Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1977 Vitf> MORötlN- KAFr/NO — I §=2. j ' (M1 ' Ég held þú ættir að reyna að gefa hundinum heldur eitt- hvað hrámeti — það virðist vera það sem hann þarfnast! Þú ert nú sá aumasti „leynilögreglumaður" sem starfað hefur fvrir okkur í þessari verzlun! Kaffiverðið veldur mér orðið martröð um nætur! Fiallkraftur? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson „Ég á góð spil fyrir þig makk- er,“ sagði spilarinn í norður þegar hann lagði niður hendi blinds i spili dagsins. Gjafari vestur, allir utan hættu. Norður S. K9 H.G642 T. K73 L. ÁG84 Vestur S. 108 H. AD75 T. ÁDG984 L. 7 Austur S. D642 H. K98 T. 52 L.10652 Suður S. ÁG753 H. 103 T. 106 L. KD93 Suður var sagnhafi í fjórum spöðum eftir þessar sagnir: Veslur Norður Austur Suður 1 T pass 1 S pass 2 T pass pass 2 S ;IT 4 S ogallirpass Vestur spilaði út laufsjö og suður tók slaginn heima. Sam- kvæmt sögnum og útspili, sem sennilega var einspil, var vestur greinílega með ás—drottningu í hjarta og austur átti sennilega aðeins fjórlit í spaða því með fimm hefði hann doblað. Gg einn- ig sá suður, aó ef vestur spilaði ekki hjarta of snemma var hugsanlega hægt að vinna spilið. Suöur fór í trompið. Hann tók á kónginn og svínaði síðan spaða- gosanum. Og vinningslíkurnar jukust þegar áttan og tían komu frá vestri. Spilarinn spilaði siðan tígli, sem vestur tók með ás og spilaði aftur tígli. Og nú var spilið unnið. Sagnhafi tók sína þrjá slagi á lauf og endaði í blindum. Það var nauðsynlegt að gera það strax því annars gat austur látið lauf þegar suður spilaði siðasta tiglinum frá blindum, sem hann trompaði heima. Suður átti nú eftir ás og sjöu í spaða ásamt tveim hjörtum en austur átti drottningu og sexu í spaðanum. Nú fékk vörnin hjarta- slagina en suður fékk tvo síðustu slagina á spaða. „Ég vissi að einn spaði var blekkisögn hjá austri þegar þú sagðir tvo spaða,“ sagði norður eftir spilið. Hann tók ekki einu sinni eftir hvað spilið var iaglega spilað. Mamma vill ekki fara héðan úr Bergmálsdalnum — hún vill eiga lokaorðið! „Jafnréttiskomplexinn mun færa jafnréttisráði eða hvað það nú heitir verk að vinna. Það er að afmá hið forna, táknræna heiti Fjallkonan. Fjallkonan er látin lesa upp á þjóðhátíðarhöldum úti um allt land. Þetta getur jafnréttisráðið ekki látið fram hjá sér fara og gera verður þá kröfu að búið verði að kippa þessu i lag fyrir næstu þjóð- hátið Islendinga. Sem kunnugt er hefur t.d. heit- ið starfskraftur verið innleitt til jafnréttis kynjanna. Þegar þjóð- hátíðarnefndir um land allt koma saman næsta vor og fara að spekúlera í þessu með Fjallkon- una (vonandi verður jafnréttis- ráðið búið að leysa þennan vanda) vil ég benda á nafn sem hlýtur að koma til álita hjá ráð- inu, en það er að i stað Fjallkon- unnar (sem les eitthvert Ijóð) standi Fjallkraftur les þjóðhátíð- arljóð eftir NN, sbr. starfskraft- ur. Með heitinu Fjallkraftur væri áfram verndaður helmingur hins forna tákn, sem sé fjall. Essvaffþorn." % Seraphini svarað „Kæri Velvakandi, Orðsendingar mínar, sem þú hefur birt undanfarið, varðandi áróðursiðju róttæklinga í ríkisút- varpinu, hafa loks vakið andsvar i formi pistils „Seraphins“ i dálk- um þinum 14. júni s.l. — Ég þakka Seraphini andsvarið, en vænti þess að hann taki þvi með stiilingu að ég geri nú nokkrar athugasemdir við það. Strax í upphafi andsvars Seraphins fellur hann í þá gildru að nota alkunna aðferð róttækl- inga að reyna að kæfa rödd and- stæðings, en gildra sú er notkun persónuniðandi gifuryrða. Um málstað andstæðingsins i þessu tilfelli skartar hann með orðum eins og: „móðursýki", „barna- skapur", „flónskuskrif", „fárán- leg og fjarstæðukennd skrif“, „veinað er og kveinað" og þannig mætti lengur telja. — Undirritað- ur vill góðfúslega benda Seraphini á, að sá tfmi er löngu liðinn, þegar það var talið greindarmerki að vera róttækl- ingur. Mér skilst á Seraphini að af- staða „húsmæðra á Vesturbæn- um“ gegn Kambódíukerfi roðans úr austrí sé sérstaklega umtals- verð. — Ég tek ofan fyrir hús- mæðrum f Vesturbænum. Seraphin kvartar sérstaklega yfir staðreyndaframlagi minu í dálkum þinum, föstudaginn 3. júní, þar eð ég styðji mál mitt með „flóknum tölulegum útreikning- um“. — Kjarni málsins í þeim útreikningum var eftirfaransi: Utvarpstimi hljóðvarpsins Straumsvikurgöngudaginn 21. maí var 990 mínútur, og af þeim tíma voru 74 mínútur notaðar fyr- ir róttæklingaáróður. — Prentað efni hins aðal- málgagns róttæklinga þennan dag, Þjóðviljans, var 800 senti- metrar og fékk samskonar áróður þar 60 sentimetra rými. — Samanburðarreikningur gaf þá kátlegu útkomu að hlutfall rót- tæklingaáróðurs í báðum fjöl- miðlunum reyndist hafa verið hið sama, eða 7,5 hundraðshlutar. — Seraphini skal vinsamlegast á það bent, að þetta reiknisdæmi er nú ekki flóknara en svo, að hver meðaigreindur nemandi á unglingastigi skólakerfisins ætti að geta reiknað það. — Það skal svo aftur ítrekað að aðrir fjölmiðl- ar minntust varla á málefnið, og ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER 43 niður troðningana. Þegar hann var kominn svo langt að hann sá ekki bflinn lengur reikaði hann örmagna inn f skóginn og settist niður og hugsaði ráð sitt. — Átti hann ekki bara að halda áfram? Ekki eftir veginum, heldur í skóginum meðfram veginum, þannig að hann gæti falið sig ef Frede kæmi á eftir honum f bflnum? En myndi Frede gera það? Ætli hann myndi ekki hraða sér á braut jafnskjótt og hann vakn- aði. Kannski hafði hann alls ekki sofið. Kannski lét hann bara sem hann svæfi til að hann gæti losnað við hann á þægilegan hátt. Nú var hann sjálfsagt á leið inn f skóginn og hlódátt. Hikandi lagði Peter af stað aftur f áttina að bflnum. Frede var enn sofandi. And- litið var fölt, munnurinn hálf opinn, öðru hverju kom eins og krampar við munnvikin. Peter settist á stein skammt frá bflnum og nartaði f blá- berjalyng. Hann vissi ekki hversu lang- ur tfmi hafði liðið, þegar bíl- dyrunum var hrundið upp. Frede kom út svefndrukkinn. Byssan var enn f hendi hans. — Þú hefðir getað yfirbugað mig, sagði hann og brosti út f annað munnvikið. — Já. — Hvers vegna gerðirðu það ekki? — Ég veit það ekki. — Þú ert á móti ofbeldi? — Nei. — En ættirðu ekki að rétta lögreglunni hjálparhönd? — Þú segir að þú hafir ekk- ert komið nálægt sprenging- unni sem varð við sendiráðið. — Já, það er satt, sagði Frede blátt áfram. — Hvað er það þá.? — Ég sagði þér að það væri ekki hollt fyrir þig að vita það. Peter varð argur. — Hvað heldurðu eiginlega að ég sé. Þú kemur fram við mig eins og fullkominn blá- bjána. Ef einhver er blábjáni ert það þú. Þú gengur um með byssur og hótar fólki. Nú er ég farinn að skilja Lenu. — Lenu? — Já. — Hvað kemur Lena þessu við? — Það skiptir engu. Frede lyfti byssunni en lét hana falia aftur. — Býr Lena hjá pabba núna? — Já. — Hún hefur sem sagt hengt sig á hann núna. — Hvað áttu við? spurði Peter. — Ekkert. Hefur Lena sagt eitthvað um mig? — Hún sagði að þú værir hræddur við hana. Vegna þess hún gerði heiminn óþyrran og óöruggan fyrir þér. Frede hló. — Hún hefur frjótt fmyndunarafl. — Ekki er ég viss um að þetta sé allt fmyndunarafl. Framhaldssaga eftir Bernt Vestre. Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi. — Þú hefur bersýnilega talað heilmikið við Lenu. — Já, dálitið. — Hvers vegna ætti ég að vera hræddur við þennan apa- kött? — Þú hlýtur að vera hræddur fyrst þú sérð þig tilneyddan tii áð ganga um með byssu eins og kúreki f vestramynd. — Vertu nú ekki með neinn derring, góur. Frede beindi bvssunni að Peter. — Ég var satt best að segja að hugsa um það f fullri alvöru um stund að ég ætti að skjóta þig, sagði hann. Peter horfði inn f byssu- hlaupið og þagði. — Ef ég skyti þig, myndi ég fá betri frest. — Viltu færa þessa byssu. Mér hefur aldrei verið gefið um skotvopn. Ekki að ég trúi þvf að þú skjótir en það gæti hrokkið úr henni skot. Ég verð órólegur af þvf að horfa á hana. Frede lyfti byssunni f augn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.