróf útskrifuðust hlið við
hlið, og auk þess 46 nemendur
með verzlunarpróf. Mun það vera
f fyrsta sinn, sem aðrir skólar en
Samvinnuskólinn og Verzlunar-
skóli tslands útskrifa nemendur
með hliðstæða verzlunarmennt-
un. Eiga þessir nemendur að baki
tveggja ára nám eftir lands- eða
gagnfræðapróf.
Nám þetta er samkvæmt nýjum
lögum um viðskiptamenntun á
framhaldsskólastigi þar sem nem-
endur eiga völ á því að búa sig
undir almenn skrifstofustörf,
bókhaldsstörf, deildarstjórastörf
og stjórnunarstörf í verzlunum,
og jafnframt eiga þeir kost á að
búa sig undir stúdentspróf.
Við skólaslitin voru þeim nem-
endum, sem skarað höfðu framúr
í námi, veitt verðlaun og hlaut
Valborg Birgisdóttir verðlaun fyr-
ir hæstu einkunn á verzlunar-
prófi, Helga Melsteð fyrir hæstu
samanlagða einkunn á verzlunar-
prófi i vélritun, vélreikningi,
skjalavörzlu og bóklegum skrif-
stofufræðum, Bragi Guðmunds-
son fyrir beztan námsárangur í
bókfærslu og hagfræði á verzlun-
arprófi og nokkrir nemendur
fengu auk þess verðlaun frá
þýzka sendiráðinu og hinu
danska.
Þrír nemendur 6. bekkjar tóku
þátt i ritgerðasamkeppni á vegum
Félags isl. iðnrekenda og hlaut
hver þeirra 10 þúsund króna
verðlaun. Á gagnfræðaprófi hlaut
• •
Þaóerumvið.
SAIISOLI
BRAUÐ