Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JUNÍ 1977 7 Líknarsjóður Þjóðviljans í stökum steinum sfðast liðinn þriðjudag er Iftillega fjallað um „Ifknarsjóð Þjóðviljans", sem stofna á til að standa undir „út- gjöldum hinna orðhvat- ari" á því blaði, eins og Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur komst að orði. Þar var vitnað til um- mæla nokkurra rithöf- unda; auk Indriða, Ingi- mars Erlends Sigurðsson- ar, Jóhannesar Helga, Jennu Jensdóttur og Jóns Björnssonar, sem öll for- dæma harðlega þá breytni, að draga við- kvæmt pólitfskt innan- landsmál inn á ársfund Norræna rithöfundaráðs- ins, sem og að norrænir rithöfundar hafi afskipti af fslenskum réttarfars- málum! í þessum tilvitnunum voru ummæli Ingimars Er- lends vakin að hluta með nafni annars rithöfundar, sem leiðréttist hér með. Ingimar Erlendur sagði: „Sigurði (Magnússyni) bar lagaleg og siðferðileg skylda til þess sem for- seta þessa norræna rithöf- undaþings á íslandi að mælast til þess eða skipa svo fyrir sem fundarstjóri, að þetta mál — VL-málið — yrði ekki tekið fyrir, ef það er rétt að hann hafi ekki sjálfur átt frumkvæði að endurupptöku þess. Auk þess kann ég ekki við að fslenskar dómsektir séu greiddar af útlending- um. Þá sýnist næsta stig að flytja þangað dóms- valdið sjálft." Ennfremur: „Það skiptir engu máli f þessu sambandi, hvort menn vilja hafa erlendan her f landi eða ekki. Held- ur vildi ég hafa erlendan her en selja íslenskt dómsvald f hendur er- lendra manna, jafnvel þótt bræður mfnir í rithöf- undastétt á Norðurlönd- um ættu f hlut. íslenskir rithöfundar verða grát- laust að lúta íslenskum lögum eins og aðrir fslenskir þegnar. Það er rökfölsun að halda þvf fram að hér sé um að ræða skerðingu á tján- ingarfrelsi. Hér er einfald- lega um það að ræða, hvort fslenskir rithöfundar eigi að lúta fslenskri meið- yrðalöggjöf eða ekki. Sóðayrði bæta ekki mál- stað eins eða neins og eru ekki rök f sjálfu sér. . . " Ingimar Erlendur Sigurðs- son rithöfundur Fámennir hópar og heild- arsamningar Jón Skaftason, meðlim ur sáttanefndar, segir í viðtali við Tímann f gær, að gerðir kjarasamningar séu „mjög djarfir". „Mér er fyllilega Ijóst, að ein afleiðing þeirra verður aukin verðbólga í landinu, en af reynslu minni í þess- um samningum fæ ég ekki séð að nokkur mann- Jón Skaftason alþingis- maður. legur máttur hefði getað komið í veg fyrir það. ..." Um samningamálin f heild hefur Tíminn eftir Jóni Skaftasyni: — Þá finnst mér að stöðu sáttasemjara og sáttanefndar þyrfti að styrkja allnokkuð, m.a. til að koma f veg fyrir, að mjög fámennir hópar geti um lengri tfma stöðvað heildarsamninga, sem all- ur fjöldinn hefur þegar samþykkt. — í gegnum þá reynslu sem ég hef fengið af þess- um samningum, er mér Ijósara en áður, að það er langtum fleira en kaupið eitt, sem deilt er um. Á eitt atriði vil ég minna sérstaklega, sem hefur verið áberandi uppi f þess- um samningum. Það er krafan um betri aðbúnað á vinnustöðum. Það er Ijóst, að launþegar eyða stórum hluta æfi sinnar á vinnustöðum og það Ijóst, að launþegar eyða stórum hluta æfi sinnar á vinnu stöðum og það er nútfma- leg krafa og réttmæt, að sá vinnustaður sé gerður eins vistlegur og aðlað- andi og mögulegt er og að öryggisútbúnaður sé f góðu lagi — Þess vegna fagna ég sérstaklega nýgerðu sam- komulagi um vinnuvernd, þar sem gert er ráð fyrir úttekt vinnustaða í land- inu og mjög auknu og strangara eftirliti í þeim efnum, sagði Jón Skafta son að lokum." 1 J FALKINN NÝ FRÁBÆR HUÓMPLATA! FOLK Þessadagana gefst tækifæri aðhlusta á RÍÓ á söngferða- lagi þeirra um landið. ÁRGERÐ 1977 — VÖNDUÐUSTU HJÓLHÚSATJÖLD í EVRÓPU — ENGINN VAFI! FYRIRLIGGJANDI FYRIR: EUROPA 455/74 SPRITE 400 OG ALPINE CAVALIER 4-40GT SVEFNTJÖLD. TOILETT TJÖLD E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 51888 Nýjasta bleian frá Mölnlycke heitir KVIK Hún er T-laga og er með festingum á hliðunum. Kvik bleian er örugg þar sem hún situr rétt á barninu, og færist ekki aftur. Rafknúið æfingatæki Til sölu er rafknúið æfingahjól með 1/2 hp. rafmótor, sérstaklega gott til að þjálfa handleggi, axlir, fótleggi og bak. Sérstakar stillingar gera það kleift að æfa handleggi og axlir án þess að fætur séu með. Einnig má þyngja og létta róðurinn eftir þreki hvers og eins. Meðfylgjandi bæklingur inniheldur leiðbeiningar sérfræðinga um árangursríkasta notkun. Fram- leiðandinn er amerískt stór- fyrirtæki, víðkunnt fyrir fram- leiðslu á vélknúnum sjúkra- tækjum. Verð: Kr. 226.000.— Til sýnis í Fálkanum, Suðurlandsbraut 8, kl. 10—12 f.h. 24., 27. og 28. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.