Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JUNÍ 1977 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 1977 SJONARMIÐ S JÁLFST ÆÐIS- MANNA Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn telur, að öfl- ug sveitarfélög séu traustasti horn- steinn lýðræðis i landinu Engin stjórnvöld standa fólkinu nær en sveitarstjórnir. Því lýsir flokkurinn yfir: 1. Sameiginlegum verkefnum rikis og sveitarfélaga ber að fækka, þegar ekki fer saman stjórnunar- og fjárhagsleg ábyrgð 2. Fela ber sveitarfélögum landsins eða samtökum þeirra (héraða eða landshluta ) staðbundin verkefni, svo sem rekstur og upp- byggingu grunnskólans, heilsu- vernd utan sjúkrahúsa, byggingu og rekstur heimila fyrir yngstu og elztu . borgarana, svo að umfangsmestu verkefnin séu nefnd 3. Félagsleg þjónusta sveitar- félaganna fer vaxandi Efla ber sem mest þann þátt. sem fram fer á heimilunum, svo sem heimilishjálp til sjúkra og aldraðra svo og bygg- ingu ibúða fyrir aldraða i tengslum við dvalarheimili eða heilsugæzlu- stofnanir Vistgjöld á barnaheimilum verði í samræmi við raunverulegan kostnað, jafnframt því, sem tekið sé tillit til sérstakra aðstæðna ein- stæðra foreldra og þeirra, sem eru fjárhagslega illa settir. 4. Ríkisvaldið annist alla fram- haldsmenntun, sjúkrahúsrekstur og löggæslu, svo að nefnd séu nokkur verkefni, sem eru eða hafa verið sameiginleg 5. Skattar verði fluttir frá ríki til sveitarfélaga samhliða færslu verk- efna 6. Þjónustufyrirtæki og stofnan- ir sveitarfélaga skulu rekin á ábyrgð kjörinna sveitarstjórna Afskipti rikis- ins af fjaldskrám ganga þvert á boð- aða stefnu stjórnvalda um sjálfræði sveita rfélaga 7. Sjálfstæðisflokkurinn telur ekki ástæðu til, að núverandi stærð og skipulag sveitarfélaga hafi áhrif á einföldun verkaskiptingu þeirra og ríkisins Þar sem svo háttar til, að sveitarfélögum er, vegna stærðar sinnar, um megn að fást við þau verkefni, sem þeim er ætlað. telur Sjálfstæðisflokkurinn eðlilegt, að þau leysi þessi einstöku verkefni með frjálsum samtökum sín á milli án íhlutunar ríkisvaldsins. Slík skipt- ing landsins í samstarfssvæði, hlýt- ur að mótast af eðli viðkomandi verkefna, og ákvörðun um þau á þess vegna að vera í höndum sveitarfélaganna sjálfra Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að því. að fólk eigi ætið kost á fjölbreyttu ibúðarhúsnæði og um- hverfi i samræmi við þarfir, óskir og fjárhagsgetu, og að frumkvæði í þessum málum sé hjá einstaklingum og samtökum þeirra Leggja ber áherzlu á þá grund- vallarstefnu Sjálfstæðisflokksins, að fólk með almennar tekjur geti ætíð eignazt eigið íbúðarhúsnæði með aðgengilegum lánum. Því er það óhjákvæmilegt, að lánastarfsemi Byggingarsjóðs ríkisins verði hagað þannig, að það fólk, er kaupir eða byggir sína fyrstu íbúð. fái umtals- verða hækkun lána frá því sem nú er, og unnið verði að því í áföngum á næstu 5 árum, að lánaréttur þess verði allt að 80% af byggingar- kostnaði Koma þyrfti á samstarfi milli sveitarfélaga og Byggingarsjóðs rík- isins um endurnýjun og endurhæf- ingu íbúða í eldri bæjarhverfum i þeim tilgangi að nýta til fulls þær þjónustustofnanir. sem þar hefur verið komið upp Lánveitingar til kaupa á notuðu íbúðarhúsnæði verði auknar veru- lega Ef um er að ræða fyrstu íbúð. verði lánsfjárhæð i sama hlutfalli og við nýtt íbúðarhúsnæði Lán til viðhalds og endurhæfingar á eldri íbúðum verði aukin og látin ná til fleiri aðila. Sjálfstæðisflokkurinn telur rétt. að mismunandi þjóðfélagshópar búi saman á íbúðarsvæðum. enda sé allt umhverfi mótað með þarfir þeirra i huga Nauðsynlegt er að efla rannsóknir á ibúðarhúsnæði og skipulagi fyrii íslenzkar aðstæður, sem stuðlar að aukinni hagkvæmni og gæðum íbúða ásamt fegurra og betra heildarumhverfi Starfsemi tæknideildar Húsnæðis- málastofnunar ríkisins takmarkist við eftirlit og leiðbeiningarstarfsemi Bygging hagkvæmra, ódýrra fbúða sé tryggð með eðlilegri samkeppni byggingaraðila, með því að þeim sé auðveldað að koma nýjungum á frámfæri og með nægilegu og stöð- ugu framboði á hentugum byggingarlóðum Byggingariðnaðin- um sé gert kleift að þróast i að verða framleiðsluiðnaður Höfðingleg gjöf til Bústaðakirkju Skúli Oddleifsson í Keflavík hefur afhent sóknarnefnd Bústaðakirkju i Reykjavík höfðinglega peningagjöf. Er þetta ekki í fyrsta skiptið, sem kirkjan nýtur vinsemdar Skúla og rausnar, af þvi að áður hefur hann gefið henni bæði hátiða- hökul og skirnarfont. Engan þarf að undra hug Skúla Oddleifssonar til Bústaðakirkju, þegar þess er gætt, að prestur kirkjunnar er séra Ólafur dómprófastur, son- ur Skúla. En tilefni gjafarinnar núna er það, að Skúli kvæntist fyrir 50 árum, þ.e. hinn 24. júni 1927, Sigriði Ágústsdóttur frá Birtingaholti og hefðu þau þvi átt gullbrúðkaupsafmæli núna á Jónsmessunni Frú Sigríður andaðist 16. nóv. 1961. Börn þeirra hjóna, önn- ur en séra Ólafur, eru Helgi, leikari i Reykjavik og systurnar Móeiður og Ragnheiður, hús- freyjur í Keflavik. Fyrir hönd bústaðakirkju og allra þeirra, sem meta þá kirkju og það starf, sem þar er unnið, vil ég færa Skúla Oddleifssym hugheilar þakkir og bið honum og fjölskyldu hans blessunar á þessum bátiðisdegi. Ásbjörn Björnsson form. sóknarnefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.