Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JUNÍ 1977 17 Grein: ÁrniJohnsen Myndir: Friðþjófur Helgason Hörður, ,,þá hefur timburhefðin að höggva og skera lifað á sama tíma í Noregi. Við fengum gömul trévinnutæki, axir og sköfur, til þess að láta smiða eftir. Tveir Norðmenn, Arne Berg, safnvörð- ur á Norsk folkemuseum, og Paul Rönningen, trésmíðameistari, hafa verið okkur mjög innan handar, en Paul er sérfræðingur i notkun gamalla tréskurðartækja og kom hann hingað til þess að aðstoða við verkið. Allt fólk sem hér hefur unnið að byggingu þjóðveldisbæjarins er úrvalsfólk og það hefur verið ánægjulegt að vinna með því. Mikill áhugi hefur rikt fyrir verk inu og allir hafa lagt sitt af mörk- um til að vinna það eins vel og mögulegt er. Sumt hefur komið jafnóðum í ákvörðun ýmissa smá- atriða, en ég hef aldrei flýtt hug- myndum og t.d. er ekki búið að ganga frá rúmstæðum ennþá vegna þess að ég veit ekki nógu klárlega hvernig sængurnar hafa verið. Einn góðan veðurdag mun það væntanlega liggja fyrir, en ekki fyrr en ég finn að það rimi við ýmis atriði sem koma til.“ SéS inn göngin I búriS. Skyrgámarnir blasa við. lúsgafl „Niðurstöður rann- sóknar birtar í húsi í stað orða ” — segir Hörður r Agústsson list- málari um það verk sem hann hefur stjórnað Dr. Kristján Eldjárn og Hörður Ágústsson ræða málin á hlaði Þjóðveldisbæjarins, en dr. Sigurður Þórarinsson er að bregða sér í bæinn og á hlaðhellunni stendur Haraldur Ólafsson lektor. kvað þá mikla snilldarmenn. Grjótundirstöður hlóð Gunnar Tómasson garðyrkjubóndi. Torf- vinnuna leiddi Stefán bóndi og notaði sams konar tæki og sama efni og notað var fyrir 1000 árum. Meistari i timburverkinu var Bjarni Ólafsson, en sonur hans, Gunnar stjórnaði verkinu á staðn- um, en hann ásamt öðrum smið frá Bjarna fór til Noregs til þess að læra hina gömlu tækni í vinnu við timbrið. „Eins og torfskurður og hleðsluhefð hefur lifað hér frá upphafi íslandsbyggðar," sagði Norrænir gestir og heimamenn f stofu Þjóðveldisbæjarins. Torfið í bæinn var sótt niður í Hreppa, þetta er mýratorf skorið í streng og klambra og þegar ég spurði Hörð um ákvörðun hans um hleðslu bæjarins, svaraði hann: „Aðalbærinn er hlaðinn með streng, en klömbrur eru í veggjum á búri og kamri. Það réðu tvö sjónarmið hjá mér i byggingu þéssa húss. I fyrsta lagi að draga eins mikið og unnt var úr Stöng, en það er ljóst að húsið er ekki nákvæmlega eins og það var þar. Hitt var að draga upp sýnishorn af tréverki sem ég veit að hefur verið til hér um aldir. Ég hef séð þetta timburverk víða um land í smáum einingum. Hér er því sýnishornasafn fellt i eina heild. Þetta er um leið niðurstaða rannsóknar minnar, birt í húsi í stað orða. Um leið vona ég að þetta sé nokkur hylling fyrir ís- lenzkan arkitektur sem er mikið horfinn inn í söguna. Bærinn á Stöng hefur verið hlaðinn úr streng, en ég læt hlaða úr klömbr- um hér einnig til þess að sýna þann stil einnig. Það er þó rétt að taka það fram i sambandi við smiði þessa bæjar að mörg höfuð- Framhald á bls. 18 Sklma á skyrgáminn í búri. Lfkan Harðar Ágústssonar að Þjóðveldisbænum, inn af and- dyri er skáli og stofa lengst til vinstri inn af skála, en bakatil er búr og kamar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.