Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. jUNl 1977 (---- Nýir menn með flest handknatfleiksliðin SVO lítur út, að flest 1. deildarliðin í handknattleik muni ráða nýja þjálfara næsta keppnistímabil. Að vfsu hefur ekki verið gengið frá ráðningu þjálfara nema hjá fáum félögum, en eftir þvf sem Morgunblaðið hefur hlerað þá gætu þjálfarar félaganna orðið eftirtaldir. VALUR — Sú hugmynd hefur komið upp í herbúðum Vals- manna að fá þá Þórarin Eyþórs- son og (Sunnstein Skulason til að taka við liðinu. Hilmar Björnsson hefur ráðið sig i Sviþjóð næsta vetur, en þessa dagana er Hilmar rúmliggjandi vegna brjóskloss í baki, sem gerði fyrst vart við síðastiíðinn vetur. Höfðu Vals- menn hugsað sér að Hilmar stjórnaði Valsliðinu í leikjum og á æfingum þar til hann færi til Svi- þjóðar. FH — Eins og hjá Val er ekki ákveðið hver verður með liðið næsta vetur, en rætt hefur verið um að reyna að fá Birgi Björnsson og Auðun Öskarsson til starfa. KR — Nýiiðar KR hafa endurráð- ið Geir Hallsteinsson sem þjálfara og Sigurð Öskarsson honum til aðstoðar. Er landsliðið verður i keppnisferðum erlendis mun Sigurður stjórna æfingum og leikjum KR—liðsins. FRAM — Ekki er endanlega ákveðið hver verður með Framlið- ið næsta vetur, en yngri menn- irnir i liðinu hafa lýst yfir áhuga sínum á að fá Jóhann Inga Gunnarsson til að taka við liðinu. Jóhann Ingi hefur leikið með Val undanfarin ár, en einnig þjálfað hjá IR og var fyrir tveimur árum um tima í Júgóslaviu og kynnti sér þjálfun handknattleiksmanna þar. ARMANN' — Olfert Nábye kom Ármenningum upp í 1. deild með góðum sigri í 2. deild síðastliðinn vetur. Mun hann verða áfram með liðið næsta vetur. VlKINGUR — Pólverjinn Kuchta verður með Víkingsliðið næsta vetur og hafa Víkingar fyrir skömmu fengið undirskrifaðan samning frá þessum fyrrverandi fyrirliða pólska landsliðsins. IIAUKAR — I herbúðum Hauka hefur ekki verið gengið frá ráðn- ingu þjálfara, en eins og sagði í Morgunblaðinu í gær hefur Hörð- ur Hilmarsson verið orðaður við starfið. IR — Stærsta spurningamerkið verður að setja við ÍR-inga, þar er allt i rólegheitunum ennþá og lít- ið farið að ræða um ráðningu þjálfara fyrir næsta vetur. HAVERTlÐ frjálsíþróttamanna stendur yfir um þessar mundir og þvf þykir okkur við hæfi að birta þessa skemmtilegu hástökksmynd. Ekkert sést af stökkvaran- um nema fæturnir, en greinilega hefur stökkið ekki heppnast þvf ráin er á niðurleið eins og stökkvarinn. Holbœkberst núá botninum (JTLITIÐ er ekki gæfulegt hjá Holbæk f dönsku 1. deildinni. Liðið er nú þriðja frá botni og að undanförnu hefur hvorki gengið né rekið hjá liðinu. Atli Þðr Héðinsson leikur sem kunnugt er með liðinu og á undan honum var Jóhannes Eðvaldsson meðal leikmanna liðsins. Hefur Holbæk undanfarin ár verið meðal beztu liðanna f Danmörku. Um síðustu helgi tapaði Holbæk Frem 14 23:17 16 0:3 á útivelli fyrir AGF, en OB B 1901 14 21:20 15 sem hefur örugga forystu í 1. Köge 14 27:19 14 deildinni vann Frem 3: 1, einnig á KB 14 25:21 14 útivelli. Staðan f dönsku 1. deild- Kastrup 14 18:24 13 inni er nú þessi: Esbjerg 14 16:17 12 OB 14 34:12 23 B 1909 14 22:27 11 Randers Fr. 14 22:17 19 Fredriksh. 14 18:30 10 B 1903 14 28:19 17 Hoibæk 14 16:30 10 Vejle 14 30:23 17 B 93 14 18:34 9 AGF 14 25:20 17 Aab 14 7:20 7 Eirfkur Þorsteinsson og Hörður Hilmarsson f návfgi f leik Vals og Vfkings á dögunum. Lilleström meö sex stig á næsta liö EKKERT virðist geta stöðvað Lilleström í norsku 1. deildinni og liðið hefur heil sex stig fram yfir næsta lið þegar 10 umferðir hafa verið leiknar. Virðist það skipta Lilleström litlu máli þó Tom Lund leiki ekki með liðinu vegna meiðsla, aðrir hafa orðið til að taka upp merki þessa snjall- asta leikmanns norsku knatt- spyrnunnar. Tor Egil Johannsson tók vrð fyrirliðastöðunni af Tom Lúnd í siðasta leik og gerði það ekki endasleppt því hann var maður- inn á bak við góðan 3:1 sigur gegn Brann, sem fyrirfram hafði verið talið að yrði helzti keppinautur Lilleström um norska meistaratit- ilinn. Tom Lund verður ekki með í Landsleiknum gegn íslandi í næstu viku, en Tor Egil verður trúlega fyrirliði norska landsliðs- ins. 1 2. sæti í norsku 1. deildinni er Bodö/ Glimt og hefur þetta kraft- mikla lið frá Norður-Noregi kom- ið mjög á óvart i 1. deildinni í ár. Undir forystu Haralds Bergs, fyrrverandi atvinnumanns i Hollandi, hafa nýliðarnir rutt hverri hindruninni af annarri úr veginum. Á botninum í norsku 1. deildinni eru Rosenborg og Váler- engen með 4 stig og vann Váler- engen, eina liðið frá Ósló í 1. deildinni, sinn fyrsta sigur um helgina, er liðið mætti Start á útivelli. Staðan í 1. deildinni hjá frænd- um okkar Norðmönnum er nú þessi: Lilleström 10 8 2 0 22- 3 18 Bodö/Glimt 10 4 4 2 13— 10 12 Molde 10 5 2 3 13— 10 12 Hamarkam. 10 4 3 3 16— 14 11 Bryne 10 4 2 4 16— 12 10 Viking 10 3 4 3 16— 13 10 Moss 10 4 2 4 14— 19 10 Mjöndalen 10 4 2 4 7— 12 10 Start 10 3 4 3 11 — 17 10 Brann 10 3 3 4 15— 14 9 Rosenborg 10 1 2 7 7- 15 4 Válerengen 10 i 2 7 11 — ■22 4 SLÖK DOMGÆSLA ORSÖK MIKILLA MEIÐSLA LEIK MANNA í 1. DEILDINNI? MIKIL meiðsli hrjá nú leikmenn liðanna í 1. deildinni og kunna þau að hafa mikil áhrif á gengi liðanna í 1. deildinni. Gleggsta dæmið um þetta eru meiðsli Sigurláss Þorleifssonar, hins snjalla framherja Vestmanneyinga. Sigurlás lék mjög vel í fyrsta leik Eyjamanna gegn Fram, en ÍBV vann þann leik 2:0. Meiddist Sigurlás f leiknum og var frá næstu leiki ÍBV-liðsins, sem tókst ekki að skora meðan Sigurlás var á sjúkralistanum. Eftir að hann kom aftur til sögunnar hefur dæmið farið að ganga upp hjá ÍBV og liðið er nú komið af hættusvæðinu I 1. deildinni. En það eru fleiri en Eyjamenn, sem farið hafa illa út úr meiðslum. KR-ingar eru með hálft liðið á sjúkralista, Víking- ar hafa verið óheppnir og í rauninni eru 5—6 menn f hverju liði meiddir eftir leiki í 1 deildinni, þó svo að þeir taki þátt í leikjum félaga sinna. En hver er ástæðan fyrir þessum miklu meiðsl- um? Trúlega eru leikir 1 deildarinnar í ár harðari en nokkru sinni og þar sem leikir eru örari en áður þá gefst leik- mönnum minna tækifæri til að fá sig góða af meiðslum áður en kemur að næsta leik. Leikmenn eru greinilega f góðri Ifkamsþjálfun og gefa ekkert eftir f návígi, sem sfðan hefur þær afleiðing- ar að alltof margir leikmenn liggja f valnum, þrátt fyrir góða Ifkamsþjálfun Þá hafa klækir atvinnuknattspyrnu- mannsins f stöðugt meira mæli flutzt inn f íslenzku knattspyrnuna og dómar- arnir virðast ekki taka eftir hinum eilffu spörkum f kálfa eða leggi, pústrum með olnbogum og slíkt DÓM ARARNIR VERÐA AÐ TAKA SIG Á Eins og áður sagði er Víkingur eitt þeirra liða, sem farið hefur illa út úr meiðslum f ár og við báðum Eirík Þorsteinsson fyrirliða Víkinga að segja sitt álit á ástæðunum fyrir hinum tíðu meiðslum knattspyrnumanna. — Það er náttúrulega ekki ný bóla að knattspyrnumenn meiðist, því knatt- spyrnan er hörkuíþrótt. þar sem meiðsli geta átt sér stað, sagði Eirfkur — Mér finnst þó að meiðsli í ár séu óvenju mikil og alltof mikil Ef við lítum á Víkingsliðið þá hafa Róbert, Óar og Gunnlaugur verið frá í marga leiki vegna meiðsla og Diðrik, Gunnar Örn og ég erum í rauninni á „hækjum' þó við séum að berjast inni á vellinum Hjá KR-ingunum er þetta enn verra, þar eru Hálfdán, Ottó, Magnús, Birgir og Haukur frá vegna meiðsla og sjálf- sagt fleiri. Hjá Val er Guðmundur nef- brotinn og Sigurður einnig meiddur og svona mætti halda áfram að telja hvert liðið af öðru Þegar allt kemur til alls þá eru 5—6 leikmenn meira og minna meiddir hjá hverju liði — Að mínu viti er það ekki aðal- ástæðan fyrir meiðslunum að leikurinn sé orðinn harðari en áður, heldur hitt að dómgæzlan er einfaldlega slök f flestum tilfellum Dómarar leyfa alltof mikið af óþarfa brotum og hreinlega hleypa leiknum upp með þeim, en svo eru þeir sf og æ að stöðva leikinn vegna einhverra smábrota. Aðalatriðið finnst mér að láta leikinn ganga og svo verða dómararnir að taka meira tillit til hagnaðarreglunnar en þeir gera. — Eftir að a-þýzki dómarinn Glöckner dæmdi landsleikinn gegn N- írum á Laugardalsvellinum og hló er Teitur þóttist vera meiddur, liggur við að leikmenn í 1. deildinni megi deyja drottni sínum inni á vellinum án þess að dómararnir stöðvi leikinn eða leyfi þjálfurum að hlynna að þeim. Þetta hafa íslenzkir dómarar tekið upp eftir þeim a-þýzka, en ég held að meiri nauðsyn hafi verið á að fara eftir hon- um í ýmsum öðrum atriðum — Ég veit að það er mjög hæpið fyrir leikmann að gagnrýna dómara f 1. deildinni á miðju keppnistímabilinu En ég held að það sé nauðsynlegt fyrir dómara að taka sig á og samræma gerðir sínar Við getum t.d. nefnt að í fyrsta leik mótsins var gróflega brotiðá Sigurlási og hann var frá í nokkrar vikur. Að vfsu var dæmt fríspark, en sá brotlegi fékk ekki gult spjald eða rautt eins og hann hefði átt að fá. Pétur Ormslev braut gróflega á Hálfdáni Örlygssyni fyrir skömmu, aðeins var dæmt fríspark, engin áminning. Skömmu sfðar sagði Pétur einum ol mikið og þá var gula spjaldið um leið komið á loft. Dómarar eru alltof við- kvæmir fyrir smávægilegum hnjóðs yrðum í hita leiksins, en sjá svo jafnvei í gegnum fingur sér ef um gróf brot er að ræða — Þegar ég tala um þessa hluti þá er það ekki bara frá sjónarmiði Víkings- ins, sem ég segi þetta Ég held flestir leikmenn 1 deildarinnar séu sama sinnis og ég og vildu borga mikið fyrir að dómgæzlan batnaði og að meira samræmi yrði í henni, sagði Eirfkur Þorsteinsson að lokum —áij

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.