Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1977 HEYBAGGAHLEÐSLUVAGN AÐ STÖRFUM — Baggarnir eru tfndir upp um rennu og þaðan ganga þeir inn á pall er lyftir þeim inn á vagn- inn. Þar raðast þeir f stæður, en f hverri eru 8 baggar. Sjálfvirkur heybagga- hleðsluvagn á markað FYRIRTÆKIÐ Globus h/f hefur ákveðið að hefja inn- flutning á sjálfvirkum hey- baggahleðsluvagni frá New Holland-verksmiSjunum í Frakklandi. Að sögn Árna Gestssonar, forstjóra, er hér á ferðinni tæki, sem kemur til með að brúa það bil, er fram að þessu hefur reynzt bænd- um, sem binda hey sitt í bindivélum, hvað erfiðast en það er flutningur á böggun- um af velli og að hlöðu. Vagn þessi tínir baggana upp af túninu, raðar þeim skipulega á vagninn og losar þá á færi- band við hlöðudyr. Gerir vagninn þetta án þess að mannshöndin komi þar nærri nema vagninn er dreginn af dráttarvél og henni ekur öku- maður. Árni sagði að Globus hefði jafnan lagt á það áherzlu að flytja inn þau tæki er fram kæmu erlendis sem nýj- ungar og þættu henta hér fyrir land- búnaðinn. Væru tækin fyrst flutt inn til reynslu og prófunar hjá Bútæknideild Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins á Hvanneyri. og að þvi loknu væru tækin sett á markað. Þannig yrði einn- ig með þennan nýja vagn og væru nú tveir vagnar komnir til landsins Færi annar þeirra upp á Hvanneyri til athug- unar en hinn væri seldur bónda austur i Rangárvallasýslu. Árni sagði að vagn- arnir yrðu kynntir bændum í næstu viku en verð vagnanna er rúmlega 1 600 þuáund krónur Fram kom hjá Árna að New Hollnad- verksmiðjurnar I Bandarikjunum hefðu framleitt vagna sem þessa um áraraðir en þeir hefðu verið of stórir miðað við aðstæður hér. Fyrir tveimur árum hefðu New-Holland-verksmiðjurnar i Frakklandi hins vegar hafið framleiðslu á minni vögnum af þessari gerð og þar sem bændur hér hefðu reynt ýmsar leiðir við hriðingu á heyböggum með misjöfnum 'arangri. hefði verið talin ástæða til að hefja innflutning á þess- um vögnum. Hver vagn af þessari tegund tekur um 90 bagga i einu en burðarþolið er 3 tonn Árni sagði að góð reynsla hefði feng- izt af heyhleðsiuvögnunum, sem væru um margt svipaðir og það væri þvi von sin að með þessum vagni mætti létta af bændum þeim störfum. sem hvað erf- iðust hefðu verið hjá þeim er binda hey sitt, en siðasta ár hefðu verið fluttar til landsins um 200 heybindivélar og hefði sala þeirra aukizt með hverju árinu. Austurstræti 10 'sími: 27211 Sumar- peysur Nýjar, spennandi tegundir • Peysujakkar, kaðalmunstur. Verð kr. 4.490.- • Sportskyrtur, köflóttar og einlitar. Margar nýjar gerðir. Verð frá kr. i.qoo.- Buxur, terylene. Sumarlitir. Verð kr. 6.900.- Togarinn hef- ur gjörbreytt atvinnuástandi í Sandgerði MEÐ tilkomu skuttogar- ans Guðmundar Jónsson- ar varð gjörbreyting á at- vinnulífi hér í Sand- gerði, sem og annars staðar, þar sem þessi nýju veiðitæki hafa kom- ið. Rekstur frystihúsa er annar og betri, atvinnu- öryggi fólks meira, þar sem hráefni berst örugg- ar að landi. Guðmundur Jónsson kom hingað inn til Sand- gerðis í gærkvöldi með 120—130 lestir af fiski, mest þorski, sem skipið fékk í flotvörpu út af Vestfjörðum. Er skipið eitt fullkomnasta fiski- skip í eigu Islendinga og var það smíðað í Slipp- stöðinni á Akureyri og var afhent eigendum fyr- ir réttu ári síðan. Hefur skipið reynzt mjög vel. Guðmundur Jónsson er útbúinn bæði til botn- og flotvörpuveiða. Auk þess er hann einn íslenzkra skuttogara jafnframt út- búinn til nótaveiða, sem teljast verður mikill kost- ur, ekki sízt nú, þegar takmarka verður sóknina í hinn ört minnkandi þorskstofn. Er það hug- myndin að togarinn fari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.