Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JULl 1977 ■ pnfe SÍMAR ÍO 28810 car rental 24480 GEYSIR LOFTLEIDIfí FM!« S 2 11 90 2 11 38 II I 22 0-22 RAUÐARÁRSTÍG 31 ______1—-------' BÍLALEIGA JÓNASAR Armúla 28 — Simi81315 ?a nýju verzlun <kar í Austurveri? _ # Þar fæst allt til Ijósmyndunar og gjafavörur í úrvali. # Tökum á móti n litfilmum til vinnslu. K # Þaö kostar ekkert að Tita inn — PETERSEN HF JRVERI S.36161 l Jrí Útvarp Reykjavik FOSTUDKGUR 22. júlf MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.00: Gunnvör Braga lýkur lestri sögunnar „Mömmustelpu“ eftir Ingi- björgu Jónsdóttur (4). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgun- popp kl. 10.25. Morguntón- leikar kl. 11.00: Felicja Blumental og Kammersveit- in 1 Vfn leika Pianókonsert nr. 3 1 Es-dúr eftir John Field; Helmuth Froschauer stj. / Hljómsveit Tónlistar- háskólans í Parfs leikur Sinfónfu nr. 39 í Es-dúr (K543) eftir Wofgang Amadeus Mozart; André Vandernoot stj 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tiikynningar. SIÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Sólveig og Halldór" eftir Cesar Mar. Valdimar I.árusson les (4). 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Fjöllinokkar Jón Gislason póstfulltrúi talar um Ingólfsfjall. 20.05 Einsöngur 1 útvarpssal: Jón Sigurbjörnsson syngur vinsæl eriend lög; Ólafur Vignir Albertsson leikur á pfanó. 20.30 Leikrit: „Gáigafrestur" eftir Paul Osborn (Aður útv. 1 nóvember 1955). Þýðandi: Ragnar Jóhannes- son. Leikstjóri: Indriði Waage. Persónur og leíkendur: Pud/ Kristfn Waage, Afi/ Þorsteinn ö. Stephensen, Amma/ Arndís Björnsdótt- ir, Herra Sváfnir/ Indriði Waage, Marcfa/ Herdfs Þor- valdsdóttir, Evans læknir/ Róbert Arnfinnsson, Pilbeam málflutningsmað- ur/ Jón Aðils, Sýslumaður- inn/ Klemenz Jónsson, Grimes/ Baldvin Halldórs- son. Aðrir leikendtir: AnnaGuð- mundsdóttir og Hákon Waage. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Sagan af San Michele** eftir Axel Munthe Þórarinn Guðnason les (15). 22.40 Kvöldtónleikar 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. L4UG4RD4GUR 23. júlf MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Gunnvör Braga les fyrri hluta sögunnar „Hvftu hryss- unnar“ f endursögn séra Friðriks Hallgrfmssonar. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Öskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristfn Sveinbjörnsdóttir kynnir. Barnatfmi kl. 11.10: Hvað lesa foreldrar fyrir börn sfn og hvað lesa börnin sjálf?. Gunnar Valdimarsson stjórn- ar tímanum og ræðir við les- arana, sem eru: Rósa Björk Þorbjarnardóttir, Jóhannes Arason og Tryggvi Ölafsson. Jóhannes yngri Arason syng- ur. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Laugardagur til lukku Svavar Gests sér um þátt í tali og tónum. (Fréttir kl. 16.00, veður- fregnir kl. 16.15). 17.00 Frá norrænni frjáls- fþróttakeppni f Sotkamo 1 Finnlandi Hermann Gunnarsson lýsir fyrri degi „Karlottkeppninn- ar“, þar sem tslendingar og fþróttamenn norðurhéraða Noregs, Svfþjóðar og Finn- lands eigast við. 17.30 „Fjöll og firnindi** eftir Arna Öla Tómas Einarsson kennari les um ferðalög Stefáns Filippussonar (8). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 „Allt er ljós og líf“ Guðrún Guðlaugsdóttir talar við Agústu Kristófersdóttur; — fyrri hluti. 19.55 „Nótnakverið**, ballett- músfk eftir Bohuslav Martinu Rfkisfflharmonfusveitin f Brno leikur; Jirf Waldhans stjórnar. 20.30 Við eyjar og sker Sigrfður Thorlacius segir frá Finnlandsferð. 21.10 Hljómskálamúsik Guðmundur Gilsson kynnir. 21.40 Samtal um pott“, smásaga eftir Ivar Lo-Johansson Þóroddur Guðmundsson fs- lenzkaði. Steindór Hjörleifs- son leikari les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Sinfónískir tónleikar kl. 20,00 Var hún ófullgerð? í kvöld verður flutt í útvarpi „Ófullgerða hljómkviðan“ eftir Franz Schubert. Páll Þorsteins- son hjá tónlistardeild út- varpsins sagði í gær aö þetta verk þætti eitt- hvert fegursta verk sinn- ar tegundar. Hann sagði að Schubert hefði samið það árið 1822 og væri þessi sinfónía aðeins í tveimur köflum, í stað fjögurra, sem venja var. Páll sagði að tvær kenn- ingar væru uppi um það hvers vegna aðeins þess- ir tveir þættir væru til af þessu verki. Önnur væri sú að Schubert hefði aldrei samið meira af því en þetta, en hin kenning- in væri á þá lund að út- gefandi verksins hefði hreinlega týnt hinum tveimur þáttunum. Páll sagði að Schubert, sem var uppi frá 1797—1828, hefði samið 9 sinfóníur, 6—700 söng- lög og mörg píanóverk. Það er Fílharmóníu- hljómsveitin í Vínarborg sem leikur hljómkviðuna undir stjórn Istvan Kertesz. Þessi dagskrárliður hefst kl. 20.00. Franz Schubert. „Hef ekki farið á völlinn síðan” Þar sem fréttir eru því sem næst eini hluti útvarpsdag- skrárinnar, sem allir lands- menn myndu sakna ef hann félli niður, ákvað blm. í gær að hafa samband við Fréttastofu útvarpsins og fá þar fréttir af starfsemi þeirri er þar fer fram. Sá sem blm. ræddi við var varafréttastjórinn, Sigurður Sigurðsson, sem um árabil var íþróttafréttamaður útvarpsins og raunar einnig sjónvarpsins. Sigurður sagði að á fréttastof- unni ynnu venjulega um 13—14 manns og væri vinnu- tíminn allt frá kl. 6 á morgnana til miðnættis. Hann sagði að Sigurður Sigurðsson. þessum langa vinnutíma væri að sjálfsögðu skipt niður i styttri vaktir. Blm. spurði Sigurð því næst nokkuð um hagi hans sjálfs. Hann kvaðst nú hafa starfað hjá útvarpinu í 35 ár. Hann hefði fyrst hafið störf hjá inn- heimtudeild, en brátt farið að vinna önnur störf jafnhliða því, m.a. i auglýsingadeild. Hann hefði byrjað í iþróttafréttum árið 1948 og helgað sig þeim eingöngu árið 1966, en hætt al- veg árið 1970. Sigurður sagðist ekki sakna þess að fást við iþróttafréttir. Sér hefði fundizt hann vera bú- inn að fá nóg af þessu og fólk nóg af sér. Sagðist hann ekki hafa stigið fæti á íþróttavöll hér á landi siðan. Sigurður sagði að hann hefði byrjað að reyna að hætta hjá útvarpinu árið 1952, en héðan af myndi hann sennilega halda áfram eins lengi og hann entist, en vegna hins háa. starfsaldurs hjá útvarpinu á Sigurður rétt á eftirlaunum strax á næsta ári. Þegar blm. spurói hann að lokum hvað hann hygðist gera þegar hann að lokum hætti hjá útvarpinu, sagði hann: —„Ætli maður leggist ekki bara í flakk og skoði heiminn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.