Morgunblaðið - 28.07.1977, Side 20

Morgunblaðið - 28.07.1977, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULl 1977 Leikmenn í kirkjulegu starfi á námskeiði DAGANA 8.—10. júli var haldið að Hólum I Hjalladal námskeið fyrir leikmenn sem vinna að krikjulegu starfi og mun það vera í fyrsta skipti, sem slfkt námskeið er haldið hér á landi. Upphaf sitt átti námskeiðið f bókun, sem gerð var á stjórnarfundi Prestafélags hins forna Hólastiftis þann 10. júní I fyrra. Þeir sem önnuðust undirbún- ing þess voru sr. Gunnar Gíslason, Glaumbæ, sr. Pétur Sigurgeirs- son, vfgslubiskup og sr. Sighvatur Birgir Emilsson á Hólum, og var námskeiðið byggt upp á umræðu- hópum að loknum framsöguer- indum. Sr. Gunnar Gíslason ræddi störf meðhjálpara og hringjara, sr. Pét- ur Ingjaldsson, prófastur á Höfða- kaupstað, flutti erindi um fjár- hald kirkna og gerð kirkju- og kirkjugarðsreikpinga, sr. Sigurð- ur Guðmundsson, prófastur á Grenjaðastað, talaði um sóknar- nefndir og störf sóknarnefndar- manna, kirkjugarða, umsjón þeirra og hirðingu. Síðasta fram- söguerindið flutti sr. Stefán Snævarr, prófastur á Dalvik, og ræddi hann hlutverk safnaðar- fulltrúa. Að loknum framsöguerindum og hádegisverði var gengið um Hólastað og rakti Jón Friðbjörns- son atriði úr sögu staðarins og kynnti.og síðan tóku umræðuhóp- ar til starfa. A laugardagskvöldið var kvöldvaka með ýmsu efni, m.a. talaði Óskar Þór Sigurbjörns- son, krikjuþingmaður frá Húsa- vík, um kirkjuna frá sjónarhóli leikmanns og sagði frá störfum sioasta kirkjuþings, Eyþór Stefánsson, tónskáld á Sauðár- króki, las upp, æskufólk frá Siglu- firði flutti þátt i tali og tónum og Björn Jónsson f Bæ ræddi um Hólastað og fleiri staði i Skaga- firði. A sunnudagsmorgni störfuðu umræðuhópar áfram og eftir há- degi var guðþjónusta í Hóladóm- kirkju og prédikaði hr. Sigur- björn Einarsson, biskup. Nær 50 manns víðs vegar að úr Hólastifti sóttu námskeið þetta, og var það mál manna að vel hefði tekizt. Það kom meðal annars fram í umræðunum að semja þyrfti leið- beiningar og reglugerðir um störf leikmanna í söfnuðunum og við kirkjuna og láta þeim i té erindis- bréf, einnig að breyta þyrfti eyðu- blöðum reikninga kirkna og kirkjugarða svo sundurliðun tekna og kostnaðarliða yrði auð- veldari. Sr. Pétur Sigurgeirsson, vigslu- biskup, stjórnaði námskeiðinu af alkunnri glaðværð og lipurð. I lok námskeiðsins flutti hann öllum þakkir fyrir þátttökuna i námi og starfi, hr. Sigurbirni biskupi fyr- ir, að hann skyldi heiðra náms- skeiðið með nærveru sinni, og skólastjórahjónunum á Hólum og starfsfólki þeirra fyrir hlýjar móttökur og ágætan viðurgern- ing. Ef til vill verður síðar til þess vitnað, að þetta fyrsta námskeið fyrir leikmenn, sem starfa í kirkj- unni, hafi verið vísir að endur- reistum kirkjulegum skóla að Hólum í Hjaltadal. -Jón. Afhenti trúnaðar- bréf sín hjá EBE GUÐMUNDUR I. Guðmundsson afhenti hinn 25. júli sl. Roy Jenkins, forseta framkvæmda- stjórnar Efnahagsbandalags Evrópu og Henri Simonet, forseta ráðherraráðs bandalagsins, trúnaðarbréf sín sem sendiherra íslands hjá Efnahagsbandalagi Evrópu. Vefnaður og Batik- sýning Vefnaður og Batiksýning verður haldin á Loftinu Skólavörðustíg 4, allan ágústmánuð og verður opin á verzlunartíma. Batik sýnir Björg Sverrisdóttir en vefnað- inn sýna þær Áslaug Sverrisdóttir, Elínbjört Jónsdóttir, Hólmfríður Bjartmars og Stefanía Steinþórsdóttir. Öll verk- in eru sérstaklega unnin fyrir sýningu þessa. Myndin sýnir eitt verk- anna á sýningiinni. Meðal gesta á Skálholtshátfð voru forsetahjónin, dr. Kristján Eld- járn og frú Ilalldóra Eldjárn. Fjölmenni á Skálholtshátíð MIKIÐ fjölmenni sótti Skálholtshátíðina, sem var s.I. sunnudag og að sögn Sveinbjörns Finns- sonar voru á fjórða hundrað manns við messu og nutu veðurblíð- unnar þennan sumardag. í messunni söng Skál- holtskórinn undir stjórn Glúms Gylfasonar og við undirleik Ilarðar Áskels- sonar og einnig léku þeir Lárus Sveinsson og Snæ- björn Jónsson á tompet. Hr. Sigurbjörn Einars- son biskup og sr. Guð- mundur Óli Olafsson þjónuðu fyrir altari og sr, Heimir Steinsson prédikaði. Á samkomu síðdegis flutti mennta- málaráðherra ræðu og Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir léku sónötur fyrir flautu og sembal eftir Hándel og Mozart. Sagði Sveinbjörn Finnsson að hátíðin hefði tekizt vel og sér hefði virzt fólk ánægt með dag- skrána og sagði hann það sérlega ánægjulegt hversu margt fólk hafði sótt prestsvigslu fyrr um morguninn. Ferða- mannastraumur hefur farið vaxandi í Skálholti i sumar eftir að samning- um lauk, að sögn Svein- björns og geta ferðahóp- ar fengið að hlíöa á hljóð- færaleik ef þess er óskað á sunnudögum og þriðju- dögum. Helga Ingólfs- dóttir og Manuela Wiesl- er léku þennan sunnudag fyrir hóp og hefur þess- ari nýbreytni verið vel tekið af ferðamannahóp- um, sem hafa staldrað við dagsstund í Skálholti Helga Ingólfsdóttir og Manuela Wiesler léku sónötu fyrir sambal og flautu. Sunnlenzkir hestamenn rfða f hópreið inn á mótssvæðið við Hellu. Stórmót 8 hesta- mannafélaga á Hellu ATTA hestamannafélög á Suðurlandi efna til sameigin- legs hestamannamóts dagana 6. og 7. ágúst næstkomandi á Rangárbökkum við Ilellu og nefnist mótið Stórmót. Er þetta þriðja mótið i röð slfkra móta en þau eru haldin þau ár, sem ekki fer fram landsmót hesta- manna og fjórðungsmót er ekki á Suðurlandi. Á mótinu gefst kostur á að sýna kynbótahryss- ur, sem ekki hafa áður verið sýndar eða ekki náð fyrstu verðlauna einkum vegna skorts á tamningu eða þjálfun. Fram fer keppni barna og unglinga, töltkeppni, gæðingakeppni og kappreiðar. Keppni unglinga verður i þremur flokkum og gefst þeim þar tækifæri til að sýna hesta, sem þau hafa sjálf tamið og þjálfað. Algjört skilyrði fyrir þáttöku unglinganna er að hross er þau sýna hafi ekki áður tekið þátt i gæðinga- keppni eða kynbótasýningu né taki þátt í öðrum keppnisgrein- um mótsins nema viðkomandi hafi eða sýni hrossið sjálfur. Þá verður opin töltkeppni fyrir félagsmenn þeirra félaga, sem að mótinu standa á 200 metra hringvelli. Verður hún í tveim- ur flokkum, fyrir fullorðna og unglinga 16 ára og yngri. í gæðingakeppni mótsins hef- ur hvert félag rétt til að senda tvo hesta til keppni i hvorum flokki en flokkarnir eru al- hliðagæðingar og klárhestar með tölti, Keppnisgreinar á kappreiðum mótsins verða 1500 metra brokk, 250 metra stökk, 350 metra stökk, 80Ö metra stökk, 1500 metra stökk og 250 metra skeið. Kappreiðaverð- laun verða 25% af brúttóinn- gangseyri mótsins en auk þess- ara peningaverðlauna fá þrjú fyrstu hrossin í hverri grein á sýningum og kappreiðum verð- launapeninga til eignar. Bezta hryssan fær einnig farandgrip en gripur þessi er hryssa úr brenndum leir, sem hlotið hef- ur nafnið Stóðhryssa. Gera má ráð fyrir spennandi keppni á kappreiðum mótsins. Á síðasta móti á Rangárbökkum var sett nýtt íslandsmet í 1500 metra stökki en þá hljóp Rosti, Bald- urs Oddssonar, á 2 mín. 0,7 sek. Eldra metið átti Kolur, Gests Vigfússonar i Skálmbæ, og var það 2,14,3 min. Ljúfur, Gísla Þorsteinssonar og Sigurðar Sigurþórssonar, hljóp einnig á sama tíma og Rosti. Hestamannafélögin, ,sem standa að þessu móti, eru Geys- ir, Kópur, Ljúfur, Logi, Sleipn- ir, Sindri, Smári og Trausti. Þátttaka í kappreiðum tilkynn- ist.til Magnúsar Finnbogasonar á Lágafelli fyrir miðvikudags- kvöld, 3. ágúst p.k. en þátttaka í unglingakeppni og töltkeppni tilkynnist til formanna viðkom- andi félaga fyrir sama tima.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.