Morgunblaðið - 22.07.1977, Side 15

Morgunblaðið - 22.07.1977, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JULl 1977 15 Dauðadóm- ur í Uganda Nairohi 21. júll — AP. SlMATÆKNIMAÐUR hefur verið dæmdur til dauða af her- dómstóli I Uganda, eftir að hafa verið sakfelldur fyrir þátttöku f samsæri um að steypa Idi Amin forseta af stóli, samkvæmt fregnum frá Kampala á fimmtudag. Herma fregnirnar að Jago Oliwii hafi verið fundinn sek- ur um landráð ásamt fleirum, sem ekki komu fyrir réttinn. Samkvæmt frétt f blaði Kamp- alast jórnarinnar, Rödd Ug- anda, sem kom út á miðviku- dag og barst til Nairobi á fimmtudag, ætluðu samsæris- mennirnir að koma Amin frá völdum þann 27. október f fyrra. Frarnhald á bls. 20. Miss Universe 1976, Rina Messinger, óskar sigurvegaranum f ár til hamingju með sigurinn. Hún heitir Janelle Commissing og er frá Trinidad-Tobago. Keppnin fór fram f Dóminikanska lýðveldinu. 80 stúlkur tóku þátt f keppninni. Stjúpdóttír Sakharovs vill fara til ísrael Moskvu 21. júlf — Reuter. FÓSTURDÓTTIR sovézka mannréttindabaráttu- mannsins Andrei Sakhar- ov hefur sótt um leyfi til að flytja til Israel með eiginmann sinn og tvö ung börn. Dr. Sakharov skýrði frétta- mönnum, sem töluðu við hann i sima, frá því að fósturdóttir hans, Tanya, og eiginmaður hennar, Yefrem Yankelevich, hafi sótt um flutningsleyfi i síðasta mánuði og biðu enn svars frá yfirvöldum. Yankelevich, sem er gyðingur, hefur hvað eftir annað verið kall- aður til yfirheyrslu vegna bílslyss og sambands hans við andófs- menn. Hann er útvarpsverkfræð- ingur, 27 ára gamall, en missti vinnuna eftir aó hafa farið með dr. Sakharov til að vera við réttar- höldin yfir andófsmanninum Ser- gei Kovalyov i desember 1975. Eiginkona hans er jafn gömul honum og er dóttir Velenu, seinni konu dr. Sakharov. Tugir látnir eda týndir eftir flód Johnstown, Pennsilvaniu 21. júli —AP. AÐ MINNSTA kosti 25 manns fórust og tuga er saknað eftir ný flóð í Johnstown, sem átta klukkustunda samfellt skýfall olli. Flóðið ruddi burt vegum og sópaði sundur stýflugörðum. Johnstown var þegar að hluta til undir tveggja metra djúpu vatni þegar flóðin byrjuðu aftur og er bærinn að mestu einangr- aður. Yfirvöld segja að 13 lfk hafi fundizt í útjörðum bæjarins, þar sem hvass- viðri og flóð eru minni. Margar stíflur brustu og varns- elgur og rusl lentu á húsum í smábæjum á svæðinu. Þegar Laurel stiflan i bænum West Taylor brast létust átta manns og 25 af 200 íbúum bæjarins er sakn- að. Carter forseti hefur lýst yfir neyðarástandi á flóðasvæðunum í Pennsilvaníu. Hefur hann veitt fé til bráðabirgðahúsnæðis og at- vinnuleysisbóta og til hreinsunar og enduruppbyggingar héraðsins. Laugavegl 89 Laugavegl 37 13008 12861 Hafnarstræti 17 og Glæsibæ fil í tuskið 1 FACO er ávallt úrval fatnaðar fyrir verzlunarmannahelgina. Verið velkominn í FACO. Fridur saminn í S-Líbanon Beirút, 21. júlf. AP. PALESTÍNSKIR skæruliðar hafa fallizt á skilyrðislaust vopnahlé í bardögunum við kristna Lfbana sem lsraelsmenn styðja f Suður- Lfbanon að því er Palestfnumenn tilkynntu f dag. Tilkynning um þetta var birt eftir fund yfirmanna Ifbanska hersins, Viktor Khoury hershöfð- ingja, forseta sýrlenzka herráðs- ins, Hikmat Chebabi hershöfð- ingja og Abu Iyad, staðgengils Yassers Arafats, leiðtoga Frelsis- samtaka Palestfnu, PLO. Fundurinn var haldinn í ferða- mannabænum Chtoura. Palestínumenn sögðu í tilkynn- ingu sinni að nauðsynlegt yrði að opna þjóðvegi i Suður-Libanon til þess að sýna góðan vilja og stuðla að því að unnt yrði að framfylgja Framhald á bls. 21 Washington 21. júlí—Reuter. NU ÞEGAR opinberri heimsókn Menachem Begin, forsætisráð- herra lsrael, til Bandarfkjanna er að ljúka virðist svo sem honum hafi tekizt að sannfæra Carter forseta og bandarfska þingmenn um einlægan vilja sinn til að við- ræðurnar f Genf um frið f Mið- Austurlöndum verði teknar upp að nýju. Edmund Muskie, öldunga- deildarmaður, sagðist ekki sjá annað en að Begin óskaði þess að viðræðurnar hæfust sem fyrst og engin vísbending væri um að hann vildi þvæla málið. Annar þingmaður, Benjamin Rosenthal, demókrati, en hann er nýkominn frá Egyptalandi, Sýr- landi og Jórdaníu, sagði eftir að hafa hitt Begin að miklir mögu- leikar væru á því að hreyfing kæmist á málið á þessu ári og að því verði lokið á næsta ári. Sagð- ist hann vera sannfærður um að Arabar fyndu leið til að veita Palestinumönnum aðild að Genfarráðstefnunni. Aðild Palestínumanna að ráð- stefnunni hefur verið helzti þröskuldurinn f vegi fyrir því að þráðurinn verði tekinn upp í Genf. Hvíta húsið sagði aó spurningin um hvort stofna ætti ríki Palestinumanna eins og Carter hefur hvatt til, væri eitt þeirra mála sem leiðtogarnir hefðu ekki getað orðið sammála um i við- ræðum sinum í Washington. Begin hélt fast við afstöðu fyrri rikisstjórnar Israel að ekki kæmi til greina að Palestínumenn fengju beina aðild að Genfarráð- stefnunni. Hann sagði á blaða- mannafundi að þeir gætu verið hluti af sendinefnd Jórdaníu. Begin átti að fljúga i kvöld til New York, þar sem hann ætlaði að hitta leiðtoga gyðinga. Næsta skrefið í friðarumleitun- um i Mið-austurlöndum verður ferð Cyrus Vance, utanrikisráð- herra Bandaríkjanna, til Araba- rikja þann 1. ágúst. Hann heim- sækir líklega Egyptaland, Sýr- land, Jórdaníu og Saudi-Arabiu. Carter sannfærist um fridarvilja Begins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.