Morgunblaðið - 20.07.1977, Page 31
«
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JULI 1977
31
FH-stúlkur
unnu Val 1:0
FH VANN Val í 1. deild
kvenna I knattspyrnu á Mela-
vellinum I gærkvöldi með einu
marki gegn engu. Standa FH-
stúlkurnar og lið Breiðabliks
nú bezt að vlgi í deildinni, en
lið Vals, sem byrjaði mjög vel,
virðist vera að missa af strætó.
Jón ógnar
íslandsmeti
Þorsteins
Borgfirðingurinn Jðn Dið-
riksson nálgast nú óðfluga Is-
landsmet Þorsteins Þorsteins-
sonar í 800 metra hlaupi. A
móti í Kassel f V-Þýzkaiandi á
laugardaginn hljóp Jón þessa
vegalengd á 1:50,7 mín., en Is-
landsmet Þorsteins í greininni
er 1:50.2. Sigraði Jón í þessu
hlaupi og annar varð Gunnar
Páll Jóakimsson á 1:51.5, sem
er hans langbezti tími. Vil-
mundur Vilhjálmsson hljóp
400 metra hlaup á þessu móti
og fékk tímann 48.36. Þorvald-
ur Þórsson hljóp á 51.2 1 400
metra grindahlaupi á móti
annars staðar í Þýzkalandi
hljóp Þorvaldur Þórsson 400
metra grindahlaup á 55.7. Ág-
úst Ásgeirsson er með þeim
félögum í Þýzkalandi, en er
tognaður á fæti.
Vilmundur keppir í kvöld og
mun þá eflaust reyna að
hnekkja metinu í 100 metra
hlaupi.
Magnús Þorvaldsson I harðri baráttu við Sigurð Friðjónsson f leiknum
f gærkvöldi. ( Ljósm. Friðþjófur).
Barningur hjá Vík-
ingum gegn vel leik-
andi Norðfirðingum
VlKINGAR voru vissuiega sterkari aðilinn gegn Þrótti frá Neskaupstað f 16 liða úrslitum bikarkeppninn-
ar á Laugardalsvellinum f gærkvöldi. Sigruðu Vfkingar Ifka f leiknum, en munurinn var minni en búast
hefði mátt við fyrir leikinn. Skoruðu Víkingar tvfvegis, en Þróttarar svöruðu einu sinni og var það
sannkallað draumamark Njáls Eiðssonar, sem sendi knöttinn með þrumuskoti af um 20 metra færi f
bláhorn marksins uppi — óverjandi.
Trúlega hafa Víkingar haldið
að sigurinn í þessum leik yrði
auðfenginn, en annað kom á dag-
inn, Þróttarar gáfu ekkert í leikn-
um. Kom á óvart að Þróttur, sem
er í þriðja neósta sæti 2. deildar
skyldi standa svo mjög i Vfkings-
liðinu, sem er í þriðja sæti 1.
deildar. Geta Norðfirðingar verið
ánægðir með knattspyrnulið sitt
og með þeirri baráttu, sem liðið
sýndi i gær þarf það ekki að óttast
fall i þriðju deild. Liðið hefur
áður leikið eins vel og í gær-
kvöldi, en baráttuna hefur oft
vantað þar til í gær.
Vikingar voru fyrri til að skora,
eftir horn Hannesar Lárussonar á
15. minútu skallaði Þór Ragnars-
son knöttinn snyrtilega í netið af
stuttu færi. Skömmu fyrir fyrsta
markið átti Gunnar Örn hörku-
skot, sem smaug yfir þverslá.
Þróttarar náðu að jafna á 21. mín-
útu er Njáll Eiðsson skoraði með
draumamarkinu og í fyrri hálf-
leiknum munaði litlu að Þróttur
kæmist yfir er liðið átti gott skot í
stöng. Reyndar áttu Víkingar lika
stangarskot í fyrri hálfleiknum
áður en Hannes Lárusson breytti
stöðunni 12:1 á 43. mínútu. Komst
hann inn í sendingu frá Magnúsi
Jónatanssyni, sem ætluð var
markverði og skoraði Hannes lag-
lega í tómt markið af stuttu færi.
I seinni hálfleiknum áttu liðin
fá tækifæri, Víkingar sóttu mun
meira, en Þróttarar náðu nokkr-
um góðum samleiksköflum upp
undir vitateig Víkinga. Bezta færi
hálfleiksins átti Gunnar örn er
hann skallaði knöttinn þéttings-
fast í þverslá, en þaðan fór bolt-
inn niður á marklínuna og hætt-
unni var bægt frá.
Víkingar virðast hafa fallið i þá
gryfju að vanmeta mótherjann að
þessu sinni og náðu þeir aldrei
neinum yfirburðum í leiknum.
Beztu menn liðsins voru Eiríkur
og Gunnar Örn, en Hannes átti
góða spretti, þó hann væri iðulega
of seinn að losa sig við knöttinn.
Beztur í liði Þróttara að þessu
Framhald á bls. 18.
PALLVAR HETJA ÞROTTARA
ÞAÐ MA segja að Þróttarar séu
komnir með annan fótinn f 1.
deild, eftir góðan sigur ýfir Ár-
menningum á mánudagskvöld.
Páll Ólafsson var hetja leiks-
ins, skoraói öll fjögur mörk
Þróttar, og þrátt fyrir að spila á
malarskóm á hálum og blaut-
um Laugardalsvellinum gekk
honum betur að fóta sig en
varnarmönnum Armanns.
Fyrsta mark leiksins kom eft-
ir rúmlega stundarfjórðungs
leik, varnarmaður Ármanns
rann á hálum vellinum og þar
var Páll Ölafsson kominn og
skoraði með góðu skoti frá vita-
teigslinu. Annað markið kom á
30. mín. eftir góða fyrirgjöf á
Pál, þar sem hann var kolrang-
stæður, en hvorki dómari né
línuvörður höfðu neitt við
mark Páls að athuga 2—0.
Þriðja og síðasta mark hálf-
leiksins kom á 43. min. og auð-
vitað var Páll þar að verki,
skaut góðu marki á mark Ár-
manns, Ögmundur varði en
boltinn hrökk í Pál og inn.
Þannig var staðan í leikhléi
3—0.
I siðari hálfleik var það sama
sagan Þróttarar sóttu mun
meira og voru mun betri aðil-
inn á vellinum, þrátt fyrir það
tókst þeim aðeins að senda
knöttinn einu sinni í mark Ár-
menninga. Það gerðist undir
lok leiksins. Páll fékk góða
sendingu þar sem hann stóð
óvaldaður fyrir framan markið
og það var ekki sökum að
spyrja, inn fór boltinn 4—0.
Þannig urðu lokatölur leiksins,
Framhald á bls. 18.
STAÐAN
Staðan f 2.
landsmótsins
nú þessi:
Þróttur, R
Haukar
KA
Ármann
Reynir, S
1B1
Völsungur
Selfoss
Reynir, A
deildar keppni Is-
f knattspyrnu er
10 8 1
10 5 5
7
6
4
4
2
2
10 0
1 23:9 17
0 17:6 15
2 23:14 15
18:10
15:17
13:15
8:15
7:15
7:24
13
10
10
6
6
1
ENN TAPA SELFYSSINGAR
LIÐ Reynis f Sandgerði sem í
fyrra vann sig upp úr 3 deild f
knattspyrnu, ætlar að spjara
sig með ágætum í 2. deildar
keppninni í ár. 1 fyrrakvöld
vann liðið 2:0 sigur yfir
Selfyssingum á Selfossi, og hef-
ur Reynir þar með tryggt stöðu
sína í deildinni bærilega, en
Selfyssingar eru hins vegar
orðnir næst neðstir í deildinni
og verða að taka sig verulega á,
ef ekki á illa að fara hjá þeim.
Leikurinn á Selfossi var
þokkalega leikínn af báðum
liðum, einkum þó Reynisliðinu,
sem hafði jafnan undirtökin í
leiknum og náði öðru hverju
ágætum leikköflum. Náði Reyn-
ir fljótlega forystu í leiknum og
var aðdragandi marks þess sá,
að varnarmenn Selfoss voru að
leika með knöttinn sín á milli
skammt frá marki, er Jóni Guð-
manni tókst að komast inn í
sendingu hjá þeim og skoraði
hann síðan örugglega.
í seinni hálfleik bættu
Reynismenn siðan öðru marki
við. Eftir hornspyrnu og
háloftabardaga um knöttinn
tókst Jöni Guðmanni að skalla
knöttinn yfir markvörð
Selfyssinga.
Bæði liðin áttu þokkaleg
marktækifæri i leiknum, eink-
um þó Sandgerðisliðið, en fleiri
urðu mörkin ekki.
JAFNT I MINNINGARLEIKNUM
I FYRRAKVÖLD fór fram á
Akureyri hinn árlegi minning-
arleikur um Jakob heitinn
Jakobsson. Kom 1. deildar lið
Fram norður og keppti við KA,
en Jakob sem fórst I bílslysi
fyrir allmörgum árum, var
félagi í KA.
Leikurinn á Akureyri í fyrra-
kvöld var hinn skemmtilegasti
á að horfa, bæði liðin léku vel
og prúðmannlega. KA hafði
betur i fyrri hálfleik og sótti þá
oft stift að marki Framara.
Uppskeran varð líka tvö mörk,
hið fyrra skoraði Öskar
Ingimundarson, en hið síðara
Jóhann Jakobsson, bróðir
Jakobs heitins.
I seinni hálfleiknum snérist
taflið hins vegar við. Nú voru
það Framarar sem sóttu af
ákveðni og tókst þeim að jafna.
Fyrst skoraði Kristinn Jörunds-
son með skalla eftir horn-
spyrnu, en undir lokin skoruðu
Framarar annað mark sem
nokkuð var umdeilt. Virtist
knötturinn þá sigla í mark
Akureyrarliðsins, eftir innkast,
án þess að nokkur leikmaur
kæmi við hann.
AFTUR TAP HJA
DRENGJUNUM
ISLENZKA drengjalandsliðið ( knattspyrnu tapaði öðrum leik slnum f
Norðurlandamótinu I gærkvöldi. Mættu þeir þá Þjóðverjum, sem unnu
4:2. I fyrrakvöld léku drengirnir gegn Norðmönnum og töpuðu þá 1:2.
Sfðasti leikur ferðarinnar verður gegn Finnum á föstudaginn og er
hann um 5. sætið f keppninni.
Eftir 5 minútur skoruðu Þjóð-
verjarnir fyrsta mark sitt í leikn-
um eftir mistök tslendinganna og
á 25. mínútu kom annað gjafa-
mark, þannig að staðan var orðin
2:0. Jón Þór Brandsson minnkaði
muninn i 2:1 á 28. minútunni eftir
þunga sókn Islands, en 5 minút-
um siðar skoruðu Þjóðverjarnir
glæsilegt mark. Þeir juku muninn
í 4:1 á 11. mínútu seinni hálfleiks-
ins, en Ómar Jóhannsson gerði
annað mark Islands á 35. mínútu
hálfleiksins úr vítaspyrnu, eftirað
gróflega hafði verið brotiðá Arn-
þóri Guðjohnsen. Urslitin urðu
þannig 4:2 fyrir Þýzkaland.
Beztir i islenzka liðinu voru
þeir Heimir Karlsson, Arnór
Guðjohnsen og Sæbjörn
Guðmundsson, en Benedikt og
Jón Þór komust einnig vel frá
sínu.
Dómari leiksins i gærkvöldi var
mjög slakur og tók linlega á gróf-
um brotum Þjóðverjanna, að sögn
Hilmars Svavarssonar. Sagði
hann að Norðmenn og Svíar
hefðu þakkað mikið fyrir að fá
ekki þennan dómara i sinn leik,
en Sviar unnu þá Norðmenn 2:0
— áij.
„Þetta er lið sem
unnt er að treysta"
— ÞESSI leikur leggst
mjög vel í mig, sagði
Albert Guðmundsson,
fyrrverandi formaður
KSÍ og mesta knatt-
spyrnustjarna fslend-
inga fyrr og síðar, er
Morgunblaðið bað hann
að segja sitt álit á iands-
leiknum við Svía í kvöld.
— Ég er sannfærður um
að íslendingar tefla nú
fram mjög sterku liði,
sínu bezta, og það gera
Svíarnir einnig. Þeir
koma áreiðaniega hingað
með sitt bezta lið.
— Veikir það ekki íslenzka
liðið að atvinnumennirnir leika
ekki með?
— Að minu áliti er svo ekki,
sagði Albert, — islenzkir knatt-
spyrnumenn eru orðnir það
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmunds-
son um lands-
leikinn í kvöld:
góðir að óhætt er að treysta
þeim mönnum sem í liðið eru
valdir, öllum eins. Ég sé ekki
getumun á leikmönnum okkar
hér heima og þeim sem leika
erlendis, að öðru leyti en þvi að
atvinnumennirnir hafa auðvit-
að meiri leikreynslu.
— t islenzka landsliðinu eru
nú mjög leiknir strákar, sagði
Albert, — þeir leika hraða og
góða knattspyrnu og ef þeir
trúa þvi sjálfir að þeir séu betri
en Sviarnir, eins og ég held að
þeir séu, þá verður þetta örugg-
lega góður leikur fyrir þá og
þær þúsundir áhorfenda sem
eflaust streyma á Laugardals-
völlinn í kvöld. Okkar lið hefur
sýnt að undanförnu að það er á
sigurgöngu og ég hef þá trú að
hún verði ekki stöðvuð i kvöld,
jafnvel þótt andstæðingarnir
séu Sviar.