Morgunblaðið - 14.06.1977, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNI 1977
19
Janne
Experiment, alþjóðlegur félagsskapur:
Vilja aukin sam-
skipti við
ALÞJÓÐLEGUR félagsskap-
ur, The Experiment in Inter-
national Living, annazt ýmiss
konar fyrirgreiðslu f samskipt-
um fólks af öllum þjóðernum.
M.a veitir félagsskapurinn að-
stoð fólki sem vill dvelja I hin-
um ýmsu löndum um tfma, og
er fólki komið fyrir sem fjöl-
skyldumeðlimum þar. Gildir
þetta bæði um einstaklinga og
hópa og t.d. hafa hópar skóla-
fólks fengið aðstoð í sambandi
við skólaferðalög og fræðslu-
ferðalög.
Fyrir nokkru var hér á ferð á
leið frá Bandaríkjunum dönsk
stúlka aó nafni Janne Ernest
Andersen, en hún starfar á
dönsku skrifstofunni í þessum
alþjóðlega félagsskap, en skrif-
stofan er til húsa í Badstue-
strede 17, I, í Kaupmannahöfn.
í spjalli við Morgunblaðið sagði
Janne, að norrænu deildirnar
hefðu mikinn áhuga á að hafa
Islendinga
meira samband við ísland í
þessum efnum en starfsemin er
mjög vaxandi innan Norður-
landanna.
The Experiment In Inter-
national Living var stofnað
1932 og markmið þess er að
auka kynni milli fólks af 'ýms-
um þjóðernum. skilning, viró-
ingu og vináttu án tillits til
stjórnmála- eða trúarskoðana.
Þeir sem ferðast með fyrir-
greiðslu samtakanna líta ekki á
sig sem gesti eða ferðamenn,
heldur hluta af því mannlífi og
umhverfi sem þeirr ganga til
móts við. Þeir sem haf a áhuga á
að komast í kynni við þessa
starfsemi og nota möguleika
hennar geta skrifað á fyrr-
greint heimilisfang í Kaup-
mannahöfn og fengið upplýs-
ingar og bæklinga um hina
ýmsu möguleika í starfinu.
Simanúmerið í Kaupmanna-
hafnardeildinni er 01-110195.
Samstarfsnefnd til verndar
landhelginni afhenti Gunde-
lach og Judd mótmælabréf
SAMSTARFSNEFNDIN til
verndar landhelginnar afhenti
þeim Finn Olav Gundelach og
Frank Judd bréf, er þeir voru hér
til viðræðna I sfðustu viku.
í bréfinu segir m.a. að það sé
með öllu „óskiljanlegt forsvars-
mönnum íslenzkra launþegasam-
taka“, að Efnahagsbandalagið
skuli við ríkjandi aðstæður leyfa
sér að gera út sendinefnd á fund
íslenzku ríkisstjórnarinnar,
„sendinefnd til þess að öðlast
ákveðinn hluta íþeirri einu of-
nýttu auðlind, sem stendur undir
tilveru og lífskjörum íslenzku
þjóðarinnar.“ Þá er harðlega átal-
in sú hótun sem felst í þvi að á
sama tima og rætt skal um fisk-
veiðimál er send nefnd til við-
ræðna um tollasamning islands
og Efnahagsbandalagsins.
Segir i bréfinu, að koma þess-
ara manna til íslands virðist
sanna, að EBE geri sér það ekki
ljóst að „um gagnkvæma fisk-
veiðisamninga milli islands og
EBE getur ekki verið að ræða, þvi
Efnahagsbandalagið eigi ekkert
til að láta á móti fiskveiðiréttind-
um við island." „Forsenda fyrir
vináttu og samvinnu íslands og
EBE í framtíðinni er ný og gjör-
breytt stefna EBE í fiskveiðimál-
um, sem eru i samræmi við grund-
vallaratriði Rómarsáttmálans.
Launþegasamtökin á íslandi von-
ast til þess að ferð ykkar hingað
til lands verði upphaf þessarar
nýju stefnu," segir í lok bréfsins.
A-Barðstrendingar:
Nefnd á fund ríkisstjórn-
arinnar til að fá Þörunga-
vinnsluna aftur í gang
Miðhúsum, 13. júnf.
I gær stóðu hreppsnéfndir A-
Barðastrandarsýslu að stórum og
vel sóttum fundi á hótel Bjarkar-
lundi um málefni Þörungavinnsl-
unnar. Á fundinum kom fram
hörð gagnrýni á iðnaðarráðherra
og ríkisstjórn fyrir að klúðra
þannig málum, að þegar í sjón-
máli væri að reka mætti verk-
smiðjuna hallalaust þá héldi ríkis-
stjórnin að sér höndum. Einnig
varð stjórn verksmiðjunnar fyrir
allharðri gagnrýni og sérstaklega
fyrir það að standa að uppsögnum
starfsfólks verksmiðjunnar.
Töldu fundarmenn að stjórnin
hefði átt að bíða aðalfundarins,
sem á að vera 30. jiíní., með þær
aðgerðir.
Samþykkt var að senda sjö
manna nefnd á fund ríkisstjórn-
arinnar til að freista þess að fá
verksmiðjuna í gang aftur.
Á fundinum var samþykkt til-
laga frá aðalfundi Kaupfélags
Króksfjarðar, sem gekk í svipaða
át'. og umræður fundarins. Einnig
létu fundarmenn i ljós það álit að
þingmenn okkar hefðu verið tóm-
látir um þetm brýna byggða-
stefnumál og var þá Gisla Jóns-
sonar, þingmanns Barðstrend-
inga, minnzt til samanburðar, en
iiann lét sig ekki vanta, þegar
hagsmunamál byggðarinnar voru
i veði annars vegar.
— Sveinn.
Um helgina veittu forráðamenn vöruflugfélagsins Iscargo heildverzluninni A.
Wendel viðurkenningu sem fyrsta viðskiptavini félagsins á nýrri flugleið þess, New
York — Reykjavfk. Fyrsta flugvél Iscargo frá New York lenti í Reykjavík á
fimmtudag og meðal þess, sem var innanborðs, voru tvær steinsagir fyrir A. Wendel.
Myndin sýnir Hallgrím Jónsson, framkvæmdastjóra Iscargo, afhenda Adolf Wendel,
sem er í miðjunni, blóm og kampavín. Til vinstri er Lárus Gunnarsson, tæknilegur
framkvæmdastióri Iscargo.