Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 25
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JUNI 1977 25 Norskur samkór í söngferð til Islands + t næstu viku verður f söng- för á fslandi einn þekktasti söngkór Norðmanna, Bygde- lagskoret f Óslð. Kórinn er sam- kór, skipaður um 80 söngfélög- um, og var stofnaður 19. októ- ber 1929. Samtök átthagafélaga hinna norsku byggða, sem starfa af miklum þrótti f Ósló, stofnuðu kórinn. Hann hefur því alltaf verið skipaður fólki utan af landi, og er nú einn af stærstu áhugamannakórum f Ósló. Verkefni Bygdelagskoret hafa verið mörg. „Fremsta opp- gáva til koret har heila tida vore á glede andre med songen sin,“ segir í fréttabréfi kórsins hingað. En meðal fjölmargra verkefna eru samsöngvar í norska útvarpinu og á mörgum norskum og alþjóðlegum tón- listarhátfðum. Kórinn hefur sungið í Finnlandi sem fulitrúi norska kórasambandsins; hann hefur haldið fjölmarga kirkju- tónleika innan lands og utan, og í fyrsta og öðru sæti hefur hann verið í söngkeppni milli samkóra í Ósló. Sumarið 1975 fór Bygdelagskoret í hljóm- leikaferðalag til Norður- Dakota f Bandaríkjunum og söng þar f norskum byggðum á 150 ára afmæli norskra vestur- fara. Ilélt þá kórinn 20 konserta á 19 stöðum, m.a. tvisvar f sjónvarpi, og söng fyr- ir 4.000 manns, þegar flest var. Bygdelagskoret dvelst á ts- landi í eina viku. Kórinn kem- ur að Selfossi aðfararnótt sunnudagsins 26. júnf. Kl. 14 á sunnudaginn syngur hann við messu í Selfosskirkju, en held- ur sfðan sama dag til Vest- mannaeyja, þar sem Samkór Vestmannaeyja tekur á móti honum. Verða tónleikar f Vest- mannaeyjum kl. 20.30 á mánu- dagskvöld. Þriðjudag 28. júní fer kórinn til Reykjavíkur og þá um kvöldið verða tónleikar f Bústaðakirkju kl. 20.30. Miðvikudaginn 29. júnf fer kór- inn til Gullfoss og Geysis og kemur þá sfðdegis að Selfossi og syngur í Selfosskirkju kl. 21. Félagar úr Samkór Selfoss taka þar á móti kórnum f bæði skipt- in. Söngstjóri Bygdelagskoret er Óddvar Tobiassen tónlistar- kennari, og um 50 kórfélagar verða f söngferðinni til tslands ásamt mökum sfnum, börnum og gestum. Bygdelagskoret heldur utan til Noregs þann 1. júlí. + Þetta er ekki gamall sjómaður að taka í nefið. Þetta er hans hátign Ólafur Noregskonungur. Nú er sumar- ið komið og þá getur hann farið að iðka eftirlætis tómstundaiðju sína, sigiingar. + Songkonan Sigurlaug Rósin- kranz söng nýlega hjá Norræna félaginu I Vásterás I Sviþjóð við mikinn fögnuð áheyrenda. Hún söng lög og rómansa frá öllum Norðurlöndunum ,,f ramúrskar- andi vel" eins og finnska dag- blaðið Routsin Suomalainen kemst að orði I grein þann 9. apríl. Undirleikari Sigurlaugar var Kapellmástaren við Konunglegu óperuna i Stokkhólmi, Lasse Zilliacus. Sigurlaug söng einnig nýlega á annarri hátið hjá Nor- ræna félaginu i Skövde við mjög lofsamlegar undirtektir. Þar söng hún og norræna söngva við undirleik Lasse Ziltiacus. Flutn- ingur þessa þekktu listamanna var einstaklega vandaður og það var synd að ekki skyldu fleiri njóta hans, skrifar Skövde Tikn- ing mánudaginn 28. marz. i haust mun Sigurlaug Rósinkranz halda hijómleika viða um Sviþjóð m.a. á vegum rikisstofnunarinnar Rikskonserter. Bambus- og tága- vörur í úrvali BAMBUSST0LAR með háu baki liósir eða brúnbæsaðir. PORTICO Babmur og tága stólar 7 gerðir BISTRO Bambus ruggustólar 2. gerðir Strámottur litlar — stórar 1 2 gerðir. Bambus- tágaborð 8. gerðir Bambus- hengistóll Ennfremur bambus rúllugardínur körfur — hillur og fleira 0PIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD Vörumarkaðurinn hí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.