Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 24. JUNI 1977 23 Olafía Pétursdóttir frá Engey — Minning Fædd 2. október 1881 Iíáin 17. júní 1977. Ólafia Pétursdóttir frá Engey lézt í Landspítalanum að kvöldi 17. júní s.l. eftir stutta legu, 95 ára að aldri. Ólafia fæddist í Engey 2. okt. 1881, dóttir hjónanna Péturs Kristinssonar útvegsbónda og skipasmiðs þar og Ragnhildar Olafsdóttur frá Lundum i Staf- holtstungum. Faðir Péturs var Kristinn bóndi og hreppstjóri i Engey, sonur Magnúsar bónda Sigurðssonar og Sólveigar Korts- dóttur, konu hans, er þá bjuggu í Brautarholti á Kjalarnesi. Fór Kristinn ungur til Péturs Guð- mundssonar í Engey til að læra af honum skipasmiði, en Pétur var góður skipasmiður, eins og fleiri Engeyingar. Kvæntist Kristinn nokkrum árum siðar Guðrúnu, yngstu dóttur Péturs Guðmunds- sonar frá Skildinganesi, bónda í Engey og Ólafar Snorradóttur ríka, skipasmiðs í Engey Sigurðs- sonar. Höfðu forfeður Ölafar í föðurætt búið í Engey mann fram af manni frá því um miðja 17. öld. Ragnhildur, móðir Ólafíu, var dóttir Ölafs hreppstjóra á Lund- um, Þorbjörnssonar gullsmiðs- Ólafssonar á Lundum og Ragn- hildar Ólafsdóttur frá Bakkakoti (nú Hvítárbakka) í Bæjarsveit Sigurðssonar og Oddnýjar Elías- eóttur frá Þingnesi. Móðir Ólafs á Lundum var Ragnhildur Hinriksdóttir frá Reykjum í Tungusveit í Skagafirði, Eiríks- sonar lögréttumanns á Víðivöll- um, Eggertssonar á Ökrum Jóns- sonar. Móðir Ragnhildar Hinriks- dóttur var Ragnhildur Aradóttir, prests á Tjörn, Þorleifssonar pró- fasts í Múla. Ólafia var þriðja dóttir foreldra si na. Systur hennar voru Guðrún, kona Benedikts Sveinssonar al- þingismanns, Ragnhildur, kona Halldórs skipstjóra Þorsteinsson- ar á Háteigi, Maren, kona Baldurs Sveinssonar blaðamanns, og Kristin, kona dr. Helga Tómasson- ar yfirlæknis á Kleppi, en hún var dóttir Bjarna skipstjóra Magnús- sonar, síðari ma ns Ragnhildar. Eru þær Engeyjarsystur nú allar látnar. Þegar Ólafía var að alast upp, voru tveir ábúendur i Engey. Bjuggu Kristinn og Guðrún á 2/3 hluta eyjarinar, e Brynjólfur Bjarnason, sem kvæntur var Þór- unni Jónsdóttur, systurdóttur Guðrúnar, á 1/3. Kristinn Magnússon var mikill athafna- maður á sjó og landi, óhræddur við nýjungar, kappsamur mjög og kom flestum þeim málum fram, er hann beitti sér fyrir. Var hann í mörg ár hreppstjóri og hrepps- nefndaroddviti í Seltjarnarnes- hreppi, enda vel til forystu fall- inn. Guðrún Pétursdóttir var myndarleg kona, stillt, stjórnsöm og reglusöm. Þau Kristinn eign- uðast þrjú börn. Var Pétur þeirra elztur og eina barn þeirra, sem upp komst, en Guðrún og Kristinn ólu að meira eða minna leyti upp 13 fósturbörn. Mörgu var því að sinna í Engey, búskap, æðarvarpi, útræði og skipasmíði. Voru þar því oft margir í heimili. Ragnhild- ur og Pétur giftust 1876. Tók Ragnhildur fljótlega við bústjórn í Engey og annaðist hana, þar til hún fluttist úr eynni 31 ári síðar. Kom Guðrúnu og henni ávalt mjög vel saman. Pétur Kristins- son var dugnaðarmaður og hvers manns hugljúfi. Var hann far- maður á skipi, sem hann átti sjálfur, en milli vertíða vann hann að búinu með föður sínum, en Kristinn var áfram fyrir öllu, enda ekki orðinn fimmugur, er Pétur kvæntist og innan við sex- tugt, er hann lézt. Var Kristinn 10 árum yngri en Guðrún. Ragnhild- ur var, eins og tengdafaðir henn- ar, mjög framfarasinnuð og vildi kynna sér nýjungar og færa sér í nyt þær, sem að gagni máttu koma. Fór brátt mikið orð af henni fyrir myndarskap og stjórn- semi. — Pétur Kristinsson andað- ist 5. des. 1887, 35 ára gamall, og hafði þá verið heilsulaus í tvö ár. Var Ólafia þá sex ára gömul. Fimm árum siðar giftist Ragn- hildur Bjarna Magnússyni skip- stjóra og siðar fiskimatsmanni og verkstjóra, merkum og mætum at- orkumanni. Þeirra dóttir var Kristín, sem áður er getið. Ragnhildur Ólafsdóttir lét sér mjög annt um uppeldi og mennt- un dætra sinna og naut til þess fulltingis tengdaforeldra sinna, meðan þeirra naut við og siðar Bjarna Magnússonar, er ætíð reyndist stjúpdætrum sínum vel. Dæturnar lærðu öil búsýslustörf innan húss og utan undir stjórn og tilsögn móður sinnar og ömmu, en auk þess var alltaf heimilis- kennari i eyjunni á veturna. Af heimiliskennurunum mátu þær mest Ólafíu Jóhannsdóttur, bróð- urdóttur Þorbjargar Sveinsdóttur ljósmóður, sem kenndi þeim i tvo vetur. Eftir fermingu voru syst- urnar sendar til Reykjavíkur til frekari náms í íslenzku, erlendum tungumálum og hannyrðum, enda voru þær allar vel að sér til munns og handa. Ragnhildur og Maren fóru seinna utan til náms og Kristín, yngsta systirin, varð stúdent. Höfðu aðeins þrjár ís- lenzkar konur lokið stúdents- prófi, er hún og bekkjarsystur hennar urðu stúdentar. Við veikindi og fráfall Péturs jukust mjög áhyggjur og umsvif Ragnhildar. Þar við bættist, að Kristinn tengdafaðir hennar missti sjónina, áður en Pétur féll frá. Veiktist hún sjálf, lá lengi rúmföst og náói aldrei fullri heilsu eftir það. Þegar atvinn u- hættir tóku að breytast eftir alda- mótin og erfiðara var að fá fólk í eyjuna og við bættust veikindi Ragnhildar, ákváðu þau Bjarni að flytjast til Reykjavíkur. Keyptu þau húseignina Laugaveg 18 og fluttust þangað 1907. Seinna fluttu þau á Laugaveg 66, byggðu nokkru síðar bakús á lóðinni og bjuggu þar til æviloka. Ólafia gerðist hægri hönd móð- ur sinnar seinustu árin, sem hún bjó i Engey og eftir að til Reykja- vikur kom. Stóð hún fyrir heimil- inu og hjúkraði móður sinni í veikindum hennar, sem ágerðust eftir því sem hún eltist. Jafnan var mjög gestkvæmt á heimili þeirra, bæði i Engey og Reykja- vik. Leið varla svo dagur, að ekki kæmu gestir, oft næturgestir og ætíð aðrir. Systur Ólafíu komu nær daglega í heimsókn, en þær systur voru alla tið mjög sam- rýmdar, þó að ekki væru þær allt- af sammála um minni háttar mál. Skömmu eftir að Ragnhildur og Bjarni fluttust til Reykjavíkur tóku þau Pétur bróður minn i fóstur. Var hann þá hálfs annars árs og var síðan hjá þeim, þar til hann fór utan að loknu laganámi. Var mjög kært með Ólafiu og hon- um, enda var hún honum sem önnur móðir. — Eftir lát móður sinnar 7. maí 1928 stóð Ólafía fyrir heimili stjúpa síns og annað- ist hann, þar til hann lézt 14. júli 1952, tæplega 92 ára. Ólafía bjó áfram á Laugavegi 66 og heimilið var enn miðstöð Engeyjarsystra, barna þeirra, barnabarna og ann- ars skylduliðs. Lengst af bjuggu einhver skyldmenni í nábýli við Ólafíu á Laugavegi 66, lengst þó Maren systir hennar, en Baldur dó 1932. Bjó Maren eftir það með börnum sínum í sama húsi og Ólafía, þar til börn hennar voru upp komin og farin að heiman. Ólafía hafði mikla ánægju af garðrækt. Kom hún upp stórum og fallegum trjá- og blómagarði við Laugaveg 66. Þangað var gott að koma og njóta sólar og sumars. Ólafia var framúrskarandi vel verki farin og kunni illa iðjuleysi. Féll henni aldrei verk úr hendi, en aldrei var þó neinn asi á henni. Hún var jafnan boðin og búin að létta undir, ef veikindi bar að höndum eða liðsinna vinum sin- um og frændum, sem áttu við erfiðleika að etja. Hún lét sér jafnan mjög annt um okkur systrabörn sín, agaði okkur, siðaði og leiðbeindi, þegar henni fannst þörf á, meðan við vorum yngri. Hún var greind kona, vel lesin og fróð um marga hluti, stillt en stór- lynd nokkuð og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Veit ég, að sumum fannst hún stundum nokkuð þurr á manninn við fyrstu kynni, en þeir, sem ekki létu það á sig fá, fundu fljót- lega, að hún var mikill vinur vina sinna. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín, en var skilningsrík og umburðarlynd við aðra. Henni leiddist allt vil og vol og sýndi sjálf mikið æðruleysi á sorgar- stundum. Ólafía hafði mikla ánægju af aílri handavinnu, einkum út- saumi, hekli og vefnaði. Stóð vef- stóll jafnan í stofu hennar, og óf hún fram á síðustu ár. Prýða hannyrðir hennar nú heimili systrabarna hennar og annarra ættingja og vina. Ólafía var í meðallagi há, grannvaxin, spengileg og létt á fæti fram á síðustu ár. Klæddist hún jafnan íslenzkunt búningi. Hún var alla ævi heilsuhraust og hafði fótavist, þar til viku áður en hún lézt. Hún fylgdist ætið vel með, bæði landsmálum og högum skyldfólks sins, og minni sínu hélt hún óskertu fram í andlátið. Siðustu 12 ár ævi sinnar dvald- ist Ólafia á heimili systurdóttur sinnar Ragnhildar Helgadóttur al- þingismanns og Þórs Vilhjálms- sonar hæstaréttardómara. Þar fór vel um hana, og reyndist Ragn- hildur henni sem bezta dóttir. Fá- um við systrabörn Ólafíu seint fullþakkað þeim hjónum og börn- um þeirra alla þá alúð og unv hyggju, sem þau sýndu henni. Utför Ólafíu verður gerð frá Dömkrikjunni i dag. Ólöf Benediktsdóttir. Vinátla systkinanna Ragnhild- ar i Engey og Ólafs i Lindarbæ var einlæg og traust. Hún entist til þess að börn þeirra hnýttust óvenju sterkum frændsemisbönd- um. Þegar Ólafur var i Reykjavik, sem oft var, bjó hann ævinlega á heimili Ragnhildar og seinni manns hennar Bjarna Magnús- sonar. Það heimili hélt áfrant eft- ir andlát Ragnhildar undir stjórn Olafíu aóttur hennar, sem kviidd er í dag. En í raun hafði Olafia tekið við stjórn þess all-miklu fyrr vegna veikinda Ragnhildar. I Lindarbæ voru það miklir hátíðis- dagar, þegar einhver úr fjöl- skyldu Ragnhildar kom i heim- sókn þangað. Þegar ég kont fyrst til Reykja- víkur 1920 til að byrja mennta- skólanám, þótti eðlilegt og sjálf- sagt, að ég yrði til húsa hjá Ragn- hildi föðursystur minni, en þá var hún veik orðin og Ólafia tekin við húsmóðurstörfum aö mestu. En hinar dætur Ragnhildar voru all- ar giftar og flutlar að heiman. En fjölskyldumiðstöðin breyttist ekki og þa'ð kom i hlut Ólafiu að stjórna henni. Ólafía var komin af lögréttu- mannaættum. En lögréttumenn- irnir voru forsvarsmenn bænda og meginstoðir þess lífs, sent lifað var hér um aldir. Þeir höföu skap- að sér sterka menningu og trausl- ar heimilishefðir. Menningaerfð þeirra hefur reynst sterk og traust. 1 uniröti sköpunar hins nýja þjóðfélags, sent verið hcfir að mótast síðustu öld, hafa afkom- endur lögréttumannaa/ttanna og hin forna menning þeirra veriö sterkt afl til góðs og treyst innviði þess. Olafía Pélursdóttir var sannur fulltrúi hinna fornu hefða ætta sinna og þó nútí-makona. Hún var hagsýn, stjórnsöm og ráöholl. traustur vinur vina sinna og ein- beitt i skoðunum. Verk hennar og hjálpsemi kröfðust ekki auglýs- inga né þakklætis. Olafía giftist ekki. En eflir að hún hætli að standa fyrir hinu forna heintili, naut hún ánægju- legs ævikvölds hjá systurdóttur sinni Ragnhildi Helgadöttur og ntanni hennar Þór Vilhjálntssyni. sem hún var innilega þakklát fyrir. Ekki sist gladdi hana að njóta umönnunar og ástrikis ungra barna þeirra hjöna og blanda geði við þau. Dætur Ragnhildar í Engey voru oft i daglegu tali kallaðar „Engeyjarsystui". Þegar ég kom til Reykjavikur til nánis og dvaldi á heimili Ragn- hildar, föðursystur minnar.urðu þær systur sjálfkrafa nánustu vandantenn ntínir hér, Með Olafíu er síðasta engeyjarsyslirin horfitt. Eg þakka henni og hinum systr- unun.sem á und;tn gengu. frænd- rækni og trausta vináttu, sent aldrei brást. Blessuð sé ntinning þeirra. Ragnar Ólafsson. + Móðir okkar og tengdamóðir KRISTÍN M KRISTJÁNSDÓTTIR frá Hjalteyri andaðist á Hrafnistu 22 júní Börn og tengdabörn. + Þökkum samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, ÞÓRU ÁGÚSTSDÓTTUR Karl Ó. Jónsson Ingigerður Karlsdóttir Hjalti Pálsson Valdimar Karlsson Steinunn Bjarnadóttir Karl Karlsson Anna María Valsdóttir Jón Þór Karlsson Unnur Sveinsdóttir. t Móðir min, GUDRÚN SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR lést 23 júni á Sjúkrahúsi Akureyrar Fyrir hönd aðstandenda, Þuríður Jónsdóttir. + Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður minnar. KARITASAR G. BERGSDÓTTUR Hringbraut 63, Rvik. Laufey Friðriksdóttir. + Þökkum innilega ómetanlega aðstoð vináttu og samúð vegna fráfalls og jarðarfarar elskulegs sonar mins, bróður okkar og mágs ERLINGS GUÐMUNDSSONAR húsgagnasmíðameistara Þorgerður Bogadóttir systkini og aðrir vandamenn. Móðir og fósturmóðir okkar. GUÐLAUG EIRÍKSDÓTTIR, Búðargerði, Eyrarbakka verður jarðsungin frá Fríkirkjunni Hafnarfirði, laugardaginn 25 júní kl 10 30 Fyrir hönd tengdaforeldra. barnabarna, stjúpbarna og annarra vanda manna Eiríkur Gíslason Gísli Magnússon. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við útför sonar okkar, bróður, mágs og frænda. PÉTURS SÖEBECH BENEDIKTSSONAR Hrafnagilsstræti 10 Akureyri Tryggva og Benedikt Soebech Sigurgeir Söebech Þuriður Hauksdóttir Ágústlna Söebech Heimir Jóhannsson og frændsystkini. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför litla sonar mins, bróður og dóttursonar JÓNS REYMOND HALVORSEN, Jórufelli 12. Sigriður Rut Gunnarsdóttir, Friðrik Már Steinþórsson, Sigurlaug Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.