Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JtJLÍ 1977 19 — Egyptar Framhald af bls. 1 leiðtoga Frelsissamtaka Palestinu (PLO) um að miðla málum. Með átökunum hefur náð há- marki hörð deila sem hefur verið milli Egypta og Libýumanna síðan libýski þjóðarleiðtoginn, Muammar Gaddafi ofursti, for- dæmdi Anwar Sadat forseta fyrir að fallast á vopnahlé eftir októ- berstriðið við ísraelsmenn 1973. Til átakanna kemur í þann mund sem Sadat beitir sér fyrir nýjum friðarviðræðum við ísraelsmenn i Genf. Diplómatar segja að alvara ástandsins fari eftir þvi hvort framhald verði á átökunum. Áhrif þeirra eru óljós, þótt á það sé bent að Sadat neyðist til að senda herlið frá austurlanda- mærunum gagnvart ísrael til landamæranna að Líbýu. Það veldur furðu vestrænna dipló- mata hve mörgum skriðdrekum Libýumanna Egyptar segjast hafa grandað, 40. Egyptar sökuðu Líbýumenn i gær um samvinnu við samtök öfgafullra múhameðstrúarmanna um að steypa Sadat af stóli. Eftir aðeins tvo daga halda Egyptar upp a zo ara atmæu Dyitingannn- ar sem kollvarpaði konungdæm- inu. Diplómatar segja að fram- hald á átökunum geti haft nei- kvæð áhrif á tilraunirnar til að koma á friði i Miðausturlöndum en benda á að Arabariki muni áreiðanlega reyna að skerast í leikinn og binda enda á átökin. Egyptar segja að átökin i dag fylgi i kjölfar þriggja annarra bardaga á landamærunum i þess- um mánuði. Alvarlegustu bar- dagarnir brutust út fyrir tveimur dögum, stóðu í fjóra tíma og leiddu til þess að Líbýumenn misstu 20 herflutningabifreiðar ásamt áhöfnum þeirra og að niu Egyptar féllu að sögn Kaíróút- varpsins. — Þessir dagar Framhald af bls. 32 komnir með heyskap og eru sumir að verða búnir en aðrir rétt að byrja. Gott veður hefur verið til heyskapar þar i þessari viku. I Austur-Skaftafellssýslu hafa bændur náð inn heyjum í þessari viku en litið þurrhey var áður komið i hlöðu. Búið er að slá mikið siðustu daga I Austur- Skaftafellssýslunni en sandatún- Nýr og ónotaður Fletcher Arrowbolt 21 til sölu. Vél Chrysler V-8, 265 hestöfl, ganghraði ca. 45—50 mílur. Allur bólstraður og með svefnplássi fyrir tvo. Glæsilegasti og hraðskreiðasti bátur flotans. Til sýnis í dag Tryggvagata 10 Sími: 2 1 91 5-21 286 P.O Box 5030 Reykjavík in hafa ekki verið fullsprottin fyrr en undir betta. Bændur á Suðurlandi fengu góðan þurrk strax á þriðjudag en helzt hafa menn hirt það sem áð- ur var búið að slá en einnig hefur töluvert verið slegið og eru nú flestir bændur búnir að ná ein- hverju inn af heyi. í gær var vindstrekkingur með ströndinni á Suðurlandi og erfitt að athafna sig við heyskap en efra voru menn einkum að hirða. Þeir bændur, sem Morgunblað- ið ræddi við í gær, voru á einu máli um að þessir dagar hefðu bjargað miklu en útlitið var orðið verulega slæmt þar til stytti upp eftir helgina. — Við vonum bara að hann sé að koma þessi stóri, sem allir bíða eftir, sagði einn og átti þá auðvitað við þurrkinn. — Carter Framhald af bls. 1. orkukreppunni. „Engin dulin merking felst í stuðningi okkar við mannréttindi, sagði Carter. „Hann er ekki ætlað- ur nokkurri sérstakri þjóð eða sérstökum heimshluta, heldur öll- um löndum jafnt, þar á meðal okkar landi. Og hann er síður en svo til þess ætlaður að magna vígbúnaðarkapphlaupið eða til ■ þess að endurvekja kalda striðið." — Pólýfónkórinn Framhald af bls. 12 um áheyrénda. Hallelúja- kórinn var því að lokum endur- tekinn, en nærri hálf klukku- stund leið frá því að flutningi lauk og þar til klappið dó út að lokum. Enskur tónlistarmaður, sem viðstaddur var og þekkir verk Hándels út og inn, sagðist aldrei hafa haft jafnmikla ánægju af að hlusta á Messías. Einn mesti heiður sem Pólýfónkórnum hlotnaðist i ferðinni var að koma fram í Markúsarkirkjunni í Feneyj- um, en hljómleikar hans þar voru hinir'fyrstu á hátíðarpró- grammi kirkjunnar i sumar. Eins og annars staðar var hér allt uppselt og móttökur frá- bærar, svo að endurtaka varð einn kórinn út Magnificat að lokum. Að öllum tónleikum loknum biðu fréttamenn út- varps eða dagblaða stjórnand- ans og tóku hann tali. Vafalaust telja flestir í hópi flytjenda það einn stærsta viðburð ævi sinnar að hafa staðið við háaltari Markúsarkirkjunnar og lagt rödd sina i hinn dýrðlega hljóm, sem þar myndaðist á þessari stundu. Að afliðnu miðnætti hinn 29. júní sigldi Pólýfónkórinn syngjandi eftir Stórál i Feneyj- um og var feginn hvildinni i Lignano næsta dag. Eftir voru þá þrennir hljómleikar, þar og i Aquileia hinni fornfrægu róm- versku borg, þar sem Messías var fluttur að viðstöddum 1600 áheyrendum i einni af elztu kirkjum kristninnar. Þar var aðstaða og hljómburður eins og bezt verður á kosið, enda voru hljómleikarnir þar einn af há- punktum ferðarinnar, að ógleymdum lokahljómleikun- um í Lignano 3. júlí. Stigandi hafði haldizt i flutningnum allt til enda og viss tregablandin tilfinning hefur vafalaust fyllt brjóst margra, þegar hið stór- kostlega „Amen^’lokakórsins i Messíasi dó út. Þessi hljómur lifir nú aðeins i minningunni — minningu um ferð, sem meir líktist ævintýri en veruleika. Flytjendum og stjórnandan- um Ingólfi Guðbrandssyni, hlotnaðist margvislegur heiður og sæmd og viðurkenning : þessu hljómleikaferðalagi, og alls staðar voru þau beðin að koma sem fyrst aftur. 1 lokahófi kórsins í Lignano hinn 5. júli var Ingólfi afhentur riddarakross og hann sæmdur riddaranafnbót hins italska lýð- veldis." -^^25ára afmdf^Qí. máinf ngarframleiðslu okkar * í VERKSMIÐJU OKKAR í DUGGUVOGI framleiðum við allar helstu tegundir málningar og fúavarnarefna, bæði fyrir skipastól landsmanna og byggingariðnaðinn. Gæði vörunnar byggjast á áratuga reynslu, rannsóknum og gæðaeftirliti. • • Hempel’s Vitietex Cuprinol malmng og lokk plastmálning fúavamarefni á tré og járn utan húss og innan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.