Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JUNÍ 1977 j atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Heilbrigðis- fulltrúi Starf Heilbrigðisfulltrúa, hálfs dags starf, er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna Hafnarfjarðar- kaupstaðar. Umsóknir ásamt upplýsing- um um námsferil og störf skulu hafa borist skrifstofu bæjarstjóra Strandgötu 6, eigi síðar en 4. júlí n.k. Bæ/arstjórinn í Hafnarfirði. Framtíðarstarf Stofnun í Reykjavík óskar að ráða fulltrúa. Hér er um sjálfstætt og lifandi starf að ræða sem gerir kröfur til: — Skipulagshæfileika. — Góðrar íslenskukunnáttu ásamt kunnáttu í ensku og norðurlandamáli. — Góðrar framkomu. — Hæfileika til að tjá sig í rituðu og mæltu máli. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf strax. Skriflegar umsóknir sem greini frá aldri, menntun og starfsferli sendist Morgun- blaðinu fyrir fimmtudaginn 30. júní 1977 merktar „Framtíðarstarf — 6473". Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál og öllum verður svarað. Tölvari Stórt fyrirtæki í miðborginni óskar eftir að ráða tölvara (operator). Verzlunarskóla- próf eða hliðstæð menntun æskileg. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknir, ásamt uppl. um menntun og fyrri störf sendist Mbl. merkt: „S/32—4 — 2604," fyrir 30. júní 1977. Maður eða kona vön vélabókhaldi óskast nú þegar til afleysinga. h.f. Ofnasmiðjan Háteigsvegi 7 sími: 21220. Fiskiðnaðarmaður óskar eftir vel launuðu starfi, út á landi kemur til greina. Tilboð sendist afgr. Morgunbl. fyrir 10. júlí Merkt: Framtíð—2412. Söðlasmiðir athugið Ungur maður hefur áhuga á að komast í nám í söðlasmíði. Svar sendist til af- greiðslu Morgunbl. fyrir 5. júlí merkt: Söðlasmíði — 241 3. Starfsfólk óskast í almenna fiskvinnu, aðallega snyrtingu og pökkun. Unnið eftir bónus-kerfi. Hús- næði og mötuneyti á staðnum. Upplýs- ingar í síma: 94-8204 eða 94-8183. Hraðfrystihús Dýrfirðinga Þingeyri Framkvæmdarstjóri Starf framkvæmdarstjóra við félagsheim- ili Festi, Grindavík er laust frá 1. septem- ber n.k. Skriflegar umsóknir sendist for- manni húsnefndar herra Eiríki Alex- anderssyni fyrir 1. júlí n.k. Allar upplýs- ingar um starfið gefur núverandi fram- kvæmdarstjóri herra Tómas A. Tómasson og formaður húsnefndar. Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa allan daginn í brauð- búð okkar. Upplýsingar ekki gefnar í síma. G. Ó/afsson & Sandho/t, Laugavegi 36, Rvk. Kennarar Lausar eru til umsóknar þrjár kennara- stöður við Gagnfræðaskólann á Akureyri Kennslugreinar: íslenzka, erlend mál og samfélagsgreinar. Lausar eru til umsóknar nokkrar kennara- stöður við Grunnskóla Akureyrar þar af kennarastöður í eftirtöldum grein- um: tónmennt, myndmennt, dönsku og stærðfræði. Laus er til umsóknar staða sérkennara við Barnaskóla Akureyrar Umsóknarfrestur er til 1. júlí 1 977. Skólanefnd Akureyrar 20. júní 1977. Starfskraftur óskast Til vélritunar og símavörslu strax. Upplýs- ingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist okkur fyrir 27. þ.m. Sparisjóður Kópavogs Laus staða Dósentsstaða í líffærameinafræði við læknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Staða þessi er hlutastaða og fer um veiting hennar og tilhögun samkvæmt ákvæðum 2. gr. laga nr. 67/1972, um breytingu á lögum nr. 84/1970, um Háskóla Islands, m.a. að því er varðar tengsl við sérfræðistörf utan háskólans. Gert er ráð fyrir, að væntanlegur kennari hafi jafnframt starfsaðstöðu á sjúkrahúsi í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 20. júlí n.k. Laun samkv. gildandi reglum um launakjör dósenta í hluta- stöðum í læknadeild í samræmi við kennslumagn. Umsækjendur um dósentsstöðu þessa skulu láta fylgja um- sókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuneytið, 21. júní 1977. Stórt innflutningsfyrirtæki * Oskar eftir að ráða eftirtalda starfskrafta: Innkaupafulltrúa í innkaup á kjörbúðavör- um. Sölumann í sölu á búsáhöldum og verk- færum. Fyrirtækið er staðsett í Reykjavík og hefur góða aðstöðu að bjóða, hvað húsnæði og staðsetningu viðvíkur. Leitað er að góðum starfskröftum með Samvinnuskóla- eða hliðstæða menntun og kostur er, að umsækjandinn hafi reynslu á þessum sviðum. Þeir þurfa að geta unnið sjálfstætt. Þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Þeir sem áhuga hafa, sendi nöfn sín til blaðsins merkt: „Starfskraftar — 6065". Farið verður með umsóknir sem trúnaðar- mál. Prentari óskast Ríkisprentsmiðjan Gutenberg óskar eftir að ráða prentara (Letterpress). Helst van- an Rotation eða anilinprentun. Upplýs- ingar gefur verkstjóri í vélasal. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg Síðumúla 16—18 sími 84522. Verzlunarstjórn Óskum eftir að ráða verzlunarstjóra í málningarvörudeild okkar (Du Pont bíla- lökk). Góð laun í boði fyrir hæfan starfskraft. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Orka h. f. t Laugavegi 1 78. Vanan kjötiðnaðarmann og aðstoðarmann vantar strax Búrfellh/f sími: 19750 Reykjavík Kennara vantar að Barna og unglingaskólanum Borgar- firði eystra. Upplýsingar veita formaður skólanefndar Hannes Óli Jóhannsson í síma: 97-2910 og Einar Þorbergsson skólastjóri í síma: 26027 í kvöld og næstu kvöld. Hálfsdags starf Okkur vantar duglegan starfskraft í sér- verzlun, hálfan daginn. Aldur 25—45 ára. Tilboð merkt „Rösk. .6064" sendist augld. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.