Morgunblaðið - 14.06.1977, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.06.1977, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNI 1977 27 Vladimir Jakúb: Enn um rússnesku í heimi nútímans Enn snúum við okkur að rúss- neskunni, útbreiðslu hennar og áhrifum í heimi nútimans. Eftir að hafa birt grein mina 26. mai s.l. taldi Morgunblaðið nauðsynlegt að beina til min gagnrýnum athugasemdum í ritstjórnargrein 1. júni. Vissulega er umræða alltaf gagnleg, án hennar væri engin sannleiksleit möguleg, og á það einkum við ef umræðan fer fram i velviljuðum tón og með fullri virðingu. Mér er það mikil ánægja að þessi nafnlausi and- stæóingur skuli tala svo vinsam- lega til min. Mig langar til að svara honum á síðum blaðsins. Ekki vegna þess að pólitískar niðurstöður okkar eru ólíkar — það eru þær að sjálf- sögðu. En ég starfa að menningar- málum, stjórnmál eru ekki mitt svið, enda þótt þekking min og lifsreynsla ættu að.nægja til þess að ég gæti sagt margt þarað- lútandi. Ég mun þó halda mig við það svið sem mér er nærtækast. Hvað var það þá sem ég skrifaði i grein minni? Ég sagði frá þvi að rússnesk tunga fær stöðugt meiri útbreiðslu í heimi nútímans, að sífellt fjölgaði þvi fólki sem lærir þessa tungu og notar hana i dag- legu lifi sinu og vinnu. Sagt var frá þvi, að fjöldi þeirra sem læra rússnesku og tala hana er nú um 500 miljónir manna. Þessi gifur- lega þróun verður aðeins útskýrð með þvi að Sovétrikin hafa náð miklum árangri á öllum sviðum vísinda, tækni og menningar, svo miklum að framfarir nútimans eru beinlinis óhugsandi án hans. Samtímis hefur vaknað mikill áhugi á Sovétrikjunum og því máli sem þar nýtur mestrar út- breiðslu. Þessi þróun er eðlileg og verður að sjálfsögðu ekki stöðvuð. Ég skrifaði einnig um það, að innan Sovétrikjanna væri einnig lögð meiri rækt við rússnesku- kennslu nú en t.d. fyrir 60 árum. Slfk þróun stafar einungis af þvi að almennt menningarstig allra sovétþjóðanna hefur hækkað ómælanlega og þær þurfa á nýj- ustu upplýsingum að halda, dag- legum upplýsingum um hin æðstu þekkingarsvið. Fyrir byltingu þurfti fjárhirðir í Kasakhstan t.d. ekki að kunna annað en að gæta fjár stórbóndans. Hann var ólæs og menningarsnauður og þurfti auðvitaó ekki á rússnesku að halda. En nú ganga börn þessa fjárhirðis í skóla, öðlast háskóla- menntun, klífa hæstu tinda mannlegrar þekkingar. Það er ekki mögulegt neinsstaðar að gefa út allar þær sérfræðibókmenntir sem fólk þarfnast á 150 tungumál- um — ekkert land gæti ráðið við slíkt. Skyldi þetta ekki vera ein af ástæðunum fyrir hraðri þróun og útbreiðslu eins helsta tungumáls- ins innan þessa stóra lands? Nú erum við komin að stað- reyndum sem vöktu sérstaka óánægju viðræðunauts mins. I Ijós kemur að sú staðreynd að 42 miltjónir manna sem ekki eru rússneskir að þjóðerni kunna góó skil á rússneskri tungu er dæmi um nýlendustefnu sovéskra yfir- valda. Þessum árangri hafa yfir- völdin náð á mettima — nokkrum áratugum! Sumir gátu hinsvegar ekki neytt íslendinga til að taka upp erlenda tungu þótt þeir reyndu i 700 ár. Greinarhöfundur hefði heldur átt að gleðjast með þessum 42 milljónum vegna þess menningarstigs sem þær hafa náð, en hann myndi að því er virðist heldur kjósa að snúa þeim aftur til tíma fyrri einangrunar og sundrungar, svipta þetta fólk tungumálaþekkingu sinni, sem er þó svo mikilvægt tæki til að kynn- ast heiminum. Ég á mjög erfitt með að skilja röksemdir viðræðunauts míns, og því spyr ég: er það ekki rétt að íslendingar læri erlend tungumál frá blautu barnsbeini? T.d. ensku? Þetta er eðlileg þróun. Smáþjóð, jafnvel þótt hún sé há- menntuð einsog íslendingar, er ekki fær um að gefa út allar nauð- synlegar bækur á eigin máli. Einangrun væri hinsvegar það sama og að snúa aftur til vikinga- aldar. Og reyndar voru vikingar alls ekki einangraðir, einsog þið vitið vel, heldur voru þeir í virk- um tengslum við umheiminn. I heiminum eru u.þ.b. 2700 tungumál töluð, en aðeins 200 þeirra eru töluð af þjóðum sem eru fjölmennari en ein milljón, og aðeins 13 tungumál eru notuó af 50 milljónum manna eða þaryfir. Ég er oft spuróur aó því eftir fyrirlestra í hinum ýmsu borgum Sovétríkjanna hvort íslendingum hafi tekist að varðveita tungu sína. Ég segi þá að íslendingar hafi gert það með miklum ágæt- um, og kunni yfirleitt ensku ágæt- lega lika. Ef einhver kæmist að þeirri niðurstöðu á þessum grund- velli, að íslendingar væru þarmeð flæktir í net nýlendustefnu enskumælandi þjóða, yrói hann álitinn eitthvað skrýtinn. Minn virðulegi viðræðunautur hefur greinilega ekki á takteinum öruggar upplýsingar um lögmál málþróunar eða framkvæmd og inntak sovéskrar málþróunar- stefnu. Ef eistnesk, lettnesk og litháisk börn gætu lesið islensku og sæju þvi haldið fram að sovésk yfirvöld væru að reyna að útrýma Framhald á bls. 30 Athugasemd ritstjóra VLADIMIR Jakúb verður tið- rætt um „nafnlausan andstæð- ing“ sinn í þessari athugasemd, sem hann gerir við forystu- grein Morgunblaðsins fyrir nokkru. Sá „nafnlausi andstæð- ingur“ er Morgunblaðið sjálft og ætti það blað ekki að vera greinahöfundi með öllu ókunn- ugt. I forystugrein þessari komu fram viðhorf Morgun- blaðsins til greinar eftir Vladimir Jakúb um útbreiðslu rússnesku, sem birtist hér i blaðinu fyrir skömmu. í lok athugasemdar sinnar kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að „menn geta ekki lengur gefið það út sem sann- leika, sem þeim sýnist, þegar það er í mótsögn við staðreynd- ir“. Þessi orð eiga fyrst og fremst erindi við Vladimir Jakúb sjálf- an. Greinar hans hér i Morgun- blaðinu, ekki sízt ofangreind athugasemd, sýna að hann er talsmaður Kerfisins í Sovétríkj- unum og allur heimurinn veit nú orðið hvað rnikið mark er takandi á þvi, sem slíkir menn nefna „sannleik" og „stað- reyndir". Þannig er t.d. hætt við, að þjóðum Eystrasaltsland- anna sé ýmislegt annað en hlátur í huga þegar fjallað er um meðferð herranna í Kreml á þjóðerni þeirra, menningu og tungu og á það raunar við um fleiri þjóðir, sem eiga um sárt að binda af völdum nýlendu- og heimsvaldastefnu Sovétrikj- anna. Morgunblaðið stendur við hvert orð, sem sagt var i um- ræddri forystugrein, og vísar á bug athugasemdum Vladimirs Jakúbs. Hitt mætti verða hon- um og öðrum umhugsunarefni, að kæmi islenzkur prófessor til Moskvu og óskaói eftir þvi að fá að skrifa greinar í höfuðblöð Sovétríkjanna og tæki upp póli- tískar deildur við ritstjóra þeirra. mund' hann ósköp ein- faldlega ekki fá inni fyrir sjónarmið sin. Það er munur- ínn á íslandi og föðurlandi Vladimirs Jakúbs. Ritstj. Mosfellssveit Opið til kl. 22 alla daga. Ath. einnig laugard. ogsunnud. sími:66656. Ferja II er til sölu 151 tonn, aðalvélar Caterpillar 380 hö. og 320 höl. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Bæjarstjórinn á Akranesi. GOODþw HJÓLBARÐAR FLESTAR STÆRÐIR FYRIRLIGGJANDI GOOOfYEAR Hjólbarðaþjónustan, Laugavegi 172, simi 21245 OOODfvEAR H EKLA HF. ~ Laugavegi 170—172 — Sfmi 21240

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.