Morgunblaðið - 14.06.1977, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14 JtlNl 1977
21
MARKIÐ FRA ÞREMUR SJONARHORNUM — Efst til vinstri sést
Ingi Björn Albertsson skjóta að marki N-íranna í leiknum á laugardag-
inn, Pat Jennings situr flötum beinum á vellinum og á myndinni til
hægri sést glöggt hve litla möguieika varnarmennirnir eiga á að stöðva
knöttinn. A stóru myndinni fagnar Ingi Björn marki sínu um leið og
knötturinn snertir netmöskvana, örvæntingarsvipurinn leynir sér ekki
á í látbragði tranna.
Fyrsti sigur Islendinga
íheimsmeistarakeppni
FYRSTI SIGUR ÍSLANDS í knattspyrnuleik f heimsmeistarakeppni kom gegn
Norður-írum á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Eitt mark gegn engu urðu
úrslit leiksins, þökk sé marki Inga Björns Albertssonar í fyrri hálfleiknum. Þessu
úrslit færa okkur enn einu þrepinu ofar í knattspyrnustiganum, eða eins og einhver
sagði: við erum ekki lengur þriðja flokks knattspyrnuþjóð, þessi sigur og árangur
undanfarinna ára hefur komið okkur upp f 2. flokk f Evrópu.
Oft hefur íslenzka knattspyrnu-
landsliðið leikið betur en á
laugardaginn — en tapað. Það
sem fyrst og fremst skóp sigurinn
gegn N-írum var góð barátta allra
leikmanna liðsins, viljinn til að
vinna og þó kannski framar öðru
— vel útfærð leikaðferð, þar sem
fslenzku leikmennirnir spiluðu
ekki bara með fótunum heldur
einnig, og ekki síður, með höfð-
inu. Skynsemin var í fyrirrúmi
hjá íslenzka liðinu, írarnir fengu
mikið svæði á miðjunni. Atvinnu-
mennirnir fengu að leika sér þar
með knöttinn, en er þeir nálguð-
ust markið kom varnarsveit Is-
lenzka liðsins á vettvang og gaf
írunum engan frið. Þá unnu allir
leikmennirnir saman og gáfu
hvergi eftir. Aðeins einu sinni i
leiknum brást vörnin, írarnir
prjónuðu sig snilldaríega í gegn,
en Sam Mcllroy, þessum snjalla
bikarmeistara Manchester
United, brást illilega bogalistin
fyrir miðju markinu.
Það var athyglisvert að sjá til
íslenzka liðsins í seinni hálfleikn-
um þegar liðið hafði eins marks
forskot að verja. Þá kom reynsla
leikmanna og hversu vel þeir eru
orðnir samspilaðir í ljós. í stað
þess að gerast taugaóstyrkir, eins
og maður hefur svo oft séð hjá
íslenzku landsliði, var rósemi
rfkjandi meðal leikmanna. Þeim
lá ekkert á, það voru írarnir sc
þurftu að sækja, og þeim var efnr
látið allt erfiðið úti á vellinum.
Það var eins og íslenzku leik-
mennirnir væru þrautreyndir at-
vinnumenn upp til hópa, en Ir-
arnir hinir æstu áhugamenn.
Strákarnir kunnu greinilega
orðiÓ að vera yfir f landsleik.
Byrjun leiksins var mjög dauf,
það var eins og vantaði neistann
hjá báðum liðum. Irarnir voru
gætnir, en okkar menn seinir í
gang. Þó átti landinn fyrsta tæki-
færi leiksins er Marteinn Geirs-
son stóð fyrir opnu marki eftir
aðeins 3 mínútur, en brást boga-
listin. Eftir að Ingi Björn skoraói
síðan á 33. mínútu færðist mikið
fjör f leikinn. trarnir bættu
sóknarmanni við, leikurinn varð
harðari en áður 'og tækifærum
fjölgaði.
I síðari hálfleiknum voru Ir-
arnir í aðalhlutverkum. Þeir léku
oft bráðvel úti á vellinum, en það
er ekki nóg. Færi áttu þeir engin
og þvi engin mörk. Þeir voru
greinilega óhressir í lok leiksins,
þeir höfðu haldið að þeir væru að
fara í skemmtiferð til íslands, en
það er lítil skemmtun að tapa
landsleik. Ef til vill hafa þeir van-
metið landann, en það er orðið
hverju knattspyrnuliði óhollt.
Norður-frsk knattspyrna setur
ofan við þennan ósigur og var þó
ekki úr háum söðli að falla miðað
við árangur sfðasta árs.
íslenzka liðið var vel að þessum
sigri komið og það verður gaman
að sjá landsliðið i leikjunum á
Laugardalsvelli gegn Norðmönn-
um og Svfum. Þá verða að vísu
ekki allir atvinnumennirnir með,
en áhugamennirnir okkar standa
fyrir sínu. Það sýndu þeir á
laugardaginn og sumir þeirra
földu atvinnumennina í skugga
sínum. Beztu menn íslenzka liðs-
ins voru áhugamennirnir Ólafur,
Janus og Ingi Björn, en atvinnu-
mennirnir Marteinn og Guðgeir
stóðu þeim þó ekki langt að baki.
Annars er ekki rétt að vera að
skipta landsliðinu f hópa áhuga-
og atvinnumanna. Landsliðið er
ein heild.
SIGURÐUR DAGSSON stóð i
marki íslenzka liðsins og þessi Pat
Jennings fslenzkrar knattspyrnu
gerði fá mistök í leiknum. Hann
virtist þó ekki öruggur í úthlaup-
um sinum, en hins vegar bjargaði
hann nokkrum sinnum mjög vel á
marklfnunni. Þar er Siggi Dags
engum líkur.
ÓLAFUR SIGURVINSSON lék
þennan leik mjög vel, mun betur
en undirritaður átti von á, þar
sem Ólafur hefur staðið sig mið-
lungi vel með ÍBV-liðinu í sumar.
Ólafur virðist vaxa þegar til
landsleikja kemur og hann gætti
McGreerys, hættulegasta sóknar-
manns Iranna, eins og sjáaldur
auga síns í leiknum. Sá komst
ekki upp með neitt múður.
JANUS GUÐLAUGSSON lék
þarna sinn fyrsta landsleik, en
það var eins og hann væri frekar
að leika sinn 100. landsleik. Janus
lék eins og sá sem valdið hefur og
sýndi enga minnimáttarkennd.
Snjall leikmaður.
JÓHANNES EÐVALDSSON
virkar nokkuð þungur, en er sami
kletturinn i vörninni og áður. Ir-
arnir áttu ekki möguleika á að ná
skallaboltum væri landsliðsfyrir-
liðinn nálægur.
MARTEINN GEIRSSON virtist
vera alls staðar þar sem eitthvað
var um að vera í vörninni. Hann
virtist sterkari nú en nokkru
sinni og er þó talsvert sagt.
GlSLI TORFASON lék fyrir
framan miðverðina. Hann lék
þennan Ieik ekki eins vel og gegn
Bobby Charlton-liðinu, en slapp
þó þokkalega frá sínu.
GUÐGEIR LEIFSSON átti
margar skfnandi góðar sendingar
í leiknum, en mætti þó gjarnan
vera fljótari að losa sig við knött-
inn. Flestar hættulegustu sóknar-
lotur fslenzka liðsins áttu upptök
hjá Guðgeiri.
ÁSGEIR SIGURVINSSON
hefur oft leikið betur með fs-
lenzka landsliðinu og sannast
sagna olli hann nokkrum von-
brigðum í leiknum. Ásgeir var þó
langt frá því að vera slakur en
maður ætlast bara til svo mikils af
honum. Það er þó ekki hlaupið aö
því að sýna stórleik og vera í eins
strangri gæzlu og Ásgeir var á
laugardaginn.
INGI BJÖRN ALBERTSSON er
leikmaður með einstakt næmi fyr-
ir mörkum og marktækifærum.
Það fer ekki mikið fyrir Inga
Birni langtimum saman, en fyrr
en varir er hann búinn að skora.
Annars var Ingi meira áberandi i
þessurn leik en oft áður, skapaöi
sér og öðrum tækifæri, auk þess
sem hann hjálpaði vel til á miðj-
unni.
GUÐMUNDUR ÞORBJÖRNS-
SON virtist eitthvað miður sfn í
þessum leik. Fékk ekki þær send-
ingar sem hann þarf að fá, til að
moða úr meiddist í leiknum og
varð að fara útaf.
TEITUR ÞÖRÐARSON byrjaði
leikinn mjög vel, greinilega
breyttur leikmaður frá því sem
áður var og spilar knettinum bet-
ur. Heldur dró af Teiti er leið á
leikinn og sást hann lítið í seinni
hálfleiknum.
ATLI EÐVALDSSON kom inn
á i seinni hálfleiknum og stóð sig
vel meðan hann var inn á.
UM LEIKMENN N-ÍRA er það
að segja að miðverðirnir Allan
Hunter fyrirliði liðsins og „rauða
ljónið" James Nicholl voru beztir
ásamt varamanninum Derek
Spence, sem skapaði þau fáu
tækifæri, sem Irarnir fengu. Þá
sýndi Mcllroy skemmtilega takta
annað slagið, en stóð sig ekki
næstum eins vel og maður hafði
búist við af honum.
LIÐ ISLANDS: Sigurður Dags-
son, Ólafur Sigurvinsson, Janus
Guðlaugsson, Jóhannes Eóvalds-
son, Marteinn Geirsson, Gísli
Torfason, Guðgeir Leifsson, Ás-
geir Sigurvinsson, Ingi Björn Al-
bertsson, Guðmundur Þorbjörns-
son, Teitur Þórðarson og Atli Eð-
valdsson.
LIÐ NORÐUR-lRLANDS
Jennings, Rice, Nelson, J. Nicholl,
Hunter, Hamilton, McGrath,
Mcllroy, Jackson, McCreery, And-
erson, Spence og Armstrong.
DÖMARI: Rudi Glöeckner frá
A-Þýzkalandi dæmdi þarna sinn
siðasta knattspyrnulandsleik og
þessi „senjór" knattspyrnudóm-
ara stóð fyrir sinu að vanda. Mað-
ur sem greinilega þekkir alla
klæki knattspyrnunnar. Hann
bókaði Gísla Torfason og Sanuny
Mcllroy.