Morgunblaðið - 28.07.1977, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 28.07.1977, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULI 1977 Nú ætla Flug- leiðamenn sér sigur í golfinu A UNDANFÖRNUM árum hafa kylfingar innan Flugleiða tekið þátt í golfmóti sem nefnist „Cargolux Interline Golf Tourna- ment“ og haldið er árlega. Tvisv- ar hefur keppni þessi verið haldin i Luxembourg og einu sinni í Jó- hannesarborg í S-Afríku. Þeir sem þátt taka I móti þessu, fyrir utan Golfklúbb Flugleiða, eru starfsmenn Cargolux, Luxair, Luxavia, Air Bahama, Salen LL- New York og Flugleiða i Bret- landi. Mikill golfáhugi er innan þessara fyrirtækja, t.d. hafa Cargolux-menn starfandi sinn golfklúbb í Luxembourg og eru þeir meðlimir í Golfsambandi íslands. Nú 4. árið sem keppni þessi er haldin verður leikið hér heima dagana 18.—20. ágúst n.k. Leikið verður á 3 völlum, Grafarholti, Nes-velli og Leiru-velli. Gert er ráð fyrir u.þ.b. 30 þátttakendum. Bandarísku flugvélaverksmiðj- urnar Boeing og Douglas Aircraft Company hafa gefið mjög vegleg verðlaun til keppninnar. Að iokum skal þess getið. að Luxavia-menn hafa sigrað I þeim keppnum sem fram hafa fárið til þessa, en fullvíst má telja að Flug- leiða-menn gefi ekkert eftir nú þar sem leikið verður á heima- velli- (Fréttatilkynning) Walker góður NV-SJALENDINGURINN John YValker náði bezta tfmanum sem náðst hefur í 1500 metra hlaupi I heiminum í ár er hann hljóp á 3:34,1 mín. á móti sem fram fór I Stokkhólmi í fyrrakvöld. Er þetta jafnframt bezti árangur Walkers í 1500 metra hlaupi, aðeins 2 sek- úndum frá heimsmeti Tanzaníu- mannsins Filberts Bayi. Kúbumaðurinn Alberto Juantorena hefur náð bezta árangrinum sem náðst hefur í heiminum f ár f 400 metra og 800 metra hlaupi. Þessi mynd af honum og Islandsmethafanum f 1500 metra hlaupi, Agústi Asgeirssyni var tekin f Þýzkalandi fyrir skömmu. Fjögir heimsmet í kariagremum og glæsilegur árangur í flestum öðrum Þótt keppnistímabil frjálslþrótta- manna sé nú aðeins rösklega hálfn- að hefur þegar náðst mjög góður árangur i mörgum greinum og nokk- ur heimsmet fallið. Árangurinn er þó yfirleitt ekki eins góður og í fyrra, enda jafnan nokkur lægð í þessari íþróttagrein árið eftir Olympfuleika. Sennilega mun úrslitakeppnin í Evrópubikarkeppninni sem fram fer á næstunni verða hápunktur frjáls- íþróttavertíSarinnar að þessu sinni, svo og heimsókn nokkurra af beztu frjálsiþróttamönnum Bandaríkjanna á mót I Evrópu, seinna í sumar. Heimsmetin sem sett hafa verið í karlagreinum í sumar eru í 5000 metra hlaupi 13:12,9 mín. og í 10.000 metra hlaupi 27:30,5 en met þessi settu þeir Kick Quax og Samson Kimombwa, í 400 metra grindahlaupi 47,45 sek , og í hástökki 2,33 metrar í kvennagremunum hafa met verið slegin í 100 metra hlaupi, míluhlaupi, 5000 metra hlaupi, 400 metra grmda- hlaupi, og í fimmtarþraut. auk þess sem heimsmetið í hástökki hefur verið jafnað. Hér á eftir fer lauslegt fyrilit um árangur ársins í hinum ýmsu íþrótta- greinum frjálsra íþrótta Spretthlaup 100 metra hlaup: Jamaicabúinn Don Quarrie hefur náð bezta árstíman- um í 100 metr hlaupmu, hlaupið á 10,12 sek Hann hefur þó enn ekki mætt hinum tvítuga Austur-Þjóðverja Eugen Ray í keppni, en Ray hefur hlaupið tvívegis í sumar á 10,14 sek og einu sinni á 1 0,1 5 sek , þannig að mikið má vera ef hann er ekki bezti spretthlaupari sumarsins 200 metra hlaup: ítalinn Pietro Mennea hefur enn einu sinni sýnt að hann stendur jafnan fyrir sínu, en Mennea hefur verið í fremstu röð í þessari grein í mörg ár Síðast 2 júlí s.l sigraði hann Quarrie örugglega í keppni sem fram fór í Mílanó og náði þá bezta tímanum sem náðsí hefur i þessari grein i ár, hljóp á 20,1 1 sek Bezta tímann þar sem notuð hefur verið skeiðskukkutímataka á hins vegar Kúbubúinn Silvio Leonard 1 9,9 sek 400 metra hlaup: Árangur í 400 metra hlaupi hefur ekki verið sérscak- lega góður í ár Aðeins einn hljupari hefur náð betri tíma en 45 sek og það er Kúbubúinn Alberto Juantorena sem hiaupið hefur á 44,98 sek Bandaríkja- menn sem löngum hafa átt marga góða 400 metra hlaupara, hafa lítið látið til sín taka í hlaupi þessu í ár og í Evrópu er enginn hlaupari sem skarað hefur virkilega fram úr. Millivegalengdarhlaup 800 metra hlaup: Enn hefur ekki orðið af uppgjöri tveggja beztu hlaup- aranna í 800 metra hlaupi, Alberto Juantorena frá Kúbu og Keníabúans Mike Boits. Kúbubúinn hefur náð bezta tíma ársins í hlaupinu er hann hljóp á 1 43,7 min í Póllandi, en Boit hljóp nýlega á 1:44,4 mín. Þriðja bezta tímann á svo Bandaríkjamaður- inn Mark Enyeart sem hljóp á 1:44,8 snemma í júlí. Sá ætlar sér í keppnis- ferð um Evrópu á næstunni og telur sig þá munu slá árangur bæði Boits og Juantorena út. 1500 metra hlaup: John Walker, Ný-Sjálendingur, hljóp 1500 metra hlaup á 3:34,1 mín. á móti í Stokk- hólmi fyrir skömmu og náði þar með bezta árangri sem náðst hefur í þessari grein í heiminum i ár. Annars er það áberandi hversu Vestur-Þjóðverjar eiga nú sterka 1500 metra hlaupara Án þess að Paul-Heinz Wellmann sem vann til bronsverðlauna í þessari grein á Olympiuleikunum í Montreal í fyrra, komi við sögu, hafa þrir Þjóðverjar hlaupið á betri tíma en 3:37,0 mín. í ár Harald Hudad, sem aðeins er 20 ára hefur hlaupið á 3:36,8 min Langhlaup: 5000 metra hlaup: Eins og flestum mun kunnugt er heimsmet Belgíu- mannsins Puttemans 13:13,0 mín , sem sett var árið 1972, nú loks fallið Ný-Sjálendingurinn Dick Quax bætti það i 13 12,9 mín , og er ekki talið ótrúlegt að hann hlaupi á betri tíma en 13:10,0 mín á næstunni Tveir Vest- ur-Þjóðverjar eru heldur ekki langt undan Karl Fleschen hefur hlaupið á 13:13.4 mín og Peter Weigt á - segja Víkingarnir Eríkur Þorsteinsson og Diðrik Ólafsson — Við erum afskaplega óánægðir með grein þá sem birtist i Morgun blaðinu í fyrradag, þar sem Diðrik Ólafsson, markvörður okkar, er ásakaður um mjög alvarlegan hlut, sagði Eirikur Þorsteinsson, fyrirliði Víkingsliðsins, í viðtali við Morgun- blaðið í gær, en í umræddri grein kom fram að Diðrik hefði af hreinum leikaraskap komið þvi til leiðar að einn leikmanna Vestmannaeyjaliðs- ins, Karl Sveinsson, var bókaður. — í þessari grein er mjög hallað réttu máli, sagði Eiríkur, — Hið sanna er að Karl Sveinsson rann til í drullunni og lenti hnéið á honum i andlitinu á Diðrik. Það hélt ég að allir hefðu séð, sem fylgdust með þvi hvað gerðist á vellinum. Þetta brot Karls var greinilega óviljaverk, en átti sér eigi að siður stað. Úheiðarleg blaðamennska MORGUNBLAÐINU barst f gær eftirfarandi yfirlýsing vegna fréttar á íþróttasfðu blaðsins f fyrradag: „Við undirritaðir lýsum yfir furðu okkar á frétt hkj I Morgun- blaðinu 27. júlí frá leik ÍBV og Vlkings, þar sem algjörlega er farið með rangt mál. Umrætt brot var svo augljóst að tæpast hefur það farið framhjá áhorfendum, enda staðfesti Karl Sveinsson það sjálfur; þar sem hann sagðist hafa „brotið af sér óviljandi.“ Guðjón Finnbogason (dómari) Baldur Scheving (línuvörður) Þá hafSi Morgunblaðið samband við OiSrik Ólafsson og hafði hann eftirfarandi um máliS að segja: — Eg er afskaplega óánægður með þá ásökun sem kemur fram í umræddri grein í Morgunblaðinu. Karl Sveinsson rann til um leið og ég var að ná knettinum og lenti hnéið á honum í nefið á mér. Var höggið það mikið að ég óttaðist að nefið hefði brotnað og er alls ekki búinn að ná mér eftir höggið. Höfuðverkurinn og eymslin sem ég hef í nefinu ! dag eru sannarlega ekki uppgerð. Hitt er svo annað mál að ekki var vafi á þv! að brot Karls var óviljaverk. Hann rann til ! eðjunni og var það orsök óhapps- ins. 13:14,5 mín. Fjórði maður á skrá er svo Manfred Kaupschmann frá Austur- Þýzkalandi sem hlaupið hefur á 13:19.5 min 10.000 metra hlaup: Heimsmet Bretans David Bedford 2 7:30,8 mín heyrir nú sögunni til. Var það hinn lágvaxni Keniabúi, Samson Kimobwa sem sló það með þvi að hlaupa á 27:30,5 min Kimobwa, sem fæddur er 15 september 1955, á sannarlega framtiðina fyrír sér, og er búizt við þvi að hann bæti metið á næstunni i 27:20—27:25 Annan bezta timann i 10.000 metra hlaupinu i ár á Jos Hermes frá Hollandi 27:41,3 mín , og þriðji á skránni er Keniabúinn Mike Musyoki sem hlaupið hefur á 27:41,9 mín 3000 metra hindrunarhlaup: Hálf- gerð deyfð virðist nú vera yfir þessari grein, en varla varir það lengi 4-linn þritugi Svii, Dan Glans hefur vakið einna mesta athugli i sumar, en hann hefur hlaupið á 8:16,3 min Bezta árstimann á hins vegar Michael Karst frá Vestur-Þýzkalandi, 8:14,1 mín., og þriðja bezta árangurinn hefur hinn kunni hlaupari frá Póllandi, Bronislaw Malinowski, náð, hlaupið á 8:16,9 mín Sá, sem spáð er mestum frama á þessari vegalengd í náinni framtíð, er hins vegar Keniabúinn James Munyala, en hann hefur hlaupið i ár á 8:21.6 min Grindahlaup: Kúbubúinn Alejandro Casanas hefur náð beztum tima í 1 10 metra grinda- hlaupi í ár, hlaupið á 13,37 sek Austur-Þjóðverjinn Thomas Munkelt er þó ekki langt undan, en bezti timi hans í ár er 13,48 sek. Hefur þó Munkelt keppt tiltölulega sjaldan á stórmótum í sumar, og þvi liklegt að hann gæti bætt sig verulega með meiri keppni Bandarikjamaðurinn Willie Davenport, sem nú er orðinn 34 ára, heldur sig enn við toppinn i þessari grein Hann á sjötta bezta órangurinn í heiminum í ár: 1 3,56 sek. 400 metra grindahlaup: Olympiu- sigurvegarinn Edwin Moses hefur náð bezta árangrinum i ár 47,45 sek , heimsmet, þótt sjálfur segist hanrt ætla að taka það fremur rólega i sumar Tom Andrews frá Bandarikjunum er i öðru sæti með 49,03 sek , en Austur- Þjóðverjinn Volker Beck er sá sem tekið hefur mestum framförum Hann á þriðja bezta árangurinn i heiminum i ár Einn hinna nýju hcimsmethafa, Dick Quax frá Nýja-Sjálandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.