Morgunblaðið - 28.07.1977, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULI 1977
15
hjúkrunarfræðinga og tvo tann-
lækna, eru ekki verulega traust-
vekjandi um þá úttekt, sem
heimilislækníngar og heilsu-
gæzlustöðvastörf hafa orðið fyrir.
Það er bjargföst trú min, eftir
töluverð kynni af sliku starfi, að
það lúti i öllum margbreytileika
sínum og þróun ekki sömu reikn-
ingskúnstarlögum og t.d. loðnu-
bræðsla eð þorskflakningar, að
önnur lögmál gildi um fólk og
fisk, þótt hvorttveggja heyri
undir sama æðstavald hérlendis.
Eftir fjárfestingu okkar i fisk-
veiðum að dæma virðist heldur
ekki hafa fundizt ákveðinn staðall
fyrir það hve mörg hestöfl þurfi
til að veiða svo og svo mikinn fisk.
Því siður virðist mér vera unnt að
segja til um í einum innblæstri
hve marga fermetra þurfi til að
lækna ákveðinn fjölda fólks. Mér
segir ákveðinn hugur um að sam-
kvæmt tilvitnuðum hugsunar-
hætti sé verið að dreifa mistökum
á við og dreif um landið og gildir
mig þá einu þótt þau mistök eru
stöðluð. Það verður þá auðvitað
að vera á ábyrgð herra Staðals
með sparihattinn.
Þróunin í Reykjavík.
Eftir þriggja ára starf við hönn-
un og starfslýsingu Breiðholts-
stöðvarinnar var gerð út nefnd til
Noregs og Hollands til að kynnast
reynslu þarlendra við rekstur
heilsugæzlustöðva og bera saman
við áætlanír okkar. Stóðust þær
þá raun ágætlega. Það sem fram-
ar öðru var brýnt fyrir nefndinni
á ferðum hennar var m.a.:
1. Nauðsyn á góðri starfsáætlun
frá byrjun.
2. Nauðsyn á sérhönnuðu hús-
næði.
3. Flestir virtust sammála um
æskilegan hverfisblæ og hverfis-
bundna starfssemi stöðva, og að
þær skyldu því vera fjarri sjúkra-
húsum.
Ailir voru spurðir hvað þeir
myndu gera ef þeir ættu að byrja
á nýjan leik. Svarið var nær
undantekningalaust: stækka hús-
næðið og raða því betur fyrir
fyrirhugaða starfssemi. Verstu
reynslu létu þeir í ljósi, sem unnu
í framandi húsnæði eins og t.d. i
fjölbýlisblokk þar sem hluti einn-
ar hæðar hafði verið tekinn undir
heilsugæzlu. Þar hafði starfið
nærmistekizt (Noregur).
Nefndin gerði grein fyrir öllu
þessu i skýrslu til Heilbrigðis-
málaráðs Reykjavíkur og ráðu-
neytis heilbrigðismála.
Fyrsta fjárveiting af hálfu
ráðuneytis til heilsugæzlustöðva í
Reykjavik rann eftir mikið þóf til
Árbæjarstöðvarinnar og var sér-
staklega eyrnamerkt til þess að
tryggja að hún yrði ekki notuð i
Breiðholtsstöð.
Heilsugæzlustöðin i Árbæ er í
fjölbýlisblokk, þar sem hluti einn-
ar hæðar hefur verið tekinn undir
heilsugæzlu. Lá þá ekki fyrir nein
hönnunaráætlun eða lýsing á því
starfi sem þar ætti fram að fara.
Skylt er að taka fram, að þetta
gerðist áður en leiðbeiningarnar
ofangreindu og nefndarálitið sáu
dagsins' ljós. Hinsvegar var þá
strax bent á marga sérstaka ókosti
við að vinna fyrsta tilraunarstarf-
ið við heilsugæzlu á þennan hátt
með svo ónógum undirbúnings-
tíma. Kom svo á daginn að stöðin
stóð tilbúin um nokkra hríð ónot-
uð vegna þess að ekki hafði ráðizt
þangað nægilegur starfskraftur
og fáir vissu að hverju þeir
gengu.
1 Domus Medica var einnig
komið á samstarfi nokkurra
heimilislækna, sem skyldi vera
vísir að heilsugæzlustöð til að
auka þjónustu og afla nokkurrar
reynslu. Mikill skortur á húsrými,
aðstöðu og þarafleiðandi á sam-
starfsfólki veldur því, að sá vísir
nær aldrei þroska, að stöðin verð-
ur seint fullgild heilsugæzlustöð
skv. fyrirhuguðum áætlunum.
Hún getur samt vonandi komið að
tilætluðum notum sem brúandi
starfsvettvangur bg upphaf nokk-
urra starfsþátta, er seinna geti
gagnað betur í heilsugæzlustöðva-
slarfi.
Næstu áætlanir varðandi
heilsugæzlu í Reykjavík eru:
Stofnun heilsugæzlustöðvar I
leiguhúsnæði i blokk í Asparfelli.
Leigusamningur til 10 ára. Engin
vettvangskönnun var til, engin
starfslýsing, engin hönnunar-
vinna til staðar áður en ákvörðun
var tekin. Er nú verið að hespa
þeirri stöð af. Heilsugæzlustöð í
nýbyggingu Borgarspítalans. Var
henni komið fyrir i húsnæði sem
til féll í áætlaðri nýbyggðri þjón-
ustuálmu Borgarspítalans án
frekari sérhönnunar eða sérstakr-
ar hliðsjónar af heilsugæzlustarfi.
Skilst mér, að þetta hafi jafnvel
verið i talsverðri óþökk ýmissa
ráðamanna Borgarspítalans þótt
nú kunni viðhorfið að vera að
breytast. Við þetta bætist sérstaða
stofnunarinnar með tilliti til allr-
ar slysa- og vaxandi bráðaþjón-
ustu fyrir Reykjavik. Gerir þetta
ótvíræða og ákveðna skilgrein-
ingu á heilsugæzlustarfi i þessu
sérstaka húnnæði sérlega brýnt
svo að ekki skapist vandræði.
Engin slik úttekt er fyrir hendi
svo mér sé kunnugt, þrátt fyrir
fyrirspurnir.
Glöggir lesendur sjá líklega, að
allar síðustu ákvarðanir ganga
sérlega vandlega gegn öllum
helztu niðurstöðum þeirra nefnd-
ar, sem gerð var út til að afla
reynslu. Ákvörðun borgarráðs
forðum frá 1968 um að byggja
eina sérhannaða tilraunarstöð til
að safna reynslu i heilsugæzlu-
starfi hefur ekki orðið að veru-
leika. Eina nákvæma áætlunin
um heilsugæzlustöð með starfslýs-
ingu, þjónustu og hlutverkaskil-
greiningu, vinnuáætlun, tillögur
um skýrsluhald, úttekt á hús-
næðisþörf og almennri hönnun
o.s. frv., þ.e. samkvæmt lögum,
reglugerðum og leiðbeiningum,
velktist um meðal háttsettra án
þess að fá túkall með gati á fjár-
lögum ríkisins. Sparihattur var þá
tekinn úr skúffum: strjálbýlið
gengurfyrir.
Hvad veldur?
„Kerfið“ er mikið völundarhús.
Þar eru margir hattar, smáir og
stórir. Erfitt er þvi að geta sér til
um hvað hafi valdið fyrirstöðu
þeirri, sem Breiðholtsstöðin hef-
ur mætt. Óhætt er að fullyrða að
til þess liggi ýmsar orsakir og
flestar stærri en sú, sem helzt er
beitt fyrir, þ.e. fjárskorti. Eg get
vel gert mér ljóst, að fullhönnuð
stöð fyrir tólf þúsund manns sé
töluvert stór biti að kyngja, og
það ekki einungis fyrir það fólk
sem hugsaði sér heilsugæzlustöð
aðeins sem samruna nokkurra
herbergja fyrir heimilislækna i
sinni núverandi mynd, heldur
jafnvel fyrir þá sem höfðu
þróaðri hugmyndir um það sem
stefnt skyldi að. Þannig bögglað-
ist margt fyrir ýmsum brjóstum.
Væntanlegur fjöldi starfs-
manna þótti hár, þótt að verulegu
leyti væri um að ræða samfærslu
ýmissa starfsmanna, sem þegar
væru starfandi.
Borgin sjálf hefur kosið aðra
brýnni kosti framyfir heilsd-
gæzlustöðvar, þ.e. útbúnað lang-
legu- og dvalaraðstöðu fyrir
aldraða. Við sem litum vonaraug-
um til heilsugæzlustöðva, styðjum
þessa stefnu heilshugar og biðum
þolinmóðir þar til röðin kemur að
okkur.
Hitt er ég ekki eins viss um,
hvort sannfæring ýmissa for-
göngumanna borgarinnar í heil-
brigðismálum hafi verið nógu
sterk til að stiga skrefið til fulls i
áttina að reisa velundirbúna
heilsugæzlustöð og ota þvi mál-
efni áfram upp eftir kerfinu, þótt
borgarlæknir auk annarra hafi
vissulega haft á þvi fullan hug.
Að minnsta kosti benda næstu
verkefni i heilsugæzlustöðvamál-
um ekki til þess. Forsenda þess að
hefjast megi handa er samt sú að
heilbrigðisráðuneytið (,,Ríkið“)
gefi grænt ljós, þ.e. ríkissjóður
greiði samkvæmt hinum nýju
heilbrigðislögum 85% af stofn-
kostnaði. Hverju verkefni þarf
því að koma í fjárlög. Hér leynist
einmitt mergurinn málsins: mið-
valdið sem skapað var með nýju
lögunum. Á þeim stað leika vind-
ar úr ýmsum áttum. í fyrsta lagi
kennir á hæstu stöðum lítilshátt-
ar áhrifa úr þeirri átt, þar sem
menn vilja lítið vita af heilsu-
Framhald á bls. 31
Gunnar Ragnars og Jón Sveinsson:
Skipasmídastödvarnar
anna ekki endurnýjun-
arþörf fiskiskipaflotans
VEGNA þeirra miklu kaupa á
flutningaskipum til Islands að
undanförnu hafði Morgunblað-
ið samband við þá Gunnar
Ragnars, frostjðra Slipp-
stöðvarinnar á Akureyri, og
Jón Sveinsson, forstjóra Stál-
vfkur h.f. I Garðabæ, og spurði
þá hvort ekki væri möguleiki á
að færa smiði kaupskipa inn I
landið.
„Það er mjög einfalt að færa
þessa smíði inn i landið þ.e.a.s.
ef afkastageta skipasmiðastöðv-
anna væri meiri, þvi það er
miklu einfaldara að byggja
flutningaskip en fiskiskip eins
og togara. Utbúnaður fiskiskip-
anna er svo miklu flóknari,"
sagði Gunnar Ragnars. Kvað
hann þá hjá Slippstöðinni geta
auðveldlega byggt flutninga-
skip sem væru allt að 80 metra
löng, og reyndar væri hægt að
byggja miklu stærri skip en
það, ef nægur mannafli væri
fyrir hendi. 80 metra skip væru
u.þ.b. 2000 lestir og t.d. væri
kjörið fyrir Slippstöðina að
byggja skip eins og þau sem
Eimskipafélagið keypti til
landsins fyrir 2 árum eða svo.
Þá sagði Gunnar Ragnars, að
Slippstöðin og fleiri skipa-
smiðastöðvar innanlands hefðu
einbeitt sér að smiði fiskiskipa
eins og skutttogara. Þeir væru
nú með nýsmiði fyrir Þórð
Óskarsson á Akranesi sem ætti
vera lokið fyrir áramót og væru
þegar byrjaðir litillega á skut-
framhald á bls. 17
Philco
slær tvær f lugur í einu höggi
Philco
býður þurrkara sem getur staðið ofan
á þvottavélinni. Þannig nýtist gólf-
rýmið til fullnustu og handhægt, út-
dregið vinnuborð milli vélanna auð-
veldar notkun þeirra. Já — allt sem
til þarf eru einfaldar festingar og
tvær flugur eru slegnar f einu höggi.
Philco þurrkarinn
tekur 5 kg af þurrum þvotti — sama
magn og þvottavélin. Hann er auð-
veldur i notkun — með fjögur sjálf-
virk þurrkkerfi sem henta öllum teg-
undum af þvotti og allt aðtveggja
klst. tímarofa.
Philco þvottavélin
tekur inn heitt og kalt vatn, vindu-
hraðinn er 850 snúningar á mínútu,
sem þýðir mun styttri þurrktíma.
Tvær stillingar eru fyrir vatnsmagn,
ullarkerfið er viðurkennt og einfalt
merkjamál er fyrir hvert þvottakerfi,
svo að allt sé á hreinu!
Er það furða þó að fleiri og fleiri velji Philco
neim
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655
S * * "9 » » *