Morgunblaðið - 28.07.1977, Side 33

Morgunblaðið - 28.07.1977, Side 33
Hljómdteild MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULI 1977 Minning: PÉTUR DANÍELS- SON HÓTELSTJÓRI Fæddur 4. febrúar 1904 Dáinn 22. júlf 1977 Kveðja að heiman. Fyrir aðeins viku siðan, fimmtudaginn í siðustu viku hitti ég Pétur Danielsson að störfum sínum á Hótel Borg, hressan og kátan. Hann spurði frétta að heiman, — en svo tók hann jafnan til orða, er hann minntist á Stokkseyri. — Hann kvaðst fljótlega myndi verða á ferð á Stokkseyri, en ekk- ert ár leið svo að hann legði ekki leið sína þangað. Og nú fylgi ég honum í dag siðasta spölinn. Svona skjótt get- ur „sól brugðið sumri“. Pétri Daníelssyni á ég að leiðar- lokum margt að þakka eftir ára- tuga kynni allt frá barnæsku. Stokkseyri, — æsku — og bernskustöðvum sínum, — unni Pétur af heilum hug. Við ótal tækifæri sýndi hann ræktarsemi og hlýhug í garð heimabyggðar- innar. Stokkseyringar nutu fyrir- greiðslu hans, hjálpsemi og vel- vildar, hvar sem hann var að hitta. En á hans stóra heimili að Hótel Borg, voru það vissulega fleiri en Stokkseyringar, er hans forsjár nutu og þess trausta þjónustu- fólks, er hann hafði á að skipa. Þar er vitnisburðurinn öruggast- ur, að margir voru þeir, er i hans þjónustu unnu árum saman, og þá ekki siður, að margir — menn og konur —, víðsvegar að af landinu, voru hans fastagestir — fyrst á Skjaldbreið og fluttu sig síðan að Hótel Borg, er hann tók þar við húsráðum. Stjórnsemi, höfðingslund og drengskapur var Pétri i blóð bor- in og mótuðu þeir eiginleikar framkomu hans alla í samskiptum við háa og lága. Pétur hóf á barnsaldri sjávar- störf heima á Stokkseyri, eins og títt var um æskumenn á þeim árum. Ungur fór hann á togara, síðar í matreiðslunám sem inn- gang að sinu lífsstarfi sem þjóð- kunnugt er. Ur foreldrahúsum hafði hann í veganesti holl ráð umhyggju- samra og dugmikilla foreldra, er ekki vildu hefta óráðna ferð ungl- ingsins, er af ríkri þrá til könnun- ar nýrra viðfangsefna lagði út i óvissu þeirra tima í atvinnuleit, fjarri heimili sínu og æskustöðv- um. Og draumar unglingsins rætt- ust i farsælu ævistarfi. Otal ábyrgðarstörf voru honum falin, sem öll voru af hendi leyst með þeirri samviskusemi, að betur verður ekki gert. Róleg og traustvekjandi fram- koma Péturs bar vitni þeim eigin- leikum skapfestu og mannkosta, er við sem honum kynntust fund- um best og nutum í rikum mæli. Ég votta aðstandendum samúð mína. Stokkseyringar kveðja Pét- ur- Daníelsson með þakklæti og virðingu. Björgvin Sigurðsson. F. 4. febrúar 1906 D. 22. júlí 1977 Pétur Daníelsson andaðist á heimili sínu aðfaranótt 22. þ.m. Pétur var fæddur i Björgvin á Stokkseyri 4. febrúar 1906. For- eldrar hans voru Daníel Arn- bjarnarson, Þorkelssonar frá Gerðum í Gaulverjabæjarhreppi, og kona hans, Þóra Pétursdóttir frá Deildarkoti á Alftanesi. 1 Björgvin bjuggu líka Eyjólfur Sigurðsson frá Kaplastöðum og Sigríður Gisladóttir, kona hans, en hún var bóðurdóttir Daniels. Þrem vikum fyrir fæðingu Péturs eignuðust sambýlishjónin dreng, sem látinn var heita Siguróur Þórir, og er það hann sem þessar línur ritar. Við Pétur ólumst því upp saman og vorum nánast sem tvíburar, og mátti hvorugur af öðrum sjá. í bernsku var ég mjög heilsuveill um árárabil. Hins veg- ar var Pétur hraustur og tápmik- ill. Naut ég því oft aðstoóar hans, þegar taka þurfti til hendinni eða þegar skarst í odda milli leik- félaga. Ég minnist enn með gleði, hversu hann lét oft eitt yfir báða ganga. Æskan leið og brátt tóku skyldustörfin við. Þegar á barns- aldri tókum við þátt í störfum fullorðna fólksins. Ég minnist sérstaklega, hve við Pétur höfð- um gaman af að vinna að veiðar- færagerð, þegar feður okkar undirbjuggu sig fyrir vertíðina. Á þeim tíma var ekki um annað að ræða en drengir í sjávarþorpum stunduðu sjómennsku, þegar ald- I ur og orka leyfði, og því var sjálf- sagt að kenna drengjum sem fyrst sjávarverk. Skemmtilegasta starf okkar var að veiða hrognkelsi i lónunum í skerjagarðinum úti fyrir þorpinu. Þar gerðust margar sögur, árin sem við gengum i þann skóla. Foreldrar okkar áminntu okkur um að fara var- lega, þegar við vorum við veiðarn- ar. Kæruleysi og glannaháttúr mátti ekki koma þar við sögu. Hver maður, sem út á sjóinn færi, yrói að vinna verk sin af alvöru og festu. Eg held, að þessar ráð- leggingar hafi fylgt Pétri fram til hinstu stundar. Um 18 ára aldur hleypti Pétur heimadraganum og fór til sjós, gerðist háseti á togaranum Otri. Það var ekki létt verk að komast á togara á þeim tíma. Margir skip- stjórar tóku þó efnilega óvaninga öðru hverju. Pétur var einn af þeim heppnu. Eftir um ársdvöl á Otri réð hann sig á Gullfoss, fyrst sem káetudreng, en síðar varð hann þjónn. Eftir nám í fram- reiðslu í Kaupmannahöfn gerðist hann þjónn á Hótel Borg, þegar það var opnað 1930. Árið 1942 keypti hann Hótel Skjaldbreið ásamt öðrum og rak það i 18 ár. Þegar Jóhannes Jósefsson hætti veitingarekstri, keypti Pétur og þrir félagar hans Hótel Borg, og var hann hótelstjóri, þar til hann andaðist. Auk þessa stutta ágrips af helstu störfum hans skal getið, að hann hefur séð um allar veisl- ur á vegum rikisstjórnarinnar um árabil. Heyrði ég hann oft láta í ljós ánægju yfir, hve gott sér þætti samstarfið við ráðuneytin varðandi þjónustu. Hann taldi sig mundu sakna mjög samstarfsins við þá menn, sem hefðu með þau mál að gera innan ráðuneytanna, þegar hann léti af störfum. Pétur taldi það mikið lán að hafa sama starfsfólkið, svo að ár- um skipti, fólk, sem kunni starf Framhald á bls. 27 s>: A A ^raldsf/e^' ^Raldsf/e^ 11 11 & mÆ mÆ Nyja Brimklóarplatan r,UNDIR NÁLINNI" fœst nú í Faco Dreifingarsími 13008 i gallaf ötin ' eru föt sem allir þekkja. Fást í Faco. œvis UPPLIFIÐ STEMMNINGUNA aö Félagsheimilinu Borg Grímsnesi 29. júlí föstudagskvöld BRIMKLO, HALLI OG LADDI 30 júlí laugardag BRIMKLÓ, HALLI OG LADDI 31. júlí sunnudagur BRIMKLÓ, HALLI OG LADDI Sætaferðir frá B.S.Í. Hveragerði, Selfossi, Þorlákshöfn og Laugarvatni öll kvöld kl 9.30. x. . ..* * _ w . . , * Tjaldið að Borg. veitingar a staðnum. ; i i / i j > i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.