Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 5
v ■ . --- ---- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JULÍ 1977 5 GLUGG_______ Bæjarlífið í Horriville NÚ - er friðurinn úti. SjónvarpiS byrjar í mánudaginn me8 endur- nýjuðum kröftum að lemja inn í saklaust fólk alls konar fróSleik. ÞaS er ekki neitt smáræði það magn af speki sem sjónvarps- áhorfendur hafa innbyrt á liðnum árum. íslenzkur almúgi er til dæm- is svo vel að sér í siðum og venj- um enskra millistéttarfjölskyldna í gegnum aldirnar að til undra má telja. Nú á síðustu mánuðum hafa svo sjónvarpsáhorfendur numið af skjánum hvernig merkir menn eru drepnir i Ameriku og málin upp- lýst af syni lögregluforingja á staðnum, en hann sjálfur hefur alltaf rangt fyrir sér. Auk þessa má nefna hina afar fróðlegu þætti um rekstur skipafélaga á siðustu öld. sem hefur skolað upp á skjá- inn vikulega undanfarin ár. En betur má ef duga skal, það er langt þvi frá að islenzk alþýða þekki nógu vel til heímilislifs út- lendinga. Þess vegna hefur undir- ritaður skrifað handrit að einum fádæmamerkilegum þáttaflokki. sem á að bera nafnið. „Geyr nú garmur". Þáttaflokkur þessi segir frá enskri fjölskyldu sem býr i sjávar- þorpinu „Horriville" á Suður- Englandi. Fjölskyldufaðirinn. Oliver Dread. er fimmtugur. feit- ur. einhentur. astmaveikur fyrr- verandi sjómaður. Konan hans Lydia er þrekvaxin. tannlaus. geð- klofa, þvottakona og börnin Robert 12 ára og Lucy 14 ára eru bæði lifandi eftirmynd Gregorys frænda Lydiu, sem er kaffisölu- maður i London. f þáttunum fylgj- umst við með þvi er börnin vaxa úr grasi. Robert stofnar reiðhjóla- leigu með Timothy fóstursyni James móðurafa sins og lendir þar i harðri samkeppni við reiðhjóla- leigu Jones nokkurs, sem er sonur bæjarstjórans Frederick Spitt. bróður Olivers. Kona bæjarstjóran er nýhætt að reykja og er daglegur gestur hjá frænku Lydiu, Chryssi, sem er gift Ronald. syni föðurafa Roberts og Lucyar. Lucy kynnist brátt Jones þeim sem rekur hina reiðhjólaleiguna i samkeppni við Robert og Timothy og fer svo. að hún verður barns- hafandi eftir Jones, en hann held- ur þá til næsta þorps og giftist þar Isabellu nokkurri McCarthy, en hún er systurdóttir Timothys og vinnur fyrir sé sem Ijósmyndafyrir- sæta hjá Kane, móðurbróður Crissýar. Jones heldur að hann þar með sé laus allra mála. en Robert Dread er ekki á sama máli og lögsækir Jones vegna þess að Jones hafi leigt út gölluð reiðhjól. svo fjöldi fólks slasaðist. í miðjum réttarhöldunum berast svo þær fregnir að það sé byrjað strið í útlöndum og allir verði að fara i herinn. Lenda þeir Jones og Robert i sama herfylki og vinna hlið við hlið að þvi að ýtrýma útlenzkum mönnum og konum og bömum um langa hrið, svo lýkur striðinu og þá halda réttarhöldin áfram en þá er sonur Lucyar orð- inn barnastjarna i kvikmyndum og umboðsmaður hans, Charles % Penny, kærir sig ekki um að neitt vitnist um óvissan uppruna stjórn- unnar, sem hingað til hefur notað nafnið Tom Dyotovsky í kvik- myndaheiminum, en maður Lucy- ar. David Lane, telur sig vera föð- urToms. ORIMKI.AND nyr og heillandí áfangailaður Dagflug á þriöjudögum. Nýr og heillandi sumarleyf- isstaöur fslendinga. f fyrsta sinn beint flug frá fslandi til Grikklands á rúmum 5 klst. Óviðjafnanleg náttúru- fegurð og sögustaöir sem heilla. Góöar baðstrendur i fögru umhverfi í baðstranda- borgum 15-25 km frá Aþenu. Fjölbreytt skemmtana- lif. Ný glæsileg hótel og ibúöir. Einnig er hægt að dvelja á eynni Krit. Reyndir íslenskir fararstjórar Sunnu. Grikklandsferð er heillandi ævintýri sem engin gleymir. Siglingar milli grisku eyjanna og óteljandi skemmti- og skoðunarferðir um undurfagurt lands- lag heillandi borga og sögufrægra staða, svo sem Akropolis, Delfi, Olympia, Spörtu og Maraþonsvalla. Tækifæri til að upplifa einstæða listaviðburöi i hin- um fornfrægu útileikhúsum Grikkja, þar sem í sumar koma fram margir heimsfrægir snillingar, svo sem Bolshoi-baliettinni frá Moskvu, tónleikar og óperur undir stjórn Karajans að ógleymdum hinum klass- ísku leiksýningum frá guilaldartimum forngrikkja. Grikkland sameinar á snilldarlegan hátt heillandi náttúrufegurð, sögulega staði og möguleika til sól- baðs og sunds i heitum sjó, hvildarlif við sundlaugar og baðstrendur. .. JH Lækjargötn 2 súnar 16400 12070 25060 26555 MALLORCA dagflug alla sunnudaga COSTA DEL SOL dagflug alla föstudaga COSTA BRAVA flogið alla sunnudaga KANARÍEYJAR flogið allan ársins hring GRIKKLAND dagflug alla þriðjudaga Einngöngu beztu hótel og íbúðir sem til eru SUNNA Rvík: Lækjargötu 2 símar 16400 — 12070 Akureyri: Hafnarstræti 94, sími 21835 300.000. vióskiptavmurhin Nú á næstunni eigum við von á þrjúhundrað þúsundasta viðskiptavininum. Hann mun fá gjöf, frá okkur. BANG £t OLUFSEN,( litsjónvarpstæki frá Radíóbúðinni, að verðmæti 360.000,- kr. Þangað til mun þúsundasti hver viðskiptavinur fá Hanimex Ijósmyndavél. \Lröu r þaö þú ? myndióion HÁSTÞÓRf Suðurlandsbraut 20 Hafnarstræti 17 Reykjavík S 82733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.