Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JUU 1977 13 ASI um benzínhækkunina: Umtalsverð skerðing á þeirri skattalækkun sem heitið var við gerð kjarasamninganna Á fundi miðstjórnar Alþýðu- sambands tslands á miðvikudag var hækkun benzfnverðs harðlega mótmælt með eftirfarandi álykt- un: „ Miðstjórn Alþýðusambands íslands mótmælir harðlega þeirri hækkun benzinverðs, sem ákveð- in var formlega á fundi Verðlags- nefndar þann 20. þ.m., en hún felur í sér hækkun á skattheimtu rikissjóðs af benzínsölu um kr. 5.30 pr. lítra og að auki kr. 1,07 vegna verðhækkunar og tæpar kr. 2,00 til olíufélaganna vegna hækkaðs dreifingarkostnaðar. Hækkunin er 8.00 pr. lítra til neytenda. Skattahækkunin til ríkissjóðs mun mema hátt i 600 millj. kr. á ári en alls nemur hækkun benzin- verðs fast að 900 millj. kr. Skatta- hækkunin ein fyrir sig er því um- talsverð skerðing á þeirri skatta- lækkun, sem ríkisstjórnin hét launþegasamtökunum við gérð kjarasamninganna 22. júní s.l., en hún átti að færa launþegum 2—3% kaupmáttaraukningu. Hér er þvi hafinn sá ljóti leikur að taka aftur með annari hend- inni það sem látið er með hinni og hlýtur miðstjórn Alþýðusam- bandsins að vara alvarlega við slíku athæfi, sem i raun og veru ber í sér brigð á forsendum kjara- samninganna. Varðandi þann hátt, sem snýr að olíuféiögunum skal bent á að verðlagsstjóri hefur fært rök að því að hagnaður þeirra yrði um 560 millj. kr. á þessu ári, ef þau fengju óhindrað að velta öllum kostnaðarhækkunum út í verðlag- ið. Eðlilegt hefði því verið að láta þessi fyrirtæki bera sjálf veru- lega stærri hluta hins hækkaða dreifingarkostnaðar en meirihluti Verðlagsnefndar (atvinnurek- endur og fulltrúi viðskiptaráð- herra) hefur ákveðið. Það er augljóst að með þessari skattheimtu af almenningi og óþörfum verðhækkunum er stefn- an tekin á að auka verðbólgu um- fram óviðráðanleg tilefni. Er hér mjög líkt að farið og áður hefur verið gert með stór- hækkun vaxta, sem nýlega hefur verið ákveðin og mun hækka verðlag í landinu til muna á næstu mánuðum. Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands skorar því á ríkisstjórnina að endurskoða afstöðu sína varð- andi hinar stórfelldu verðhækk- anir á benzíni, og fella þegar úr gildi nýútgefna reglugerð um hækkun benzínskatts og að stað- festa ekki þá hækkun, sem meiri- hluti Verðlagsnefndar hefur ákveðið til olíufélaganna." Hitaveitu Akureyr- ar miðar vel áfram Akureyri — 21. júlí. VINNU við Hitaveitu Akureyrar miðar nú mjög vel áfram, bæði lagningu aðalæðar frá Lauga- landi til Akufeyrar og vinnu við dreifikerfi f þeim hverfum, sem fyrst munu tengjast hitaveitunni. Samkvæmt upplýsingum Gunn- ars Sverrissonar, hitaveitustjóra, munu nú að áliti jarðfræðinga fást um 150 sek/1 af 94ra stiga heitu vatni úr holunum á Lauga- landi i öngulstaðahreppi þ.e.a.s. þegar dælingu verður beitt. Þetta vatnsmagn mun nægja til að leysa af hólmi alla olíukyndingu á Akureyri, og er um 60% af varmaþörfinni alls í Akureyrar- bæ miðað við núverandi byggð og mannfjölda. Hins vegar er ekki gert ráð fyr- ir þvi að allir húseigendur sem hafa rafmagnskyndingu, munu vilja tengja hitaveitu við hús sfn að svo stöddu — a.m.k. ekki þeir sem hafa þilofna, svo að Hitaveita Akureyrar virðist vera mjög hag- kvæmt fyrirtæki, jafnvel þó að ekki fengist meira vatn en þegar er fengið. Nú þegar er hafin leit að meira vatni, og forborun hófst fyrir nokkru við Grísará i Hrafnagils- hreppi, en sá bær er gegnt Lauga- landi vestan Eyjafjarðarár. Þar er hafin forborun með höggbor og siðan verður boruð þar vinnslu- hola i tilraunaskyni. Verkáætlun við hitaveitufram- kvæmdirnar hefur raskazt litil- lega vegna yfirvinnubannsins i maí og júní, og einnig vegna þess að áætluð flutningageta frá út- löndum fór nokkuð úr skorðum af sömu ástæðum, þannig að flutn- ingi erlends efnis seinkaði nokk- uð, og fyrir kom að skipin skyldu efnið eftir i höfnum erlendis. Þrátt fyrir allt eru þó þessar tafir ekki taldar valda verulegri seink- un á því að fyrstu húsin verði tengd hitaveitunni, en það mun verða nálægt næstu áramótum. — Sv.P. 1 GÆR kom til Reykjavfkur flugvél af gerðinni De Havilland Dash 7, sem er framleidd ( Kanada og framleiðsla var hafin á fyrir skömmu. Þessi vél er fjögurra hreyfla og er sérstaklega byggð fyrir stuttar flugbrautir og fullhlaðin mun hún ekki þurfa nema 700 metra braut og ætti þvf að vera hentug við fslenzkar aðstæður. Dash 7 vélin sem hér er nú verður f dag kynnt forráðamönnum fslenzkra flugmála. Myndina af vélinni tók Ölafur K. Magnússon f gær. SLATTUVELAR Það er leikur einn að slá grasflötinn með Norlett ■ 4 Nú fyrirliggjandi margar gerðir á hagstæðum verðum. |>olið e r Veðrunarþol er einn veigamesti eiginleiki, sem ber að athuga þegar málað er viö íslenzkar aðstæður. Þol — þakmálningin frá Málningu h.f. hefur ótvírætt sannað gæði sín, ef dæma má reynslu undanfarinna ára. Stöðugt eftirlit rannsóknastofu okkar með framleiðslu og góð ending auk meðmæla málarameistara hafa stuðlað að vinsældum ÞOLS. ÞOL er alkýðmálning. Einn lítri fer á um það bil 10 fermetra. ÞOL er framleitt í 10 staðallitum, sem gefa fjölmarga möguleika í blöndun. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST má!ninghf ótrúlegl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.