Morgunblaðið - 20.07.1977, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JULI 1977
Pálmi Jónsson alþm.:
Enn um Blönduvirkjun
Vinur minn og nágranni Jón
Torfason ritar um Blönduvirkjun
í Morgunblaðið 28. júní s.l. og
gerir þar að umtalsefni grein sem
ég skrifaði um þetta efni 23. apríl.
Athugasemdir Jóns eru flestar
meinlitlar. Þær eru settar fram í
vinsamlegum tón í minn garð,
þótt tæknilega sé að unnið við
klippingu tilvitnana. Þó bregður
út af á þá lund, að ég treysti mér
ekki til að láta ósvarað. Að sjálf-
sögðu er ekkert því til fyrirstöðu
af minni hálfu að ræða þessi mál
opinberlega fyrst Jón kýs, enda
þótt aðrar leiðir kynnu að hafa
verið nærtækari okkar í milli. Ég
mun þvi nota þetta tækifæri til
þess að fjalla um þessi mál nokk-
ru nánar.
Að öðru leyti mótast grein Jóns
af neikvæðum viðhorfum hans til
Blönduvirkjunar, sem engum
kunhugum þurfa að koma á óvart,
þvi hann mun hafa verið einn
þeirra, sem greiddi atkvæði gegn
hinni eindregnu stuðningsyfirlýs-
ingu við Blönduvirkjun, sem sam-
þykkt var með 227 atkvæðum
gegn 6 á fundi áhugamanna um
Pálmi Jónsson.
þetta efni, er haldinn var á
Blönduósi 17. jan. 1976.
Landspjöll
Ég hefi aldrei, hvorki í skrifum
eða umræðum, gert litið úr þeim
miklu Iandspjöllum, sem tilhögun
virkjunar Blöndu eru samfara.
Þvert á móti hef ég ævinlega bent
á þau sem helzta annmarka þessa
máls. 1 grein sinni talar Jón
Torfason um þetta með dálitið
tvíræðum hætti og segir, að
„talnaleikur" minn um miðlunar-
lónið sé eitthvað „skritinn". Hlut-
fallstölur þær sem ég virti eru
samkvæmt niðurstöðum í erindi
orkumálastjóra frá því í april ’73.
I þetta erindi var margsinnis búið
að vitna af andöfsmönnum
Blönduvirkjunar, m.a. í ályktun-
um, og haldið fram að það sýndi
að eyðing gróðurlendis við
Blöndu væri „60% af öllu landi,
sem eyðist við fullnýtingu virkj-
anlegrar vatnsorku á landinu".
Þessari fjarstæðu var nauðsyn-
Iegt að svara, og um þetta segir
Jakob Björnsson m.a. í bréfi frá
Orkustofnun dags. 20. april 1977:
„I yfirliti 1 á bls. 141 er sýnt
hvernig landþörf undir miðlunar-
lón var metin þá og hvað af þeirri
landþörf væri gróið land. Mat á
því var gert eftir beztu tiltækum
kortum en ekki á grundvelli gróð-
urkorta, sem ekki voru alls staðar
tiltæk. Má því búast við að tölur
breytist með betri rannsóknum,
og þær hafa raunar gert það, m.a.
varðandi Blöndu, þar sem gróið
land undir miðlunarlón er talið 20
ferkm. í yfirlitinu, en nýjustu
rannsóknir sýna það 55 ferkm.
Hins vegar má ætla, að yfirlitið sé
betur nothæft til að bera einstaka
virkjunarstaði saman innbyrðis
en til að meta stærð gróðurlendis
sem fer undir vatn á hverjum stað
um sig.
Samkvæmt yfirlitinu er heild-
arflatarmál gróins Iands sem fer
undir miðlunarlón 152,5 ferkm.
Þar af eru 60 ferkm. eða 39,3% í
Þjórsárverum og 20 ferkm. eða
13,1% á Auðkúluheiði. Séu Þjórs-
árverin ekki meðtalin er gróður-
lendið á Auðkúluheiði 21,6%
heildarinnar.
Talan 60% fyrir Auðkúluheiði
sýnist vera þannig fengin að frá
tölunni 152,5 ferkm. fyrir landið í
heild er dregin talan 60 ferkm.
fyrir Þjórsárver. Eftir er þá 92,5
ferkm., sem m.a. felur í sér töluna
20 ferkm. sem yfirlitið telur gróð-
urlendið á Auðkúluheíði. I stað
þessara 20 ferkm. samkvæmt yfir-
litinu eru síðan settir 55 ferkm.
skv. nýjustu rannsóknum, en
samt gert ráð fyrir að talan fyrir
landið i heild, 152,5 ferkm., sé
óbreytt. Hluta er breytt, en samt
reiknað með að heildin sem felur
hlutann i sér, sé öbreytt. Utkom-
an úr slíkum „reikningum" verð-
ur vitanlega endaleysa og ekkert
annað.“
1 erindi Jakobs Björnssonar frá
'73 var gert ráð fyrir, að tap gróð-
urlendis við Blönduvirkjun yrði
20 ferkm. Betur var ekki vitað þá.
Sambærilegt mat mun hafa farið
fram við ýmsa aðra virkjunar-
staði. Þar er t.d. talið að gróið
Iand, sem hverfi undir vatn við
Jökulsárnar í Skagafirði verði 14
ferkm. Eftir að Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins hafði metið
þetta við Blöndu hækkaði talan
þar í 50—55 ferkm. Ekki er vitað
til að Raia hafi slegið slíku mati á
landssvæðið við Jökulsárnar og
þvi síður vitað hver niðurstaðan
verður. E.t.v. verður þetta minna
en 14 ferkm., en e.t.v verður það
tvisvar til þrisvar sinnum stærra
eins og raun varð á við Blöndu.
Þetta sýnir að svona ólíkum for-
sendum má ekki blanda saman,
en í þann pytt hefur Jón einmitt
dottíð í grein sinni, þó hann kom-
ist í sínum útreikningum ekki
nema hálfa leið að þeirri „enda-
Ieysu“, sem Jakob Björnsson
nefnir í bréfi sínu.
Annars er þarflaust að deiia um
stærðir í þessu máli miðað við þá
virkjunartilhögun, sem um er
rætt. Mesta vatnshæð í lóni er
áætluð 478,2 m.y.s. og stærð lóns-
ins miðað við þá hæð 56,5 ferkm.
Samkvæmt niðurstöðum Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins
verður stærð gróins lands, sem
hverfur undir vatn 49,7 ferkm.,
þar af 3,1 ferkm. utan aðallónsins.
Sé bætt við því gróðurlendi, sem
ekki nýtist til beitar, þ.e. hólmum
og töngum í lóninu og öðru þvi er
spillist við rask er reiknað með að
nýtanlegt gróðurlendi dragist
saman um allt að 55 ferkm. Þess-
ar tölur er ekki þörf á að ýkja,
þær sýnast nægilegar til þesí að
átta sig á því að þarna er um
stórkostleg landspjöll að ræða.
Hvort þetta er „nálægt þriðjungi
af öllu gróðurlendi á Auðkúlu-
heiði" eins og Jón lætur liggja að,
skal ég ekki um dæma, en ef það
væri rétt væri haglendið á heið-
ínni óskert eins og þaó er nú,
aðeins fyrir liðlega 5.600 ærgildi
(1 ærgildi = 1 ær + 1.4 lömb) og
er þá miðað við mat Rala á því
landsvæði, sem tapast við virkjun-
arframkvæmdir. Ég minnist þess
ekki að hafa heyrt sérfræðinga
nefna slíkar tölur, og þær eru
auðvitað í litlu samræmi við þann
fjölda sauðfjár og hrossa, sem á
heiðinni gengur.
Landbætur
Nauðsynlegt er að vinna nýtt
gróðuriendi í stað þess, sem tap-
ast með uppgræðslu og landbót-
um. Álitleg boð hafa verið sett
fram um ræktun örfoka lands og
viðhald þeirrar ræktunar. Til
greina gæti einnig komið að bæta
gróið land með áburðargjöf t.d. á
hinum víðlendu þurrlendisbung-
um við vötnin.
Jón telur að nokkuð beri á milii
álits sérfræðinga og þess er ég
segi f grein minni 23/4 sl. um
ræktun gróðurlendis í stað þess
sem tapast. Þarna sýnist ritgleðin
hafa tekið dómgreindinni fram
hjá vini minum Jóni/ því báðir
aðilar nota nákvæmlega sama orð-
ið í niðurstöðum sínum, þ.e. að
þetta sé „unnt“. Niðurstaða mín
er samkvæmt tilvitnunum Jóns:
„Þannig er unnt að bæta tjónið og
það er líka nauðsynlegt". Hins
vegar segi ég lika i aðfararorðum
þessarar niðurstöðu: „Skoðun vis-
indamanna og tilraunir, sem gerð-
ar hafa verið benda allar til þess
með vaxandi öryggi, að nýtt gróð-
urlendi sé auðvelt að vinna í stað
þess sem tapast.“ Þær bendingar
hafa ekkert breytzt við ritsmið
Jóns, en bendingar eru ekki hið
sama og niðurstaða.
Það sem Jón segir um áhrif af
jafnrennsli árinnar að vetrarlagi
og hættu á foki jökulleirs úr lón-
stæði fyrri hl. sumars, sem raunar
er nú óvist um skal ekkert sagt
annað en það, að slíkar aðstæður
munu myndast hvar sem jökul-
vatn verður virkjað á íslandi með
þvi nauðsynlega öryggi, sem stórt
miðlunarlón veitir.
Nýting orkunnar
Við erum sammála um það við
Jón, að nýting orkunnar til al-
menningsþarfa frá stórvirkjun
eins og Blöndu, sé háð samteng-
ingu orkuveitusvæða og styrk-
ingu dreifikerfa. Hins vegar
finnst honum, að ég hafi ekki
kveðið „sérlega fast að orði“ um
hvað gert verði á næstu árum í
þessum efnum og er þá vonandi
að hann hafi ekki ætlazt til full-
yrðinga um slika hluti. Enn frem-
ur segir hann: „visast eru engar
áætlanir til um það hvernig á að
hagnýta orkuna frá Blönduvirkj-
un til innanlandsnota".
1 þessu sambandi er nauðsyn-
legt að hafa í huga, að ekki tjóar
að tala um þessi mál eins og
Blönduvirkjun sé í þann veginn
að taka til starfa. Sé reiknað með
eðlilegum framgangsmáta þess
stórvirkis fara tvö til þrjú ár i að
Ijúka rannsóknum og hönnun og
líkléga fjögur ár í framkvæmdir
eða allt að sjö ár alls. Ákvarðanir,
sem teknar hafa verið um virkj-
anir og ný orkuspá gefa til kynna,
að um eða upp úr miðjum næsta
áratug verði þörf fyrir orkufram-
leiðslu frá nýrri virkjun. Þó gæti
það orðið a.m.k. tveimur árum
fyrr, ef svo hrapalega tækist til,
að Krafla nýttist ekki á þessu
tímabili. Þessi timi rimar vel við
eðlilegan framkvæmdahraða við
Blöndu.
Það er þvi auéljóst, að verulegt
svigrúm er til þess að undirbúa
nýtingu orkunnar frá Biöndu-
virkjun. Hvernig þetta svigrúm
verður notað skal auðvitað ekkert
fullyrt um. Á hinn bóginn má
draga fram nokkrar likur með
hliðsjón af þvi, sem gert hefur
verið og er að gerast. A síðustu
árum hefur mikið verið unnið að
byggingu háspennulina og endur-
bætur á dreifikerfum eru hafnar.
Á meðfylgjandi töflu sézt hve
miklu fé hefur verið varið til
framkvæmda af þessu tagi á veg-
um RARIK árin 1975—77. Til
samanburðar eru sýndar tillögur
RARIK fyrir árið 1978, sem verð-
ur að taka með fyrirvara, því eng-
inn veit hvort þær fást að fullu
samþykktar. Allar tölur eru í
millj. kr.:
1975
Byggðalinur ásamt
aðv.stöðvum 868*
Stofnlinur ásamt
aðv.stöðvum 357
Innanbæjarkerfi 152
Styrking sveitaveitna
Samtals 1.377
*Innifalið það sem greitt
var v/Norðurlfnu 1974.
Þessar fjárhæðir og verk, sem
fyrir þær eru unnin gefa bending-
ar um, að allvel muni hafa þokazt
áfram í endurbyggingu linukerfa
og samtengingu veitusvæða um
miðjan næsta áratug, þegar að því
kæmi að dreifa orkunni frá
Blöndu. Það er enda ákveðið að á
næsta ári verði lokið tengingu
Byggðalínu austur að Eyrarteigi i
Skriðdal, svo nokkuð sé nefnt og
tillögur eru m.a. um, að á þvi ári
sé hafin bygging Vestfjarðalinu
úr Hrutafirði og undirbúningur
hafinn að byggingu línu frá Eyr-
arteigi um Djúpavog til Horna-
fjarðar. Ekki er ástæða til að fara
með tölur um hvað framkvæmdir
af þessu tagi muni kosta í heild,
en verið er að ljúka við áætlun
um endurbyggingu línukerfa og
dreifiveitna landsins og mun það
þá skýrast. Þó má geta þess, að
talið er að breyting og endurbygg-
ing sveitaveitna fyrir þrífasa raf-
magn kosti í heild 6—7 milljarða.
Iðnaðurinn og atvinnulifið í
heild hefur líka svigrúm til þess
að búa sig undir nýtingu mikillar
orku frá Blöndu, eftir því sem
talið verður henta í þessum lands-
hluta. Iðnaðarráðherra hefur ný-
lega skipað nefnd til þess að at-
huga möguleika á eflingu iðnaðar
á Norðurlandi vestra, og er nefnd-
in skipuð I framhaldi af tillögu,
sem ég flutti um þetta efni á
Alþingi 1976. Nefndarinnar biður
þýðingarmikið starf. Rannsókn er
raunar þegar hafin á skilyrðum
fyrir nýtingu jarðefna í kjördæm-
inu, bæði fyrir frumkvæði bæjar-
stjórnar Sauðárkróks og á vegum
Framkvæmdastofnunar ríkisins.
Vonandi er að t.d. á þeim vett-
vangi opnist möguleikar fyrir
miðlungsstór fyrirtæki, sem henti
okkur vel, svo sem basaltvinnslu
eða steinullarframleiðslu. Mögu-
leikar Iiggja víða, en það kostar
oftast auk fjármagns, áræði,
þekkingu og nákvæman undir-
búning að nýta þá með árangri.
Að slíkum undirbúningi verður
væntanlega starfað hér í kjör-
dæminu á næstu árum.
Álbræðsla af þeirri stærð, sem
Norsk Hydro hefur lagt til grund-
vallar I athugunum sínum hér á
landi — 100 þús. tn. ársfarm-
leiðsla — myndi þurfa nálega tvö-
falda orkuframleiðslu Blöndu
(1500—1600 Gwh. á ári). Hæpið
er að gera sliku fyrirtæki skóna í
sambandi við Blönduvirkjun,
enda myndi þvi vísast fylgja
óhæfileg röskun í okkar fámennu
byggðum.
Allt sem að framan er sagt um
möguleika á dreifingu og nýtingu
orkunnar, og það sem ég hef áður
sagt um þarfir þjóðarinnar sam-
Samt. Tillög-
1976 1977 75—77 ur’78
1.349 2.046 4.263 2.391
464 1.094 1.915 1.969
474 301 927 476
168 168 554
2.287 3.609 7.273 5.390
kvæmt orkuspá („sem svarar
einni Blönduvirkjun á fimm ára
fresti") skýrir þá skoðun mína, að
„stóriðjugrýlan”, sem nokkrir
menn hafa reynt að blása upp í
umræðum um Blönduvirkjun sé
dálitið lík þeirri gömlu Grýlu,
sem notuð var til að hræða sak-
laus börn. Gamla Grýla er dauð og
ég held að sú nýja eigi sér enga
lifsvon.
Blanda eða
Vinninganes
Jón gerir nokkurn samanburð á
virkjunarkostum við Blöndu og
Villinganes og virðist fremur
hallast að Villinganesvirkjun.
Hann telur andstæðinga Blöndu-
virkjunar ekki vilja slá hendinni
á móti fjármagni en segir svo:
„Pálmi hefur verið þingmaður
það lengi, að hann veit að Norður-
landskjördæmi vestra er stærra
en Húnavatnssýslurnar og að m.a.
Skagafjörður telst til þess lika.
Þannig að miðvað við kjördæmið
allt ætti hvor virkjunin sem er að
vera álíka mikið hagsmunamál
fyrir ibúana.” Þó að e.t.v. hafi
ekki verið til þess ætlazt er a.m.k.
auðvelt að skilja þetta sem grófa
aðdróttun í minn garð, á þá lund,
að ég láti héraða- eða hreppajón-
armið ráða störfum mínum og
skeyti engu um hagsmuni annara
íbúa kjördæmisins en Húnvetn-
inga. Orðum sem gefa slíkt í skyn
vil ég alfarið mótmæla. Eg veit
ekki til, að Jón Torfason eða
nokkur annar geti með rökum
borið mig eða störf min sem þing-
manns slikum sökum. Hvað virkj-
unarmál áhrærir er þetta alveg út
í bláinn. Ég studdi á sínum tíma
af heilum hug virkjunaráform við
Reykjafoss. Það gerðu einnig þeir
Húnvetningar aðrir, sem eitthvað
Framhald á bls. 22
vd«’
\3tdo-
, SO'-
oóöutn ^ \\\
f-jS-
vr ,