Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedjuli 1977næste måned
    mationtofr
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 20.07.1977, Side 14

Morgunblaðið - 20.07.1977, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JULl 1977 Spánarstjóm herðir verð- lagseftirlit Góðir litir gleðja augað. Falleg áferð og frábær ending Hrauns, húsamálningarinnar frá Málningu h.f., hefur stuðlað að vinsældum hennar. Enda margfaldaðist salan á s.l. ári. Hraun hefur sýnt og sannað fram- úrskarandi eiginleika; — við höf- um dæmi um rúmlega 10 ára end- ingu. Hraun er sendin akrýlplast- málning, sem sparar vinnu: Betri ending og færri umferðir. Ein um- ferð af Hrauni jafngildir þrem um- ferðum af venjulegri plastmáln- ingu. Nú bjóðum við ennþá meira litaúr- val í Hrauni en áður. Lítið á lita- kortið og fáið allar upplýsingar hjá umboðsmönnum okkar. HRAUN SENDIN AKRÝLPLASTMÁLNING málninghlf vöru og þjónuslu hannaóar næstu þrjá mánuði ncma að því er tekur til aukins framleiðslukostnaðar. Hefur stjórninni verið veitt heim- ild til að ráða aukinn mannafla til að hafa eftirlit með verðhækkun- um, og seljendum vöru og þjón- ustu verið gert skylt að skila reglulega skýrslum til viðskipta- málaráðuneytisins um kostnaðar- aukningu. Adolfo Suarz forsætisráðherra hefur að undanförnu rætt við leiðtoga stjórnarandstöðunnar um leiðir til að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði vegna verð- hækkana, sem óhjákvæmilegar eru í kjölfar gengislækkunarinn- ar á dögunum og annarra efna- hagsráðstafana stjórnarinnar, en þess sjást nú ýmis merki, að vinstri öflin innan verkalýðs- hreyfingarinnar séu farin að hugsa sér til hreyfings. Verkalýðsleiðtoginn Marcelino Camacho sem er i flokki kommúnista, lýsti því yfir í gær, að gengislækkunin mundi leiða til lakari lífskjara og aukins atvinnu- leysis, og spáði „heitu hausti“ ef ríkisstjórninni tækist ekki að hafa hemil á verðhólf>iinni Landamæravörður skaut félaga sinn Bonn, 19. júlf. Reuter. AUSTUR-þýzka stjórnin hefur gefið út handtöku- skipun vegna landamæra- varðar, sem skaut starfs- bróður sinn áður en hon- um tókst að flýja yfir landamærin til Vestur- Þýzkalands í síðustu viku. Er landamæravörðurinn sakaður um manndráp, og hefur hann tjáð v-þýzku lögreglunni að slysaskot hafi hlaupið úr byssu hans. Hafi hann örvænt er hann varð þess var að annar landamæra- vörður hafði orðið fyrir skotinu og ekki séð annan kost vænni en að flýja yfir landsmærin. Saksóknarinn í Kassel í V- Þýzkalandi, sem hefur málið til meðferðar, segir að landamæra- vörðurinn, sem er tvítugur að aldri, verði hafður í haldi meðan á rannsókn standi. Adolfo Suarez ásamt ráðuneyti sínu á fyrsta ríkisstjórnarfundinum fyrr í mánuðin- um. sölumet, fleiri litir Rússar hóta stöðvun Belgrad-ráðstefnu Belgrad, 19. júlf. Reuter. RUSSAR sögðu að ekkert gæti orðið af framhaldi Helsinkiráð- stefnunnar í haust á undirbún- ingsfundinum f Belgrad f dag nema þvf aðeins að Vesturveldin gengju að kröfu kommúnista- ríkjanna um að ákveðið yrði hvaða dag ráðstefnunni lyki. Vestræn rfki og hlutiaus hafa hingað til neitað að ganga að þess- ari kröfu, en heimildir á ráðstefn- unni segja að ekki megi Ifta á viðvörun Rússa sem hótun. Hún kom fram f einkaviðræðum sem sovézki aðalfulltrúinn, Yuli Vorontsov, átti við fulltrúa ýmissa landa á ráðstefnunni. Vestrænn fulltrúi sagði að Vesturveldin mundu ekki láta undan. Hann kallaði ummælí Vorontsov sálfræðilegt herbragð sem væri til þess ætlað að valda taugaóstyrk í von um að fá fram tilslakanir. Fulltrúi frá hlutlausu landi sagði að ekkert benti til þess að Rússar og bandamenn þeirra aðr- ir en Rúmenar mundu falla frá kröfu sinni. Vestræn og hlutlaus riki telja að tímamörk geti komið i veg fyrir nákvæma könnun á framkvæmd Helsinki- yfirlýsingarinnar um slökun f sambúð austurs og vesturs og mannréttindi og ítarlegar umræð- ur um framtíðarráðstafanir. Pólverjar lögðu til fyrir hönd kommúnistaríkjanna á laugardag að störfum ráðstefnunnar lyki 31. desember i síðasta lagi. Útivinnandi kon- um hætt við skalla og skeggvexti - segir brezkur læknaprófessor Lundúnum, 19. júlf AP. BREZKUR læknaprófessor f Cambridge, að nafni Ivor Hill, heldur þvf fram, að ungar og framgjarnar konur verði í auknum mæli fórnarlömb streitu, auk þess sem æ algeng- ara verði að þeim spretti grön og aukist hárvöxtur á bringu. Þá heldur Mills þvf fram, að konur sem starfi utan heimilis eigi það á hættu að verða sköll- óttar og megi jafnframt eiga von á þvf að kynorka þeirra aukist til muna. Prófessorinn hefur undanfar- in 14 ár rannsakað breytingar á hormónastarfsemi útivinnandi kvenna, og skýrir frá niðurstöð- um sínum í nýjasta tölublaði vikuritsins „Woman’s Own“. Hann segist enn ekki hafa kom- izt að raun um hvort þessi rösk- un á hormónastarfseminni eigi rót sína að rekja til þess að karlhormónum fjölgi í um- ræddum hópi kvenna eða kven- hormónum fari fækkandi við aukið vinnuálag, en hvetur kon- ur til að hafa hægt um sig og unna sér hvildar um leið og þær finna til streitueinkenna eins og svefnleysis, veAfælni og taugaæsings. Um leið beinir hann því til eiginmanna að þeir létti undir með konum sínum innan stokks og taki aukinn þátt í heimilisstörfum. >1 adríd. 19. júlf. Reufer. STJORN Spánar herti í dag verð- lagseftirlit, og verða hækkanir á Etnugos færist í aukana Sikílev. 19. júlí. Reuter. ETNUGOSIÐ, sem hófst á laugar- daginn var, hefur nú færzt mjög í aukana, en yfirvöld á Sikiley segja að byggð og ræktað land á eynni séu ekki i yfirvofandi hættu. Etna spýr nú eldi, brenni- steiní og eiturgufum, og er hraun- rennsli talsvert. ' Gosmökkurinn ris mörg hundruð metra í loft upp, og hafa ferðamenn verið varaðir við að vera á ferli í nám-_ unda við gosstöðvarnar. Gifurleg- ar sprengingar í fjallinu heyrast víða vegu, og töldu vísindamenn til dæmis tuttugu sprengingar á einni minútu i dag. Síðast gaus Etna fyrir tveimur árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 158. tölublað (20.07.1977)
https://timarit.is/issue/116844

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

158. tölublað (20.07.1977)

Handlinger: