Morgunblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JUNÍ 1977
radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
ýmislegt
Reykjavíkurborg
— Úthlutun
Auglýst er eftir umsóknum um úthlutun
leigulands til garðyrkjustöðva í Lamb-
hagalandi.
Umsóknareyðublöð og allar nánari upp-
lýsingar verða veittar á skrifstofu borgar-
verkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð.
Umsóknarfrestur er til og með 30. júní
1977. Eldri umsóknir þarf að endurnýja.
til sölu
Tískuverslun til sölu
Til sölu er tískuverslun er verslar með
kvenfatnað, verslunin er vel staðsett í
Reykjavík. Góð kjör ef samið yrði fljót-
lega. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á
þessu leggi nöfn sín og heimilisföng inn á
augl.deild Mbl. merkt: Góð kjör — 6066
fyrir n k. miðvikudag.
kennsla
Frá Héraðsskólanum að
Núpi Dýrafirði
Ráðgert er að starfrækja framhaldsdeild á
viðskiptabraut og heilsugæslubraut
ásamt fornámi n.k. vetur. Umsóknir um
skólavist þurfa að berast fyrir 1 5. júlí n.k.
Skó/astjóri.
Frá Hússtjórnar-
kennaraskóla íslands
Hússtjórnarkennaraskóli fslands annast mentun hússtjórnar-
kennara og matráðsmanna. Hann starfar i tveimur deildum.
1. Kennaradeild býr nemendur undir kennslustarf i hússtjórn-
arfræðum við grunnskóla og hússtjórnarskóla.
2. Matráðsmannadeild menntar starfsmenn til þess að v'eita
forstöðu mötuneytum sjúkrahúsa og heimavistarstofnana.
Námið tekur þrjú ár.
Inntökuskilyrði eru: a) stúdentspróf ásamt námsskeiði í hús-
stjórn, eða b) próf úr hússtjórnarskóla ásamt prófi úr tveggja
ára framhaldsdeild gagnfræðaskóla.
Umsóknir um skólavist skal senda til Hússtjórnarkennaraskóla
íslands, Háuhlið 9, Reykjavik, fyrir 31. júli.
Með umsókn skal senda afrit af prófvottorðum og meðmælum
frá skólum og vinnustöðum. _. ,. ., .
3 Skólastjóri
Grunnskólinn í Borgarnesi
1. bekkur framhaldsdeildar verður í skól-
anum á komandi vetri. Nemendur geta
valið um þessar námsbrautir:
Viðskiptabraut, Iðnbraut og Bóknáms-
braut. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 4.
Skó/astjóri.
óskast keypt
i
Bandslípivél óskast
Vel með farin bandslípivél, ca. 2,50 m. á
lengd, óskast.
Uppl. í síma 22087 milli kl. 1 8 og 20 í
dag og á morgun.
Suður-Þingeyjarsýsla
Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Suður-
Þingeyjarsýslu, verður haldinn sunnudaginn 26. júní kl.
1 4.00 að Stöng í Mývatnssveit.
Alþingismennirnir Lárus Jónsson og Jón Sólnes og varaþing-
maður Halldór Blöndal koma á fundinn.
' Stjórnin.
Sauðárkrókur
— Skagafjörður
Sjálfstæðisfélögin á Sauðárkróki og í Skagafirði efna til
almenns umræðufundar um iðnaðar- og okumál föstudaginn
24. júní kl. 20.30 síðdegis í Sæborgu, Sjálfstæðishúsinu
Sauðárkróki.
Frummælendur Sveinn Björnsson verkfræðingur og Hörður
Jónsson verkfræðingur.
Frjálsar umræður.
Stjórnir Sjálfs tæðis fé/aganna
Síra Jakob Einars-
son — Minningarorð
Fæddur 8- febrúar 1891.
Dáinn 16. júnl 1977.
í dag fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavik minningarat-
höfn um síra Jakob Einarsson,
fyrrum prest og prófast að Hofi í
Vopnafirði. En hann lést þrotinn
að kröftum að Elliheimilinu
Grund hér í borg 16. þ.m. á 87.
aldursári.
Síra Jakob var fæddur að
Kirkjubæ í Hróarstungu 8. febrú-
ar 1891. Voru foreldrar hans þau
þjóðkunnu hjón, Einar Jónsson
prófastur í Kirkjubæ, og kona
hans Kristín Jakobsdóttir.
Bjuggu þau hjón síðar
(1912—1929) við mikla rausn að
höfuðbólinu Hofi í Vopnarfirði.
Var síra Einar um langt skeið
þingmaður Norðmýlinga, enda
lærður mjög og vel virtur. Bæði
voru þau hjón sprotar merkra
ætta, sem einkum áttu rætur á
Austurlandi. Var síra Einar m.a.
einn mesti ættfræðingur síns
tima á landi hér. Liggur eftir
hann nýlega útkomið hið mikla og
gagnmerka ritsafn, Ættir Aust-
firðinga, sem síra Jakob sonur
hans bjó með öðrum undir prent-
un. Vísast hér til þessa mikla rit-
safns um nánari ættfærslu þeirra
hjóna.
Hjá foreldrum sínum átti sira
Jakob bernsku og æskuárin bæði
í Kirkjubæ og að Hofi í Vopna-
firði. Ungur nam hann undir
skóla I föðurgarði. Lauk hann
stúdentsprófi f Reykjavík vorið
1913 og síðan guðfræðiprófi við
Háskóla íslands 13. febrúar 1917.
Sama ár, 28. maí, var hann svo
vígður sem aðstoðarprestur föður
slns að Hofi í Vopnafirði. Settur
prestur í Hofsprestakalli varð
hann 13. nóv. 1929 og fékk veit-
ingu fyrir brauðinu 6. júní 1930.
Þar varð síðan vettvangur lífs
hans og starfs meðan aldur og
kraftur leyfðu. Voru prest-
þjónustuár hans orðin 42, þegar
hann vorið 1959 hætti störfum og
flutti alfarið til Reykjavikur. Auk
prests- og prófastsstarfa gegndi
síra Jakob ýmsum öðrum störfum
í ríkum mæli. Var hann um skeið
oddviti yfirkjörstjórnar Norður-
Múlasýslu, lengi i stjórn Presta-
félags Austurlands og formaður
þess í mörg ár. Búrekstur hafði
hann og löngum á Hofi i allstór-
um stil og sat staðihn yfirleitt
með prýði. Um það vitnuðu gestir
og gangandi, sem lögðu margir
leið sína heim á staðinn í hans tíð.
Fyrir allt þetta hlaut sira Jakob
að verðleikum íslenzka Fálka-
krossinn 27. des. 1945.
Árið 1920, 20. sept., gekk síra
Jakob að eiga Guðbjörgu Hjartar-
dóttur Þorkelssonar, hreppsstjóra
að Ytra-Álandi í Þistilfirði. Var
hún atgerfiskona til likama og
sálar, kona merkrar ættar, mikill-
ar gerðar og mikilla mannkosta.
Varð hjónaband þeirra langt og
farsælt og öðrum til fyrirmyndar.
Stóð hún ástrík, örugg og traust
við hlið hans uns yfir lauk. Lést
hún á sjúkrahúsi hér í borg fyrir
rúmum þremur árum. Við fráfall
hennar brast styrkasta og kærasta
stoðin í lífi hans. Eftir það dvaldi
sira Jakob ýmist í Kaliforniu hjá
börnum sínum eða hér heima, þar
sem hann þráði að bera beinin.
Þau urðu tvö börnin, sem lífið
gaf þeim hjónum til að annast og
unna. Eru þau: Vigfús (f. 2. des.
1921) fasteignasali í Kaliforniu,
og Ingunn (f. 9. april 1928) hús-
freyja sama staðar. Voru þau syst-
kon foreidrunum mjög ástúðleg
og komu oft til þeirra hingað
heim, mundi hið ástríka samband
þeirra við foreldrana hafa komið
enn betur í ljós, ef mikil fjarlægð
hefði ekki skilið.
Á prestskaparárum minum lágu
leiðir okkar síra Jakobs ekki sam-
an þar sem við störfuðum sinn í
hvorum landsfjórðungi. Við
þekktumst aðeins i sjón eftir sam-
fundi á prestastefnum hér í
Reykjavík. En á háskólaárum
mínum bjó ég um skeið með ung-
um Vopnfirðingi, sóknarbarni
sira Jakobs. Einhverju sinni
spurði ég hann um hinn þjóð-
fræga stað, Hof í Vopnafirði, og
prestinn, sem þar sæti. Svarið var
stutt, en skýrt og ákveðið. „Þar
býr heiðursmaður á heiðursstað
og hallast þó hvergi á með honum
og konu hans“. Heiðurshjón á
heiðursstað. Þannig hygg ég að
einkunnin hafi verið, sem lífið
gaf þeim hjónum eftir hina löngu
þjónustu i kirkju og utan að Hofi í
Vopnafirði. Og eftir náin kynni og
vináttu við þau hjón á efri árum
tel ég, að þau hafi verið vel að
þessari einkunn komin.
Síra Jakob var maður virðuleg-
ur i allri framkomu, fremur hlé-
drægur, en að jafnaði hlýr og
mildur, lágum sem háum. Bóka-
unnandi var hann mikill og átti
stórt og vandað bókasafn. Hann
var mjög söngelskur og hafði frá-
bæra tenórrödd fram á efstu ár.
Það var unun að heyra hann
syngja messu fyrir altari á
áttræðisaldri. Ræður hans voru
bjartar og hlýjar, lausar við allar
þrengri kreddur eða skorður.
Hann trúði á framlífið og Gifð
kærleikans, sem Jesús Kristur
hafði birt og boðað. Kristur var
honum bæði frelsarinn og fyrir-
myndin, sem leiddi til lifsins og
ljóssins. Og hann lagði áreiðan-
lega meiri áherslu á að lifa Krist
en að flytja um hann margbreyti-
legar kenningar frá ýmsum öld-
um. Fyrir því varð líf hans og
starf svo vammlaust og vandað
fyrr og síðar.
Haustið 1959 gekk sira Jakob í
félag okkar fyrrverandi sóknar-
presta hér i Reykjavík. Að honum
varð félaginu mikill og góður
fengur. Hann sótti fundi manna
bezt meðan hann átti dvöl hér
heima. Hann tók ríkan þátt í
störfum félagsins, einkum messu-
gerðum, meðan kraftar leyfðu.
Návist hans setti sinn svip á fundi
okkar, gjörði þá ríkari að félags-
lund, birtu og yl. Fyrir allt þetta
færi ég honum ríkustu þakkir
okkar, þegar leiðir skilur um
stundar sakir.
Fyrir hönd mína og fjölskyldu
minnar færi ég hinum látna bróð-
ur vinar- og þakkarkveðjur. Eftir-
lifandi börnum hans, Ingunni og
Vigfúsi, votta ég samhryggð og
samfögnuð í senn. Samhryggð
vegna alls þess, er við söknum úr
lífi hans. Samfögnuð vegna þess,
að mér er óvenjulega bjart fyrir
augum, þegar ég í anda fylgi hon-
um á leið héðar. til hærri heima.
Jón Skagan.
Sr. Jakob Einarsson, fyrrum að-
stoðarprestur föður síns, sr. Ein-
ars Jónssonar á Hofi í Vopnafirði,
síðar eftirmaður föður slns sem
prestur á Hofi og að lokum pró-
fastur í Norður-
Múlaprófastsdæmi 1929—59, and-
aðist aðfaranótt 16. júní I Elli-
heimilinu Grund, þar sem hann
hafði dvalið um tima.
Fyrir utan prestsþjónustustarf-
ið á Hofi gegndi hann margvísleg-
um öðrum störfum, var m.a. Iengi
I stjórn Prestafélags Austurlands
og formaður þess 1942—45. 1
hreppsnefnd var hann árin
1918—24 og oddviti hreppsnefnd-
ar 1918—21. Ennfremur var hann
í sáttanefnd 1930 til 1959. Enn-
fremur formaður fræðslu- og
skólanefndar 1926 til 1946 og loks
prófdómari 1932—58. Hann varð
riddari Fálkaorðunnar 1945.
Auk þess að semja Prestsþjón-
ustubók Hofs 1899—1933, endur-
samin eftir tiltækum gögnum, en
frumbókin brann 30. des. 1933,
gerði hann spjaldskrá yfir manna-
nöfn i ættum Austfirðinga. Enn-
fremur gerði hann makanúmer
við ættirnar, sem var vandasamt
og seinlegt verk.
Kona hans var Guðbjörg
Hjartardóttir bónda og
hreppstjóra á Ytra-Álandi í Þistil-
firði.
Kynni okkar sr. Jakobs urðu
fyrst eftir að við urðum nágrann-
ar. Þá bárum við saman bækur
okkar viðvikjandi ýmsum
skekkjum i ættum Austfirðinga.
Leiðréttum bækur okkar sam-
kvæmt þeim samanburði og luk-
um því verki skömmu áður en
hann fór til Ameríku, að hitta
börn sin.
Séra Jakob var einn af elskuleg-
ustu mönnum, sem ég hefi kynnst
og haft samstarf við. Ég hefði
gjarnan viljað hafa lengra og nán-
ara samstarf við hann.
Eftirlifandi ættingjum hans
færi ég innilega samúðarkveðju.
Jón Þórðarson.
Birting afmælis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á þvl, að afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði, að berast I sfðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili.