Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JUNÍ 1977 15 Hafréttarráðstefnan í New York: Hörð barátta land- luktra ríkja en gæt- ir þó örvæntingar Frá Eyjólfi Konráð Jónssyni á hafréttarráðstefnunni í New York: LANDLUKTU rfkin gera nú hverja tilraunina af annarri til að reyna að ná fram auknum réttindum sér til handa en strandrfkin standa fast á móti. Má raunar segja að á öllum vígstöSvum sé baráttan nú með harSasta móti enda er að Ijúka enn einni umferS umræSna áður en ný drög aS hafréttarsátt- mála verða lögðfram af stjórnend- um og starfsliði ráðstefnunnar. ís- lenzka sendinefndin er vongóð um að þar verði enn gætt allra þeirra hagsmuna sem okkur varSar mestu. Stöðugir fundir eru í ótal nefnd- um, formlegum og óformlegum, og býsna mikil harka svo að Ijóst er að heildarsamkomulag er ekki á næstu grösum. Að einhverju leyti er þó um að ræða þá bardagaaðferð að sýna vígtennurnar án þess að vera ákveð- inn í að beita þeim. í byrjun næstu viku er gert ráð fyrir að stjórnendum hafréttarráð- Eyjólfur KonráS Jónsson stefnunnar verði falið að leggja fram nýjan heildartexta sem byggður verði á þeim umræðum, þrýstingi og athugunum, sem hafa farið fram undanfarnar vikur og hefur það leitt til þess að fjör hefur færzt I leikinn. Sumir halda því fram að harkaleg viðbrögð Bandaríkjamanna við til- lögum Evensens um hagnýtingu auðæfa hafsbotnsins utan 200 míln- anna hafi að einhverju leyti verið bardagaaðferð til að fá þriðja heim- inn til að fallast á siglingafrelsi Hér megi sem sagt á síðara stigi verzla, auðugu þjóðirnar gefi eftir í fyrstu nefndmni, sem fjallar um auðæfi úthafsbotnsins, en tryggi um leið frjálsar siglingar og réttindi til haf- rannsókna. Á óformlegum fundum hefur full- trúum landluktra og landfræðilega afskiptra ríkja verið gerð grein fyrir því að strandríkin muni fara sínu fram að þessum fundi loknum ef andstæðingar þeirra halda áfram óbilgirni Fulltrúi Chile benti raunar góðlátlega á í ræðu að 200 mílna landhelgi þeirra ætti nú þrftugs af- mæki, þeir hefðu tekið sér hana í júní 1947. Okkur íslendingum kom saman um að á næsta ári gætum við bent á, að 30 ár væru liðin síðan við helguðum okkur fiskimiðin yfir land- grunninu öllu með setningu laganna um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins. Fulltrúar þeirra þjóða sem and- stæðra hagsmuna hafa að gæta hafa háð harða baráttu til að reyna að tryggja sér aukin réttindi og meðal annars margsinnis vitnað til þess að höfin séu sameiginleg arfleifð mann- kyns, en heldur virðast þeir þó taugaóstyrkir og daprir í ræðum sín- um Hámarki náði málflutningur þeirra. þegar fulltrúi Ungverjalands flutti ræðu í annarri nefnd og greip til svo mergjaðrar samlíkingar að menn hrukku í kút. Hann sagði að meirihluti ráðstefnunnar hefðu nauðgað 28 landluktum ríkjum — og ætlaðist jafnvel til að þau hefðu nautn af. Japanir og Sovét- menn úr Alþjóða- hvalveiðinefndinni? Canberra, Astralíu, 23. júní AP FRAMTÍÐ hvalveiða í heiminum verður ákveðin á föstudag þegar Al- þjóðahvalveiðinefndin tekur ákvörð- un um hvalveiðikvóta næsta árs fyrir Norður- og Suður Kyrrahafssvæðin. Á þessum svæðum er veiddur stærsti hluti þess hvals sem veiddur er I heiminum og á fundunum hér hafa orðið harðar umræður um stærð kvótanna. Fundur nefndarinnar eru lokaðir blaðamönnum, en áreiðanlegar heim- ildir í Canberra herma, að ef kvótarnir Berlingur enn seinn á ferðinni Kaupmannahöfn, 23. júní frá fréttaritara Mbl Erik Larsen ENN KEMUR Kaupmannahafnarút- gáfan Berlingske Tidende út á eftir áætluðum tfma dag hvern. Fram- kvæmdastjórar blaðsins segja, að á þessum svæðum verða stórlega minnkaðir. eins og t.d. Bandaríkja- menn vilja, muni Sovétríkin og Japan segja sig úr nefndinni og þar með verða óbundin af ákvörðunum hennar. Af þessum ástæðum er talið líklegt að samið verði um litla minnkun kvótans. Nefndin hefur þegar ákveðið heldur stærri kvóta fyrir Norður-Atlantshaf en verið hafa í gildi og leyft aukna veiði nokkurra hvaltegunda þar Þá hefur nefndin ákveðið að beita sér fyrir rann- sóknum til að finna mannúðlegri að- ferðir við að veiða hval ekki sé ástæða til að hefja sérstakar viðræður við starfsmenn blaðsins um þessar seinkanir, en yfirmenn blaðsins eru sagðir hafa vaxandi áhyggjur af því að seinkanir þessar haldi áfram. Astæðan fyrir seinkaðri útgáfu blaðs- ins er sögð sú, að setjarar við blaðið taki sér nú hvíldarhlé i 45 minútur i stsð 1 0 mínútna áður vegna mikils hita í Kaupmannahöfn Morgunblaðið BT kemur einnig út á eftir áætluðum tíma, en Jótlandsútgáfan af Berlingske Tid ende, sem prentuð er í Kolding á Jótlandi, kemur út á settum tima án seinkana , Ngr áætlunar staður Nuer Þeir sem hyggja á ferðalög í sumar eiga nú fleiri kosta völ en fyrr, því frá og með 2. júlí hefst reglubundið áætlunarflug beint til háborgar menningar og skemmtanalífs Parísar. Flogið veröur vikulega, á laugardögum frá Keflavíkurflugvelli klukkan 15.00 og lent á Orly—flugvelli eftir 3ja stunda og 15 mínútna flug. Eftir klukkustundar viðdvöl verður flogið beint heim til íslands aftur. Fjölgun áætlunarstaða er liður 1 víðtæk- ari og betri þjónustu við landsmenn. í fyrra bættist Dusseldorf við - nú er það París. Þessi nýja flugleið er enn einn ávinning- ur af sameiningu okkar. FLUCFÉLAC L0FTIEIDIR LSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.