Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 24. JUNÍ 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itstjórna rf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið. Verðbólgu- samningar Kjarasamningar þcir, sem undirritaðir voru á Loftleiða- hótelinu f fyrradag eru verð- bólgusamningar, lfklega ein- hverjir mestu verðbólgusamning- ar, sem hér hafa verið gerðir. Óhætt er að slá þvf föstu nú þeg- ar, að verðbólgan sem þrátt fyrir allt hefur farið minnkandi í tíð núverandi stjórnar mun aukast á ný, og er nauðsynlegt, að þjóðin geri sér grein fyrir því nú þegar og lifi ekki f blekkingu eða ali með sér falsvonir um, að þróun mála verði á annan veg. Verðbólg- an á íslandi mun aukast á ný á næstu misserum. Það er eina örugga niðurstaða þessara kjara- samninga. Síðastliðinn vetur fóru fram miklar umræður um verðbólgu og kjaramál. í þessum umræðum voru leidd að því sterk rök, að mesta og bezta kjarabót, sem hægt væri að tryggja láglauna- fölki og lífe.vrisþegum væri sú að draga úr verðbólgu. Kjarasamn- ingarnir, sem nú hafa verið gerð- ir, sýna að meðal samningamanna hefur ekki verið vilji fyrir því að gera samninga, sem mundu leiða til þess, að verðbólgan héldi áfram að minnka. Þegar fulltrúar launþega af öllu landinu og at- vinnurekenda úr öllum atvinnu- greinum gera slfka samninga vit- andi vits og með opin augun er auðvitað alveg Ijóst, að skýringin er einfaldlega sú, að í þessum hópum og meðal umbjóðenda þeirra hefur ekki verið hljóm- grunnur fyrir kjarasamningum, sem leiða mundu til minnkandi verðbólgu. Bæði Alþýðusamband tslands og Vinnuveitendasam- band tslands hafa nú yfir að ráða sérfræðingum, sem á skömmum tfma geta sagt fyrir um efnahags- leg áhrif tiltekinna kjaraatriða og þess vegna var báðum aðilum auðvitað Ijóst við undirskrift samninganna, að með þeirri und- irskrift voru þeir sameiginlega að taka ákvörðun um að auka verð- bólguna á ný. Út af fyrir sig er ekki ástæða til þess að skilja þessi orð á þann veg, að í þeim felist ávítur eða gagnrýni á þá einstaklinga, sem unnu að þessari samningsgerð með þessum afleiðingum. í Morg- unblaðinu í vetur var að þvf vikið, að býsna störir hópar í þjóðfélag- inu, bæði meðal launþega og at- vinnurekenda hefðu, eða teldu sig hafa, beina hagsmuni af því, að verðbólgan héldi áfram að auk- ast. Ef þessir hagsmunir hefðu ekki verið ríkjandi og kröfugerð um minnkandi verðbólgu hefði verið sterkari, hefðu samningar af þessu tagi ekki verið gerðir. Þeir eru einfaldlega niðurstaðan af viðhorfum samfélagsins til efnahagsmála og kjaramála, enda þótt Iftil skynsemi sé f þeim við- horfum. Þessir kjarasamningar þýða aukna verðbólgu á næstu misser- um. Við skulum ekki kenna um verkalýðshreyfingu eða vinnu- veitendum eða ríkisstjórn. Við skulum öll horfa f eigin barm og gera okkur grein fyrir þvf, að öll eigum við hvert um sig nokkra sök á þvf, hvernig farið hefur. Niðurstaða þessara kjarasamn- inga þýðir, að meðal þjóðarinnar er ekki stuðningur við róttækar aðgerðir til þess að draga úr verð- bólgu á tiltölulega skömmum tíma. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum gerðu forystu- menn hennar sér vonir um, að með tilteknum aðgerðum í efna- hagsmálum væri unnt á nokkrum misserum að draga verulega úr verðbólgu. Það er nú komið í Ijós, að þessar vonir ríkisstjórnarinn- ar voru ekki raunhæfar. Viðhorf- in í samfélagi okkar eru bersýni- lega á þann veg, að það þýðir ekki að reyna að takast á við verðbólg- una með stórkostlegum og róttæk- um aðgerðum sem miða að þvf að minnka hana með snöggum hætti. Með þessu er ekki sagt, að við eigum að gefast upp við að fást við verðbólguvandann, heldur hitt, að við hljótum að endurmeta stöðu okkar og gera okkur grein fyrir því, að verðbólgunni náum við ekki niður nema á lengri tfma en menn gerðu sér vonir um, þeg- ar núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Nú þarf langtímaáætlun um viðbrögð gegn verðbólgu, að- gerðir sem miða að því, að draga úr þeim hagsmunum, sem menn hafa af aukinni verðbólgu. Það er hægt að minnka hag manna af verðbólgu með ýmsum hætti, m.a. með því að verðtryggja lánaskuld- bindingar svo mjög, að einstakl- ingar hafi ekki hagnað af því að taka mikil lán í von um, að verð- bólgan greiði þau upp. Vafalaust koma margar fleiri aðgerðir hér til greina. Kjarni málsins er sá, að við verðum að meta stöðu okk- ar af raunsæi, verðbólgan mun aukast á ný. Þetta er út af fyrir sig sorgleg niðurstaða kjarasamninganna. Við höfum glatað gullnu tækifæri til þess, að fylgja eftir þeim efna- hagsbata, sem náðst hefur. Að vísu má vera, og vonandi verður það svo, að verðhækkanir á afurð- um okkar á erlendum mörkuðum verði til þess að draga nokkuð úr þeim efnahagslegu vandamálum, sem við höfum kallað yfir okkur með þessari samningsgerð, en þær verðhækkanir þurfa að verða meiri en með skynsamlegu móti er hægt að gera ráð fyrir, ef þær eiga með öllu að koma í veg fyrir hinar alvarlegustu afleiðingar þeirrar samningsgerðar, sem nú er lokið í efnahags- og atvinnu- málum landsmanna. Þegar þessi vandamál koma f ljós er óþarfi fyrir menn að láta svo sem þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því hvers var von. Til þessa leiks gekk þjóðin með opin augun og verður að taka afleiðingum þess f tfmans rás. Þjóðveldi Listaverk það, sem risið er I Þjórsárdal með byggingu þjóð- veldisbæjarins miðast f stærstu dráttum við rústir bæjarins á Stöng í Þjórsárdal. Stöng fór und- ir ösku f Heklugosi 1104, en var grafin upp 1939 af hópi norrænna vfsindamanna. Mjög hefur verið vandað til byggingar þjóðveldis- bæjarins og er unun að virða fyr- ir sér vandaða vinnu á torfhleðsl- um, grjóti og timburverki. Bær- inn er af meðalstærð bæja frá þjóðveldisöld og lengi sfðan, en reikna má með að um 20 manns hafi búið í bæ af sömu stærð og þjóðveldisbærinn. Morgunblaðs- menn litu við f þjóðveldisbænum f vikunni þegar verið var að leggja síðustu hönd á fram- kvæmdir utan dyra. Húsagerð á íslandi hefur verið mun glæsi- legri á sögualdartfma en menn gera sér almennt f hugarlund og er þjóðveldisbærinn gott sýnis- horn í þeim efnum. Ilörður Ágústsson listmálari hefur teikn- að bæinn og stjórnað byggingu hans, en hann hefur rannsakað sem kostur er forna húsagerðar- list á íslandi og f öðrum Norður- löndum. Sýndi Hörður okkur bæ- inn og rabbaði um smfði hans og ástæður. Þjóðveldisbærinn er reistur i tilefni 1100 ára afmælis byggðar i landinu, en í bókarkorni um þjóð- veldisbæinn sem Þjóðhátiðar- nefnd hefur gefið út ritar Matt- hías Johannessen formaður Þjóð- hátíðarnefndar 1974, formála þar sem hann segir: „Fljótlega eftir að Þjóðhátíðar- nefnd 1974 hóf störf sin kom fram sú hugmynd að fá Hörð Ágústsson til að sjá um smíði Iíkans sem reist væri á rannsóknum hans á fornum húsakosti, og yrði jafn- Ur skála frá pöllum karla. Birtan kemur um reykháfinn. Þak er byggt þannig að ofan á rafta kemur hrís, þá þurrt torf, sfðan mold, þétting og grastorfið efst. Á pöllum f skála voru svefnbálkar, gólfið er moldargólf, en á þvf miðju er langeldur undir reykháf. I aðatbanum er hlaðið ú Þjóðveldisbærinn séður frá fossinum. framt stefnt að þvi að byggja sögualdarbæ í fuilri stærð fyrir 1974. Hugmynd þessi féll i góðan jarðveg og fékk nefndin fjárveit- ingu til að láta gera likanið. Það kemur nú fyrir almenningssjónir og er það von Þjóðhátíðarnefndar að fólk hafi gagn og gaman af að kynna sér líkanið. Nefndin vænt- ir þess jafnframt að ríkisstjórnin sjái sér fært að veita fé til smíði sögualdarbæjarins og velji hon- um stað við hæfi. Þjóðhátíðarnefnd er þess full- viss að sögualdarbær veki athygli á híbýlaháttum og menningar- legri umgjörð forfeðra vorra. Húsakynni þeirra voru myndar- legri og rismeiri en flestir virðast nú gera sér grein fyrir; stórhugur þeirra meiri en lýsir sér t.d. í torfbæjum síðari alda, sem áttu litið skylt við þau húsakynni sem höfundar Völuspár og Njáls sögu áttúað venjast, svo að dæmi sé tekið. Umgjörð þessara verka var þeim samboðin. Sú staðreynd vek- ur i senn stolt og metnað, sem hverri þjóð er nauðsynlegur. Athyglisvert er að íslendingar hafa búið vel á þeim öldum, sem þeir hafa stuðzt við eigið sjálf- stæði og ráðið málum sinum sjálf- ir. Lotleg kot og lágar kytrur voru fylgifiskar ófrelsis og stoltleysis sem af því spratt. Reisulegur sögualdarbær á vonandi eftir að standa sem tákn þess sjálfstæðis og þeirrar menningarlegu reisnar sém vér kjósum þjóð vorri til handa.“ Stefán bóndi Friðriksson í Glæsibæ í Skagafirði og sveitingi hans, Stefán Stefánsson, unnu torfverkið á bænum, en Hörður Grunnmynd af rústunum á Stöng. Nr. I eranddyri, II skðli, in. Hörður Ágústsson wið einn h stofa, IV. búr og V. kamar. Húsaskipan er meí5 mjög svipuðu inn hlaðinn úrstreng. móti í Þjóðveldisbænum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.