Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JUNÍ 1977 Einbýlishús við miðborginal Vorum að fá til sölu eitt af hinum eftirsóttu einbýlishúsum í hverfinu vestur af Landspít- alanum. Húsið er tvær hæðir og kjallari. Á neðri hæðinni eru tvær stofur, tvö herb., lítið eldhús, snyrting og forstofa. Á efri hæð eru 4 svefnherb. og baðherb., í kjallara eru geymslur, þvottaherb. o.fl. Stór lóð. Æski- leg skipti á minna einbýlishúsi eða húsi með tveim íbúðum í Austurborginni. Nánari upp- lýsingar á skrifstofunni. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 (Silli&Valdi) simi 26600 Ragnar Tómasson, hdl. 28644 m.hfJH 28645 Okkur vantar 3ja herb. íbúð í vesturbæ, Fossvogshverfi, eða Neðra-Breiðholti, fyrir fjársterkan kaupanda. Einnig að 3ja herb. risíbúð í Hlíðunum. Ennfremur leitum við að 4ra herb. íbúð í Langholts- eða Heimahverfi. Vinsamlega hafið samband við skrifstofuna strax. ftfdrCP f asteignasa'a Öldugötu 8 símar: 28644 : 28645 Solumaður Finnur Karlsson heimaslmi 76970 Þorsteinn Thorlacius Viðskiptafræðingur HVER VILL SELJA? Bújörð 1 000 h.a. helst á suðurlandi. Einbýlishús i Garðabæ. Einbýlishús Kópavogi að sunnanverðu. HVER VILL KAUPA? Raðhús á byggingastigi. Bergstaðastræti. 2ja herb íbúð á 2. hæð 60 fm Öll endurnýjuð svo sem innréttingar og tæki. Útb. 4 millj. Austurbrún 3ja herb íbúð á jarðhæð 90 fm Sérhiti og inngangur. Bergþórugata 4ra herb íbúð á 2. hæð 3 svefnherb og stofa. Rauðalækur 4ra herb íbúð á 2 hæð-2 stórar stofur og 2 svefnherb Stórt hol. Svalir í suður Útb. 9,5 millj Hulduland — Fossvogi 3ja herb. íbúð 90 fm á 1. hæð. Sérinngangur og hiti. Útb 6,5 millj Nýbýlavegur 2ja herb. 65 fm. ibúð á 1 hæð. Þvottahús og geymsla inn af eldhúsi. Fellsmúli 4ra herb íbúð 1 10 fm. á 4 hæð og herb í kjallara með snyrtingu. Hraunbær 3ja herb 70 fm. íbúð á 3. hæð Gnoðarvogur 4ra herb. íbúð á 3. hæð Asendi Einbýlishús 1 40 fm. auk bílskúrs. Kópavogur Einbýlishús 130 fm. auk bílskúrs. Verslunarhús á eignalóð við Laugaveg. MIKIL EFTIRSPURN í ÖLLUM TEGUNDUM ÍBÚÐA OG EIGNA VERÐLEGGJUM SAMDÆGURS. Fasteignasalan Húsamiðlun TEMPLARASUNDI 3, 1. HÆÐ. Sölustjóri Vilhelm Ingimundarson Jón E. Ragnarsson hrl SÍMAR11614 og 11616 Jóhannes Geir listmálari fimmtugur Sumum starfsbræðrum minum fannst all glannalega tekiö upp í sig og skynbragð mitt á list hlyti að vera í lágmarki er ég reit eftir- farandi pistil fyrir löngu síðan um Jóahnnes Geir. Þessi snjalli og sjónnæmi listamaður er fimmtugur i dag. Nú held ég, að ég hafi sizt tekið nógu djúpt í árinni þá, þó að ég hafi reynzt spámaöur í þaö skiptið jafn óspámannlega vaxinn og ég er. Þennan örstutta greinarstúf nefndi ég: Að belja uppi á háa C, og hljóðar þannig: Það er merki- legt hvað eitt litið málverk getur stundum veitt mikinn andlegan unað og hrifni. Eitt slíkt sá ég nýlega inni á römmunan’erkstæði Guðmundar vinar mins Arnason- ar. Þessi litla mynd lét mig ekki í friói lengi á eftir, líkt og einstaka sinnum hendir þegar óvanaleg skönhed skaparans bregður fyrir leiftursnöggt á gangstéttarbrún eða á fleygiferð við bílstýri. Myndin er eftir ungan málara, sem sumum finnst sjálfsagt kynd- ugur og skrýtinn fugl. Þá á ég viö alvöruskrýtilegheit, en ekki til- gerð og sviðsett listamannslæti. Hann er sjálfsagt mátulega ,,gal- inn“ til að ná langt á glerhálli braut myndlistarinnar lfkt og Kjarval. Hann finnur til á annan hátt og merkilegri en almenning- ur með ólíka innsýn og önnur viðhorf til lífs og umhverfis en gerist og gengur. Kannski ekki alltaf þjáningarminni. Það eru einmitt slík þjáningarhögg á heila og hjarta, sem oft á tíðum skapa hinn eina og sanna listamann. Sá sem hér um ræðir heitir fullu nafni Jóhannes Geir Jónsson og er að norðan. Sauðkræklingur eins og þeir mætu málarar, Jón Stefánsson og þeir bræður Hrólf- ur og Sigurður Sigurðssynir frændur Jóhannesar. Þessir skag- firzku listmálarar skilja sál Blesa bezt, ástsælasta vinar Skag- firðinga sem og „skrautibúinn Skagafjörðinn" og einstakan arki- tektúr fjallanna þar, sem gerst má sjá á léreftum þeirra. Hvað hefði Thorvaldsen gamli orðið ef hann hefði ekki verið hálfur Skagfirðingur? Jóhannes er mannlegur og mis- tækur eins og við öll. En þegar honum tekst hvað bezt upp, er eins og fáir hérlendir nái lengra en hann. Þá málar Jói með guð- legum innblæstri og hvílir sig lengi og vel á milli hryðjanna. Þá eiga sér stað umbrotin, sem óbreyttu fólki reynist oft erfitt að skilja og kallar leti i óvirðingar- skyni. í þeim millibilsperíódum á Jóhannes Geir oft til með að reka upp spangól allsgáður, úlfsýlfur og önnur furðuöskur vegna innri umbrota sálarinnar. Þá þjáist Jói og þjáist og finnur til eins og margir miklir listamenn sem taka jóðsóttina á undan gosinu í list- inni. Þeir mörgu aödáendur fagurra lista í þessu landi eiga gott að hafa öðlazt guðshæfileikann til að njóta listaverka. Þeim mun óskiljanlegra er, að þessi sanni og snjalli málari, Jóhannes Geir, skuli þurfa að ganga févana og staurblankur um götur höfuð- borgarinnar, jafnvel þótt að perl- urnar skoppi ekki frá trönum hans i hverri viku eða mánaðar- lega með jöfnu millibili, eins og ,;menstrúasjónir“ kvenna. Jóhannes er karlmannlegur og goðum líkur á velli eins og nafni hans Jóhannes Kjarval og ekkert pempíulegt pjatt í handbragði frekar en hjá nafna hans. Ef Jóhannesi Geir endist fjör, heilsa og elja hlýtur hann að verða einn af snillingum þjóðar- innar í málverki framtíðarinnar. Ég dáist að Jóa Geir fyrir að mála mynd, sem sprengdi af sér ramm- ann í eigin krafti og iðandi lifi, sem eykur um leið starfssvið og verkefni míns ágæta vinar, Guð- mundar Árnasonar, innrömm- unarmeistara og listsala. Það komast ekki allir upp á háa C i listinni með snöggu heljarstökki. Megi framtiðin brosa við Jóa Geir! „Drjúgum hallar dcginum, dettur sá er hleypur. Varaðu þig á veginum vída er hann sleipur**. Svo mörg voru þau orð. Nú er þessi sami gamli sveltikúnstner fimmtugur á Jónsmessunni i dag og baðar sig í sólskini frægðar og frama. Hann er nú einn ástsælasti listmálari þjóðarinnar án þess aö láta hylli og velgengni svífa á sig. Til sHks er hann of vet gerður og gáfaður. Það hefir alltaf ríkt ein- stakur listamannsbragur og lit- skálda loftslag á vinnustofu hans, þrátt fyrir meðfædda snyrti- mennsku, sem fylgir þeim frænd- um. Hann er einn af mörgum börnum Jóns heitins Björnssonar, skólastjóra frá Veðramóti. Móðir Jóhannesar var glæsileg kona, Geirlaug Randversdóttir, frá Hvassafelli í Eyjafirði. Hann hef- ir nú loksins lokið að byggja sér brigða góða vinnustofu og heimili á bökkum Elliðaárstíflu á unaðs- legum stað hjá Árbæjartorfunni. Þegar hann kemst loksins í gang að tala er orðflaumurinn jafn kraftmikill og fossinn úr stífl- DLUnUUDHKM 4ra herb. íbúð á 1 hæð + 1 herb. I kj. Sér þvott„íiús. Suðursvalir Útsýni. Verð 10,5 millj útb. 7.0 millj. FELLSMÚLI 4ra herb. 110 ferm. íbúð á jarðhæð. íbúð i góðu ásig- komulagi. Verð 9,5 — 10,0 millj. KELDULAND 4ra herb. rúml. 100ferm. íbúð á miðhæð. Aðeins 6 íbúðir um inngang. Sér hiti. 8 m langar suðursvalir Losun samkomulag. Verð 1 1.0 millj. KÓNGSBAKKI Góð íbúð á 1. hæð um 80 fm. Aðeins 6 íbúðir um inngang. Sér þvottshús. Góð sameign. Verð 7.0 millj. Útb. 4.5 millj. SELJAHVERFI Fokhelt raðhús, minni gerðin með lágu þaki. Afhent fullfrá- gengið að utan. Teikn. á skrif- stofu og allar frekari upplýs. Verð 1 1.0 — 11.5 millj. VANTAR ÁSÖLUSKRÁ Ýmsar gerðir fasteigna. Kjöreign Sf. DAN V.S. WIIUM, lögfræðingur SIGURÐUR S WIIUM. Ármúla 21 R 85988*85009 MID<e>B0RG 25590 Fasteignasala 21682 Leigumiðlun Lækjargötu 2 (Nýja bíó húsinu) Til sölu ma: Vandað parhús við Skólagerði Kóp. 4ra herb. íbúð við Álfaskeið Hf. Lítið einbýlishús við Kópavogs- braut. Tvær 2ja herb. íbúðir við Suður- götu Reykjavík. 4ra herb. vönduð íbúð við Eyja- bakka. Hæð og ris við Efstasund 6 herb. íbúð. Sumabústaður við Hafravatn. Okkur vantar allar stærðir íbúðarhúsnæðis á skrá. MHBOiil fasteignasala leigumiðlun Hilmar Björgvinsson hdl. Sigurður G. Þormar, símar 25590—21682 heimasímar 40769—42885. Óska eftir að taka á leigu verzlunarhúsnæði við Laugaveginn eða á góð- um stað í miðborginni. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Húsnæði — 2414”.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.