Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JULI 1977 Mannslátið í Hverfíssteini: Stöðugar yfirheyrslur Sakadómur hafnaði ósk um gæzlu- varðhald þriðja mannsins MAÐURINN, sem lét lífið I fangageymslum lögreglunnar við Hverfisgötu s.l. þriðjudagskvöld, eftir að hafa orðið fyrir árás tveggja manna í sama klefa, hét Hrafn Jónsson, Bjargarstfg 6, Reykjavík. Hrafn var málara- meistari að atvinnu. Hann var 49 ára gamall, fæddur 26. nóvember 1927. Hann var ókvæntur og barn- laus. Yfirheyrslur fóru fram i gær yfir mönnunum tveimur, sem við- urkenndu að hafa ráðist að Hrafni heitnum i fangageymsl- Asgeir Þór Sigurðsson. Nafn litla drengsins sem lézt LITLI drengurinn, sem lézt í súr- heysgryfjunni við bæinn Egils- staðakot i Villingaholtshreppi á miðvikudaginn, hét Ásgeir Þór Sigurðsson, Grýtubakka 18, Reykjavík. Hann var sonur hjón- anna Erlu H. Sigurðardóttur og Sigurðar V. Magnússonar. Ásgeir heitinn var 10 ára gamall, fæddur 15. maí 1967. unni. Rannsóknarlögregla rikis- ins hefur málið til meðferðar, og sagði Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri við Mbl. í gær, að ákvörðun um nafnbirt- íngu yrði tekin þegar frekari yfir- hevrslur hefðu farið fram yfir Hrafn Jónsson mönnunum og niðurstaða krufn- ingar lægi fyrir, en krufnings- skýrsla var ekki tilbúín í gær. Eins og kom fram i Mbl. í gær hafa báðir mennirnir verið úr- skurðaðir i allt að 60 daga gæzlu- varðhald á meðan rannsókn fer fram og auk þess var þeim gert að sæta geðrannsókn, en mennirnir hafa enga skýringu getað gefið á hegðan sinni umrætt kvöld. Mennirnir eru 45 og 46 ára gaml- ir. Fjórði maðurinn, sem var í klef- anum þegar atburðirnir gerðust, hefur haldið þvi fram að hann hafi verið sofandi. Rannsóknar- lögregla ríkisins gerði kröfu um það að hann yrði einnig úrskurð- aður í gæzluvarðhald en Ingi- björg Benediktsdóttir fulltrúi við sakadóm Reykjavikur, hafnaði þeirri beiðni. Taldi hún ekki næg- ar forsendur fýrir varðhaldi. Að sögn Hallvarðs Einvarðssonar, hefur ekki verið tekin um það ákvörðun hvort úrskurði fulltrú- ans verði skotið til rikissaksókn- ara. Kvintett í Norræna NEMENDUR úr Tónlisarskól- anum í Reykjavík standa fyrir tónleikum i sýningarsal Nor- ræna hússins i dag, 22. júlí kl. 17. Þar eru á ferð blásarar sem eru á förum til Svíþjóðar, en þar munu þeir njóta leiðsagnar nokkurra bandarískra lista- manna. Um er að ræða náms- skeið íyrir tréblásarakvintetta, sem tónlistarnemendur úr mörgum tónlistarskólum á Norðurlöpdum numu sækja. A tónleikunum í Norræna húsinu mun kvintettinn flytja fjögur verk eftir: Haydn, J. Ibert, Jón Asgeirsson og M. Arnold. Allir eru velkomnir. Kvintettinn skipa: Freyr Sigur- jónsson, þverflautu, Olafur Flosason, óbó, Björn Leifsson, klarinettu, Rúnar H. Vilbergs- son, fagott, og Þorkell Jóelsson, waldhorn. x (Fréttatilkynning.) Skátar safna klútum SKATAR við Úlfljótsvatn fengu ekki sömu veðurblfðuna f dag og þeir nutu f gær, þvf að þar var þá komin sunnan gola og sólarlaust að mestu. Dagskrá var áfram með sama sniði og sfðustu daga, en eftir gærdaginn tekur hún nokkr- um breytingum, t.d. er nú lokið þeim bflferðum sem staðið hafa til boða. Mikil þátttaka hefur verið i hin- um ýmsu valliðum sem skáta- flokkarnir eiga að spreyta sig á. Þegar hver flokkur hefur lokið þremur liðum þá fá þátttakendur klút í sérstökum lit og í gær voru þátttakendur i nánast öllum flokkunum komnir með þessa klúta. I gærkvöldi átti sfðan að verða torgvarðeldur í hinum ýmsu tjaldbúðum skáta. Mótið hefur gengið að mestu óhappalaust fyrir sig til þessa þó að jafnan sé eitthvað um að þátt- takendur hljóti minniháttar skrámur eða meiðsli. Ein græn- lenzk stúlka var flutt til Reykja- víkur í gær, þar sem hún hafði veikzt. Hlutur olíufélaganna í benzínhækkuninni 1.98 kr. Hækkunarbeiðnin skorin verulega niður HLUTUR olíufélagana í þeirri 8 krónu hækkun benzfnlftrans, sem verðlagsnefnd samþykkti á fundi sfnum nýlega, er rétt innan við 2 krónur að þvf er Arni Úl. Lárus- son deildarstjóri hjá Skeljungi sagði í samtali við Morgunblaðið. Georg Olafsson, verðlagsstjóri, staðfesti þetta f viðtali við blaðið f gærkvöldi og upplýsti jafnframt að upphafleg hækkunarbeiðni olfufélaganna hefði numið kr. 3.14, og hún verið byggð á öllum Blaðamenn samþykktu verkfalls- heimild KJÖRFUNDI i allsherjarat- kvæðagreiðslu Blaðamannafélags Islands um heimild til stjórnar og kostnaðarhækkunum sem orðið hefðu fram til 1. júlf sl. Að sögn verðlagsstjóra lágu hins vegar fyrir þær áætlunartöl- ur hjá verðlagsskrifstofunni, að ef öllum kostnaðarhækkunum olíufélaganna á þessu ári yrði veitt út í verðlagið mundi hagnað- ur þeirra á árinu nema sem næst 560 milljónum króna. Þessa upp- hæð hefði verðlagsnefnd með ákvörðun sinni nú skorið niður um 300 milljónir króna. Af þeim trúnaðarmannaráðs félagsins til boðunar vinnustöðvana lauk kl. 10 í gærkvöldi og hafði þá staðið i 24 klukkustundir. Á kjörskrá voru 141 og þar af greiddu at- kvæði 104 eða um 74% þeirra sem á kjörskrá voru. Atkvæði féllu þannig að 100 samþykktu verk- fallsheimild til stjórnar, þrír voru á móti en einn seðill var auður. Að mati kjörstjórnar var þátttak- an yfir 90% meðal þeirra blaða- manna, sem unnt reyndist að ná til en fjöldi blaðamanna er í sumarieyfi um þessar mundir. 260 milljónum sem þá stæðu eftir, væri áætlað að 170 milljónir stöf- uðu af kostnaðarhækkun olíufél- aganna á tímabilinu frá júlímán- uði og fram til hausts, og benti verðlagsstjóri á að verðlagsnefnd ætti enn eftir að taka afstöðu til þess hvaða afgreiðslu hugsanleg- ar hækkunarbeiðnir félaganna af þessum sökum mundu fá. Samkvæmt upplýsingum Arna Öl. Lárussonar skiptist 8 krónu hækkun benzínlítrans nú þannig, að um 1.07 króna er vegna hækk- unar innkaupsverðs á benzini, 1.98 króna rennur til olíufélag- anna þar sem rétt um 1 króna fer í sölulaun en kr. 5.30 renna til rikisins. Þar af eru 3.32 kr. vegna vegagjalds, 1.33 kr. söluskattur, tollar um 55 aurar og landsútsvar um 0.09 kr. Varðandi þennan 560 milljóna króna tekjuauka olíufélaganna sem rætt hefur verið um i sam- bandi við framangreinda hækkun benzínlitrans, vakti Árni athygli á að su upphæð væri rétt um 2% af heildarveltu olíuverzlunarinnar í landinu á síðasta ári, sem var um Framhald á bls. 18. Rætt við þrjá hæstu skattgreiðendur í Reykjavík „Er skatturinn ekki alltaf hærri en maður reiknar með?” Skattskrá Reykjavíkur verður lögð fram í dag og hafa gjaldendur þá vænt- anlega flestir fengið senda heim gjaldheimtu- seðla sína. Mbl. ræddi í gær við þrjá hæstu gjald- endur í Reykjavík, þá Ingólf Guðbrandsson, Guðmund Þengilsson og Pálma Jónsson. — Öjá, var það fyrsta, sem Ingólfur Guðbrandsson, sagði er Mbl. hafði samband við hann i gær. Ingólfur ber hæst gjöld einstaklinga i Reykjavík í ár, liðlega 25.6 milljónir króna og hafði hann ekki séð skattseðil- ínn er Mbl. ræddi við hann. — Eru skattarnir ekki alltaf meiri en maður reiknar með? spurði Ingólfur siðan. — Það er eins gott að byrja strax að vinna fyrir sköttunum og skuldum Pólýfónkórsins. Annars á ég ekki heima meðal peningamanna. Eina skýringin á því að ég er með svo mikla skatta er að fólk treystir mér og fyrirtæki minu, Ferðaskrifstof- unni Utsýn, sagði IngólfurGuð- brandsson. Ingólfur Guðbrandsson. “Það verður að taka hendurnar úr vösunum" Annar hæstur skattgreiðenda í Reykjavík er Guðmundur Þengilsson, byggingameistari, en hann á að greiða rúmlega 24 Guðmundur Þengilsson. milljónir samtals. Blm. Mbl. spurði Guðmund hvernig hon- um litist á sina skatta: — Nú, mér lízt náttúrlega ekkert á þá í sjálfu sér og það getur orðið flókið mál að kom- ast fram úr þessu. Ég hélt að ég Pálmi Jónsson. myndi ekki fara yfir 15 milljón- ir svo að það er eitthvað sem hefur farið á milli mála. En það verður einhvern veginn að greiða þetta hvernig sem farið verður að því. — Það verður að taka hendurnar úr vösunum og gera eitthvað. Það er litil smuga fyr- ir mig að koma nokkru undan því að ég vinn núna eingöngu fyrir borgina svo að það er allt tiundað, en það er auðvitað sjálfsagt. En mér sýnist þetta vera yfirleitt nokkuð háar töl- ur, og við því er sjálfsagt ekk- ert að gera, sagði Guðmundur Þengilsson að lokum. Pálmi Jónsson, forstjóri, er þriðji hæsti skattgreiðandi í Reykjavík með samtals rúm- lega 20,6 m.kr. og hafði hann þetta að segja um þá: — Það er ekki mikið hægt að segja um þetta, allir sem eru í atvinnurekstri vita nokkurn veginn hvað til þeirra friðar heyrir, framtölin sýna það nokkuð vel hverju maður getur átt von á. Þetta er bara það sem allir eiga von á og verða að standa skil á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.