Morgunblaðið - 20.07.1977, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JULI1977
3
„Mjög góð stemmn-
á Úlfljótsvatni”
A HINU fjölmenna Skátamóti við
Úlfljótslatn hefur ekkert farið
úrskeiðis og allri áætlun verið
haldið með prýði þrátt fyrir vætu-
samt veðurfar. „Já, það er mjög
góð stemmning rlkjandi hér á
Úlfljótsvatni, sagði Arnfinnur
Jónsson mótsstjóri þessa 17.
landsmóts skáta í samtali við Mbl.
f gær. Þess má geta, sagði Arn-
finnur, að á mánudagskvöldið var
hér stór varðeldur á mótssvæðinu
og voru þar viðstaddir 1500 skátar
eldri og yngri. Rfkti þar mikill og
góður skátaandi yfir mannskapn-
um. Veður var lognkyrrt þetta
kvöld og þurrt.
I gærmorgun var fallegt veður
þar eystra og þó ekki væri þar
glampandi sólskin var bjart yfir.
Voru skátarnir að ganga til dag-
skrárstarfa, en átti samkomunni
að ljúka með svonefndum Torg-
varðeldi í kvöld. En Torg er innan
hvers hinna sjö tjaldsvæða sem
tjaldborgin stendur á.
Arnfinnur bað fyrir beztu
kveðjur frá öllum þátttakendum á
þessu fjölmenna móti. — Já mér
er óhætt að fullyrða að hér liði
öllum vel og að allir biðja að
heilsa — hver til sins heima.
Frá skátamótinu við Úlfljótsvatn.
Ljósm. Mbl: Friðþjófur
Taka lagið
1 Norræna
húsinu
VISNAKVÖLD verður í Norr-
æna húsinu f kvöld og mun
söngtrfó flytja þar fslenzk lög
og ýmis norræn lög. Hanne
Gustavi, Gfsli Helgason og
Stefán Andrésson skipa trfóið
en þau hafa sungið á ýmsum
stöðum á undanförnum
mánuðum við góðar undirtekt-
ir. Tónleikarnir hefjast klukk-
an 8.30, en f viðtali við þre-
menningana sögðu þau að
eftekjuafgangur yrði af vfsna-
Gfsli, Hanne og Stefán.
Ljósmynd Mbl. Friðþjófur.
kvöldinu yrði hann settur f
Hjálparsjóð æskufólks.
Þau Hanne og Stefán leika á
gítar en Gísli á flautur. Þau
eru öll félagar í samtökum
Vísuvina, sem hafa starfað
reglulega í allan vetur, en það
eru samtök áhugafólks um
vísna og ljöðaflutning. Hanne
Gustavi hefur verið búsett á
Islandi um árabil, en er nú á
förum til Svíþjóðar.
Doktor í
bygginga-
verkfræði
Ríkharður Kristjánsson
lauk nýlega doktorsprófi í
byggingaverkfræði við háskól-
ann f Darmstadt í V-
Þýzkalandi.
Rikharður er þritugur að
aldri, stúdent frá Menntaskól-
anum á Akureyri 1966. For-
eldrar hans eru Kristján As-
geirsson, útibússtjóri á Eyrar-
bakka, og Ingibjörg Jónsdóttir.
Ríkharður er kvæntur Idu
Sveinsdóttur og eiga þau tvö
börn.
Ríkharður Kristjánsson mun
hefja störf við Rannsókna-
stofnun byggingaiðnaðarins
innan skamms.
Hamrahlíðarkórinn
NAFN höfundar greinarinnar
um Hamrahlíðakórinn, sem
birtisti i blaðinu sl. sunnudag,
féll því miður niður, en grein-
in er eftir Jón Asgeirsson tón-
listargagnrýnanda blaðsins.
Myndgæði PHILIPS litsjónvarpstækja eiga
tæpast sína líka. Þar sérðu alla hluti eins
eðlilega og hægt er. Rautt er rautt, blátt
blátt, grænt grænt o.s.frv, PHILIPS hefur
ieyst vandamálið við villandi og óeðliiega
liti og þaö er eins og að vera sjálfur á
staðnum þar sem myndin er tekin, þegar
þú horfir á PHILIPS litsjónvarpstæki.
Oþarft er aö koma með upptalningu á
tæknilegum atriðum hér en bendum aðeins
á að PHILIPS er stærsti framleiöandi
litsjónvarpstækja í Evrópu, hefur framleitt
yfir 40.000.000 sjónvarpstækja. Segir það
ekki sína sögu?
PHILIPS hóf hönnun litsjónvarpstækja
árið 1941 og hefur síðan stefnt markvisst aö
tæknilegri fullkomnun.
PHILIPS litsjónvarpstæki fást í mörgum
geröum, meö skermum frá 14” - 26”.
Viö viljum eindregið hvetja væntanlega
kaupendur litsjónvarpstækja til aö
kynna sér umsagnir hlutlausra aðila og þá
verður valiö ekki erfitt.
Þaö er og veröur PHILIPS.
litsjónvarp
með eðlilegum litum