Morgunblaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20! JULl 1977
7
Uppákoma nýs
páfastóls
í stökum steinum i gær
var litillega fjallað um
sunnudagshugleiðingu
Kjartans Ólafssonar, rit-
stjóra Þjóðviljans, um
„efrópukommúnisma og
islenzk viðhorf". Þessi
samsetning Kjartans er
fyrst og fremst eftirtektar-
verð fyrir þá sök, að i orði
kveðnu tekur hann undir
sjónarmið frumkvöðla
evrópukommúnismans á
ítaliu, í Frakklandi og á
Spáni en undirtónninn er
lúmsk gagnrýni á „endur-
skoðunarsinna" á siðum
Þjóðviljans, sem nokkuð
hafa látið á ser kræla
undanfarið. Þessi tvi-
skinnungur kemur einkar
vel í Ijós i tveimur
setningum, sem lýsa eiga
sjónarmiðum islenzkra
sósíalista í dag: „. . . þá
þurfum við ekki að hika
við að viðurkenna all-
náinn skyldugleika við
flokk eins og t.d.
Kommúnistaflokk ítaliu."
Síðan er hnýtt við þessari
gullvægu setningu: „Fátt
er stjórnmálasamtökum
sócialista í einstökum
löndum eða alþjóðlegri
verkalýðshreyfingu yfir-
leitt hættulegra en uppá-
koma páfastóls af þessari
eða hinni gerð.
„Páfastóll" islenzkra
kommúnista hefur hingað
til verið hið „gerzka ævin-
týri„. Og Kjartani Ólafs-
syni lýst síður en svo á
„uppákomu" nýs „páfa-
stóls", sem bersýnilega á
við þríeykið Berlinguer
(hinn ítalska), Carillo
(hinn spánska) og
Marchais (hinn franska).
Með hliðsjón af skrifum
nokkurra samstarfsmanna
Kjartans í Þjóðviljanum
undanfarið, sem bergmála
hliðhylli við evrópu-
kommúnismann, hljómar
tónn Kjartans sem viðvör-
un: Það er í lagi að látast
— en það má ekki taka
látbragðsleikinn of
alvarlega!
„Laukrétt hjá
Berlinguer”
Eins og sagt var frá í
Staksteinum I gær verður
Kjartani það á að taka
undir kjarnapunktinn í
nýjum viðhorfum italskra
kommúnista, þegar hann
segir orðrétt: „Og það er
laukrétt að Berlinguer,
formaður ítalska
Kommúnistaflokksins,
hefur sagt, að á leiðinni til
lýðræðislegs socíalisma
eru nú reyndar stærri
hindranir á veginum i
Austur-Evrópu en i Vest-
ur-Evrópu." Þetta orða-
lag: „eru nú reyndar" fel-
ur að vísu i sér þvingaða
viðurkenningu — en
viðurkenningu þó. Frelsið,
meira að segja „frelsi
socialismans" fyrirfinnst
ekki i framkvæmd hans.
Það er sorgarsagan, sem á
þó rætur i eðli kenningar-
innar, ekki siður en
framkvæmdinni.
Evrópukommúnisminn
hefur gjörólika afstöðu til
samstarfs Evrópuþjóða,
bæði á sviði efnahags-
mála og öryggismála, en
til að mynda sovéski
Kommúnistaflokkurinn
eða islenzka Alþýðu-
bandalagið. í orði kveðnu
lýsa foringjar evrópu-
kommúnismans yfir hlið-
hylli við Atlantshafs-
bandalagið og Efnahags-
bandalag Evrópu til að
viðhalda valdajafnvægi og
friði i okkar heimshluta og
efnahagslegri velferð
hinna almennu
þjóðfélagsþegna i frjáls-
um þjóðfélögum V-
Evrópu. Þessi stuðningur
er að visu orðaður
misjafnlega skirt en ótvi-
rætt þó. Berlinguer telur
jafnvel framgang lýð-
ræðislegs sócialisma við-
ráðanlegri i rikjum borgar-
legs lýðræðis en við
kommúníska þjóðfélags-
hætti. „Og það er laukrétt
sem Berlinguer formaður
ítalska Kommúnista-
flokksins hefur sagt" um
þessa hlið mála, segir rit-
stjóri Þjóðviljans! Þeir
Berlinguer og Kjartan
Ólafsson eru sum sé sam-
mála í orði um, eftir orð-
anna hljóðan, að
kommúnisminn — eins
og hann kemur um-
heiminum fyrir sjónir i A-
Evrópu — sé beztur i fjar-
lægð — þvi meiri fjar-
lægð því betra. Þetta villl
Berlinguer staðfesta með
ítalskri aðild að Atlants-
hafsbandalaginu. En þeg-
ar til kastanna kemur hjá
Kjartani er hann enn tagl-
hnýttur, gamla „páfa-
stólnum". En verður lýð-
ræðið i veröldinni varð-
veitt til frambúðar án
varnarsamstarfs lýðræðis-
þjóða? Um það efast æ
fleiri, vinstri sinnað fólk
ekki síður en borgaralega
þenkjandi.
Hvernig er berg-
id á 30 km dýpi?
Stór hópur jarðvfsindamanna
er um þessar mundir dreifður um
hálendið við samræmdar rann-
sóknir, tii að afla upplýsinga um
gerð og eðli berglaga umdir Mið-
atlantshafshryggnum. Ná mæl-
ingar dýpra en nokkru sinni hef-
ur verið reynt fyrr. Hafa lands-
menn heyrt nokkrum sinnum á
dag lesnar á ensku tilkynningar
til hópanna frá miðstöð rannsókn-
anna við Sigöldu. En þeir eru að
mæla á ýmsum stöðum endurkast
frá sprengingum, sem gerðar eru
bæði á sjó og landi.
Þetta eru að sumu leyti fram-
haldsrannsóknir við þær sem
unnar hafa verið að áður, en þó
nýtt verkefni, sem þýzkir jarðvís-
indamenn eru frumkvöðlar að og
eru hér hópar þeirra frá
Miinchen, Frankfurt og Hamborg.
Rannsóknirnar eru gerðar í sam-
vinnu við Islendinga, Orkustofn-
un og Raunvísindastofnun
Háskólans. Þá tekur þátt í rann-
sóknunum sovézki vísindahópur-
inn, sem var við svipaðar rann-
sóknir i Borgarfirði i fyrra og á
Norðausturlandi i ár, með bylgj-
um frá sprengingum fást upplýs-
ingar um berglög djúpt undir gos-
beltinu. Auk þess eru Bretar með
í þessu verkefni og í þeirra hópi
nokkrir Bandaríkjamenn.
Guðmundur Pálmason, eðlis-
fræðingur, sem hefur með þetta
verkefni að gera fyrir Orkustofn-
un, sagði Mbl. að þetta verkefni,
sem nú stendur yfir, miðaði að þvi
að kanna berglögin undir Mið-
atlantshafshryggnum á íslandi
sjálfu og suður í haf, á Reykjanes-
hryggnum. Er horft dýpra í jörð-
ina en til dæmis Rússarnir hafa
verið að gera eða, nokkra tugi km
niður. Er það gert á sama hátt
með sprengingum og móttöku á
bylgjum frá þeim, en þó notuð
önnur mæliuppsetning.
Þetta verkefni hófst 12. júlí og
er ætlunin að ljúka því 19. júli. Er
gert ráð fyrir að halda áfram í
nokkra daga í viðbót, ef einhverj-
ar tafir hafa orðið.
Sprengingarnar fara fram frá
skipi suður i hafi, i stöðuvatni á
miðhálendinu og úti fyrir strönd-
inni á Norðausturlandi, út af
Vopnafirði og Melrakkasléttu.
Tók Guðmundur fram að spreng-
ingar í sjó væru gerðar í samráði
við Hafrannsóknastofnun.
Hópar jarðvísindamanna eru
svo staðsettir á landi, á línu sem
liggur þvert yfir landið, frá Mið-
suðurlandi, norður og austur í
Vopnafjörð. Einnig liggur armur
norður á Melrakkasléttu. Og þar
sem hóparnir eru dreifðir svo
viða um hálendið, eru tilkynning-
ar til þeirra um framkvæmd
sprenginganna lesnar i útvarpi
frá miðstöð þessara rannsókna i
Sigöldu. Hópurinn er mjög stór,
margir tugir manna, sem að þessu
vinna.
— Tilgangurinn er i stuttu máli
sá að afla upplýsinga um gerð og
eðli berglaga undir Miðatlants-
hafshryggnum, útskýrði Guð-
mundur Pálmason. Það er gert
með því að senda jarðskjálfta-
bylgjur frá sprengingu niður í
jörðina og með móttöku á þessum
bylgjum á ýmsum stöðum á yfir-
borðinu, og með því að mæla út-
breiðslu, tíma og styrkleika. Þá er
hægt að draga af þvi ályktanir
með hvernig útbreiðsluhraði
þessara bylgna breytist með dýp-
inu. Grundvallarupplýsingarnar
eru semsagt útbreiðsluhraði í
berglögum á mismunandi stöðum
og á mismunandi dýpi. Þær má
nota til að draga ályktanir um
gerð bergsins, með því að bera
þær saman við svipaðar niður-
stöður, sem fyrir liggja annars
staðar á jörðinni, bæði á megin-
löndum og sjávarbotni, svo og
undir öðrum hlutum miðúthafs-
hryggjanna. Það sem einkennir
þessar mælingar hér nú, er að
þær ná dýpra en aðrar mælingar,
sem hér hafa verið gerðar með
sprengingum.
— Allt er þetta þáttur i rann-
sóknum á Miðatlantshafshryggn-
um. Island hefur þá sérstöðu á
þessum hrygg, að vera ofansjávar.
Þvi er að mörgu leyti auðveldara
að rannsaka hann hér en á sjávar-
botni. Þýðing mælinga hér á landi
er kannski einkum í þvi fólgin, að
þær sameina rannsóknir undir
landinu sjálfu og rannsóknir á
hryggnum, þar sem hann er neð-
ansjávar. Það gerir aðstæðurnar
sérstæðar hér og áhugaverðari.
Beinn hagnýtur árangur er
kannski ekki svo augljós, en þó
geta allar upplýsingar, sem fást,
hjálpað okkur til að túlka það sem
er á minna dýpi lika. Það sem við
erum að fást við vegna nýtingar á
jarðhita er á nokkurra km dýpi,
en þarna er um að ræða tugi kíló-
metra dýpi.
Vísindahópar á hálendinu
Er bleyta
i garðinum?
Vatnsþrýstingsmyndun getur ótrúlega auðveld í notkun.
valdið því að jarðvatn komist Vegna gormlögunar er auðvelt
í múr. að beygja þau.
VATNSVIRKINN vekur athygli á
sænskri gæðavöru, sem bægir
frá slíkri hættu:
Lubonyl ræsilögnum.
Lubonyl rörin til ræsilagna eru
úr PLASTI. Þau eru létt og
Lubonyl rörin til ræsilagna eru
enn ein gæðavaran, sem
VATNSVIRKINN býður
viðskiptamönnum sínum.
Vöruvöndun, þekking og
þjónusta byggð á 25 ára reynslu.
Vatnsvirkinn hf.
Ármúla 21 - Sérverzlun með efnivörur til pípulagna
sr
Morgunbiadio
óskareftir
bladburdarfólki
AUSTURBÆR KÓPAVOGUR VESTURBÆR
Selvogsgrunnur Hávegur, Granaskjól
Samtún Víðihvammur. Melhagi
UPPL ÝSINGAR ÍSÍMA 35408
SU0UR VESTUR
Þetta skemmtilega flekahús
er til sölu
Húsið er u.þ.b. 110 fm og er með öllum
innréttingum, rafmagnslögn og vatnshitalögn-
um.
Húsið er tilbúið til flutnings.
Uppl. í síma 43829.